Umferð - 01.02.1959, Blaðsíða 14

Umferð - 01.02.1959, Blaðsíða 14
14 UMFERÐ Rafkerfi bílsins 2 eftir Guðmund Jensson Rafkveikjan framleiðir neistann, sem kveikir í hinu samþjappaða, benzínbland- aða lofti í strokk vélarinnar. Neistinn þarf að vera svo sterkur og rétt stilltur að örugg íkveikja verði í hleðslunni á réttum tíma í hvert skipti, sem vélin hefur þjappað saman hleðslu. Kveikju- kerfið samanstendur af tveimur straum- rásum, lágspennu og háspennurásum. Straumur til kveikjunnar kemur frá geymi. Öðrumegin er geymirinn tengdur með sveru sambandi út í grind bílsins, en hinumegin einnig með sveru sambandi í startrofa. Frá sömu tengiskrúfu á start- rofa liggur svo lína, litlu mjórri upp i ampermæli í mælaborði. Síðan liggur leiðin i gegn um hann og línu að lykil- rofa (switch). Frá lykilrofa liggur lína að háspennukefli (coil). Háspennukefli er byggt af tveimur spólum á járnkjarna. Þrjár tengingar eru á þvi. Tvær eru end- ar lágspennuspólunnar. Hún hefur frem- ur fáa vindinga. Hin spólan, sem byggð er með mjög mörgum vindingum, er há- spennuspóla. Eitt úttak er frá henni, mjög vel einangrað með háum stút, sem sambandinu er stungið niður i. Hinn endi háspennuspólunnar er tengdur í annað úttak lágspennuspólunnar. Línan frá lykilrofa lá að lágspennu- spólu. Síðan önnur lína hinumegin frá henni og að kveikju. I kveikjunni er ás, sem snýst frá vélinni. Á honum eru knastar, jafn margir og strokkar vélar- innar. Þessir knastar lyfta í sundur snertum (platínum), sem tengdar eru, önnur i samband við línuna er kom frá háspennukeflinu, en hin í stell vélarinn- ar. Þéttir (condenser) er i kveikjunni, tengdur sinn endi hvoru megin við snert- urnar. Þetta er lágspennurás kveikjunnar. Háspennurásin er frá háspennuspólu um línu að miðju á kveikjuloki, sem situi efst á kveikjunni. Inni i lokinu er ham- arinn (einangraður armur), fastur á öxlul kveikjunnar. 1 hring utan til á lok- inu eru tengingar fyrir linur er liggja að strokkum vélarinnar. Hamarinn leiðir háspennustrauminn frá miðju loksins og að línu þeirri, er liggur að þeim strokk, sem er með blönduna tilbúna til íkveikju, hverju sinni. Línur strokkanna eru tengdar í kertin. Þau mynda neistann inni í brunaholi vélarinnar efst í strokkn- um. Frá kertinu fer straumurinn í steli vélarinnar, sambönd og geymi, amper- mæli, lykilrofa og háspennukefli, þar ' V UMFERÐ Tímarit Bindindisfélags öku- inanna um umferðarmál. Ábyrgðarmaður: Sigurgeir Albertsson. Ritnefnd: Framkvæmdaráð B.F.Ö. Skrifstofa blaðsins og Bindindis- félags ökumanna Klapparstíg 26. Sími 1-32-35. Félagsprentsmiðjan h.f. sem straumurinn varð til. Þetta er hring- rás háspennunnar. Neistinn myndast um leið og snert- urnar lyftast í sundur. Við það rofnar straumurinn í lágspennurásinni, en þétt- irinn, sem tengdur er yfir snerturnar, er nú í beinu sambandi við spennuna. Straumurinn kemst ekki í gegn um hann en getur hlaðið hann upp með ákveðnu magni straums. Vegna þess að þéttirinn var tómur meðan snerturnar lágu sam- an, en fylltist skyndilega um leið og þær opnuðust, tók hann á móti meiri orku en spenna geymisins getur haldið þar í jafnvægi. Þessi orka leitar útrásar í gegn um lágspennurásina en getur ekki náð jafnvægi fyrr en eftir nokkrar sveiflur fram og til baka. Þéttirinn hefur hlaðizt upp með + og -f- spennu á víxl, þar til jafnvægi er náð, líkt og gormur er tekur fall af þunga, lyftir því af sér og þrýst- ist niður á víxl, þar til hann hefur náð jafnvægi. Þetta er svokallaður rið- eða víxlstraumur, sem hefur myndazt og far- ið i gegn um lágspennuspóluna, en við það hefur myndazt háspenntur straumur í háspennuspólunni vegna vindinga hlut- fallsins. Spenna, sem myndast, þarf að vera það há, að hún geti yfirunnið við- námið, sem er á milli oddanna í kertinu og þar með myndað neista við að koma straum í gegn um háspennurásina. Rafkveikjan er ekki margbrotin, en þarf að vera í fyllsta lagi svo gangur vél- arinnar verði jafn og góður. Amerískir sérfræðingar telja að um 90% af öllum gangtruflunum í benzinvél- um, séu vegna galla á rafkerfi, það er því betra að þar sé allt í góðu lagi. Framhald í næsta blaði. LEIÐRÉTTING. Eftirfarandi hefur UMFERÐ borizt frá formanni Húsavíkurdeildarinnar: Kæri félagi. Ut af greinargerð um vegamerki i Mý- vatnssveit á 11. bls. í 3. hefti „Umferðar" bið ég þig vinsamlega að koma á fram- færi eftirfarandi leiðréttingu: Húsavíkurdeild B.F.Ö. átti ekki frum- kvæðið að gerð hinna nýju vegamerkja, sem vegagerð rikisins lét setja niður i Mývatnssveit. Virðingarfyllst Þorvaldur Arnason.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.