Umferð - 01.11.1958, Blaðsíða 14

Umferð - 01.11.1958, Blaðsíða 14
14 UMFERÐ f > Ö K U HRAÐI- j Athugulir ökumenn og vafalaust ekki síður umferðarlögreglan, hafa tekið eft- ir því, að svo virðist sem það fari æ vax- andi, að ökumenn skeyti ekki um hraöa- mörkin, einkum í þéttbýlinu. Verst virð- ist jafnvel ástandið i þessum efnum vera í höfuðstaðnum og næsta nágrenni. Á vegum úti er þessu nokkuð ööruvísi farið. Enda þótt allsstaðar sé nóg af mönnum, sem brjóta allar reglur, virðist þó venjan þar yfirleitt vera sú, að menn haldi sér mjög nærri hraðamörkum, eða fari ógjarnan yfir þau, enda orðin nú svo rúm, að þess virðist lítil þörf. Hér í Heykjavík, og vafalaust víða annarsstaðar í þéttbýli, er þetta orðiö svo, að ökumaður, sem vill halda sér á lögboðnum hraða, má búast við því, að svo að segja hver einasti ökumaður á sömu leiö taki fram úr. Hraðamörk, eins og aörar umferðar- reglur, eru sett til þess að þeim sé hlýtt, en ekki þverbrotnar af velflestum. En hvað veldur þessu þá? Standast menn ekki lengur freistingar hinna öflugu bíla? Eru hraðamörkin sjálf óraunhæf, eða skortir á opinbert eftirlit með lög- brjótunum? Sennilega veldur allt þetta nokkru um, og munum vér drepa lítilsháttar nánar á hvert atriði fyrir sig. Þaö er enginn vafi á því, aö fjölmarg- ir ökumenn eru það barnalegir í sér, að þeir hafa beinlínis gaman af því að láta það sjást, hvaö bíllinn þeirra vinnur vel. Tiltölulega mest mun bera á þessu hjá eigendum ýmissa smábíla, sem þannig eru gerðir aö hægt er að koma þeim nokkuð vel áfram. Þá eru skellinööru- strákarnir og hjólreiðastrákarnir yfir- leitt, afar slæmir með að „spíta í“, en ofan á bætist hjá þeim, að þeir gera sér leik að þvi að þverbrjóta umferðarregl- ur yfirleitt. Eru þeir sivaxandi, stór- og fremst að kenna, sem virðast æ hafa fé til að kasta í hvaða trog sem er, enda þótt sum þeirra eigi ekki ann- ars staðar heima en á haugunum. Eftirspurnin skapar auðvitað verðið. Er leitt til þess að vita, að ekki skuli unnt að skapa hér nokkurt öryggi fyr- ir því, að ekki sé sagður í „toppstandi" margur óvalinn skrjóður og boðinn fyrir óhófsverð, í þeirri von, sem bygg- ist á allgóðri reynslu, að við öllu sé ginið. Er hér vissulega mál, sem þyrfti að athuga um einhverja lausn á, og má vera að UMFERÐ ræði það síðar. hættulegur aðili í umferðinni hér, og þyrfti að taka þá sérstaklega til at- hugunar. Hraðaakstur í sjálfu sér er einnig freisting fyrir marga, einkum ungt fólk, en þarf ekki til. Menn njóta hraðans eins, og virðast margir eiga mjög erfitt með að standast þá freist- ingu. Þó eru samt margir ökumenn, sem í sjálfu sér kæra sig ekkert um að aka hratt, en neyðast oft, beint og óbeint til þess í meiri eða minni mæli, Þar eð þeir aðeins á þann hátt geta sloppiö að miklu leyti við þau óþægindi og stundum hættu, sem stafar af því, er bilar eru stöðugt að taka fram úr, oft á misjöfn- um vegum. Þá er, hvort hraðamörkin á sumum götum eða vegum séu jafnvel óeðlilega lág, og hvort gæti orðið til bóta fyrir umferðina að hnika þeim eitthvað til. Vér munum á þessu stigi málsins ekki ræöa þennan möguleika hér að heitiö geti. Þó erum vér helst á því, að á nokkr um götum, mætti jafnvel leyfa meiri hraða en nú er, sem gæti aftur beinlínis haft góð áhrif á aksturshraöa manna á öðrum götum. Það þýðir ekki að berja höfðinu við steininn. Séu hraöamörkin á vissum götum og vegum, sí og æ, ár eftir ár, þverbrotin af velflestum, þá eru þau hraðamörk ekki lengur raunhæf. Þetta virðist mönnum og vera aö verða ljóst. Annað mál er svo hitt, að þessu sem öðru þurfa að vera viss skynsamleg mörk sett. Umferðarlögregla Bandaríkjanna hef- ur leyfi til að sekta ökumenn á staðnum vegna smærri umferðarbrota. Heimild mun og vera til þess sama hér, en hefur ekki verið beitt almennt. Vér teljum þó ekki ósennilegt að þetta myndi gefast vel hér, a.m.k. að lögreglan grípi alltaf fram í, er hún verður þess vör að öku- maður hagar sér móti settum reglum, enda þótt oftast sé um smábrot aö ræöa. AO gæta þessa til hins ítrasta er þó vit- anlega miklu meira verkefni en lögregl- an hér gæti komist yfir sem nú standa sakir. En þá vaknar spurningin: Er leng- ur hægt að komast hjá því að efla ís- lenzku umferðarlögregluna svo að um muni? • „CARNET“ „Carnet“-fyrirkomulagið er nú úr sög- unni í öllum Evrópulöndum nema Spáni, Portúgal, Júgóslaviu og Italíu. Italía mun þó sennilega mjög bráðlega segja sig úr þeim félagsskap. Alþýðubíla- og ökuskýrteina er heldur ekki lengur krafizt í löndum Vestur-Ev- rópu, nema þeim fyrst töldu, sem ennþá einnig krefjast „Vísum". RADARKERFI VARNAR ÁREKSTRUM Ford Motor Company í Bandaríkj- unum hefur nýlega í Chicago haldið sýningu á nýjasta draumabíl sínum, „La Galaxie" þ. e. vetrarbrautinni. Bíllinn vakti bæði undrun og hrifn- ingu, ekki sízt vegna hinna nýju lína. Bíll þessi er ekki enn framleiddur til sölu, heldur er hér um eins konar „hugarfóstur" Ford-verksmiðjanna að ræða, nokkurs konar „spádóm" um það, hvernig bílarnir máske verð í ekki fjarlægri framtið. „La Galaxie" er gerður fyrir mikinn hraða, en þó sagður gerður fyrir „ör- uggan akstur". Það, sem mesta at- hygli vekur þó, er eins konar „elek- trónískur" útbúnaður — maður verð- ur víst að halda að hér sé um eins konar radar að ræða —, sem stanzar vagninn sjálfkrafa, ef hann kemur hættulega nærri stórumð föstum hlut- um eða öðrum farartækjum. Bíllinn tekur 6 menn. Framsætin þrjú eru aðskilin, hægt að stilla þau hvert um sig og þau eru útbúin með höfuðpúðum. Margs konar nýtízku út- búnaður annar, svo sem í gírum og stefnuljósum. Farþegaklefinn er eig- inlega allur gegnsær, svo að ekki skortir það að sjá vel í kringum sig. „La Galaxie" er ekki hár — já, hugs- ið ykkur, aðeins 1,3 m. á hæð. Aðeins 1,3 m. Svo hátt sat fólk i ' elztu bílunum, og árið 1911 var grein í brezka tímaritinu „Motor“, þar sem varað var við tilhneigingu þeirri, sem þegar var farið að bera á, að gera bilana lægri. „Það eyðilegg- ur útsýnið," sagði þar, „svo að ánægj- an af akstrinum verður minni en ella.“ Hvað myndi greinarhöfundur hafa sagt um „La Galaxie"? /-----------------------------s UMFERÐ Tímarit Bindindisfélags öku- manna um umferðarmál. Ábyrgðarmaður: Sigurgeir Albertsson. Ritnefnd: Framkvæmdaráð B.F.Ö. Skrifstofa blaðsins og Bindindis- félags ökumanna Klapparstig 26. Sími 1-32-35.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.