Umferð - 01.02.1959, Blaðsíða 10

Umferð - 01.02.1959, Blaðsíða 10
 10 LÍMFERÐ vélum og bílum, — nema að aka,. það kunna þeir allir, hver einasti með tölu, og er það þó ekki vandaminnsta listin í lífinu. Nú hækkar sólin ört, og fer að nálg- ast sá tími, er menn láta gamminn geysa og sýna listir sínar sem ökumenn. En hvernig væri þá, að rifja eitthvað upp um nokkur þau öfi, sem eru að verki, er bíl er ekið. Sumum ökumönnum fyndist þeim víst nokkur vandi búinn, væri þeim skipað að aka kappakstursbil á 150 km. hraða á þurrum, steyptum vegi. Er þetta þó ekkert meiri vandi en að aka smá- bíl á 50 km. hraða á hálum vegi. Og það hafa sannarlega margir gert og ekki þótzt í vanda staddir — fyrr en þá úti í ræsinu. Þessi dæmi krefjast sem sé að- eins þess, að tveir góðir kostir ökumanns séu tii staðar, sem sé í fyrra dæminu sjálfstjórn og í því síðari við- bragsflýtir ásamt réttri notkun heml- anna. Fjórir litlir snertifletir. Svo að við snúum okkur beint að efn- inu. Við getum alls ekki ekið vagni eða stjórnað honum á neinn hátt, nema að öfl þau, sem hreyfa hann, sem hemla og sem stjórna, verki á yfirborð vegarins með núningsmótstöðu hjólanna við veg- inn. Hafa sumir nokkurn tíma hugleitt það í alvöru, að er menn aka bíl, þá eru það aðeins fjórir fletir, hver á stærð við lófa manns, sem varna því, að bíllinn rjúki eitthvað út í loftið, t. d. í krappri beygju, sem ekin er máske á mikilli ferð. Þessir fjórir fletir eru snertifletir hjól- barðanna við veginn. Til allrar hamingju bíta þessir fletir sig yfirleitt vel við veg- inn, enda kemur þungi vagnsins á þá alia, þó að sami þungi komi sjaldan á fram- og afturhjói. Mjög sjaldan svar- ar afl það, sem kemur fram í núnings- mótstöðu hjólanna við veginn þunga vagnsins. Sjaldan er hægt að reikna með meiru en 80%, í hálku ekki yfir 40%, og i verstu vetrarfærð allt niður i 20% og jafnvel neðar. Við skulum samt ekki fara lengra út í þessa sálma, heldur taka raunhæf dæmi. Látum okkur þá fyrst athuga snerti- flöt, t. d. annars afturhjólsins við veg- inn. Hjólið þrýstist að veginum með vissum þunga, og menn munu ekki draga það í efa, að núningsmótstaðan milli hjólsins og vegarins sé veruleg — að jafnaði. Reynið að þrýsta strokleðri fast að borðplötu, og finnið, hve erfitt það er að færa það til hliðar á þann hátt. Hér er það núningsmótstaðan, sem segir til sín. Hvort núningsmótstaðan verður mikil eða lítil, er komið undir þrýsting- inum milli flatanna og því, hvernig þeir eru. Hvað bilana áhrærir, er það þungi þeirra, gerð og ástand hjólbarðanna og ástand vegar og færð, sem þessu ræður. Mismunandi vegir og færð. Tökum dæmið með strokleðrið aftur. Ef við þrýstum því fast að votri borð- plötu, finnum við strax, að mun auðveld- ara er að færa það til hliðar. Og þrýstum við því að rennsléttum, blautum ísfleti, verður hreint og beint erfitt að forðast, að það færist undan hendinni. Skyldi það ekki vera dálitið líkt þessu með bíl og flughálan veg. Nú látum við afturhjólið tákna ein- hverja ákveðna nunmgsmótstóöu, sem viö í aksrn hagnýtum oxkur, eöa nöxum porí lyrir á prja vegu. Látum viö njonö ua Dnnum axram eíur bemum vegi, verK- ar numngsmotstaöan aöaixega a iengd- arás baröans, p. e. i somu stefnu og hjoifórm. Þó verkar iika nokkur nún- mgsmótstaöa þvert á barðann, a. m. k. vio og viö, og heldur hún bíinum í rétt- um iorum. Emkum þarf á henni að haida, séu önnur öfi tii staðar, sem verka á biiinn frá hiið, svo sem þyngdarafnö vegna hliöhalia vegar, stormur a hiið o. s. xrv. Núningsmótstaöan tii hliðar eykst mikið, er viö ökum íyrir horn eða eftir krappri beygju. Aiiir vita, að ef maður binaur spotta um stein og sveifiar hon- um svo í kring um sig, finnur maður, hvernig steinninn tekur I bandið, og þvi fastar, því hraðar sem honum er sveifl- að í hring. Hér er miðflóttaaflið á ferð- inni. Sé snúrunni skyndilega sleppt, þýt- ur steinninn beint út í loftið eftir snerti- línu (tangent) þess punktar í hringnum, sem hann var í á Því augnabliki, sem sleppt var. Hliðstæða aðferð væri hægt að nota, ef maður vildi fá bíl til að aka i hring. En það yrði dálítið erfitt í vöf- um, að setja bílinn fastan með hliðar- reipi í hvert sinn sem beygja skyldi. Ef að við færum nú samt svona að, mynd- um við finna, að bíllinn tæki fast í reipið, og því fastar því hraðar, sem faríð væri. Við myndum þurfa mjög sterkt reipi til þess að halda þungum bíi á miklum hraða i kröppum hring, væri ekki reiknað með neinni núningsmót- stöðu hjóla. Það er nausynlegt að gefa þessu gaum, því að af framanskráðu er ljóst, að álag það, sem verður á núnings- mótstöðu bílhjólanna til hliðar, í hvert sinn og beygja er tekin, svarar því átaki, sem myndi verða á reipi, væri það hugs- að, notað eins og að framan greinir. Þá er það þriðja atriðið: Við hemlun kemur fram mikil núningsmótstaða eft- ir lengdarási hjólbarðanna, en í öfuga átt við það þegar ekið er áfram. Að þessu öllu athuguðu má orða þannig hina einföldu reglu, sem er eitt af meg- inatriðum alls aksturs: Á gefnu augnabliki er aðeins ákveöin núningsmótstaða í milli hjóla og vegar. Því meira sem álagiö á núningsmótstöð- una eftir lengdarási baröanna eykst, t sambandi viö hemlun, eöa öra hraöa- minkun, svo og hraöaaukningu, því minni veröur núningsmótstaöan eftir þverási baröanna og því óstööugri verö- ur bíllinn á veginum................ Skortur á þekkingu á þessari grund- vallarreglu hefur kostað þúsundir og aftur þúsundir mannslífa, og því miður á þessi sami þekkingarskortur vafalaust eftir að valda framvegis sorglegum enda- lokum þúsunda ökumanna hér á þess- ari slysajörð. Við skulum strax taka dæmi: Hugsum okkur að bill sitji fastur — spóli — í snjó. Við viljum af einhverjum ástæðum færa hann til hliðar að aftan. Við reyn- um það, en getum ekki hnikað bílnum. Þá dettur okkur i hug að láta hjólin

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.