Umferð - 01.11.1958, Blaðsíða 4

Umferð - 01.11.1958, Blaðsíða 4
4 UMFERÐ hann. Rétt áður en bíllinn á móti ikem- ur í ljós, þarf að lækka ljósin. Munið að þokuljós geta blindað ekki siður en vanaleg ljós. Slökkvið þau meðan ekið er fram hjá. 1 hvert sinn er þú ekur fram hjá bíl með ljósum, þá hugleiddu þetta: Hve mikið sé ég i raun og veru? Hugs- aðu um gangandi fólk, svartklætt, með bakið að þér. Máske er ljóslaus bíll framundan, krakki á hjóli, eða einhver önnur hindrun á veginum. Einn vinur okkar gaf okkur eftirfar- andi ráð, er við mættum bíl með blind- andi (háum) ljósum. „Lokaðu hægra auganu, snúðu höfðinu svo langt til vinstri, að skugginn af nefi þínu falli yfir hið opna vinstra auga. Þá sérðu veginn greinilega með því auga þrátt fyrir ljós bílsins á móti. Svo opnarðu auðvitað hægra augað straks og „ljós- álfurinn" er kominn fram hjá.“ Við höfum nú ekki enn þá prófað þetta ráð í „praksis", en líst ekki svo illa á það. Sértu tilneyddur að stanza eða að leggja bíl þínum í myrkri úti á veg- um, þá gleymdu ekki parkljósunum. Leggðu bílnum utan akbrautar, sé það mögulegt. Þurfirðu að vinna við bílinn, er ekkert eins öruggt og „þríhyrning- urinn lýsandi" (sjá UMFERÐ, 2. tbl.) Hann ættirðu að eiga. Gera allir ökumenn sér það ljóst, að enda þótt ljósin á bíl þeirra séu í lagi og ekkert sem blindar þá, sjá þeir ekki altaf það sem framundan er. Til þess að hlutur verði sýnilegur, er ekki nóg að ljós falli á hann, hann verður líka að endurvarpa ljósinu. Það er t.d. „praktiskt“ talað ógerlegt að koma auga á svartklædda manneskju á mal- bikuðum vegi í rigningu og myrkri, snúi hún baki við manni, og það enda þótt bílljósin séu i stakasta lagi. En væri nú þessi sama manneskja í fötum með áfastri pjötlu eða bryddingu úr ljósendurvarpandi efni, sæi ökumaður hana á löngu færi. Hérlendis, sem víða annarsstaðar, er það svo að gangandi fólk hefur oft ekki neina gangstétt til að bjarga sér upp á, á ljósatímanum. Það er tími til þess kominn, að foreldrar almennt fari að skilja að lítil ljósendurvarpandi pjatla eða ræma á húfunni, stígvélunum, eða annarsstaðar á fötum barna þeirra get- ur forðað stórslysi. En það er tæplega hægt að segja að þetta sé almennt gert, og hafa þó ýmsir aðilar oft vakið máls á þessari nauðsyn. Margir ökumenn festa ljósendurvarpandi ræmur á bila sína. Gangandi fólk mætti læra af þeim. Slysatölur nágrannalanda okkar, af þessum orsökum, eru óhugnanlegar. Væri ekki ástæða til að lögbjóða að föt barna væru búin ræmum úr ljósendur. varpandi efni í skammdeginu? Og mætti ekki bæta við: Stærri „kattar- augu“ á hjólhesta. Sennilega þarf þó fleiri slys og meiri óhamingju áður en eitthvað verður gert, sem að gagni kemur. Að lokum skulum við athuga með örfáum orðum, hvað yfirvöldin máske gætu gert til að draga úr slysahættu skammdegisins á vegunum. Ýmislegt hefur auðvitað þegar verið gert til bóta og til að draga úr slysahættu, og allt sem gert er kostar stórfé. Við erum ekki neitt spentir fyrir viðbótarskatti á bíla í þessu augnamiði, það er þegar orðið allt of dýrt að eignast þá og eiga. En það mætti ikannske nota eitt- hvað af því fé, sem þegar er fyrir hendi dálítið öðruvísi. Hvernig væri að fara að hugleiða það í alvöru að lög- bjóða hér „asymmetri.sk" lágljós, eða að leyfa þau a.m.k. (UMFERÐ hefur nú frétt, að þetta sé jafnvel á döf- inni). Það mætti koma þessari miklu „GÆTIÐ lllíl\l“ endurbót á innan tiltölulega skamms tíma — á einu eða tveim árum — og yrði ekki óviðráðanlegt kostnaðar vegna, Þessi endurbót má heita heilt landnám í sögu bílsins. Miklu fé er árlega varið, í það heila tekið, til þess að leiðbeina ökumönnum með það, hvernig aka skuli vegina. Allir þekkja hættumerkin við slæmar beygjur (nú mjög mörg með ljósend- urvarpandi efni), málaðar rendur á malbikuðum vegum, sem endurnýja þarf árlega, jafnvel „kattaraugu" við vegarbrún o.s.frv. Nú leggur greinar- höfundur til að í stað málaðra randa á vegum verði sett „kattaraugu“ í veginn með svo sem 10 metra millibili, á vondum beygjum, blindhæð- um, hættulegum hornum o.s.frv. Þessi útbúnaður á þó varla við annarsstað- ar en á malbikuðum vegum og dugar vitanlega ekki í miklum snjóalögum, en það gerir málingin heldur ekki. „Kattaraugun" má útbúa þannig að snjóheflar þurfi ekki að eyðileggja þau. Þá mætti setja svona útbúnað á stólpum með þjóðvegum, þar sem eru lausar vegbrúnir eða háar, fram með hættulegum beygjum, við brúnir á bröttum brekkum, hjá útskotum á mjóum vegum, þar sem vegur mjókk- ar skyndilega o.s.frv. Gömlu hættu- merkin við beygjurnar þurfa öll að verða „raflekterandi". Það, sem hér er á minnst myndi vitanlega kosta mikið fé, en ætti ekki að þurfa að endurnýj- ast nema á löngu millibili sé ekki reikn. að með skemmdarstarfsemi þeirri, sem hér virðist svo mjög algeng, en það er mál út af fyrir sig, sem ekki verður rætt á þessum vettvangi. Að þessu mætti vinna á nokkrum árum. Útbún-

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.