Alþýðublaðið - 25.01.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.01.1964, Blaðsíða 6
 ★ John Wayne og Rita Hay- worth áttu fótum fjör að launa um daginn. Verið var að taka upp atriði úr myndinni Circus World, og fara upptökur fram á Spáni. Eitt atriði myndarinnar er eidsvoði í sirkustjaldi. Þegar ver- ið var að framkvæma þennan elds voða, misstu kvikmyndamennirn- ir tök á honum. Tuttugu fer- metra logandi tjalddúkur hrap- aði niður úr lofti tjaldsins og féll niður á hringsviðið, þar sem John og Rita ásamt Claudiu Cardin- ale og fleira merkisfólki voru 'að leika. Þau sluppu öll heil á húfi, sem betur fór. ☆ ★ í dönsku blaði lesum við um gengi danskra í Monte Carlo kappakstrinum, sem nú stendur yfir. Veðrið þykir óvenju gott, er að segja slæmt fyrir Norðurlandamenn, en þeir standa betur að vígi en þeir, sem sunn- ar búa, þegar um er að ræða akstur í frosti. Danir aka 14 bifreiðum í þess- ari keppni, þar af er þegar einn I úr leik. Það er Hillman Imp., sem þeir óku, fyrst komu þeir átta mínútum of seint til eins áfanga og fengu frádrátt fyrir það. Eftir það villtust þeir og urðu þar með úr leik. Annars gengur Dönunum í keppninni vel. Á mánudaginn hófst hinn erfiði sameiginlegi áfangi frá Reims til Monte Carlo. Það er hann, sem á að skilja sauðina frá höfrunum í þessari keppni. Síðan verða valdir, með tilliti til þess, hverjir hafa minnstan frádrátt, þeir 120 efstu, sem taka þátt í lokaáfanganum um götur Monte-Carlo. Talið var, að göturnar yrðu hálar af ísingu, en það ætti að verða Norðurlandamönnum til hjálpar, ef trúa má því sem áður segir. Ung kona kom á sjúkrahúsið og læknirinn spurði um aldur henn ar en hún færðist undan að svara iLæki^irinn sagði hjúkrunarkon- unni þá að mæla hitann og hirti ekki frekar að spyrja um aldur- inn. Þegar hjúkrunarkonan hafði lok ið við að mæla hitann, sagði hún: - 38 — Vinnukonan mín liraðsýður alltaf eggín. — Ja, þú ert lánsöm. Ég hef- aldrei haft vinnukonu svo lengi. ★ Fyrir dyrum stendur á Norð- urlöndunum fjórum, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, rannsókn á drykkjuvenjum manna á aldrinum 30-40 ára. Þar á með- al verður gerð könnun á fjöldd deleríum tremens tilfella og meðferð þeirra í höfuðborgum landanna. Fyrir fáeinum árum var gerð slík könnun meðal unglinga og síðan gefin út sameiginleg skýr- sla um niðurstöður hennar. Það kom í Ijós, að drykkjuvenjui? ungs fólks eru mjög kelmlíkar í öllum höfuðborgunum fjórum: Að þessum upplýsingum fengnuna þykir það nokkurs virði, að fá í ljós, hvort sama gegnir um eldra fólk í þessum efnum. HER AR ★ Frú Phyllis Watts, búsett í Buckinghamshire í Englandi eign- aðist nýlega dóttur og er hún ní- unda barn hennar. Frúin er 48 ára að aldri. Hún vaknaði nótt eina fyrir skemmstu og vann til mikilla óþæginda. Hún vakti mann sinn og hann sendi eftir lækni. Kortéri síðar var hún kom- iú á fæðingardeild, þar sem hún eignaðist síðan fyrrnefnda dótt- ur. Ekkert af því sem nefnt var gefur tilefni til blaðaskrifa. Það sem raunverulega athygli vekur, er það, að hún hafði ekki haft minnstu hugmynd um að hún væri þunguð, og þessi fjölgun í fjölskyldunni kom gersamlega eins og þruma úr heiðskíru lofti. ★ Tveir menn voru á villidýra- veiðum. Þar sem þeir fetuðu sig áfram um hávaxið grasið milli strjálla trjáa, heyrðu þeir til Ijóns, sem nálgaðist. Annar þeiira bjó sig undir að veita ljóninu sæmilegar móttökur, en hinn missti móðinn og snaraðist upp í næsta tré. Frá grein ofarlega í trénu hrópaði hann niður til félaga síns: — Heyrðu, þú skalt ekkert vera að sýta það, þó að þú hittir ekki, ég sé, að það er annað á leiðinni. ★ ítalskir verkamenn fundu um daginn beinagrind af fíl í jörðu skammt frá Firenze. Ekki voru þeir í miklum vafa lun upp- runa dýrsins, en töldu alveg víst, að þama væri kominn einn af herfílum Hannibals herforingja frá Karþagó. Það hefur á hinn bóginn sýnt sig, að Hannibal var saklaus af fílnum. Grindin reyndist vera úr fil einum, sem rölt hefur um S.- Evrópu fyrir um það bil einni milljón ára síðan. Þessi mynd er af atriði úr nýrri mynd, sem EIvis Presly og §§ Ann Margaret leika í. Þama eru þau að sýna nýjan dans, sem §| kvað eigra að taka við af tvistinu. Hann beitir „watusi“. Með §j söngnum syng-ja þau viðeigandi lag, sem ber nafnið „Come on j everybody”. Þetta er litkvikmynd, sem um er að ræða og á að heita „Viva Las Vegas.“ Mil'jónamæringur eínn, = brezkur, sem rekur húsbygg- j| ingafyrirtæki hefur boðið hin- : I um 225 verkamönnum sínum að ! reyna töflur til þess að venja IJ sig af reykmgum. Milljónamær pi ingurinn, sem heitir Edward 1 Drewery, hlóð 375 punda virði • af löflum í Kadillakkinn sinn I~ og ók til vinnustaðar manna sinna. Þessar töflur eru fram- j! leiddar af fyrirtæki einu í \ Birmingham og kosta 1 sh. stykkið, eða um 5 krónur ísl. Einn verkamannanna 21 árs gamall, sem reykti 40 stykki á dag, sagði fjórum klukkustund- um eftir að hann hafði fengið töflu: ,Eins og sakir standa þoli ég ekki að sjá sigarettu. Töfl- urnar hafa algerlega drepið löngun mína í sígareitur." Drewery er mjög ánægður með árangurinn af tilrauninni. Hann kveðst gera sér vonir um, að 40% manna sinna muni hætta reykingum vegna tafln- anna. Hann sjálfur reykti pakka á dag þar 41 fyrir tveim- ur árum, að hann hætti, cin- mitt fyrir tilverknað þessara taflna. Á myndinni er Vincent Farr- ow, verkamaður að velta því fyrir sér hvort hann eigi að halda áfram raykingum eða reyna að hætta með hjálp tafln anna sem forstjóri hans gaf hon um. Þá reis hin sjúka upp og sagði þóttalega: — Ég kæri mig ekki um neina ágizkun. Ég er ekki nema 32. 5 25. jan. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.