Umferð - 01.02.1959, Blaðsíða 11

Umferð - 01.02.1959, Blaðsíða 11
U MFERÐ II spóla á meðan viö reynum að færa hann og sjá, nú þarf ekki nema tiltölulega lít- ið átak til þess að hreyfa afturhlutann til hliðar, jafnvel fært einum manni, ef hann fær reglulega góða viðspyrnu. Er hjólin snúast (spóla), eyða þau hinni litlu núningsmótstöðu sinni við snjóinn, en sem þó nægði til þess, að við gátum ekki hreyft bílinn áður. Ef við ökum bíl á verulegri ferð í beygju á þurrum og góðum vegi, fer mikill hluti nún- ingsmótstöðu hjólanna við veginn í það að þvínga bílinn eftir beygjunni. Ef við svo hemlum skyndilega, þannig að hjól- in „standi", eins og kallað er, eða svo til, verkar skyndilega svo til öll núnings- mótstaðan á lengdarás barðanna, svo að lítið sem ekkert verður eftir fyrir þver- ásinn. Miðflóttaaflið yfirgnæfir því þá núningsmótstöðu, sem enn kann að vera eftir á þverásinn, og afleiðingin verður sú sama hér og venjan er yfirleitt með þann sterkari: miðflóttaaflið sigrar. öku- maðurinn veit ekki fyrr til en hann er kominn á hraðan ,,krabbagang“, þ. e. ganandi með aðra bílhliðina á undan, máske beint út í skurð, eða út í eitthvað, sem miklu er verra. Mjög hár hund- raðshluti allra bílslysa á þjóðvegum skeður af þessum ástæðum. Iskur og hvín. en léleg hemlun. Eins og þegar er á drepið, er núnings- mótstaða hjólanna við veg breytileg eft- ir gerð (munstri) hjólbarðanna, ástandi vegar og færð, ásamt þyngd farartækis. Að vísu eru sorglega margir ökumenn þannig gerðir, svo stórgallaðir vegna t. d. duldrar sálsýki, að þeir virðast aldrei neitt læra af afglöpum sínum. Þessi orð eru heldur ekki þeim ætluð, því að það er þýðingarlaust að tala til þeirra. Til allrar hamingju eru þó flestir ökumenn fljótir að uppgötva, hvaða áhrif mismun- andi færð hefur á stöðugleika bíls, eink- um við hemlun. En það er eins og það fari fram hjá ótrúlega mörgum, hvað nauðsynlegt það er að æfa vel rétta og viðeigandi hemlun, þessa eina mestu list ökukunnáttunnar. Fljót viðbrögð, eða það að vera fimur, eins og kallað er, eru út af fyrir sig ágæt, en dugar ekki til, ef önnur kunnátta er ekki fyrir hendi. Og það eru víðast hvar um heim ein- mitt unglingarnir og ungt fólk — þessir fimu —, sem tiltölulega flestum slysum valda. Það verður enginn góður öku- maður fyrir það eitt að vera fimur, og eins getur maður verið ágætur ökumað- ur, enda þótt ekki sé beinlínis hægt að kalla hann fiman. Bezt er auðvitað að hvorttveggja fari saman, fljót viðbrögð ásamt nægri þekkingu og æfingu. 1 þessu sambandi skulum við enn frekar minnast á hemlunina. Eitt af þeim at- riðum, sem hefur veruleg áhrif á nún- ingsmótstöðu hjólanna við veginn, er gjörhemlunin, eða þegar hemlað er svo mjög, að hjólin ,,standa“. Á sama augna- bliki og bílhjól hættir að snúast, heldur rennur áfram x kyrrstöðu á vegi, dregur úr núningsmótstöðunni. Þetta er skýr- ingin á því, að bezta hemlunin skeður, séu hjólin ekki sett alveg í kyrrstöðu, heldur sem næst mörkum hennar, en þó leyft að snúast aðeins. Séu hjólin látin „standa“ alveg, skortir oft ekki á Isk- ur og læti, sem talið er af mörgum bera vott um ágæta hemlun, en sem því mið- ur reynist oft á misskilningi byggt. Slæmar og blindar beygjur þarf að aka með mikilli varúð. Það er hættu- legt að snögghemla á mikilli ferð í krappri beygju. Sé það samt óhjákvæmi- legt, er bezt að setja hjólin ekki í al- gera kyrrstöðu, og eins er rétt að sleppa hemlunum annað slagið meðan beygjan er tekin, á þann hátt að láta vagninn renna sem mest beint áfram örstuttan spöl, beygja og hemla aftur o. s. frv., þ. e. „kanta" sig I gegn um beygjuna. Þetta dugir auðvitað ekki heldur, sé glannalega farið, og þar að auki krefst þetta sérstakrar æfingar. Eins og áður er á drepið, þyrftu menn yfirleitt að æfa góða hemlun sérstaklega, og miklu meira en almennt er gert, því að fátt eða ekk- ert er nauðsynlegra fyrir góðan öku- mann ag kunna vel. Hinar mismunandi hemlunaraðferðir þurfa að vera hin ör- uggustu ósjálfráð viðbrögð ökumanna, þannig að ætíð sé gert það rétta undir mismunandi aðstæðum. Það er of seint að spyr.ja sjálfan sig, er út í voðann er komið, hvað maður hafi heyrt eða lesið einhvern tíma um þetta. Réttu viðbrögð- in verða að ske ós.iálfrátt hverju sinni. Hér kemur því önnur aðalregla öku- manna þetta varðandi, sem leiðir beint af þeirri fyrstu: Varastu aö hemla um leið og þú beygir. Vitanlega dettur oss ekki í hug að halda því fram, að það sé álltaf hættu- legt að hemla i beygjum, en það er það oft. Og hófleg hraðaaukning í bevgjum er ekki hættuleg, heldur þvert á móti ágætur ökuvani, vel að merkja, sé byrjað hægt og ekki fariö yfir bann hraöa. sem vit et í aö vera á, miöaö viö þaö, hve krö'pv beygian er oq hvernia vequrinn er aöööru levti (sjá „UMFERÐ'T. tbh). Við hraðaaxxkninguna þrýstast hjólin, sem snúa að ytri brún beygiunnar mik- ið betur að veginum og fólkið situr bet- xxr. En þetta á aðeins við um hraöaaukn- ingu, og aðeins i beyajum. Hver öku- maður verður að mynda sér meginregl- ur við akstur í samræmi við revnslu sína og annarra og augljós eðlisfræði-

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.