Umferð - 01.11.1959, Blaðsíða 7

Umferð - 01.11.1959, Blaðsíða 7
SöUiu er eUUi alltaf öUumatiHsms Hér hefur undanfarið orðið hvert slys- ið á fætur öðru í sambandi við umferð, m. a. nokkur dauðaslys. Það er upplýst mál, að í 4 eða 5 stórslysum í sumar og haust, er ekið var á fótgangandi menn, voru hinir slösuðu flestir ef ekki allir meira og minna undir áhrifum áfengis, sumir sennilega mjög miklum. Er bíll ekur á fótgangandi manneskju, verður oftast slys, meiri eða minni meiðsli, stundum dauðaslys á hinum fót- gangandi. Bíllinn skemmist að jafnaði lítið sem ekkert, og ökumaðurinn slepp- ur oftast alveg ómeidddur á líkamanum. Hér eigast tveir ójafnir við, annar liggur máske lík, á hinum sér ekki. Af þessu leiðir það aftur, m. a., að ökumaður verður að ástunda ítrustu aðgæzlu og tillitssemi, þar sem hann er með það tæki „í höndum“, sem svo að segja hvenær sem er getur orðið að drápsvopni. Af hinni sívaxandi umferð og slysahættu leiðir einnig hitt, að ökukennsla og próf- kröfur verða að vera miklu strangari en nú er, og mun þá koma í ljós, að sumir eru lítt hæfir til að stjórna bílum. Af þessum ójafna leik hefur það og leitt, að almenningur hefur hillzt til þess, að kenna ökumönnum jafnan um orðið slys þessarar tegundar. Þú drapst hann, þú ert manndrápari. Þetta er harður dómur, sem því miður á oft rétt á sér, en einnig stundum alls ekki. Sé málið nefni- lega athugað nánar, er þá alltaf hægt að hæta við með sanngirni: Það var þér að kenna. Ég held síður en svo alltaf. Er það vél að kenna, þótt einhver gani í hana og stórslasi sig eða drepi. Er það alltaf öku- manni að kenna, þótt einhver. skyndilega og algjörlega óvænt gani eða nærri því fleygi sér fyrir bíl, gefi bílstjóranum bók- staflega engan tíma honum til bjargar. Ég held, að það sé engin sanngirni í að skella allri sökinni í sumum slysatilfell- um á ökumann, og jafnvel að þau tilfelli hafi komið fyrir, og hljóti framvegis að koma fyrir, er erfitt yrði að gefa öku- manni verulega sök, hvað þá svo til alla. Ég vil hins vegar segja, að það gangi kraftaverki næst, hve snilldarlega öku- mönnum hefur þó stundum heppnazt að bjarga fullorðnu fólki, sem var að leika sér að því að fikta við sjálfsmorð, eða óvita börnum. Nú er það svo, að er vínið er með í förum þar sem slys skeður, þarf vel að at- huga sitt mál áður en sá er fundinn sek- ur, sem ekki hafði vín um hönd. Menn mega ekki misskilja orð mín. Ég er hér engan dóm að leggja á framangreind slysatilfelli, dettur ekki í hug að halda því fram, að þau hafi ekki verið að ein- hverju leyti ökumönnunum að kenna, jafnvel sum að miklu leyti — hef ekki kynnt mér það mál sérstaklega. Þá dett- ur mér heldur ekki í hug, að dómarinn hafi nokkra löngun til að gera sök öku- mannsins meiri eða minni en tilefni er til hverju sinni. En hitt er jafnvíst, tel ég, að almenningur dæmir oft fljótfærnis- lega, og stundum máske ekki sem rétti- legast, og að hans dómur getur orðið þyngsti dómurinn, hvað svo sem hinn lögskipaði dómari kann rétt að telja. Blöðin hafa hér miklu hlutverki að gegna. Hér verða þau að fara að með Félagafjöldi sambandsins er nú um 15.000. Það er í árvissum og öruggum vexti, enda stýrt af festu og fyrirhyggju af stjórn og fram- kvæmdastjóra. Það á sér sitt eigið trygginga- félag, Varde, sem einungis tryggir bíla félags- manna og skilar hagnaði, þótt það hafi ekki viS aðrar tryggingar að styðjast. Mætti það vera sönnun íslenzkum tryggingafélögum fyrir því, að við förum ekki með neitt fleipur þegar við höldum því fram, að félagar í bind- indisfélögum ökumanna séu eftirsóknarverðari viðskiptamenn en aðrir bifreiðaeigendur? MA- deildir eru nú starfandi um allt landið og fjölg- ar sí og æ. Deildirnar starfa yfirleitt mjög vel og félagsandi innan þeirra er mjög góður. Sann- ur bróðurhugur ríkir þar og léttur og skemmti- legur blær yfir öllu félagsstarfi þeirra. MA nýt- ur mikillar virðingar og álits í landinu og það er skoðun margra, bæði bindindismanna og annarra, að innan fárra ára verði það orðið eitt allra öflugasta bindindisfélag landsins. MA sameinar það á hinn ákjósanlegasta hátt að vera Iifandi og vakandi hugsjóna-, framfara- og hagsmunafélag. Það veitir félögum sínum ýmis konar hlunnindi, sem of langt yrði upp að telja öll. Áður eru nefndar bifreiðatryggingarn- ar, sem eru hagkvæmari en aðrir landsmenn eiga kost á. Það veitir félögum sínum ókeypis mjög gott og fjölbreytt félagsblað, Motorför- eren. Það á tjaldbúðasvæði víða um landið o. s. frv., en hér skal staðar numið. Þessi Noregsför mín og ný og aukin kynni af bræðrafélagi okkar, MA, varð mér til mik- illar ánægju og uppörfunar. Eg hef kynnzt af eigin raun hvernig þeir hafa byggt upp félag sitt, stig af stigi, hægt og öruggt, en markvisst. Og nú hafa þeir náð því þrepi, að þeir geta vænzt stórstígari framfara með hverju árinu, sem líður. Þetta getum við líka gert. Það er ég nú sannfærðari um en áður. Frá Osló hélt ég með járnbrautarlest til Kristjánssands til þess að stíga þar á skipsfjöl. Steinar Hauge fylgdi mér á járnbrautarstöðina. Þar kvöddumst við og bað hann mig fyrir bróð- urkveðjur til BFÖ, sem ég kem hér með á fram- færi. Þegar lestin staðnæmdist við brautarpallinn á Kristjánssandi var þar fyrir formaður Krist- jánsrandsdeildar MA og í fylgd með honum tveir aðrir úr stjórn deildarinnar. Steinar Hauge hafði ekki gleymt mér, þótt við hefðum nú kvaðst. Þessir góðu félagar leiddu mig nú að bíl, er beið þeirra, og óku mér um sína fögru borg og umhverfi, meðan tími leyfði, og fylgdu mér síðan til skips. Það var engin tilviljun, að það var formaður MA-deildar, sem tók á móti mér við skipshlið við komu mína til Noregs. Og það var heldur engin tilviljun að það var stjórn MA-deildar, sem fylgdi mér til skips við brottför mína. Við BFÖ-félagar eigum vinum og bræðrum að mæta í Noregi. Það hafa fleiri en ég reynt og það munu fleiri fá að reyna síðar. Eg þakka MA-bræðrum ógleymanlega gest- risni, vinsemd og bræðraþel og bið þeim og fé- lagi þeirra blessunar í nútíð og framtíð. Benedikt S. Bjarklind. U M F E R Ð

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.