Umferð - 01.07.1958, Blaðsíða 5

Umferð - 01.07.1958, Blaðsíða 5
UMFERÐ 5 fengismagn, sem kynni að sannast að vera í blóði ökumanns vegna neyzlu; gera um leið lítt þörf ákvæðin um viss mörk. Vitanlega er mikill munur á því, hvort maður ekur bíl sínum undir létt- um áhrifum eða jafnvel slagandi full- ur, og á þessu gerir löggjafinn grein- armun, sem kanske ekki er óeðlilegt. En bifreiðaumferðin er nú í sívaxandi mæli að verða ein af lifæðum hvers þjóðfélags, og vegir þeirrar „æðar“ þurfa að vera sterkir og traustir. Mað- ur er lögum samkvæmt talinn þjófur hvort hann svo stelur einni krónu eða þúsund. Markið hlýtur að vera að öll áfengisneyzla í sambandi við akstur sé fordæmd. Næst munum vér með nokkrum orð- um drepa á viss ákvæði í umferðar- reglum lagana. 1 46. gr. 2. málsgr. seg- ir svo: „Ökutæki, sem stefna til vinstri á vegamótum, skal í hæfilegri fjarlægð frá þeim ekið út á vinstri brún ak- brautar. Ef beygja á til hægri, skal, ef aðstæður leyfa, ekið að miðlínu veg- ar, eða, ef um einstefnuakstur er að ræða, yfir að hægri brún akbrautar. Nú eru tvær eða fleiri akreinar fyrir sömu akstursstefnu á vegi, og skal þá ökumaður í tæka tíð, áður en komið er að vegamótum, færa ökutækið á þá rein, sem heppilegust er, miðað við fyrirhugaða akstursstefnu." Hér eru nýmæli á ferðinni um ak- reinar, sjá nánar 47. gr. um framúr- akstur, og er nauðsynlegt að ökumenn geri sér þessi ákvæði vel Ijós. Margir hafa vitanlega kynnst svipuðu fyrir- komulagi utanlands af eigin reynd. Þá segir í 48. gr., 2.—4. málsgrein: „Vegur nýtur aðalbrautarréttar, ef vegur, sem að honum liggur, er við vogamótin merktur biðskyldu- eða stöðvunarmerkjum, sbr. 65. og 66. gr. Þar sem sett hefur verið biðskyldu- merki, skal sá, sem kemur af hliðar- vegi, skilyrðislaust víkja fyrir umferð þess vegar, sem hann ekur inn á eða yfir, hvort sem um aðalbraut er að ræða eða ekki. Hann skal i tæka tíð draga úr hraða og nema staðar, ef nauðsyn krefur. Skylt er að nema stað- ar, þegar ekki er fullkomin útsýn yfir veginn. Þar sem sett hefur verið stöðvunar- merki, ber ökumanni skilyrðislaust að nema staðar. Þegar ekið er af stað aft- ur, er skylt að sýna ýtrustu varúð og víkja fyrir umferð frá báðum hliðum, hvort sem um aðalbraut er að ræða eða ekki. Hér eru ákvæði um aigera stöðvun- arskyldu, og telur Umferð vel að hún verði, án tvímæla, innleidd hérlendis. Stanz-skylda við aðalbrautir hefur hér til verið of miklum vafa bundin, a.m.k. ekki framfylgt að jafnaði. En brot á forgangsrétti aðalbrauia eru með verstu og hættulegustu umferðarbrot- um. Ökuhraði: 49. og 50. gr. laganna fjalla um ökuhraða. Hámarkshraði í þéttbýli er 45 km. en 70 km. utan þétt- býlis. Hér er þó eftir að setja reglu- gerðir og getur Umferð því nú ekki skýrt nánar frá ökuhraða á einstökum götum, t.d. hér í Reykjavík. Sennilegt teljum vér þó að 45 km. ökuhraði verði aðeins leyfður á fáum götum (al- ger stöðvunarskylda), en 35 km. hraði hinsvegar víða. Annars vill Umferð undirstrika hér með það, sem B. F. Ö. hefur áður bent á opinberlega að aðeins sá einn öku- hraði er réttur og forsvaranlegur, sem miðað við allar aðstæður, verður að teljast samræmanlegur fyllsta öryggi, sjá ennfremur 49. gr. laganna, 1. máls- grein. Frá og með 1. júli 1958 eiga í raun- inni allar bifreiðar (sjá 2. gr.) að vera búnar stefnuljósum samkv. 5. gr. lag- anna, b lið. Þessu verður þó vitanlega ekki hægt að framfylgja frá þeim degi, þegar af þeirri ástæðu, að ekki mun til útbúnaður í landinu, sem stend ur, til þess að búa allar þær mörgu bifreiðar stefnuljósum sem nú vantar þau. Og bílum mun tæplega á næstunni verða bannað að aka án stefnuljósa. Hinsvegar verður þessu ákvæði lag- anna sennilega framfylgt svo fljótt sem unnt er, þar til því marki er náð, sem að er stefnt. í undirbúningi er nú m.a. reglugerð um nánari búnað bifreiða, svo sem varðandi stefnuljós, hvar þau skuli sett á o.s.frv. Hefur B. F. Ö. áður opinberlega bent á þá nauðsyn að sem mest samræmi sé í staðsetningu stefnu ljósa á bifreiðum og verður því von- andi framfylgt nú. Einnig þyrftu öll stefnuljós að vera „automatisk", enda óskemmtilegt að sjá menn aka langar leiðir með blikandi stefnuljós, vegna þess að þeir hafa gleymt að taka þau af, enda varðar þetta við lög, sbr. 52. gr., 2. málsgrein. 61. grein laganna fjallar um umferð gangandi fólks. Ekki hefur löggjafan- um enn þótt ástæða til að beina þvi til gangandi manna að halda sig jafnan hægra megin á vegi, heldur einskorðar hann þetta aðeins við þá vegi, sem ekki hafa gangstéttir eða gangstiga. B. F. Ö. hefur opinberlega bent á, hvílíka kosti það hefur að ganga að jafnaði hægra megin á vegi (einnig á aðalbrautum), hvort sem þeir hafa gangstíga (stéttir) eða ekki og fært rök fyrir þessu, sem ekki hefur verið mótmælt. Vitanlega gæti hér ekki orðið um lagaboð að ræða, heldur aðeins ábendingu löggjaf- ans, en það er eins og aldrei megi taka skrefið heilt, ekki einu sinni á þessu sviði. Það veitti þó ekki af að gera reglurnar dálítið óbrotnari, sé það hægt og til bóta. Þær virðast vera í nógu miklum graut í höfðinu á mörgum samt, ef dæma skal eftir hegð- un þeirra í umferð. 1 66. gr. laganna, 1. málsgr. segir svo: „Dómsmálaráðherra setur reglur um gerð og notkunn umferðarmerkja, um- ferðarljósa og annarra merkja á vegi eða við veg til stjórnar, viðvörimar (leturbreyting vor) eða leiðbeiningar fyrir umferð.“ Viðvörunarmerki, og ýmis merki til leiðbeiningar um umferð höfum við of fá hérlendis, enda þótt segja megi, að þau séu máske of mörg og margbrot- in í sumum löndum. En merki þessi þurfa helst að vera einföld tákn, sem ökumenn eiga að læra að skilja, merki, sem á einu augabragði segja sitt, a.m. k. ekki löng lesning. Á þetta hefur B. F.Ö. einnig áður bent. Mörg fleiri merkileg ákvæði hinna nýju umferðarlaga hefði blaðið nú vilj- að drepa á, t.d. ýmis refsiákvæði o.fl. en það verður að bíða betri tíma. ATH: Reglugerð er nú komin um aksturshraða o. fl. á ýmsum götum í Reykjavík og nágrenni og vísum vér til umsagna dagblaðanna það varð- andi. ---------------------------------- UMFERÐ Tímarit Bindindisfélags öku- manna um umferðarmál. Ábyrgðarmaður: Sigurgeir Albertsson. Ritnefnd: Framkvæmdaráð B.F.Ö. Skrifstofa blaðsins og Bindindis- félags ökumanna Klapparstíg 26. Sími 1-32-35.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.