Umferð - 01.06.1959, Blaðsíða 3

Umferð - 01.06.1959, Blaðsíða 3
U M FE RÐ 3 Sítrít <. ÖKIHYTTIJM 1 nýlegri skýrslu írá National Safety Council, Chicago, getur m. a. að líta eftirfarandi staðreyndir: 1. Drukknir ökumenn voru viðriðnir a. m. k. 30% af öllum alvarlegum um- ferðarslysum á árinu 1956. 2. Tuttugu og tveir af hundraði full- orðinna manna, er fórust í umferðar- slysum á árinu 1956, höfðu neytt á- fengis. 3. Af alvarlegum umferðarslycum um jólin 1956 voru 55% sök ölvaðra ökumanna. 4. Á frídegi verkamanna 1956 voru 48% af alvarlegum umferðarslysum sök ölvaðra ökumanna. Þannig tala opinberar og óhrekjandi skýrslur á meðal annarra þjóða. Hér á landi ríkir hinsvegar það ófremdar- ástand, að engar hliðstæðar, opinberar skýrslur eru fyrir hendi. Slikt er með öllu óþolandi og má ekki bíða lengur, að hafizt verði handa um slíka skýrslu- gerð. Enginn vafi er á því, að ölvunarakst- ur hefur farið og fer sífellt vaxandi. Sú er raunin á í nágrannalöndum okkar. Á árunum 1951—1957 jukust ölvunarafbrot ökumanna í Svíþjóð um 150%. Að vísu fjölgaði farartækjum um 90% á þessu tímabili, en samt var aukning ölvunarafbrota 30% miðað við fjölda farartækja. Ekki efast ég um, að svipuð sé raunin á hér á landi, þótt ég geti ekki stuðzt við neinar ó- yggjandi skýrslur. Hver einasti hugs- andi maður veit ofurvel, að ölvunar- akstur í byggð og borg er orðinn alvar- leg ógnun við allt umferðaröryggi. En það alvarlegasta við þetta er þó e. t. v. það, að ábyrgðartilfinning almenn- ings er orðin svo sljó, að alsgáðum mönnum finnst jafnvel ekkert athuga- vert við það að horfa á eftir drukkn- um ökumanni og hafast ekkert að til þess að koma í veg fyrir voðann, að maður tali nú ekki um að þeim finn- ist ástæða til að aðvara lögregluna. Þeim finnst jafnvel ekkert athugavert við það að stíga sjálfir upp í bíl hjá slíkum ökumanni. Ég veit að þetta er harður áfellisdómur, en treystist nokk- ur til að mótmæla honum með góðri samvizku? Hér i Reykjavík hefur auknum ölv- unarakstri beinlínis verið boðið heim með tilkomu vínveitingahúsa í útjaðri bæjarins. Maður, sem búsettur er í nágrenni tveggja þessarra nýju veit- ingahúsa, hefur sagt mér, að hann og sambýlisfólk hans og nágrannar séu stöðugt vitni að því, að drukknir menn stígi upp í bifreiðar sínar í grennd við þessi hús og aki óáreittir burt. Ástand þessara ökumanna sé jafnvel svo bágborið, að hann hafi ver- ið vitni að því að ökumaður, er mynd- að hafi sig til að opna bifreið sína, hafi gert ítrekaðar tilraunir til að troða bíllyklinum inn í afturbretti bifreið- arinnar. Þá segir hann og, að algengt sé að heyra ráðslag manna um það, hver sé minnst fullur og helzt trúandi til að aka, Maður þessi segist oft hafa hringt á lögregluna og krafizt aðgerða hennar í þessum efnum, en hún hafi ýmizt ekki sinnt því, eða þá of seint, svo að ökubytturnar hafi verið horfnar af vettvangi. Ljót er lýsingin, jafnvel þótt hún kunni að vera eitthvað orðum aukin, en það efa ég þó, og meðan annað reynist ekki sannara mun ég hafa þetta fyrir satt. Það er sannarlega mál til komið, að yfirvöld þessa lands rumski og taki föstum og einörðum tökum á hinum siðlausa og ábyrgðarlausa ölvunar- akstri, sem hvert mannsbarn veit að tíðkast í vaxandi mæli í sveit og bæ. Og það er krafa allra löghlýðinna borg- ara til yfirvaldanna, að þau sofi ekki lengur á verðinum. Það er hægt að uppræta ósómann, eða a. m. k. draga verulega úr honum. Ég vona að þessi fáu og hreinskilnu orð megi verða til þess að ýta við yfirvöldunum svo að þau láti nú hendur standa fram úr ermum. 1 þeim tilgangi eru þau sögð. En minnast skulum við þess, almennir borgarar, að löggæzlumenn einir geta aldrei haldið uppi lögum og reglum, svo að viðunandi sé, ef við stöndum ekki með þeim. Látum því ekki standa á liðsinni okkar í því stríði, sem við krefjumst að yfirvöldin hefji gegn öku- byttunum. — B. S. B. iclu tdi MLJfoóenduruarpano GÖTLIUÁLIMIIMG Milljónir af perlum gera skammdegisaicsturinn ör- uggari. Málaðar rákir á vegum auka öryggið í umferð. Þær beina ökumönnum að halda sér réttu megin á vegi, eða á réttri akrein. Þær sýna mönnum, hvar gangbraut liggur yfir veg, jafnvel hvar hættulegt er að aka fram úr, þær leið- beina mönnum í beygjun- um. Jafnvel þótt að þessar máluðu rákir séu eitt af þvi fyrsta sem mennfundu upp á, til aukins öryggis i nútíma umferð, er sann- leikurinn sá, að þær eru enn þann dag í dag með því bezta, sem til er á þessu sviði. Lengi vel notuðu menn aðeins vanalega gula eða hvíta málningu í þessu augnamiði. En umferð skammdegisins hefur auk- izt gífurlega og þörfin á ljósendurvarpandi máln- ingu að sama skapi. Meðan vanaleg málning er ný. endurvarpar hún ljósi nægilega. En umferð- in slítur málningunni, og áður langt líður er hún orðin dauf og erfitt að greina hana. Þetta eykur slysahættuna, einkum þar sem þessi málning er ekki endurnýjuð nógu oft. Menn fóru þvi að brjóta heilann um, hvernig leysa skyldi þennan vanda og er nú komin fram málning, sem virðist svara þeim kröfum, sem gera þarf. Ljósendurvarpið fæst með því að setja aragrúa af örsmáum glerperlum i málninguna. Eru perlur þessar svo smáar, að í lófa eru þær eins og hrúga af talkum. Það er þessi málning, sem nú er víða farið að nota til að merkja með akreinir, gangbrautir, gangstéttarbrúnir o. s. frv. Er málningin slitnar, eykst endurvarpshæfileiki henn- ar við það að glerperlurn- ar slípast. Þessar glerperl- ur endurvarpa ljósi bil- anna. og sjást því hinar máluðu rákir eins og löng, lýsandi bönd í myrkrinu, sem auðvelda umferðina. Glerperlurnar fjúka ekki í burt í stormi, og er eitt lag af perlum er slitið af, tekur næsta lag við. Máln- ing þessi getur haldið sér mánuðum, jafnvel árum saman án þess að þurfi að endurnýja hana. Málning þessi er auðvit- að dýrari en vanaleg máln- ing, en hún endist betur — og hvað kosta slysin beint og óbeint. UMFERÐ hef- ur áður minnzt á þetta o. fl. því skylt, en vér telj- um ekki vanþörf að ala á því, sem til bóta gæti orð- ið hérlendis á sviði um- ferðar og samgangna. Margt er það, sem við get- um ekki ráðið við, nema þá á löngum tíma, en líka ýmislegt, sem mætti laga strax eða fljótlega — að- eins að menn hafi skyln- ing á því, hvað þó er hægt að gera.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.