Umferð - 01.06.1959, Blaðsíða 4

Umferð - 01.06.1959, Blaðsíða 4
4 UMFERÐ ☆STEFN 1 nýju umferðarlögunum, 22. apríl 1958, eru skýr ákvæði um það, að all- ar bifreiðar skulu m. a. búnar tækjum til þess að gefa með stefnumerki, þ. e. stefnuljósum. Samkvæmt lögum eru því nú í raun og veru allir bílar skyld- ir að hafa stefnuljós og nota þau er við á. Hinsvegar mun í framkvæmdinni ekki hafa verið gengið mjög hart eft- ir því enn, að þessi öryggisútbúnaður væri á öllum bílum. Veldur bæði það, að varla mun enn hafa verið flutt inn nægilegt magn stefnuljósa til að búa hina fjölmörgu gömlu bíla þeim, svo og hefur ekki enn, er þetta er ritað, verið samkvæmt reglugerð ákveðið ná- kvæmlega, hvernig stefnuljósabúnað- urinn skuli vera, eða a. m. k. hvernig hann skuli ekki vera. Af þessum or- sökum hefur verið dálítið erfitt að ganga mjög ríkt eftir því, enn sem komið er, að allir bílar hefðu þennan útbúnað. Góð stefnuljós eru ómissandi örygg- istæki í hverjum bíl í nútima umferð. Með stefnuljósunum tala ökumennirn- ir á þegjandi en skýru merkjamáli hver við annan og við gangandi fólk. Þetta merkjamál er nú orðið nauðsyn- legt, alveg óhjákvæmilegt í umferð- inni. Séu stefnuljósin notuð rétt og stöðugt, getur ökufanturinn ekki leng- ur afsakað sig með, að hann hafi ekki vitað hvað hinn ætlaðist fyrir. Að auki venur notkun stefnuljósa menn á aðra almenna og sjálfsagða tillitssemi í akstri: Hver sá ökumaður, sem notar stefnuljós að staðaldri, sýnir með þvi að hann vill a. m. k. reyna að vera góður ökumaður. Hinn, sem notar þau ekki, enda þótt hann hafi þau á bíln- um, gefur allt annað til kynna. Nú þegar eru allar eða flestar nýjar gerðir bíla, svo og fjölmargir bílar aí eldri gerðum búnir stefnuljósum. En, hvernig er það, nota ökumenn þessara bíla stefnuljósin að staðaldri? Ég tel lítinn vafa á því, að lögin ætlist til þess, að hver sá ökumaður, sem hefur nú þegar stefnuljós á bil sínum, noti þau, og að til þess sé í rauninni ætlast, að allir ökumenn reyni að gefa stefnu- merki, enda þótt bílar þeirra séu ekki tLJÓS* enn búnir stefnuljósum. En gera menn þetta? Síður en svo. Það virðist enn jafnvel miklu algengara en hitt, að ökumenn bíla búnum stefnuljósum noti þau a. m. k. ekki að staðaldri. Af hverju þetta stafar, leti, kæruleysi, taumlausri einstaklingshyggju og mik- ilmennskuæði, eða öllu samanlagt, veit ég ekki. En þetta er merkilegt fyrir- brigði, því það er augljóst, að almenn notkun stefnuljósa myndi borga sig fyrir alla, svo mikið getur hún auð- veldað og flýtt fyrir umferð og aukið öryggi. Hvað á að gera til þess að fá öku- menn til þess að nota stefnuljós? Það er næsta ógerlegt að elta uppi og sekta alla þá menn, sem ekki gera það. Ég held, að eitt ráðið væri, að blöðin og útvarpið hefðu markvissan áróður fyr- ir þessu og fleiru, með síendurteknum árriinningum ekki greinum eða er- indum. Það sígur inn i fólk og gerir um sig fljótiega. Þessu er gert allt of lítið af. „Ökumenn. Gleymið ekki stefnuljósunum.“ „Gangandi fólk. Lær- ið að skilja stefnumerki bílanna, og taka tillit til þeirra.“ Eitthvað i þess- um dúr, síendurtekið. Margt fleira mætti minna á, einnig vafalitið með góðum árangri. Þá sting ég upp á, að hugmynd sú, sem drepið er á á öðrum stað hér í blaðinu: „Þekktu stað þinn í umferð- inni“, verði einnig tekin upp í þessu sambandi. Það getur líka verið gott, að nota fleiri ráð, en bönn, ákærur og sektir til að fá fólk til að hegða sér vel í umferð. Það þarf að stórauka á- huga almennt fyrir góðri og öruggri umferð, skapa þar eins konar keppnis- anda, stórauka almennar leiðbeiningar og kennslu. Þá er það gangandi fólkið. Góður ökumaður sagði einu sinni við mig: Ég ek aldrei svo um göturnar hérna í Reykjavik, að ég ekki beinlínis bjargi lífi eins eða fleiri gangandi manna, sem haga sér í umferðinni eins og sjálfsmorðingjar. Ég held að það sé nokkuð til í þessu. Mér finnst stundum gangandi fólk hér á götunum haga sér líkar því, að þar væri kindahópur, en ekki hópur hugsandi, vitiborinna vera á ferðinni. Skorti ýmsa ökumenn hér umferðarmenningu, þá virðist það miklu meira áberandi með margt af hinu gangandi fólki. Þó það glápi á blikandi stefnuljós bíls, virðist það ekki hafa hugmynd um, hvað þau eru að segja, en anar og ganar með barna- kerrur, smákrakka í eftirdragi, gam- alt, farlama fólk við hlið sér o. s. frv. þvert í veg fyrir bílinn, oftast alveg að nauðsynjalausu. Vitanlega eiga bil- arnir ekki allan réttinn, síður en svo. En fólk verður að læra að skilja á- hættuna við að þverbrjóta umferðar- reglurnar, og hver hall-loka fer, er bíll og mannslíkami rekast á, læra að taka tillit til hins augsýnilega ójafna leiks, reikna með þeim möguleika að bíllinn hemli máske ekki nógu fljótt. Gang- andi fólk á sinn rétt og bílarnir sinn, en annar aðilinn má aldrei eiga hann allan. Það þarf að gera hér stórt átak til þess að reyna að kenna gangandi fólki að haga sér eftir helztu umferðarregl- um, en þar dugar ekki ein og ein um- ferðarvika á kannske margra ára fresti. Hér þarf meira til. Blöð og út- varp gætu einnig hér tekið myndar- lega í ár með umferðaryfirvöldunum. Hvernig þurfa stefnu- ljós að vera? Stefnuljós þurfa helzt að vera stað- sett á sem líkustum stöðum á bílum, ekki niður við götu á sumum og uppi í toppi á öðrum. Þau verða að gefa greinileg, sundurgreind blik, ekki sjaldnar en ca. 2 á sekundu og helzt ekki fleiri en 3 á sekúndu. Maður sér hér suma bíla með „stefnuljósum'-, sem varla er hægt að gefa það nafn, annaðhvort svo hæg, að manni leiðist að bíða eftir því næsta, eða svo tíð, að helzt likist ljósflögri í lausri peru. Þannig mega þau ekki vera. Stefnuljósarofar ættu helzt allir að vera sjálfvirkir, en a. m. k. þannig, að rofinn sýni með greinilegu blikljósi, hvort stefnuljósið er á eða ekki. Þá þarf að heyrast skýr, snarpur smellur við hvert blik. Rofar, sem ekki hafa gaumljós, eða sem ekkert eða litið heyrist í, eru óhæfir. Annars er notk- un stefnuljósa vanaatriði. Ökumaður, sem temur sér að nota þau að stað- aldri, og hefur rofa í lagi, gleymir þeim tæplega á. Á. S.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.