Umferð - 01.02.1959, Blaðsíða 3

Umferð - 01.02.1959, Blaðsíða 3
UMFERÐ 3 DRYKKJUAKSTUR Sálsjúkir (ikumenn í umferðinni (Alþýðublaðið 24. des. 1958) „Rannsóknarlögreglan í Reykjavík vann að þvi í gærdag að rannsaka kærumál vegna líkamsárásar.. — —“ Aðalatriði þess eru þau, að leigubil- stjóri hér í bænum bauð vinkonu sinni í ökuferð, þó ekki í sínum eigin bíl, enda var hann ölvaður. — 1 ökuferð- inni sinnaðist honum við vinkonuna, lagði á hana hendur og barði, svo hún hlaut slæma áverka á andliti og víðar um líkamann. Grunur leikur á, að er ökuferðinni með vinkonuna lauk, hafi maðurinn sótt eigin bíl og ekið hon- um kófdrukkinn um bæinn.“ Vér leyfum oss að taka hér orðrétta lýsingu eins dagblaðs höfuðstaðarins á þessum atburði, raunar ekki vegna þess, að hann sé neitt sérstakur, því margs má vænta af drukknum manni, heldur skeði þetta um sama leyti og grein þessi var skrifuð og var því til- tækt. Blöðin úa og grúa af frásögnum um drykkjuakstur. Menn stela bílum og aka þeim kengdrukknir út í skurði. Menn aka út úr fuliir á bíla í fullum rétti og eyðileggja þá, og hálfdrepa sjálfa sig og aðra. Blöðin skýra næst- um daglega frá því, að einhver haíi verið tekinn undir áhrifum áfengis við stýrið, stundum margir sama daginn. Hefur eiginlega ekki miklu munað, að þetta jafni sig upp með einni tekinni ökubyttu á dag. Haldi svo fram, sem nú horfir, verður þess ekki langt að bíða, að svo verði komið. Menn athugi það, að þeir, sem verða sannir að sök, eru ekld nema UtiH hluti þess hóps, sem daglega ekur undir áhrifum á- fengis á vegum landsins. Hið stórhættulega, og fádæma sví- virðilega athæfi, að aka bíl undir á- hrifum áfengis, eða drukkinn, virðist vera að verða æ algengara í þjóðfélagi voru. Hver er orsökin? Eykst drykkju- skapur almennt? Sennilega.Nú drekka unglingar og kvenfólk, en á því bar mjög litið fyrr á árum. Þá er það skiljanlegt, að með sífelldri fjölgun þeirra, sem ökuréttindi hafa, bætist æ fleiri í hópinn, sem þessi afbrot drýgja, enda þótt ekki væri um hlutfallslega vaxandi drykkjuskap að ræða. En hér mun fleira koma til. Taugaslen og sjúklegt sálarástand, sem virðist al- mennt vaxandi, enda þótt sjaldan sé í svo miklum mæli, að til geðlækninga komi. Sálsjúkir ökumenn. Umferðarsérfræðingar víða um heim hafa oft haldið því fram, að leynd sál- sýki margra ökumanna sé orsök fjölda umferðarslysa Er hér ekki sízt um að ræða marga af þeim, sem aka undir áhrifum víns og flesta þeirra, sem gera það ítrekað. Er það nú orðin útbreidd skoðun margra þekktra geð- lækna, að rakin ökubytta sé í flestum tilfellum haldin sálsýki (psyehopathia), oft á talsvert alvarlegu stigi. Þá er oft hægt að finna hættulega psychopatha við stýrið, án þess að þeir séu bein- linis ökubyttur, tilfinningasljótt, kæru- laust fólk, sem skortir allt sálarjafn- vægi og ætti að svipta ökuskýrteininu áður en það er búið að valda stórslys- um. Maður sem reynist vera andlega sjúkur fær ekki byssuleyfi. En svo að segja hver, sem vera skal, má valsa um með bíl, þetta stórhættulega morð- vopn, án þess að um það sé athugað að jafnaði, hvort hann máske fyrst hefði gott af smá hressingardvöl á hæli. Geðlæknirinn, dr. Bengt Franzen í Helsingborg segir: „Slys verður. Menn rjúka til og mæla bremsuförin og teikna upp fyrir sér, hvernig slysið hafi átt sér stað. En það er ekki spurt, hversvegna það hafi skeð, ekki leydd i ljós hin raunverulega sálræna ástæða fyrir slysinu, sem oft er aðal- orsökin. Það er nokkurnvegin vist, að sál- sýki er oft undirrót drykkjuaksturs, og margra afglapa annarra slysarokka. Fyrir þessu ástandi geta legið margar ástæður, og verður það ekki nánar rakið hér. Andlega heill .maður sezt tæplega við stýrið eftir að hafa neytt áfengis að nokkru ráði skömmu áður. Margar ökubyttur hefðu að réttu lagi aldrei átt að hafa fengið ökuskirteini. Það ætti ekki að endurveita þeim rétt- indi til aksturs, nema að undangeng- inni skoðun geðlæknis. Meðal öku- manna eru margir ,,abnorm“ einstakl- ingar, og það myndi auka umferðar- öryggið mjög, væri hægt að losna við

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.