Umferð - 01.07.1958, Blaðsíða 7

Umferð - 01.07.1958, Blaðsíða 7
UMFERÐ 7 RADAR MÆLIR ö/» ithrttfatnit Islenzka lögreglan gerir það, sem hún getur til að ná í hnakkadrambið á „hraðafíflum" og öðrum ökuníðingum í umferðinni. Margir aka hér svo hratt, jafnvel í mjög mikilli umferð, að stór hætta stafar af. Er þess ekki langt að minnast að lögregluþjónn hér í Reykjavik stórslasaðist við það skyldustarf sitt að elta uppi einn slik- an náunga. Þessir „ökumenn" og aðr- ir slíkir eru miklir hættugripir, sem ekki veitir af að taka vel í lurginn á. Það er líka vafalaust reynt, sem hægt er, og lögreglan íslenzka er oft úti á vegunum til þess t. d. að mæla öku- hraðan. Ekki dregur „Umferð“ í efa, að það sé samvizkusamlega gert, og eins og efni standa til. Hinsvegar þurfa sönnunargögnin á hendur ökuníðing- unum helzt að vera svo að ekki þýði í móti að mæla. og hefur honum tekizt að sýna það í starfi sínu fyrir B.F.Ö., eins og á öðrum sviðum, að um hann munar er hann tekur í ár. , Vilhjálmur Halldórsson framkvstj,. Brekku i Gerðahreppi er fæddur 5. júli 1913 að Vörum í sama hreppi. Foreldrar hans hafa alltaf ver- ið ákveðið bindindisfólk og hefur Vil- hjálmur ekki brugðist þeim á því sviði fremur en öðrum. Vilhjálmur hefur verið formaður Gerðadeildar frá stofnun hennar og hefur reynzt hinn ötulasti í starfi sinu fyrir Bindindisfélag ökumanna, enda hefur deild hans vaxið mjög ört og er nú næst stærsta deild B.F.Ö. Bindindisfélag ökumanna vonar að það fái lengi að njóta starfskrafta þess- ara ágætu deildaformanna sinna. 1 Englandi, Bandarikjunum og Svi- þjóð hafa menn upp á siðkastið notað radar í baráttunni við þetta fólk. Blað- ið „New York Herald Tribune" skýrir svo frá að þessar radarmælingar hafi af dómstólunum, í hverju einasta til- felli, verið teknar sem algjörlega fell- andi sönnun. Radartæki það, sem mynd sú er af, er fylgir hér með, er nú mikið notað af sænsku lögreglunni í baráttunni við umferðarfanta og telur lögreglan þar tæki þessi nú ómissandi gripi í eigu sinni, svo vel hafa þau gefizt. Það varð það sama uppi á teningnum þar og í Ameríku t. d. Syndaselirnir sáu strax að það þýddi ekki að bera af sér brot sitt og að engin „vitni“ dygðu þeim til sýknunar. Sjálft tækið sýnist ekki svo marg- brotið. Það er hægt að geyma það í lögreglubílnum og láta það þaðan mæla ökuhraða bíla, sem fara fram hjá. Svo er auðvitað ekki síður hægt að láta það mæla utan bíls. Um leið og bíll þýtur fram hjá skráir armur, eða vísir, hraðann á töflu. Við tækið er hægt, ef vill, að tengja ljósmyndavél, sem myndar bílinn, númer hans, um leið. Vanalegast hagar lögreglan þessu þannig, að hún leggur bíl sínum, með tækinu í, einhvers staðar þar sem lít- ið ber á. Nokkur hundruð metra í burtu er svo lögregluvörður, sem fær jafnóðum skipun um að stanza þá, sem hafa brotið hraðareglurnar. Boð- um til þeirra er komið með „walkie- talkie“ tækjum. Þessar athuganir yrði, utan þéttbýlis, sennilegast fyrst og fremst að gera við blindhæðir og vond- ar beygjur, eða m. ö. o., þar sem ör- yggis vegna eru nauðsynlegt að draga úr hraðanum. Island er nú eiginlega ekki neitt „autostrada“-land -— þvert á móti. 1 þéttbýli, og mjög víða utan þess, þarf hver góður ökumaður að sýna fyllstu varúð. En það er líka nauðsyn- legt að hafa hendur í hári þeirra til- tölulega fáu, sem gera það ekki. Tæki þessi eru vitanlega nokkuð dýr, kosta í Svíþjóð t. d. 9—10 þús. kr. En þau myndu þó aldrei kosta hér meira en til dæmis ódýr bíll. — Þau hafa ekki borizt hingað ennþá, en lögreglustjóra Reykjavíkur til verð- ugs hróss skal þess getið, að hann hef- ur vel opin augu fyrir möguleikum og gagnsemi þessara tækja.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.