Umferð - 01.06.1959, Blaðsíða 13

Umferð - 01.06.1959, Blaðsíða 13
U MFERÐ 13 sem undið er á smákefli eða ræmu. I sambandi við flotholtsarminn er smá- armur, er rennur eftir við- náminu, þannig að ef ben- zingeymir er fullur, er flotholsarmurinn í sam- bandi við annan enda við- námsins. Armurinn er í beinu sambandi við steli bílsins i gegnum arm þann er hann leikur á. Hinn endi viðnámsins er tengd- ur með línu við benzin- mælinn. Flothylkið eða korkurinn fylgir benzín- hæðinni eins og hún er hverju sinni og þar með færist armurinn eftir mót- stöðunni, þar til við tóm- an geyminn að hann er i beinu sambandi við linuna frá benzínmæli. 1 mælin- um eru tvær spólur. Spennan til mælanna er tekin frá lykilrofa. Hún kemur sameiginlega á báðar spólurnar. Hinn endi annarar er tengdur í stell en frá hinni lá hann i ben- zíngeymi eins og áður seg- ir. Báðar þessar spólur mynda rafsegul. Annar er alltaf jafn sterkur, en hinn er mismunandi vegna þess að spennan deilist milli spólunnar og viðnámsins eftir því hve benzinhæðin er hverju sinni. Vísir mæl- isins er festur við smáarm, er þessir rafseglar togast á um. Séu báðir jafnsterk- ir stendur vísirinn í miðju, þ. e. á hálfu og á 0, eða fullu eftir því hvor spólan er sterkari hverju sinni. Sé olíumælir i sambandi við rafmagn vinnur hann á mjög líkan hátt og ben- zínmælir. Þrístingur olí- unnar er þá látinn mynda hreyfinguna á mótstöð- unni í stað flotholtsins í benzíngeyminum. Rafmagnshitamælir hef- ur hins vegar ekki neina hreyfingu í sambandi við viðnámið, en sá eiginleiki þess nýttur að viðnámið eykst um leið og það hitn- ar, af hita kælivatnsins. Þetta mismunandi viðnám er síðan látið verka á mæl- inn á líkan hátt og í ben- zínmæli, og áður var lýst. Signal horn eða flauta, eins og það er kallað í dag- legu tali, er byggð þannig að rafsegull dregur að sér málmþynd en hún hefur með hreyfingu sinni vald- ið straumrofi í rafsegul- spólunni. Þyndin leitar því í sína eðlilegu stellingu aftur en gefur við það samband á rafsegulinn á ný. Þannig hreyfist hún fram og aftur og veldur með því hreyfingu á loft- inu, sem eyrað skynjar sem flaut. Rafsegull flaut- unnar er nokkuð sterkur, notar þvi nokkurn straum, sem í mörgum tilfellum er of mikill fyrir snerturnar í flauturofanum. Þá er notaður spólurofi og spólu- straumurinn þá látinn fara í gegnum flauturof- ann. Straumurinn til flaut- unnar er tekinn geymis- megin við ampermæli. Rafmótor er oft notaður til hreyfingar á rúðu- þurrku. Sá mótor er byggður á sama grundvelli og dýnamó og startari. Oft er hann byggður fyrir hraða og útbúinn með rofa þannig að þurrkublaðið á rúðunni stoppi alltaf á sama stað, svo það valdi ekki óþægindum í akstri, þegar þurrkan er ekki i notkun. 1 ýmsum fleiri tilfellum er rafmagn notað í bílum, svo sem til hreyfingar á rúðum og sætum, hitunar á rúðum, kælingar á lofti, dælingar á heitu og köldu lofti, dælingar á benzíni, útvarps og margs fleira, en þetta skal látið nægja í bili. Ef skrif þetta getur komið einhverjum að gagni er tilganginum náð. Æfilöng svifting ökuleyfis - frh. af bls. 5 fyrir því, að henni hefði verið ekið á ólögmætum hraða. Það kom hins vegar fram, að bif- reiðastjórinn hafði eigi veitt drengn- um athygli, þótt hann æki framhjá honum og drengurinn væri þeim meg- in bifreiðarinnar, sem stýri hennar var. Hafði þó farþegi, er sat við hina hlið bifreiðarstjórans tekið eftir för drengs- ins, en þeir munu hafa verið að tala saman, farþeginn og bifreiðastjórinn, er slysið varð, og má vera að skrölt í vagni þeim, er dreginn var, hafi valdið nokkru um það, að þeir urðu þess ekki varir, er drengurinn varð fyrir hjóli vagnsins og féll í götuna af reiðhjóli sinu. Mál var nú höfðað gegn bifreiðar- stjóranum fyrir að hafa valdið slysinu með ógætilegum akstri og urðu úrslit málsins þau, að hann var sekur fund- inn. Taldi héraðsdémarinn, «ð hann hefði sýnt óvarfærni, er hann sveigði inn á Flókagötuna, þar sem honum hefði þó borið að sýna sérstaka var- kárni, þar sem hann var með vagn í eftirdragi, sem hætta gat stafað af. Árekstrasaga bifreiðarstjórans var þó ekki enn öll, því sex mánuðum síð- ar tók hann snögga beygju á Skúla- hann áfram, enda hélt hann því ein- dregið fram, er hann var tekinn til rannsóknar að hann hefði hvorki orðið var við drenginn né áreksturinn. Ekki leiddi rannsókn málsins í ljós, að nokk- uð hefði verið athugavert við bifreið- ina né tengingu vagns þess, er hún dró, og ekki komu heldur fram líkur BMW 600 kemur á eftir BMW-Isetta. Eins og sá bíll með hurð franian á fyrir framsæti, en að auki hurð hægra megin fyrir aftursæti. Þægilegt fýrir hægri umferð. Fjörgra manna, 4 gír áfram, öll synkroniseruð. — Bayerische Motoren Werke A-G. framleiða nú um 160 þessara bila á dag, en Bandarikin hafa tryggt sér svo til alla framleiðsluna fyrst um sinn.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.