Umferð - 01.02.1959, Blaðsíða 7

Umferð - 01.02.1959, Blaðsíða 7
UMFERÐ 7 og viðvörunarmerki eru vitanlega miklum mun ódýrari, og ekki skortir á að þau sjáist, þeim sem sjá vilja. Og sennilega gera þau alltaf meira og minna gagn. En UMFERÐ er ekki frá því, að rétt sé það, sem bæjarfógetinn telur vera, að sumir ökumenn taki þau ekki nógu alvarlega — því miður. Að endingu birtist hér uppdráttur af blindhæð, líkt og hugmynd Lýðs er að ganga frá þeim framvegis á starfssvæði sínu, þó eru steinarnir hafðir fjórir á myndinni, sem eru eig- inlega mistök, en of seint var að breyta því. — Á. S. tflatcfir yeta ekií if íl, en hve margir kunna að aka? Frásögn Morgunblaðsins 11. des. 1958. „Miklar umferðartruflanir urðu á inn- anverðum Laugavegi í gærkvöldi um kl. 10, en orsökin var harður bílaárekstur. Þríl bílar skemmdust, þar af tveir mik- ið. Einn maður meiddist. FRIÐBJDRN STEINSSDN GÚÐTEMPLARAREGLAN Á ÍSLANDI 75 Góðtemplarareglan á Is- landi átti 75 ára afmæli hinn 10. janúar s.l. Fyrsta góðtemplarastúk- an á Islandi var stofnuð á Akureyri hinn 10. janúar 1884. Það var stúkan Isa- fold nr. 1, sem enn starfar af fullu fjöri. Það var norskur skósmiður, Ole Lied að nafni, sem var frumkvöðull að þessari stúkustofnun. En af ís- lendingum var það Friö- björn Steinsson, bóksali á Akureyri, sem mest og bezt vann að þessu máli og forganga og foryzta færð- ist þegar í öndverðu á hans herðar. Friðbjörn var áð- ur kunnur fyrir störf sín að bindindismálum í Norð- urlandi og nú varð það hans hlutskipti að gróður- setja Góðtemplararegluna í íslenzkri mold. Af öðrum nafnkunnum stofnendum þessarar stúku má nefna Ásgeir Sigurðsson, síðar ræðismann í Reykjavík, þá ungan að árum, en mála- kunnátta hans og sambönd við útlönd, samfara áhuga hans fyrir þessu máli, urðu hinni ungu reglu mikill styrkur á byrjunarskeiði hennar. Nú eru starfandi hér á landi um 50 undirstúkur, 60 barnastúkur og 8 ung- mennastúkur og mun sam- anlögð félagatala þeirra vera rösklega 10 þúsund. Góðtemplarareglan á Is- landi hefur frá öndverðu verið einn merkasti menn- ingar- og siðbótarfélags- skapur þessa lands og er það kunnara en frá þurfi að segja. Umferð árnar Góð- templarareglunni á Islandi allra heilla á þessum merku tímamótum og ósk- ar henni vaxtar og við- gangs á komandi árum. Jafnframt minnumst vér þess með þakklæti, að úr röðum templara hefur BFÖ fengið marga af sín- um beztu félögum. Og þess óskar Umferð af heilum hug, að jafnan megi ríkja heilladrjúgt samstarf milli Góðtemplarareglunnar og BFÖ. Þá mun fram þoka sameiginlegum málstað þessarra tveggja systurfé- iaga. Stórstúka Islands minnt- ist þessa afmælis með ýms- urn hætti, eins og kunnugt er af blöðum og útvarpi, m. a. með því að gefa út fallegt og myndarlegt af- mælisrit. Núverandi stórtemplar er Benedikt S. Bjarklind, varaformaður BFÖ og formaður BFÖ, Sigurgeir Albertsson, er gamall og þrautvígður templar. Og marga fleiri mætti nefna, er vinna báðum þessum fé- lagssamtökum af heilum hug. Það eru þvi sterk bönd, sem knýta þau sam- an. Umferð óskar þess, að Þau bönd megi styrkjast á komandi árum, til blessun- ar fyrir báða aðila. Þetta gerðist á móts við húsið Lauga- veg 139. Fólksbilnum R ... var ekið með miklum hraða niður Laugaveginn, að sögn sjónarvotta. Ökumaður bilsins, pilt- ur um tvítugt, hafði ætlað að fara fram úr öðrum bíl, en einhverra orsaka vegna hemlaði hann skyndilega með þeim af- leiðingum, að R ... rann til á rennvotri, sleipri götunni, og fékk hinn ungi öku- maður ekkert við bílinn ráðið. Rann hann á leigubílinn R-7993. Eigandi þessa bíls var á leið út að bíl sínum og horfði á hinn harða árekstur, en eftir hann var bíllinn hans illa útleikinn. R . . nam ekki staðar við þetta, heldur snerist á götunni og rann á gangstéttargrindur, sem þarna eru, lagði þær niður á nokkru svæði og síðan á annan bíl, er stóð mann- laus, R-2695, og skemmdi hann einnig. Ungi pilturinn, sem bílnum ók, hafði við áreksturinn dottið úr bílnum og tóku sjúkraliðsmenn hann upp af götunni og fluttu hann í slysavarðstofuna. Meiðsli hans voru ekki svo alvarleg, að hann þyrfti spitalavistar við, og var hann fluttur heim til sín.“ Skýringar þessa frækna ökumanns munu hafa verið sem næst þessar: Ég var aö flýta mér. Já, ég var að flýta mér ■—■ en skyldi piltstauianum nú hafa legið svo mjög á? Og hafi honum raunverulega legið mjög á, skyldi þá ekki hafa skort á, að hann gerði sér glögga grein fyrir því, hve mikið hann mátti flýta sér á hálum vegi í skammdegismyrkri. Skyldi hann hafa gert sér grein fyrir þvi, hver ábyrgð hvílir á ökumanninum við stýrið, og því, hver hættugripur bíll er, sé hann ekki beyttur réttum tökum? Skyldi pilturinn hafa kunnað að hemla? Ég er ekkert að ásaka aumingja piltinn, þó ég gangi út frá þvi sem gefnu, að hann hafi talið sig slýngan ökumann fyrir slys þetta. Það telja vist flestir sjálfa sig, ekki sízt unglingarnir. En máske er pilturinn kominn á aðra skoðun nú, og er það gott fyrir hann. Þá endar hann kannske með því að verða góður ökumaður. Ég sagði að flestir teldu sjálfa sig góða ökumenn. Já, auðvitað ekur þú vel, en hinir eru klaufar og aka eins og svín. En það er bara einkennilegt að þeir skuli aldrei fást til að viðurkenna það. Ómúsikalskt fólk játar gjarnan, að það hafi ekki baun vit á músík. Ósynt- ir skammast sín ekkert fyrir að viður- kenna að þeir séu það. Það er jafnvel ekki óalgengt að heyra fullorðna menn kannast við — nei, telja það stundum sér til ágætis, að þeir hafi ekki vit á

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.