Umferð - 01.11.1959, Blaðsíða 10

Umferð - 01.11.1959, Blaðsíða 10
HLIÐARSYNIN Lærðu að sjá það sem framundan er og nota augun rétt Árekstur verður milli bíla, eða gang- andi maður er slasaður. Þetta skeður máske um hábjartan dag, eða í góðu skyggni. Sá, sem var í órétti afsakar sig máske með því, að hann haji alls ekki séð bílinn eða manninn. Slíkar afsakanir hafa heyrzt undir svona aðstæðum og jafnvel eftir slys þar sem ekkert skyggði á. Já, það er meira að segja eins og sér- staklega sé slysahætt sums staðar þar sem ekkert skyggir á. Framangreindar afsak- anir geta auðvitað, og eru vafalaust stundum búnar til úr vandræðum, til þess að reyna að afsaka og skýra óafsakanlegt misferli, en stundum eru þær ekki búnar til. Okumaðurinn sá raunverulega ekki það sem fyrir framan hann var, sem hann þó var skyldugur til að sjá. Og hvers vegna? Ekki vegna sjónbilunar, heldur vegna þess að hann kunni ekki, eða skeytti ekki um að beyta augunum rétt. Sitjir þú við hliðina á góðum öku- manni, er hann ekur og gefur augum hans gætur, sérðu það, sem þú getur lært mikið af. Hvað sérðu? Þú sérð að augu hans eru á sífelldri hreyfingu. Hann horfir á bílinn fyrir framan sig, næsta augnablik sérðu að hann lítur langt fram eftir vegi, svo langt sem sést. Margir, sem ekki kunna að nota augun rétt, stara eins og dáleiddir á veg- inn rétt fyrir framan bílinn og eru blind- ir fyrir öllu öðru. Þú sérð líka að hann rennir augunum til beggja hliða, á vegbrúnir og nágrenni nærri bílnum og lengra fram. Þetta er hin geysilega áríðandi hliðarsýn, sem allir þurfa að venja sig á. Þú sérð að ökumaðurinn tekur eftir börnunum og fólkinu á gangstéttinni eða vegarbrún- inni og utan vegar og að hann gerir sér grein fyrir því, hvað getur skyndilega komið fyrir blint horn, út úr portum eða hliðum. Þú sérð að ökumaðurinn lítur fyrst til vinstri svo til hægri við vegamót, en ekki aðeins til vinstri. Það er auðséð að þessi ökumaður gerir sér grein fyrir því, hvað harður árekstur getur þýtt. Þú sérð að hann lítur mjög oft í speg- ilinn sé hann í mikilli umferð. Aki hann hægt, lítur hann enn tíðar í spegilinn, því að það er nauðsynlegt. Þú sérð líka að hann lítur í spegilinn áður en hann gefur stefnuljós eða merki. Þú sérð líka að hann reiknar með því að aðrir ökumenn hafi máske ekki tekið eftir honum og gefur þeim tíma til þess. Og auðséð er að hann reiknar með því sama þar sem um gangandi fólk er að ræða. Og svo sérðu að hann notar stefnuljós- in stöðugt er við á og rétt. Enda veit hann að betra er að nota stefnuljós ó- þarflega oft heldur en of sjaldan. Þú sérð, að þessi ökumaður er aðgæt- inn, góður og öruggur. Það stafar tæp- lega mikil hætta af honum. En er þú svo að lokum hugleiðir, hve þessar afsakanir eru algengar, að menn hafi ekki séð það sem fram undan var. hefur þér þá aldrei dottið í hug, að sumir ökukennarar legðu máske ekki nógu mikla áherzlu á það við nemendur sína, hve áríðandi það er að nota augun rétt. En vitanlega geta ökumenn stundum lent í þeim aðstæðum að bókstaflega sjá ekki, svo sem í rigningu og myrkri eða í blindandi sól, en þá eiga þeir helzt að hugsa meira um hemilinn en hensínið. Á. S. skýrði frá ýmsum málum og gangi þeirra, svo og flutti stutt erindi. Þar eru ástæður ekki eins góðar til góðaksturs eins og á Akureyri, og munar miklu. Þó er hægt að halda allgóða keppni innanbæjar, en erfitt um stóran akst- ur. Formaðurinn, Þorvaldur Árnason, og Njáll Bjarnason, kenari o. fl. verða þó varla í vand- ræðum með að koma akstri á laggirnar, enda miklir áhugamenn um umferðar- og bindindis- mál. Húsavík er minn uppáhaldsstaður, það er eitthvað hlýtt og vinalegt við þann bæ, og þar á ég suma mína beztu vini og starfsfélaga. Móttökurnar á Sauðárkróki, hjá Magnúsi H. Sigurjónssyni og fjölskyldu hans, voru svo hlýj- ar og notalegar, að ég bý lengi að. Þar fór ég um á suðurleiðinni. Magnús er ágætur félagi, mjög fær ökumaður og vel að sér í umferðar- lögum o. fl. enda hefur hann að nokkru lög- reglustarf með höndum. Á Sauðárkróki er erfitt um góðakstur, varla um annað að ræða, svo að vel fari úr hendi en leikniprufur o. s. frv. Þó má mikið gera með góðum vilja og veit ég, að Magnús hefur fylli- lega ætlað sér að koma einhverri keppni á inn- an tíðar. Stuttur stjórnarfundur var haldinn, sem þó voru aðeins tveir stjórnarnefndarmanna mættir á, síra Björn Björnsson Hólum (mið- stjórnarmaður) og Magnús. Skýrði ég þar nokkuð ýmis mál. Ællunin hafði verið að heimsækja og Borg- arnesdeildina á suðurleiðinni, en af ýmsum ástæðum gat ekki orðið af því að þessu sinni. Skilyrði til útbreiðslu félags okkar um Norð- urland hljóta að vera mikil, sé vel að unnið. Verður lögð áherzla á það við deildirnar, að þær vinni framvegis vel að þeim málum. Er þó eftir að skipuleggja það starf nánar. Veðrið var yndislegt fyrir norðan allan tím- ann. Dvöl í Vaglaskógi og í Mývatnssveit, hjá góðum vinum, í 23 stiga hita, voru viðbrigði frá sólarleysinu og látlausri súldinni hér syðra. Eg þakka ágætur móttökur, og hlakka til að koma næst. Á. S. 10 UMFEUÐ

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.