Alþýðublaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 3
>XK<ÍV -Vietnam varar við eyðingu ■Saigon, 31. jan. NTB-RT. , Leiðtogi byltingarinnar í Suður Vietnam, Nguyen Khanh hers- liöfðingi, aðvaraði þjóðina í dag og hélt því fram, að gereyðing ógn- aði Suður-Vietnam. Viðvörunin kom fram í dagskip- an, sem hin opinbera fréttastofa í Suður-Vietnam dreifði. Frétta- stofna ka’laðj Khanh hershöfð- ingja formann herbyltingarráðs- ins æðsta yfirmann heraflans. mwwwwwwwuwwM Tunglferðin gengur vel Pasadena, 31. jan. ntb-r. Síðasta tunglskot Banda- ríkjamanna virðist ætla að heppnast. í kvöld var frá því skýrt, að gervihnötturinn „Ranger VI” mundi senni- lega hitta mánann. Vísinda- menn eru bjartsýnir og er reynt að reikna út nokkurn veginn hvar gervilinötturinn muni lenda. Skömmu eftir geimskotið var gervihnötturinn kominn á braut sem hefði leitt til þess, að hann hefði farið fram hjá tunglinu í um 650 km. fjarlægð. Hins vegar tókst að breyta stefnunni frá jörðu í morgun. twwwwuwtwwwwt Kýpurráð- stefna Myndin var tekin í Marlbo- rough House í London, er Duncan Sandys samveldis- málaráðherra setti Kýpur- ráðstefnuna. Khanh hershöfðingi sagði á blaðamannafundi í dag, að stjórn Nguyen Ngoe Tho hefði sagt af sér. Hann kvaðst mundu reyna myndun ríkisstjórnar með þátt- töku allra stjórnmálaflokka þann- ig að herða mætti' á baráttunni gegn kommúnistum. Khanh hershöfðingi kvaðst harma, að enn hefði engin fyrir- ætlun komið fram um svar við til- lögunni um hlutlaust Vietnam. í gær sagði útvarpið í Saigon að Suður-Vietnam mundi slíta stjóm málasambandi við Frakkland, sennilega vegna tillögu Frakka um stofntm hlutlaus ríkis í Vietnam. Yfirleitt var allt með kyrrum kjörum í Saigon í dag, en minni háttar mótmælafundur var haldin í miðbænum. Nýju stjórninni var mótmælt og hún hvött til að vernda réttindi verkamanna. MiiiiimmiimiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiniiimimm,,,!, = § I Flokksstjórnar- I fundur um helgina Flokkstiiórnarfundur Al- þýðufiokksins verður um þessa helgi, 1. og 2. febrúar. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimili múrara og rafvirkja, Freyjugötu 27. Fundurinn liefst í dag kl. 2 e. li. og eru ffokksstjórnar menn allir beðnir að sækja fuudinn vel og stundvíslega. uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii. málalífið wuuuwwwuuwww De Gðulle Framh- af 1. siðu sendiherrum í París og Peking nauðsynlegan. Hann kvað Frakka hafa stigið þetta skref eftir að hafa verið hlynntir hugmyndinni í grundvall aratriðum um margra ára skeið eins og mörg önnur ríki. De Gaul- le lagði áherzlu ó, að Peking- stjómin hefði tekið upp sjálf- stæðari stefnu en stjórn kín- verskra þjóðernissinna og bætti því við, að ekki væri til sá póli- tíski veruleiki í Asíu, sem varð- aði ekki Kína, hvort sem um væri að ræða Kambódíu, Laos, Vietn- am, Indland, Pakistan, Afghan- istan, Burma eða fleiri lönd. Forsetinn kvaðst vera andvíg- ur sameinaðri Evrópu undir einni stjórn og gagnrýndi í því sambandi þá sem segja, að eining Evrópu geti ekki orðið að veruleika án þátttöku Breta eða án þess að Evrópa framtíðarinnar yrði hluti af Atlantshafsbandalaginu. De Gaulle sagði, að Frakkar byggju nú við frið, bæði heima og erlendis. Frakkar reyna nú að koma sér upp nýtízku og öflugum landvörnum, sagði hann. — Þetta ástand, sem er nýtt fyr- ir Frakkland, gerir okkur auk þess kleift að einbeita okkur að þeim verkefnum, sem varðar okkur beinlínis, sagði De Gaulle að lok- um. Hann lagðist gegn breyting- um á frönsku stjórnarskránni og sagði að stjórnarskráin hefði reynzt vel. Hann sagði, að stjórnarskrá í líkingu við stjórnarskrá Banda- ríkjanna lientaði Frakklandi ekki og mundi leiða til óhagræðis, erf- iðleika og lama oft og tíðum stjórn Alþjóblegt lið fari til Kýpur - brezk-bandarísk tillaga London, 31. janúar. ntb-reuter-afp Brctland og Bandaríkin lögffu til í dag, aff sendar yrffu alþjóff- legar lögreglusveitir undir brezkri stjóm til Kýpur og jafnframt yrffi skipaffur sáttasemjari, sem semja skuli viff foringja tveggja þjóffar- brotanna á Kýpur um endanlega lausn á stjórnarskrárvandamálum eyjunnar. í lögreglusveitunum verða tíu þúsund manns. Sendimenn Kýpur á Lundúna-ráðstefnunni létu enga sérstaka ánægju í ljós með tillög- umar i kvöld. Tillaga Breta og Bandaríkja- manna var birt að afloknum fundi í London í morgun og skömmu síðar skýrði formælandi banda- ríska utanríkisráðuneytisins svo frá, að Bandaríkin mundu láta al- þjóðlega Kýpurliðinu í té 1000 til 2000 hermenn, svo fremi að allir þeir aðilar sem hlut eiga að máli samþykktu tillöguna, sem lögð hefði verið fram. í alþjóðaliðinu verða hermenn frá sem flestum NATO-löndum, en það verður ekki undir stjóm NA- TO eða kallast NATO-lið og var lögð áherzla á þetta í London. Tillagan um, að hersveitir verði sendar til Kýpur, hefur verið lögð fyrir forseta Kýpur, Makarios erki biskup, og stjórnir Grikklands og Tyrklands. Aff sögn AFP hefur sendinefnd grískra Kýpurbúa þegar fengiff fyrirmæli um aff hafna brezk- bandarísku tillögunni. En sagt er aff opinberar tilkynningar sé ekki aff vænta fyrr en tillagan hafi ver- iff ítarlega rannsökuff. WWWWWWWWUMW INámskeib í jj leðurvinna |j og ísaumi jj Kvenfélag Alþýðuflokksins ! • í Reykjavík gengst fyrir j; náni‘ keiði í ieffurvinnu og í- J [ saumi í febrúar. Þátttaka til J > kynnist sem fyrst í sima ! > 19570 og 16724 milli kl. 9 j; og 5. Munu þar gefnar alíar j; upplýsingar varffandi nám- ;; skeiðiff. MWWWUWWWWWWM) Góð síldveiði framan af nóftu Reykjavík, 31. jan. — GO SÆMILEGT veffur var á síld- armiffunum eystra fram eftir nótt- inni, en síffari hluta nætur spillt- ist veffur og í dag er austan hvass viffri viff Suðurströndina. 34 bát- ar fengu 32500 tunnur. Ekki er vitað til að neinn þeirra eigi í erfiðleikum vegna veðursins, en vitað er, að nokkrir bátar liggja í vari vestan við Hjörleifshöfða og bíða eftir að vindurinn gangi meira til norðurs. Hæstu bátarnir vora þessir: — Faxi 1800 tunnur, Grótta 1700, Helgi Flóventsson 1700, Haraldur 1600, Sigurður Bjarnason 1400, Arnfirðingur 1400, Lómur 1350, Margrét 1300, Hamravík og Haf- rún 1100 hvor, Ásbjörn, Sigur- karfi og Kópur 1000 tunnur hver. Um þessar mimdir er sýnt í Þjóðleikliúsinu leikri fff Læffumar eftir finnska leik- ritskáldið Waíentin Chor- ell. Leikendur eru alls 11 og eru þaff allt konur. Leikrit þetta hefur orffiff mjög vin- sælt á Norffurlöndum og hef ur vcriff sýnt í mörgum leik húsum viff góffa affsókn. Næs'a sýning á leiknum í Þjóffleikhúsinu verffur ann- aff kvöld. Myndin er úr einu atriffi leiksins. WWWWWMMMUUWWWWWUWWUUUUWUMW ALÞÝÐUBLAÐI0 — 1. febr. 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.