Umferð - 01.11.1959, Blaðsíða 13

Umferð - 01.11.1959, Blaðsíða 13
Óhæfni og ökuní ðingshá ttur Hæfni ökumanns, kostir hans og ágallar, eru bæði sálræns og líkamalegs eðlis, einkum það fyrrnefnda, og virðast þeir jafnan þýðingar- meiri en liinir, en þó oft erfiðari að átta sig á. Líkamlegir ágallar valda að jafnaði fremur litlum vandræðum í umferð, enda skilja lækn- arnir þá frá, sem af þeim orsökum eru taldir óhæfir ökumenn. Sálrænar ástæður geta ekki aðeins valdið umferðarslysum, heldur eru þær ein af meginorsökum þeirra hjá ökumönnum almennt, svo sem t. d. er getu þeirra og hæfni er ofboðið í daglegri stórborgarumferð. Er um- ferðarsérfræðingum og sálfræðingum löngu orðinn Ijós þessi þáttur í orsökum umferðar- slysa. Hefur sums staðar komið til tals að bæta sálfræðilegum leiðbeiningum við almenna öku- kennslu í því augnamiði að gera ökumenn hæf- ari til að forðast slys af þessum ástæðum. Þessu sviði tilheyra og slys, sem stafa af óeðlilegri hegðun ökumanna vegna vanalegrar minnimátt- arkenndar, stórbokkaháttar, geðbrigða vegna reiði eða sorgar eða ýmsra skýndilegra góðra eða slæmra atvika í lífi þeirra o. s. frv. Allt telst þetta þó innan takmarka hins eðlilega, og ann- ars eðlis en þau slys, sem stafa af óhæfni eða raunverulegri sálsýki. Sumar manneskjur virðast þannig gerðar, að þær geta aldrei komizt upp á lag með að aka bíl, jafnvel þótt þær byrji á góðum aldri. Þetta fólk er alltaf að valda tjónum eða slysum, enda þótt það sé búið að aka árum saman og ætti því að vera búið að læra eitthvað. Snmir öku- menn valda aldrei slysum. Þetta er ekki einber tilviljun. Misferli þessa fólks í umferð þarf ekki að stafa af glannaskap eða ökuníðings- hætti, heldur veldur hitt, að þetta fólk bregður ekki rétt við er á reynir, sökum meðfæddra, sálrænna ágalla, og það hefur ekki viljað skilja, að það er ekki fært um þá hluti, sem mörgum öðrum er leikur einn, og hefur ekki lært að hegða sér við stýrið samkvæmt því. Sálfræði- rannsóknir, gerðar víða um heim, hafa leitt í ljós, að þessir slysarokkar eru að ýmsu leyti frábrugðnir fólki almennt. Margar raunir hafa verið lagðar fyrir þetta fólk og hefur það yfir- leitt sýnt sig, að það mætir þeim öðruvísi og verr en fólk almennt. Fólk þetta líkist að ýmsu leyti fólki, sem tekur ökupróf of gamalt. Það heldur sjg geta ekið, finnst það vera fimt og fært, en reynslan sýnir annað. Þá eru það hinir meira og minna sálsjúku ökuníðingar. Til þeirra telst allur fjöldinn af ökubyttum, því að andlega heilbrigður maður sezt tæplega við stýri á bíl sínum, sé hann undir teljandi áhrifum áfengis. Tæknihæfni ökuníð- ingsins getur verið í fullkomnu lagi, en hann gerir sér ekki grein fyrir ábyrgðinni, sem því er samfara að aka bíl í nútíma umferð. Hann ger- ir sér varla grein fyrir því, er hann stofnar sjálf- ttm sér í hættu. Hann er eins konar „outsider". fytírlítur jafnvel samborgara sína og lög þjóð- félagsins, hefur sterka tilhneigingu til að gera það, sem honum sýnist sjálfum. Hann hagar sér gjarnan líkt við stýrið og hann myndi gera fótgangandi í fólksþvögu, treður sér, olnbogar sig áfram án tillits til annarra Umferðarlögin eru vart til fyrir honum, nema hann í augna- blikinu sjái sér hag í því að fara eftir þeirn, og svo hagar hann sér gjarnan einnig gagnvart ■ öðrum lögum. Þegar hann er kominn að stýr- inu, er hann orðinn að ófreskju, sem jafnvel ekur frá slösuðum manni, sjái hann sér færi á. Okuníðingshátturinn er þó auðvitað á misjafn- lega háu stigi hjá mönnum. \ UMFERÐ Tímarit Bindindisfélags ökumanna um umferðarmál. Ábyrgðarmaður: Sigurgeir Albertsson. Ritnefnd: Framkvœmdaráð B.F.O. Skrifstofa blaðsins og Bindindisfélags ökumanna. Klapparstíg 26. Sími 1-32-35. PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF '-------------------------------------/ Það er víst hægt að segja það með nokkuð miklum rétti, að aldrei hafi verið fundin upp vél í heiminum, sem lýsi manninum, sem henni stjórnar eins vel og bíllinn gerir. Sýndu mér, hvernig Jiú ekur, og ég skal segja þér, hvernig þú ert. Að lokum skora ég á góða menn á Alþingi, að hlutast til um, að lögleitt verði, að hver sá ökumaður, sem veldur umferðartjónum oftar en þrisvar sinnum á einu ári, verði ráðlagt að gangast undir sérstakt hæfnispróf og almenna læknisskoðun á ný. Sé tæknilegri hæfni hans ekki talið ábótavant, sé hlutaðeigandi öku- manni ráðlagt að gangast undir sálsýkirann- sókn. Okuleyfi missi hann alltaf á meðan að þessum athugunum er ólokið, og hljóti ekki aft- ur, teljist hann að rannsókn lokinni lítt — eða óhæfur til að stjórna bíl, eða neiti að undir- gangast rannsókn. Mér er ljóst, að ég muni verða talinn „eitt- hvað verri“ að bera annað eins og þetta fram. Grunur minn er þó sá, að ekki líði á mjög löngu, þar til eitthvað þessu líkt verður orðið að lögum. Nauðsyn mun valda því. Á. S. Bílskúr úr alúminíum Odýr, þœgilegur og her.tugur. Kostar í Noregi röskar 2 þúsund krónur. Hvað skyldi þeim takast að láta hann kosta hér? DKW-„Junior" Stór smábíll. Er nú að koma á markaðinn. Hreyfill þriggja strokka, 30—35 hk. Mesti hraði 110—120 km/t. Líkist Anglia eða Moskwitz. UMFERÐ 13

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.