Umferð - 01.11.1959, Blaðsíða 6

Umferð - 01.11.1959, Blaðsíða 6
NOREGSFÖR Á s.l. sumri átti ég þess kost að ferðast all víða um Noreg í eins mánaðar tíma. För mína þangað gerði ég fyrst og fremst til þess að sitja Stórstúkuþing Norðmanna, sem haldið var í Bergen dagana 19. til 20. júlí, og Norræna bind- indisþingið, sem haldið var í Stafangri dagana 27. júlí til 1. ágúst. Auk þess ferðaðist ég all víða um landið, eins og áður segir. Þessar vik- ur, sem ég dvaldi í Noregi umgekkst ég næstum eingöngu bindindismenn og ekki sízt félaga í Motorförernes Avholdsforbund. Framkvæmda- stjóri MA, Steinar Hauge, sem félögum BFO er að góðu kunnur, hafði líka skipulagt ferðalag mitt og naut ég einstakrar fyrirgreiðslu hans og MA-félaga víða á ferð minni. Ég gæti að sjálf- sc'gðu skrifað langa ferðasögu um þessa Nor- egsför mína, en hér mun ég aðeins stikla á stóru og greina einungis frá kynnum mínum af MA- félögum og starfi þeirra. Fyrsti áfangastaður minn var Bergen. Þar tók á móti mér formaður Bergensdeildarinnar, Ame Næss, og reyndist mér heldur en ekki haukur í horni. I Bergen er ein fjölmennasta deild lands- ins og starf hennar allt með ágætum. Unglinga- deild þeirra er ein hin allra fjölmennasta og starfsamasta. En nú stóð sumarleyfatíminn sem allra hæst, svo að starf deildarinnar lá að mestu ieyti niðri þessa daga, sem ég stóð við í Berg- en. Ég gat því lítt kynnzt starfi deildarinnar af eigin raun. En allt það, sem ég heyrði af starfi hennar sannfærði mig betur en áður um nauð- syn þess fyrir okkur að koma á slíku unglinga- starfi sem allra fyrst. Næsti áfangi minn var Þrándheimur. Þar hafði ég því miður mjög stutta viðdvöl, aðeins hálfan dag og nótt. Þar naut ég enn frábærrar fyrirgreiðslu og gestrisni MA-félaga, einkum formanns Þrándheimsdeildar, Arnulf Ertsás. Þrándheimsdeildin er einnig mjög góð deild. Næst skulum við svo staldra við í Stafangri. Þar hitti ég að sjálfsögðu fjölda MA-félaga og einnig MHF-félaga ifrá Svíþjóð). Þarna var m.a. formaður MA og NUAT, Sigurd Johansen, og margir fleiri foryztumenn. Var bæði gaman og gagnlegt að hitta þá og ræða við þá. Einn daginn var haldinn fundur í NUAT og sat ég þann fund fyrir BFO. Þar voru fluttar fréttir og stuttar skýrslur frá samböndunum. Jakob Pettersen, stórþingsmaður, flutti ýtarlegt er- indi um hina nýju umferðarlöggjöf Noregs. Sv par henni um margt til hinna nýju umferð- arlaga okkar, en í ýmsum atriðum eru þó okk- ar lög strangari. Ég flutti þarna skýrslu um Störf okkar og greindi einkum frá baráttu okk- ar fyrir tryggingamálunum. Ég fór fram á að NUAT styddi okkur í þeirri baráttu og var því vel tekið. Á þinginu kom það mjög glöggt fram, að MA og bindindisfélög ökumanna yfirleitt, njóta mikiis álits og trausts norrænna bindindis- manna. Hins sama varð ég einnig var á Stór- stúkiiþinginu í Bergen. Er gott til þess að vita, að samtök okkar njóta svo mikils álits og mætti það verða okkur öllum hvöt til þess að herða róðurinn. Stafangursdeildin er ein allra öflugasta deild- in í Noregi. Formaður hennar er ungur og rösk- ur maður og unglingastarf deildarinnar er mjög öflugt. Eitt kvöldið meðan þingið stóð yfir, efndi deildin til útifundar í aðallistigarði borg- arinnar. Formaður deildarinnar setti fundinn og stjórnaði honum. Jakoh Pettersen, stórþings- maður, flutti ýtarlegt erindi um umferðarmál. Stutt ávörp voru flutt og flutti ég ávarp og kveðjur frá BFO. Þá voru stutt samtöl við for- mann MA, Sigurd Johansen, o. fl., m. a. mjög skemmtilegt viðtal við fjóra félaga úr unglinga- deildinni. Loks var keppni í umferðarreglum, já og nei. Þátttakendur voru 8, þar á meðal unglingarnir fjórir, sem áður getur um. Keppn- in var bæði skemmtileg og tvísýn í fyrstu og sýndi að þátttakendur voru allir næsta vel að sér í þessum fræðum. Fyrst féllu unglingarnir úr og síðan tveir af hinum eldri og reyndari. Hófzt þá harðvítugt einvígi milli formannsins, Sigurd Johansen, og annars garps, sem eftir stóð. Viðureigninni lauk um síðir með sigri formannsins við mikil fagnaðarlæti áheyrenda. Mót þetta var fjölsótt og hið ánægjulegasta í alla staði. Á eftir héldu margir til veitingahúss- ins Promenaden, sem er stórt og glæsilegt veit- ingahús og er það eign bindindismanna í Staf- angri. Fylltist húsið brátt af glaðværum bind- indismönnum og var þarna hin ágaetasta skemmtun lengi kvölds. Daginn eftir að þinginu lauk bauð Stafang- ursdeild MA þingheimi öllum í ökuferð ut á Jaðar. Farið var m. a. að Knudaheio, sumarbú- stað þjóðskáldsins Arne Garborg. Um kvöldið var svo snæddur kvöldverður að Sola Strand- hotell. Þetta var ljómandi dagur og góður end- ir á viðburðaríku þingi. Og ánægjulegt má það kallast, að Stafangursdeild MA hafði þannig í rauninni síðasta orðið á þessu merka bindindis- þingi. Frá Stafangri lá leið mín í ótal krókum til Oslóar. Þar tóku á móti mér framkvæmdastjóri MA, Steinar Hauge, og formaður Oslódeildar, Haugevold. í Osló dvaldi ég í rúma viku og var Hauge óþreytandi að greiða götu mina á allan hátt. Sunnudag einn fóru þeir Hauge, Haugevold og ungfrú Ekberg, skrifstofustúlka MA, með mig í langa bílferð, allt til landamæra Svíþjóðar. Og annað sinn fóru þau Hauge-hjón- in með mig í tveggja daga bílferðalag til Ham- ars, Litlahamars og upp í Guðbrandsdal. Enn annað sinn ók ég með Hauge og Nielsen, for- rnanni landskeppnisnefndar í góðakstri, um Osló og nágrenni. Þeir voru þá að velja öku- leið fyrir landskeppnina, sem fyrirhuguð var f september. Var þessi ökuferð bæði skemmtileg og lærdómsrík. Og sama má segja um alla dvöl mína í Osló, þakkað veri þessum ágætu félög- um og frændum. Margt fjölluðum við Hauge saman um BFO. Hann er enn sem fyrr fullur af áhuga fýrir framgangi þess og jafnan reiðubú- inn að greiða fyrir okkur og miðla okkur af dýrmætri reynslu sinni. Það var því sannarlega verðugt og viðeigandi, að síðasta landsþing kjöri hann heiðursfélaga í BFÖ. Áður en ég lýk þessari stuttu og ófullkomnu ferðasögu minni þykir mér hlýða að greina í örfáum orðum frá starfi MA, því bræðrafélag- inu, sem er okkur nátengdast. 6 UMFERÐ

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.