Umferð - 01.07.1958, Blaðsíða 12

Umferð - 01.07.1958, Blaðsíða 12
12 UMFERÐ „Plastic Pudding" til að ryðverja bíla með, með því að bera efnið á hreint járnið. Það endist mjög vel og er hljóð- deyfandi. 1 Sviþjóð mun, sem stendur, reynsl- an vera sú, að þessar viðgerðir séu „aðeins" þelmingi ódýrari en viðgerðir á vananlegan hátt. Það er nú raunar sagt að miklu muni er helmingi mun- ar, en að munurinn hér á er þó ekki enn meiri en þetta, stafar af því, að þessi nýja viðgerðaraðferð hefur stór- um haldið niðri og lækkað taxta verk- stæðanna við gömlu aðferðirnar. Þetta er vitanlega ágætt fyrir bíleigendur almennt og má telja plastviðgerðinni líka til ágætis. Þess skal þó getið hér, að ýmis bifreiðaverkstæði í Svíþjóð hafa ekki enn tekið upp þessa viðgeríiaraðferð, en þeim fækkar óðum. „Plastic Pudd- ing“ aðferðin virðist nú fara sigurför Um landið, einkum hvað snertir við- gerðir á boddýum. Að endingu: Væri ekki ástæða til að íslenzk bifreiðaverkstæði kynntu sér aðferð þessa nánar og tækju hana svo upp. Það er ekki víst að verkstæðin töpuðu á því, og það veitti sannarlega ekki af að lækka hér eitthvað hinn ó- hemjulega mikla kostnað við bilavið- gerðir. 2. mynd: Maður að setja „glasfiber“-dúldnn á. Viðgerðin verður að fara fram strax eftir að búið er að slípa járnið, svo að það taki ekki að „oxyderast" á ný áður en plastið er sett á. Plastið er hrært út, og ekki meira en notað er samstundis, þar eð það verður ónothæft (of þykkt) eftir 20 mínútur við vanalegan herbergishita. Af meðfylgjandi „glas- fiber“-dúk klippir maður mátulegan lappa. Síðan er plastjafningnum strok- ið á nýhreinsað járnið og einnig borinn á „glasfiber“-dúkinn þeim meginn sem snúa skal að járninu. Þá er dúkurinn lagður á. Eftir 20 mínútur er hann eins og logsoðinn við járnið undir. Við stórar viðgerðir, og er þess annars er talið þurfa má leggja á fleiri lög af plastefninu og dúk. 3. mynd: Fyrir slípun á plastinu. Hér er sundurryðgað brettið eftir að búið er að setja á það „Plastic Pudd- ing“ og „glasfiber“-dúkinn. Nú er aðeins eftir að slípa, fínsparzla og sprautu- mála. Viðgerðir þessarrar tegundar eru svo sterkar, að erfiðara er t.d. að slá gat á plastið, er það er fullharðnað heldur en á járnplötur þær, sem boddy eru gerð úr. 4. mynd: gipsafsteypur. Menn hafa leikið sér að því, að smíða að sumu leyti bílboddí með þessu dásamlega efni „Plastic Pudding". Til þess þarf þó fyrst oð taka gipsaf- steypu af hluta þeim sem smiðað er eftir. Á þessari mynd sést, er verið er að sumu leyti bílboddy með þessu bretti á gamlan bíl. Nýtízkulegur bíll, sannarleg plastisk operation.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.