Alþýðublaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 7
MINNINGARORÐ: Frifz Weisshappel ÞEGAR Fritz Weisshappel varð fimmtugur fyrir rúmum fimm ár- um, þvertók hann fyrir að um sig væru skrifaðar afmælisgreinar, sem vinir hans þó vildu gera. Það hefði verið létt verk. En ríú er penninn þyngri í hendi, þegar hann er horfinn á þá braut, sem allir skulu eitt sinn ganga, og minningar frá samstarfi og traustri vináttu liðinna ára leita fram í þakklátan huga. Fritz Weisshappel var fæddur 18. júli 1908 í þeirri söngglöðu og sumarfögru Vínarborg. Þar sem hann ólst upp í foreldrahúsum var tónlistin í hávegum höfð, enda var faðir hans merkur tónlistarmaður og kennari um langt skeið. Að loknu menntaskólanámi jafnhliða tónlistarnáminu hleypti æskumað- irrinn heímadraganum og hélt- til Norðurlanda. Þar slóst hann í hóp hljóðfæraleikara, sem ráðnir voru til að leika á líótel íslandi nokkra mánuði. Nítján ára gömlum unglingi sunnan frá Vinarborg var það æv- intýri að fara alla leið norður til íslands til skammrar dvalar. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Þegar félagar hans sneru aftur heim, varð Fritz eftir, og hér fann hann síðan hamingju lífs síns. Ár- ið 1935 gekk hann að eiga eftirlif- andi konu sína; Helgu f. Waage, og taldi hann það þá mestu gæfu, sem honum hafði hlotnazt. Hjóna- band þeirra var til fyrirmyndar, og var sem cinn hugur og ein sál væru þar sem þau fóru saman. Betra veganesti út í lífið geta þrjú uppkomin og myndarleg börn þeirra vart fengið, en fagurt for- dæmi foreldranna, sem settu kær- leikann og tryggðina í öndvegi á heimilinu frá fyrsta degi til hinztu stundar. Meira en aldarfjórðung starfaði Fritz Weisshappel við Ríkisútvarp- ið, lengst af sem píanóleikari og var nú síðustu árin að auki fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveit- ar íslands, eftir að Ríkisútvarpið tók við rekstri hennar. Hann var trúr í starfi, vandvirkur og sam- viskusemi hans var frábær, enda reyndist hverju því verkefni vel borgið, sem honum var falið. Að hausti verða 20 ár liðin frá því er ég kom heim frá árs-námi vestan hafs. Þá hófst samstarf okk- ar Fritz og síðan hef ég og fjöl- skylda mín átt vináttu þeirra Helgu, sem aldrei hefur borið skugga á. Fritz var hollur vinur og heill. Aldrei taldi hann eftir stund til æfinga, og gilti einu hvort fórn- að var hvíldardegi, eða langt leið á kvöld, og ekki var spurt um launin. Hann var ófeiminn við að benda mér og öðrum á það, sem honum þótti mega betur fara, en aðfinnslur hans voru jafnan á þann veg, að maður var honum þakklát- ur fyrir. Fritz Weisshappel var glæsileg- ur maöur á velli og fyrirmannleg- ur í allri framkomu. Hann var skapmikill en stilltur vel, reglu- samur og traustur á alla lund. En fyrst og fremst var hann þó góður maður. Ekki minnist ég þess að hafa nokkru sinni heyrt Fritz tala illa um nokkurn mann. Hinu gleymi ég ekki, að einu sinni, þegar ég lét hnjóðsyrði falla um ágætan mann og vin okkar beggja, sagði Fritz aðeins: „Öðruvísi tal- ar hann um þig". Svolítið sveið undan þessum hógværu orðum, en þau hittu í mark, og oft hef ég hugsað til þess atviks síðan. Fritz gerðist íslenzkur ríkisborg- ari strax og lög leyfðu, og íslandi unni hann af alhug. Þegar við vor- um í ferðum saman erlendis greip heimþráin hann fyrr en nokkurn mann annan, sem ég þekkti til. Hér vildi hann vera. Hér vann hann af áhuga mjög mikilvægt starf á vettvangi tónlistarinnar, og átti drjúean þátt i viðgangi henn-i ar á síðustu áratugum. Þess er minnzt og það er þakkað, þegar hann í dag er lagður til hinztu hvíldar. . , Nú skilja leiðir. Mér hefur reynzt erfitt að kveðja kæran vin, og því eru þessi fáu og fátæklegu orð eins og lauffok í stað þess sveigs, sem ég vildi að síðustu binda honum. Guffmundur Jónsson. & Á HLJÓÐLATRI morgunstund barst sú fregn, að Fritz Weisshap- pel væri látinn, eftir harða bar- áttu um nokkurt skeið við mann- inn með Ijáinn. Það var mikil sorgarfregn. ísland missti ágætan Fritz Weisshappel son, eiginkona ágætan mann og börn ágætan föður.- Það munu vera um 36 ár, síðan ungur maður kvaddi foreldra sína í Vínarborg og hélt til íslands. Hann hafði þá verið ráðinn um nokkurn tíma til hljómleikahalds í Reykjavík. Það síðasta, sem for- eldrarnir minntu hinn unga glæsilega son sinn á, var að reyna að halda út tímann, sem hann væri ráðinn þarna norður á ís- landi. Hinn ungi Vínarbúi gerði meira en það. Hann settist að á íslandi og gerðist íslendingur, svo góður íslendingur, að öll þjóðin hefur verið stolt af honum og tek- ur nú innilegan þátt í djúpri sorg eiginkonu og barna. Störf Fritz Weisshappel eru flestum kunn. Hann var undirleik- ari fjólda kóra og einsöngvara, píanóleikari Ríkisútvarpsins um fjölda ára og nú síðustu árin fram kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveit yn i ar íslands ásamt ýmsu fleiru. Öll þessi störf rækti hann af einstakri kostgæfni. Voru þau störf í góð- uni höndum, sem hann tók að sér. Karlakór Reykjavíkur, söng-- stjórar hans og félagar, yngri sem cldri,- kveð.ia hann nú með sórg í hjarta. Þeir sakna ágætis lista- manns, félaga og vinar. Þeir kon- sertar, sem Fritz Weisshappel hef- ur tekið þátt í með karlakórnum innlands og utan, skiota hundr- uðum. Hann var kórnum hin styrka stoð, sem aldrei brást. Fé- lögum hans var hann til mikillar fyrirmyndar sem einstakt glæsi- menni og ljúfmenni. Hann sparaði hvorki tíma né erfiði, ef það mæíti verða íslandi til nokkurs sóma. Kæri vinur, þegar ég nú kvec? þig með trega í hjarta og þakk- Iæti fyrir ágæta kynningu, vil ég sérstaklega þakka þér fyrir þá undraheima, sem þú eitt sinn opn- aðir mér. Sú leið, sem þú vísaðir mér á, mun eflaust eiga eftir að> verða mér til góðs. Sú leið mun nú> eflaust lýsa þína vegi. ; Fritz. Weisshappel var kvæntur Helgu Weisshappel, listmálara, dóttur Benedikts Waage, fyrrver- andi forseta ÍSÍ, og Elísabetar Ein- arsdóttur. Hún var honum ljós ög Franih. á 10 síðk í Svíþjóð er nú á döfinni at- hyglisvert nýmæli varðandi Iista- mannalaun. Svíar vena árlega nokkurt fé á fjárlögum til styrkt- ar listamönnum. Á gildandi fjár- lögum eru veittar í þessu skyni 1,2 millj. sænskra króna, en mennamáíaráSherrann hefur lagt til, að á næscu fjárlögum verði fjárveitingin hækkuð upp í 2 millj. sænskra króna. Svarar þetta til um það bil 13.5 millj ísl. króna. En þegar það er haft í huga, að Svíar eru því sem næst fjörutíu sinnum fjölmennari en íslending ar, jafngildir þeita því, að hér væri varið um 400.000 íslenzkra króna til listamannalauna. Á fjár- lögum yfirstandandi árs eru hins vegar veittar 3 millj. kr. til lista- mannalauna eða 7-8 sinnum hærri upphæð. Sýnir þetta Ijós- lega, að íslendingar gera vel við Jistamenn sína að tiitölu, og er vel, að svo sé. Á undanfömum árum hefur stuðningur við ís- lenzka listamenn verið aukinn mjög verulega. Fyrir 10 árum nam fjárveitingin til listamannalauna 630.000 kr., fyrir 5 árum nam hún 1.3 millj. kr. Og nú á þessu ári nemur hún, svo sem i'yrr segir 3 miilj kr. Eru menn von andi sammála um, að hér sé um nauðsynlegan og myndarlegan stuðniqg að ræða'. Hi(.t sýnjst mönnum eflaust sitthvað um, hvort háttur sá, sem hafður hef ur verið á úthlutun listamanna- launanny, og reglur þær, (sem fylgt hefur verið í því sambandi, séu eins heppilegar og verið gæti. En um það atriði er rætt og deil víðar en á íslandi. Einmitt í þessu efni er nú á döfinni í Svíþjóð ný- mæli, sem er athyglisvert. Menntamálaráðherra Svía hef- ur farið fram á nýja fjárveitingu til listamannalauna, 300.0OÖ sænskar krónur. Er henni' ætlað það hlutverk, að hækka 25 lista- mannastyrki á ári upp í föst ævi- löng árslaun, að upphæð 24.000 sænskar krónur á ári. Er þó gert nemur, fá þeir ekkert frá ríkinu. En það, sem á vantar, að tekjur þeirra nái 24.000 sænskum kr. á ári, á ríkið að greiða 25 fremstu listamönnum Svía samkvæmt þess um tillögum. Þessi hugmynd hefur vakið talsverða athygli í Svíþjóð, og eru ekki allir á einu máli um hana. Höfuðrökin fyrir henni eru þau, að með þessu móti séu viðurkennd ustu listamönnum Svía tryggð góð föst árslaun til æviloka, þann ig að fjárhagsáhyggjum sé af efftir * Gyiffa EÞ. Gísiason ¦ ráð fyrir því, að einkatekjur lista mannsins dragist frá þessari upp- hæð, þannig að hann fengi frá rík inu aðeins mismun einkatekna sinna og föstu ríkislaunanna. Yrði hér þá um eins konar launatrygg- ingu að ræða. Þeir listamenn, sem fengju slík árslaun, hefðu þá í rauninni fengið tryggingu fyrir 24.000 sænskra króna eða um það bil 200.000 ísl. kr. árslaun um til æviloka. Ef þeir hætta að afla sér tekna sjálfir, fá þeir alla upphæðina frá rikinu. Ef þeir hafa sjálfir méiri tekjur en þessu þeim létt. Þeir verði því óháðir í starfi sínu og þurfi ekki fram- ar að hugsa um að afla sér fj&r með vinnu sinni. Ef þeir kjósa að vinna að verkefnum, sem gefa ekkert í aðra hönd í bráð eða lengd, þá sé það þeim kleift. Með slíku móti gætu orðið til lista- verk, sem aldrei yrðu til að öðrum kosti. Þá er og á það bent, að við- urkenndur listamaður eigi ekki að þurfa aS hafa áhyggjur af af- komu sinni. Hann á að geta hætt að vinna og hvílt sig um skeið, ef honum sýnist svo. Hann hafi í raun og veru þegar skilað ævi- starfi, sem réttlæti Iaun af hálfu samfélagsins til æviloka. Hins veg ar segja formælendur hugmyndar innar, að ástæðulaust sé, að ríkis- valdið launi þá listamenn, sem hafi mjóg háar tekjur af verkum sínum. Meðan listamaðurinn njóti slíkra tekna, þurfi hann ekki á stuðningj ríkibvaldsins að halda. Aðalatriðið sé, að hann eigi stuðninginn visan, ef tekjurnar bregðast eða hann kæri sig ekki um að afia þeirra. Þá komi rík- islaunin til skjalanna. Sumir andmælendur hugmynd- arinnar segja, að óeðlilegt sé að tryggja listamönnum, fremur en öðrum mönnum, föst ríkislaun til æviloka, án hliðsjónar af því starfi, sem innt er af hendi. Aðrir andmælendur gagr^:ýna einkum þann þátt hugmyndarinnar að draga eigin- tekjur listamannsins frá ríkislaununum. Annað hvort eigi listamaðurinn ríkislaunin skilið eða ekki. Eigin tckjur hans komi stuðningi rikisvaldsins ekki við. Þannig eru ýmsar hliðar til á þessu máli eins og fleirum. Verð ,ur -fróðlegt að fylgjast með því, hvernig þessari hugmynd reiðir af í Svíþjóð, en hún er vissulega þess verð, að henni sé gaumur gef inn hér á landi í umræðum um það, hvað'a reglum sé réttast að beita við úthlutun þeirrar fjár- hæðar, sem Alþingi veitir til listamannalauria. . Frá Vóruhappdrætti S.Í.B.S. Sögur fil næsfa hæjot Flokkur starfsmanna í stofnur* einni í Reykjavík keypti 45 miða í Vöruhappdrætti SÍBS. Ekki voru númcr þessi í röð, heldur- dreifð um tvo tugi þúsunda. Á. einu einasta ári gáfu þessir 45 miðar vinninga að fjárhæð sam- tals 1.010.000.00 krónur. Þetta voru tveir vinningar á hálfa mill jón hvor og einn á 10 þúsund. Ekki bar á öðru en blessunin ein. fylgdi þcssum skyndilega fengm* fjármunum. Nú er það svo að margir kjósa að kaupa miða í röð til þess atf flýta fyrir yfirliti í langri vinn- ingaskrá og því má geta þess atS enn fást miðar í röð í nokkrunv umboðum happdræ.ttis SÍBS. Ungum manni, búsettum i þorpi útí á landi tók að leiðast bið eftir ,þcim stóra' í happdræít inu eða að minnsta kosti sæmilegz um glaðningi. Að morgni útdráíte- ardags hitti hann umboðsmaim Vörahappdrættisins að máli og" sagðist ekki mundu hirða um að* cndurný.ia framar. Þessi miði var, um hádegið. lagður í póst og sencl ur skrifstofu happdrættisins £ Reykjavík. Um kvöldið heyrði þessi ungi maður, um útvarpfð, að númer hans hefði hlotið næste hæsta vinninginn.. Ekki er kunnugt hversu lengl hann nagaði sig í handarbakiðs cn miðann sinn keypti hann aít- ur í næsta flokki. — Furðusögur- um happdrætti eru margar og; sem betur fcr flestar ánægjuleg: ar. Dregiff vcr&ur í 2. fl. Vóruhapn- drættis S.Í.B.S, á miðvikudaginn. Enn fást miðar keyptir í noklu- um umboðum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1. febr. 1964 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.