Umferð - 01.11.1958, Blaðsíða 6

Umferð - 01.11.1958, Blaðsíða 6
6 UMFERÐ að gatnamótum. Mörg dæmi hefi ég séð þess, að misbrestur hefur verið með rétta notkun þeirra, og skulu örfá dæmi til- færð. Eitt sinn átti ég leið norður Lækjar- götu, og nam staðar við gatnamót henn- ar og Bankastrætis á akrein þeirri, er aka skal, þegar farið er áfram norður yf- ir gatnamótin. Samhliða mér á vestri akrein, er aka skal, þegar beygt er inn í Austurstræti, var annar bill og beið eft- ir Ijósmerkinu, eins og ég, og er við höfð- um græna ljós götuvitans á móti okkur, ókum við af stað. Eg taldi öruggt, að bifreiðastjóri sá, er var á hinni akreininni samhliða mér, ætlaði inn í Austurstræti í samræmi við rétt þeirrar akreinar, er hann var á. Þess í stað setti hann á mikla ferð beint á- fram, og munaði litlu, að ég kæmist hjá að fá bifreið hans á hlið minnar. Við gatnamót Laugavegar og Snorra- brautar kom svipað atvik fyrir. Leið mín lá vestur Laugaveginn, og ætlaði ég að aka inn á Snorrabrautina og suður eftir henni. Einn bíll beið ljósmerkjanna á akrein þeirri, er ég ók eftir, þ.e. syðri akreininni, en nokkrir á hinni. Öruggt hefði því mátt ætla, að óhætt hefði verið að aka sem næst þessum eina bíl, er beið ljósmerkjanna á sömu akrein, og ég var á, en um leið og græna ljósið kom, og bíl- arnir fóru af stað, tóku tveir næst fremstu bílanna sig út úr röðinni á nyrðri akreininni, og skelltu sér yfir á þá syðri, þvert fyrir minn bíl, sem óðum nálgaðist gatnamótin á þeirri akrein, og ekki létu hinir tveir sig muna um að fara áfram yfir gatnamótin og vestur Laugaveg, eins og staða þeirra á hinni akreininni gaf í fyrstu tilefni til að ætla að þeir hefðu í huga. Það virðist skorta ennþá mikið á, að menn geri sér ljóst, að er þeir hafa tekið sér stöðu á ákveðinni akrein við gatna- mót, að þá eigi þeir að fara yfir þau í samræmi við þann rétt, er sú akrein veit- ir þeim, því að öll frávik frá þessu geta valdið stórslysum. Rétturinn. Hér að framan er minnst á rétt þann, er akreinirnar veita, og skal það ekki endurtekið. En í sambandi við aðalbraut- arréttinn, vil ég minnast á, hve langt um oft að hann er ekki virtur. Of langt mál væri að telja upp allan þann fjölda dæma, sem því til sönnunar mætti færa. Mikið skortir enn á, að menn hafi til- einkað sér stöðvunarskylduna gagnvart aðalbrautum. Menn aka úr hliðarbrautum, er að að- albrautum liggja á allmikilli ferð, og nema fyrst staðar, þegar þeir eru komn- ir með meira en hálfan bílinn inn á aðal- braut, en þó því aðeins, að bíll sé að nálgast þá á aðalbrautinni, og meira að segja má stundum sjá hina stærri bíla taka með öllu réttinn af hinum minni bílum. ÞjóBvegaakstur. Hér að framan hefur einkum verið „ASYMMETRISK" „Asymmetrisk“ lágljós ná sívaxandi útbreyðslu á meginlandi Evrópu. Verða þau bráðlega tekin upp hér á landi? Akstur í myrkri krefst mikillar að- gæzlu ökumanna. Þeir verða að auka Hér er munurinn á góðu „asymme- trisku" lágljósi og vanalegu lágljósi sýndur á „skematískan“ hátt. En hér er um að ræða hægri-Iágljós. LÁG-LJÓS aðgætni sína þegar dimma fer. Það, sem gerir akstur í myrkri hættulegan er einkum tvennt, sem sé er ökumað- ur blindast af háum ljósum bíls, sem á móti kemur og svo hitt, að er hann ekur á vanalegum lágum ljósum, sér hann oft ekki nógu vel fram fyrir sig á veginum. Þessi síðarnefnda ástæða veldur því, að margir ökumenn aka á háum ljósum, beinlínis í því augnamiði að aka ekki yfir fólk á veginum, enda hefur „Umferð" sterkan grun um, að lágljósin á sumum bílum hafi undanfarið verið nokkuð lág. En með þessu blinda þeir bæði ökumenn er á móti koma og jafnvel gangandi fólk svo að hætta getur stafað af. All- ir góðir ökumenn reyna því að aka á lágum Ijósum, þar sem mikil umferð er, en þeir finna oft sáran til ágalla þeirra. Jafnvel þótt bíllinn á móti aki líka, sem sjálfsagt er, á lágum ljósum er oft býsna erfitt, með vanalegum ljósum, að átta sig á þvi, hvað er á veginum fyrir aftan hann, að ekki sé nú talað um, ef hann ganar beint á mann með háu ljósin á. Nú virðist fengin lausn á þessum vanda, sem sé „asymmetrisku" eða ó- jöfnu lágljósin. Þau verka þannig, að þegar maður „slær niður“, er vegar- brúnin áframhaldandi eiginlega undir háum ljósum en vegarmiðjan undir lágum og vinnst því tvennt. Maður blindar ekki ökumann sem á móti kem- ur, en sér þó vel til gangandi fólks og annars sem á vegarbrún kann að vera. Er talið að menn sjái a.m.k. 20 minnst á innanbæjarakstur, og þá aðal- lega i Reykjavík. 1 sambandi við akstur á þjóðvegum landsins mætti á ýmsu vekja athygli, er betur mætti fara í umferðinni. Vegir okkar eru fremur þröngir, hlykkjóttir og með vondum ofaníburði. Eftir þeim þarf þvi að aka með gætni. Miklum meirihluta bifreiðastjórastéttar landsins má segja það til hróss, að hana skipa dugmiklir og leiknir menn, sem kunna sitt fag, en þar eins og annarstað- ar eru þó undantekningar. Það er í fyrsta lagi bifreiðastjórinn, sem þarf þessi reiðinnar ósköp að flýta sér. Hann reynir að þrengja sér fram úr, hvar sem hann telur sig eygja smugu, og hann skeytir því engu, þótt hann fari fram úr á blindri hæð. Um verzlunarmannahelgina nú í sum- ar ók ég inn með Hvalfirði. Mikil um- ferð var um veginn, bæði inn og út með firðinum. Sex bíla horfði ég á þrengja sér fram úr bílum á blindum hæðum, og í fjórum tilfellum af þessum sex, mættu þeir bíl rétt eftir að þeir sluppu yfir hæðina. I 1 '• ' ' Á Þingvallaveginum í sumar horfði ég

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.