Alþýðublaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 1
mMMM) 45. árg. — Laugardagur 1. febrúar 19B4 — 26. tbl. De Gaulle: Suðaustur- Asía verði hlutlaus / KARIFOR Á HLIÐINA Grindavík, 31. jan. HM-ÁG. Hér var mikið brim í gærdag. og vildi þá það óhapp til, að mót- orbáturinn Kári, 26 lestir, fór á liliðina. Hann var að koma inn sundið og var á snúningnum, er hann fékk á sig brotsjó, sem lagði hann alveg- á hliðina. Einn mann tók út af bátnum, Einar Indriðason og flæktist hann í línuhönk en bjargaðist fljótlega. Báturinn rétti sig við fljótlega, en liafði þá misst út alla belgi, bauj- ur, færi og nokkra bala. Þá fór meginíð af fiskinum, sem báturinn hafði fengið. í gær voru ailir bátar á sjó, en afli var mjög tregur. Hæsti bátur- inn var Hrafn Sveinbjarnarson með 6 tonn. í dag landaði Hrafn III. 1412 tunnum af síld í bræðslu. í>á var Ársæll Sigurðsson væntan- legur í dag með 300 tunnur. Moskva, 31. jan. NTB-RT. Miðstjórn sovéska kommúnista flokltsins hyggst hefja nýja her- ferð gegn trúarbrögðum og hefur gert nokkrar ráðstafanir til þcss að herða á herferðinni gegn trú- arfordómum, að því er áreiðanleg ar heimil'dir segja. Tízkusýningar eru nú haldnar í flestum stórborgum Evrópu til að kynna tízkuna 1964. í fyrradag sögðum við frá íslenzku sjóhattatízkunni í París, og í dag birtum við mynd frá tízku- sýningu í Munchen. Kventízkan gerist nú æ „karlmannlegri” með hverju ári, eins og myndin sýnir. -♦fttWMWWMWWWWWWWWWWWWWWtWWW Fulltrúum dönsku Grænlandsverzlunarinnar litið ágengt: / Islenzkir útgerðarmenn hafa ekki áhuga, - verðið of lágt Iteykjavík, 31. jan. — HP. EINS og kunnugt er af fréttum hafa tveir fulltrúar dönsku Græn- landsverzlunarinnar dvalizt hér að undanförnu til að kanna, livort íslenzkir útgerðannenn væru fá- anlegir til að láta báta sína leggja npp afla á Grænlandi hjá fisk- iðjuveri Grænlandsverzlunarinnar í Sukkertoppen á Yestur-Græn- Iandi. Enn hefur þeim þó ekki orðið ágengt, þar eð þeir liafa ekki getað boðið íslendingum eins hátt verð fyrir fiskinn og þeir fá liér. Hins vegár Iiefur mjög komið til greina, að þeir leigðu eða keyptu jafnvel íslenzka báta til fiskveiða við Grænland. Fuiiírúarnir, sem hér hafa ver- ið, eru P. G. Svendgaard, ýfirmað- ur framieiðsludeildar Grænlands- verzlunarinnar og J. Engelbrekt- apn, fiskimálaráðunautur, en hann er Norðmaður. Þeir félagar liafa kannað hér ýmsa möguleika á samvinnu við íslendinga um fiskveiðar við Grænland. Svendsgaard sagði, að hugmyndin væri að byggja upp grænlenzkt atvinnulíf með því að koma á auknum fiskiðnaði og fisk veiðum þar í landi, og í því skyni hefði verið reist fiskiðjuver í Suk- j kertoppen. Það vantaði hins veg- I ar meira hráefni. Einnig er ætl- unin að kenna Grænlendingum nú- tímafiskveiðar með því að útvega þeim skiprúm hjá reyndum yfir- mönnum. Færeyingar og Danir sjálfir hafa lagt upp fisk þann, sem til þessa hefur verið verkað- ur á Grænlandi, og fengið sama verð fyrir hann og Grænlendingar fá fyrir sinn fisk, en samtals get- ur Grænlandsverzlunin tekið á móti fiski á 55 stöðum á Græn- landi. Ætlun fulltrúanna, sem hingað komu, var að reyna að fá i París, 31. jan. (ntb-reuter-afp). De Gaulle forseti lýsti yfir á blaðamannafundi sínum í dag, að til þess aff tryggja friff og fram- farir í Suffaustur-Asíu yrffi aff undirrita samning um hlutleysi þessa heimsliluta. Ummæli hans á fundinum benda til þess, aff V-Þýzkaland og Frakk- land séu sammála um nauffsyn pólitískrar einingar Iandanna sex í Efnahagsbandalaginu, aff því er stjórnmálamenn í Bonn telja. — Þeim þykir þetta lofa góffu um árangur væntanlegra viffræffna um máliff. De Gaulle minntist ekki á sam- skipti Frakklands og stjórnarinn- ar á Formósu en hrósaffi Chiang- Kai-Shek. Hann sagffi hins vegar, aff Frakkland hefffi viffurkennt stjórnina í Peking sem sjálfstætt og fullvalda stórveldi og mikla þjóff og mikiff ríki. Forsetinn bætti þ.ví viff, aff ekki væri hægt aff hugsa sér friff effa styrjöld í Asíu án kínverska alþýffulýffveld- isins. Forsetinn ræddi innanríkismál og leiðir til einingar Evrópu, — möguleika á aðstoð Frakka vi8 lönd Afríku, Asíu og latnesku Ameríku, en hann svaraði spum- ingum um kjarnorkuvopnaíilraun. ir Frakka á Kyrrahafi, Kýpur, fs- rael og Miðausturlönd. De Gaulle minntist ekki á hvort hann yrði í kjöri sem forseti 1965. Um Kína-málið og viðurkenn- ingu Frakka á Pekingstjóminni, sagði De Gaulle forseti, að skyn- semin gerði samning um skipti á Framhald á síffu 3. íslendinga til að leggja upp fisk lijá verzluninni, en hæsta verð, sem íslendingum hefur verið boð- Framh. á 13. síðu Farmenn segja upp samningum STARFSMATIÐ BRÁÐLEGA TÍLBLSIÐ Reylcjavík, 31. jan. — ÁG. Farmannasamtökin liafa nú sagt upp samningum sínum frá og með 1. marz næstk. Ekki er þó vitaff hvort skipstjórar hafa enn sagt upp sínuni samningum. Eins og kunn- ugt er, voru samningar þessir gerffir til bráðabirgffa. Var ætlunin að nota timann til að vinna aff nýju samningsformi, þ. e. aff koma á kerfisbundnu starfsmati. Blaffiff ræddi í dag viff Jón Sig- urffsson, formann Sjómannasam- bandsins. Hann kvaff ætlunina meff starfsmatinu vera, aff finna mis- mun kaups sem greiffa ætti fyrir hin ýmsu verk og störf um borff. Nokkrir menn tilnefndir af sjó- mannasamtökunum og útvegs- mönnum Iiafa unniff aff starfsmat- inu síðan í haust. Ekki hefur ver- iff aff fullu gengiff frá því, en þess er aff vænta bráfflega. Jón sagði, að ef unnt yrði að koma á slíku kerfi, væri ekkl á- stæða til að ætla annað en að fé- lög sjómanna gætu gengið sameig- inlega að samningaborðinu. Kvaðst hann ekki vita annað en að þann- ig færu næstu samningar fram. í Noregi og Svíþjóð er nú verið að vinna að sams konar starfs- mati. Þar eru sérstakir menn um borð í skipunum, sem gera rann- sóknir og bera síðan saman bækur sínar í sambandi við starfsmatið. Kðtla hætt komin Keflavíkurhöfn Reykjavík, 31. jan. — KG. Þegar m.s. Katla var aff leggja frá bryggju í Keílavík um hádegi í dag tóku vélar skipsins ekbi viff sér og rak skipið upp undir f jöru. Vél'báturinn Eldey, sem var viff bryggjnna, fór þegar af staff og dró Kö lu frá fjörunni. Þegar ver iff var aff sleppa dráttartauginni lenti hún í skrúfunni á Eldey. Vél báturinn Vilborg, sem einnig var á staffnum, dró hana frá áðnr en liún komst upp í f jöru. Ekki mun liafa oirffiff neinar skemmdjlr á Kötlu svo vitaff sé og hél skipiff í áfram til Akraness eins og ráff- [ gert hafffi veriff.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.