Umferð - 01.11.1959, Blaðsíða 9

Umferð - 01.11.1959, Blaðsíða 9
I Vaglaskógi með félögum. jXorburlandsdeUdirnar lieimsóiiar Ferðir til erindisrekstrar vegrta Bindindisfé- lag? öknmanna hafa verið farnar allmargar frá stcfnun þess. Einkum hefur mikið verið farið á síðustu tveim árum. Sambandsforsetinn og B. Bjarklind ferðuðust allmikið, bæði norðan- lands og austan, svo og um Suðurland. Þá fór framkvæmdastjórinn ýmsar ferðir sunnanlands á s.l. sumri og þessu ári til að hitta menn að máli og undirbúa deildastofnanir, svo sem Ár- nessýslu- og Rangárvalladeilda. Á þessu ári var ákveðið, að ég undirritaður skyldi gera ferð um Norðurland og heimsækja deildirnar þar, en þær eru: Húsavíkurdeild, Akureyrardeild og Skagafjarðardeild. Ferðin skyldi farin í því augnamiði að kynnast félög- um og starfi þeirra, ræða um útbreiðslustarf- semi, skýra frá störfum miðstjórnar, flytja er- indi og leiðbeina formönnum með góðakstur. Góðakstrar ern merkilegur þáttur í starfsemi Bindindisféiaga ökumanna víða ttm heim. Þeir eru engin keppni í hraðakstri, síður en svo, enda þótt stundum megi aka all greiðlega, ef svo ber undir. Þeir eru keppni í kunnáttu í um- ferðarreglum og hlýðni við þær, tillitssemi, að- gæzlu, hraðaskyni, viðbragðsflýti, leikni, rat- vísi og ökukunnáttu almennt o. s. frv. Ekki þýð- ir annað en að hafa bílinn í lagi. Góðakstrar eru skemmtilegir og spennandi, enda njóta þeir mikilla vinsælda, bæði keppenda og almenn- ings. Eg tel það eiginlega eina gallann á stór- um góðakstri, hvað hann er umfangsmikill og tímafrekur, krefst mikils starfsliðs og mikilla skýrslugerða, bæði fyrir og eftir, og yfirleitt geysilegrar fyrirhafnar. Ég er sannfærður um, að eigi BFO framvegis að geta stofnað til góð- akstra, nema þá með höppum og glöppum, verð- ur félagið bókstaflega að hafa sérstakan mann til að setja þá upp, og sjá um þá að miklu leyti. En það er líka víst, að félagið verður að fara að taka þá upp aftur sem reglulegan lið í starf- semi sinni, með keppnum víða um land, og svo landskeppnum. Góðakstra má vitanlega tak- marka, og þá auðvitað fyrirhöfnina með, en þá falla oft úr ýmis þau atriði, sem menn vildu sízt missa, og mikilsverð eru, til að geta dæmt um ökukunnáttu og hæfni keppenda. Þessi áminnsta ferð norður, sem stóð frá 19. júlí til 4. ágúst, tel ég að hafi náð tilgangi sín- um og fyllilega svarað kostnaði. Það er nauð- synlegt, að framkvæmdaráð BFÖ fari fleiri ferðir en þær, sem farnar eru eingöngu til að stofna deildir eða að undirbúa það. Lifandi, persónulegt samband við félaga og þær deildir, sem fyrir eru, er ekki ónauðsynlegur þáttur í heildarstarfseminni. Slíkar ferðir þarf að fara árlega um einhverja hluta landsins. Reynsla mín frá því í sumar er sú, að enda þótt ekkert hefði annað verið gert, en einfaldlega að hitta menn að máli, þá hefði ferðin borgað sig. Til Akureyrar kom ég 20. júlí og dvaldi þar í rokkra daga. Viðtökur formannsins, Valdimars Baldvinssonar, og allra annarra félaga voru Skemmtilegt eftirmiðdagskaffi hjá síra Friðriki á Húsavík. Hann er félagi í BFO. mjög góðar. Aðalfundur deildarinnar var hald- inn á meðan að ég stóð við. Flutti ég þar stutt erindi og skýrði frá aðgerðum miðstjórnar í tryggingamálum okkar og fleiru. Þá leiðbeindi ég formanni með góðakstur og afhenti honum ýmis skilríki í því sambandi. Var hann mjög fljótur að átta sig á hlutunum, og tel ég hann og aðra deildarformenn nyrðra nú fullfæra um að byggja upp stóran góðakstur, með ýmsum „varíöntum" frá sjálfum sér, ef verkast vill, hvað þá minni háttar akstur. Er a. m. k. víst, að þær leiðbeiningar, sem þá kynni að skorta, eru ekki meiri en það, að auðvelt er að veita þær bréflega. Akureyri er að minu áliti fegursti bærinn okkar. Hann ber með sér, að fegrun hans hefur verið skipulögð og að hugsað er fram í tímann. Frá náttúrunnar hendi er og víða auðvelt um vik þar. Akureyri og nágrenni er hreinasta draumaland, hvað áhrærir góðakstra. Þar er hægt að halda litla akstra innanbæjar, eða svo til, með góðum árangri, og einnig akstra á löng- um leiðum. Vona ég að ekki líði á löngu áður en við heyrum eitthvað frá félögum okkar þar í þessu efni. Margur vandinn er á ferðinni með umferðar- málin á Akureyri ekki síður en víða annars staðar. Umferð er þar geysileg á sumrin. Marg- ar götur hættulegar á vetrum, einkum i ísingu og hálku, sums staðar ótrúlega hættuleg horn og þröngt um vik. Hringakstri hefur ekki verið komið þar á enn, en hringtorg þyrfti að mínu áliti að gera þar a. m. k. á einum stað nú þegar. Erfitt er um bílastæði víða við aðalgötur, og sá einkennilegi siður hafður á, að banna bílastæði við sumar giitur lengur en í 15 mínútur allan sólarhringinn. Virðist ekki gerður munur á því, hvort mikil þörf er á örum umskiptum á bíla- stæðunum eða ekki. Er mikil þörf á því, að skipuleggja betur stöðupláss á Akureyri, því einhvers staðar þurfa vondir að vera. Hið nýja tjaldstæði þeirra Akureyringanna er til fyrirmyndar. Hvenær komum við slíku tjaldstæði upp hér í Reykjavík? Á Húsavík sat ég félagsfund eitt kvöldið og 9 U M F E R í)

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.