Alþýðublaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 5
/ Ú vill enn ærri skatt FORINGI hægri manna í Noregi, John Lyng, sem var forsætisráðherra stjórnar borg- araflokkanna. um þriggja vikna skeið í haust, hefur verið skip- aður fylki stjóri í Osló og Aker hus. Þetta hefur það í för með sér, að John Lyng hættir stjórn málaafskiptum við næstu Stór þingskosningar 1965 og að Hægri flokkurinn verður að velja sór nýjan foringja. John Lyng er 59 ára gamall og frá Þrándheimi þar sem hann var virkur stuðningsmað ur Hægri flokksins fyrir stríð. Hann átti sæti á þingi 1945 til 1953 og var aftur kosinn á þing 1958 og hefur átt sæti þar síð an. Hann hefur verið formaður þingflokks Hægri manna síðan 1958, en var varaformaður 1950 —53. Frá Landssambandi ísl. útvegs- manna hefur blaðinu borizt eftir- farandi: í tilefni af frumvarpi rík iss.jórnarinnar um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins o.fl., sem nú er til meðferðar á Alþingi, rit- aði nefnd, sem stjórn L.Í.Ú. hafði kosið til þess að fjalla um fisk- Verð og afkomu útgerða^ innar, bréf til sjávarútvegsmálaráðherra dags. 27. þ.m. í bréfinu er bent á, að sam- kvæmt áætiun yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins hafi orð ið kostnaðaraukning á útgerð með albáts kr. 271.373,00 eða 13,9%. Jafnframt er bent á, að vegna almennra kaupgjaldshækkana í landinu á sl. ári, hafi kauptrygg- ing bátasjómanna sjálfkrafa hækk að u.þ.b. 30% eða yfir vetrarver- tíðina — 4Vz mánuð — um kr. 119.025 — á hvern bát. Þessi þró un sé mjög varhugaverð, ef fisk verð á að haldast óbreytt, eins og upphaflega var gert ráð fyrir í frumvarpinu þar sem hætta sé á, að hlutur nái í fjölda tilfella ekki upphæð kauptryggingarinn- ar og þessi stórfelida röskun milli hennar og aflahlutarins geti haft mjög slæmar afleiðingar, þar sem vonir sjómanna um að ná afla- j hlut séu orðnar svo litlar, að það ’ geti dregið úr áhuga þeirra á að starfa af sama krafti og áður. í lokaorðum segir: Það er ljóst, að útgerðin getur ekki starfað á þeim grundvelli, sem henni er bú- inn í dag, og leyfum vér oss að spyrjast fyrir um það, hvort hæst- virt ríkisstjórn hafi í hyggju að gera ráðstafanir, er tryggi afkomu meðalbáts, er hafi meðalafla und- anfarinna 3ja ára. m | í tilefni af nefndarálit.i meiri- hluta fjárhagsnefndar neðri deild | ar Alþingis, sem felur í sér breyt i ingartillögur við frumvarpið um að greiða eigi 6% viðbót við fisk verð það, sem yfirnefnd ákvað á fundi sínum 20. þ.m., hefir nefnd in í dag ritað sjávarútvegsmálaráð herra bréf. Þar segir m.a.: Með breytingum þeim, sem nú hafa verið gerðar á frumvarpi rík isstjórnarinnar um ráðstafanir vegna sjávarútveg-ins o.fl., er gert ráð fyrir 6% hækun á fisk- verði því, sem gilti sl. ár. Með þessu er efnahag og rekstrarað- stöðu aÞrar ú.gerðar í landinu stefnt í voða, þar sem of skammt er gengið til þess að bæta þann Framh. á 10. síðu NINGARSTOÐ FYR9R HÚSMÆÐUR Reykjavík, 30. jan. — KG. „Leiðbeiningarstöð húsmæðra” nefnist starfsemi, sem rekin er á vegum Kvenfélagasambands ís- lands. Geta húsmæður snúið sér þangað með hin margvísleguslu vandamál í sambandi við heimilis- haldið. Leiðbeiningarnar eru veitt- ar I síma 10-205 kl. 3-5 og svo geta konur komið á sltrifstofuna Laufásvegi 2 á sama tíma eða skrifað og verður reynt að leysa úr vandamálmium bréflega. í Kvenfélagasambandi íslands eru nú 18 héraðssambönd og um 15 þúsund félagskonur. Samband- ið nýtur nokkurs ríkisstyrks og er þessi þjónusta liður í starfi sam- bandsins. Áður sendi sambandið kennara út mn landi, en nú hefur ekki reynzt unnt að fá konu til slíkra ferðalaga og þess vegna er þessi starfsemi sett á stofn. Leiðbeiningarstöðin verður í STARFSMANNAHALD ER NÖ JAFNARA EN ÁÐUR w Reykjavík, 29. jan. — GG. HAGSTOFA ÍSLANDS gerir annan hvern mánuð úrtaksrann- sókn á starfsmannahaldi iðnaðar- ins í landinu og hefur svo verið síðan í ársbyrjun 1960. í nýút- komnu tölublaði íslenzks iðnaðar, málgagns Félags íslenzkra iðn- rekenda er birt skýringarmynd, og nokkur atriði uin rannsókn þessa. Scst á töflunni, að starfs- mannahald í íslenzkum iðnaði ár- ið 1963 hefur verið meira og jafnara en nokkurt ár síðan úr- tökurannsóknir þessar hófust. Breytingar á starfsmannahaldi hafa verið mjög mismunandi eft- ir iðngreinum. Til dæmis má nefna, að hlutfallsleg aukning starfsmannahalds á árinu 1963, miðað við árið á undan, hefur orðið einna mest í umbúðafram- leiðslu. Annars mun til jafnaðar hafa orðið aukning í eftirtöldum greinum: matvælaiðnaði, vefjar- iðnaði, skiima- og leðuríðnaði, kemískum iðnaði, steinefnaiðnaöi, málmsmíði og smíði og viðgerð- um rafmagnstækja. Rannsóknin leiðir hins vegar í ljós, að mannahald hefur minnk- að í greinum eins og skógerð og fatagerð, trésmíði á verkstæði, prentun, bókbandi og prentmynda gerð. Loks má geta þess, að starfs mannahald við smíði og viðgerðir flutningatækja hefur til jafnaðar orðið mjög svipað og árið áður. sambandi við skrifstofu kvenfélaga sambandsins og er það frú Sigríð- ur Kristjánsdóttir, húsmæðrakenn- ari, sem veitir starfseminni for- stöðu. Stofnanir, sem þessi eru reknar í öllum nágrannalöndunum og njóta þar mikilla vinsælda. Stjórn K.í. hefur leitað til rannsóknar- stofnana heimilanna og upplýsinga þjónustu húsmæðra í þessum lönd um og gerzt áskrifandi að þeim skýrslum og fræðiritum, sem þær gefa út Hafa stofnanir þessar góð- fúslega veitt leyfi til þess, að birt- ur verði útdráttur úr skýrslum þessum og gögnum í tímariti sam- takanna, Húsfreyjunni eða á þann hátt. sem bezt hentar hverju sinni. Eins og áður segir leysir leið- beiningarstöðin úr margvíslegustu vandamálum. Má til dæmis nefna matargerð, saumaskap, val á heim- ilistækjum, en stofnunin hefur yfir að ráða eins og áður segir skýrslum yfir rannsóknir, sem gerðar hafa verið á ýmsum teg- undum heimilistækja. Þá eru veittar upnlýsingar um hvemig bezt sé að ná ýmsum blettum og hreinsa ýmsa hluti osfrv. Öll að- stoð er veitt án endurgjalds. Þá efnir kvenfélagasambandið til sníðanámskeiða hér í Reykja- vík öðru hvoru, vegna þess, hve erfiðlega gengur að fá kennara til bess að fara út á land. Koma þá konur frá hinum einstöku héraðs- samböndum hingað til þriggja vikna námskeiða og að því loknu fer svo hver og kennir aftur í sinni sveit. Stendur eitt slíkt nám- skeið yfir nú og annað verður væntanlega haldið í febrúar. Eftir byltinguna, sem gerð var á Zanzibar á dögunum, hrökklaðist soldáninn úr landi ásamt nánustu ættingj- um sínum og fylgdarliði, en brezka stjórnin sá þeim fyr- ir flugferð til Bretlands. — Vélin átti að lenda í Lond- on, en þá var svo mikil þoka þar, að hún gat ekki lent. Var þá haldið tíl Gatwick- flugvallar, en þar fór á sömu leið. Að Iokum lenti vélin með soldáninn í Manchester. Já, það er sitt hvað — þok- an á Bretlandi og sólskinið á Zanzibar! Á myndinni sést flugfreyjaw með eitt af börn um soldánsins við komuna til Manchester. vlWMtMMIMtWtMMMMWIWWWMWMnMWWWMMWHWI Fjárhagsáætlun Kópavogs 40,5 millj. Útsvör áætluft 27,5 miflljénir Á FUNDI bæjarstjórnar Kópa- vogskaupstaðar 17. jan. sl. var fjárhagsáætlun fyrir árið 1964 samþykkt. Niðurstöðutölur eru millj. 27.5 40,5 millj. Hæstu tekjuliðir eru út- svör áætl. Jöfnunarsjóðsframlag, áætl. 6,7 Gatnagerðargj. áætl. 4,0 Rekstrargjöld éru áætluð um 20 milljónir króna. Hæstu liðir: Félagsmál Fi-æðslúmál 7.415.000 5.158.000 Til verklegra framkvæmda og eignabreytinga eru áætlaðar rúml, 20 millj. eða um helmingur af á- ætluðum heildartekjum bæjar- sjóðs. ■! J Hæstu liðir eru þessir: millj. ; Gatna og holræsagerð 6,0 Skólabyggingar 3,5 ' Vélakaup 2,0 ' Bygging heilsuverndarst. 1,0 '• Útrýming heilsuspillandi hús '* næðis og byggingalán 1,0 Þá er áætlað til nýrra vatns- veituframkvæmda 4,0 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1. febr. 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.