Alþýðublaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 9
Spakvizkud júpin SPEKIN OG SPARIFÖTIN eftir Einar Pálsson. Teikningar eftir Baltasar. Mímir, Reykjavík 1963. „EINS og öll djúp hugsun sýnist þetta einfalt”, segir á einum stað í bók Einars Pálssonar: „En lestu það aftur og hugleiddu það“, Og á öðrum stað: „Ef þú skilur exki dýpt þessarar hugsunar, lestu þá aftur kaflana hér á framan”. Ein- ar Pálsson segir um sjálfan sig í bókinni að hann hafi „reynt að kafa eftir rótum tungu vorrar og menningar um margra ára skeið”. Á kápuinnbroti er þetta orðað svo að hann hafi „nú um langt skeið einbeitt sér að tungumálum og frumsögu Evrópu með sérs'öku tilliti til uppruna íslenzkrar menn- ingar”; í bók þessari segir hann frá „ýmsu, er hann hefur hugsað á ferðum sínum erlendis í leit að uppruna íslendinga og þeim straumum, er síðar urðu að ís- lenzkum bókmenntum”, stendur þar. Af þessum tilfærðu ummælum að dæma (og öðrum í sama dúr í bókinni) er höfundi nokkuð í mun að sýnast allvitur maður sem hugsi torskilið og djúpt um mik- ilsverð efni. Vel má vera að svo sé, þótt Spekin og sparifötin beri þess ekki mikil merki: hugsun Ein- ars Pálssonar virðist ósköp ein- föld í þessari bók. Þar fyrir kynni hún að þykja viðfelldin og drengi- leg, svo langt sem hún nær, og bera vott um gott og greindarlegt hjartalag, væri ekki spakvizkuþok- an sem gýs upp á annarri Iiverri síðu og rís annað veifið eins og veggur milli höfundar og lesanda hans. Spakvizkuþoka: það er óljós en háspenntur orðasveimur um lítt skilgreind „háleit" efni, og hversdagslegir, sjálfsagðir hlutir oft sagðir með miklum bægsla- gangi og umsvifum; hún á að koma í staðinn þar sem eiginlega hugsun eða frásögn þrýtur. Af þessum toga er t. d. ,málvísi” höf- undar og allur kúfurinn af „heim- speki” hans. Dæmi úr bókinni, — klausan stendur í framhaldi á „þeirri sannfæringu allra mestu hugsuða, að hugurinn sé hinn eini raunveruleiki, og holdið búningur hennar” (!): „Orðið Edda sýnir þessa vizku á einfaldan hátt, upphaflega mun það hafa táknað eðju jarðar eða uppsprettu lífs, en síðan er það notað um sneki. Við getum þann- ig lesið heilt lífsviðhorf úr einu orði, trú byggist ekki á skýring- um, heldur í skynjun á fegurð, sem ekki á sér tjáningu. Þetta er ekki einfalt, og þó er bað einfald- ara en allt annað: Spekingum Edd- unnar var ekkert atriði að skilja. Þeim var nóg að vita. Dýpri hugsanir hafa víst ekki þróast með norrænum mönnum síðan”. Með leyfi: hvar eru rökin fyrir orðskýringunni? Burtséð frá því: hversu er háttað „skynjun á feg- urð, sem ekki á sér tjáningu” og hverníg trú byggist á því hellu- bjargi? það er kannski „ ekkert atriði” að skilja svo djúpar hugs- anir? Það er sem sagt ógerningur að taka í neins konar alvöru hugsana- djúp Einars Pálssonar um mál- sögu og menningarsögu, enda eru þessi efni ekki fyrirferðarmikil í bókinni þótt mikið sé af þeim lát- ið. Spekin og sparifötin cr að stofni til safn ferðaþátta; um minningabrot úr ýmsum áttum spinnur höfundur hugleiðingar um líf og tilveru, og er sitthvað þar í bland skýrlega og skemmtilega athugað. Hann hefur mikinn áhuga á fortíð og sögu; hvar sem hann fer, sér hann fyrir sér og hugleið- ir liðinn tíma; samhengi nútíðar- EINAR PÁLSSON manns við fortíðina skilst mér sé eitt helzta viðgangsefni hans. Til- efni hans eru margvísleg: Jarðar- för ættingja á Stokkseyri og kunn- ingja i Reykjavík, danskar og þýzkar herfrægðarminjar og minj ar og minning nazismans og stríðs ins, eistneskur flóttamaður í sænskri járnbrautarlest með ís- lenzkum ferðaflokki, nautaat á Spáni, fljótið Rúbíkó og nútíðarlíf þar í kring, saga Galileos', svikin hóruhús í London; og svo er hann ævareiður yfir því að Townsend kapteinn fékk ekki að eiga Mar- grétu Bretaprinsessu. Satt að segja sætir það furðu að sumar greinar Einars skuli ekki vera miklu betri en raun ber vitni, svo sem nazista- greinar hans þrjár, Hér fljúga eng- in fiðrildi Staldrað við, Tínið ekki blómin í brekkunni, sem allar eru skrifaðar af umtalsverðum tilefn- um og um alvarleg viðfangsefni. í DAG, laugardag, verður kvik- myndasýning félagsins Germanía með venjulegum hætti, og verða sýndar frétta- og fræðslumyndir. X fréttamyndunum er m. a. greint frá björgun námamannanna úr járngrýtisnámunni Mathilde í Lengede. Var sagt frá því björg- unarafreki dögum saman i útvarps- og blaðafréttum, en nú gefst tæki færi til að sjá myndir af þessari einstæðu björgun, sem athygli vakti hvarvetna í heiminum. Þá eru myndir frá heimsókn forseta sambandslýðveldisins, dr. Lubke, til Austurlanda, þ.ám. til Japan fyrir rúmum mánuði, en einnig eru sýndar eldri fréttamyndir. Fræðslumyndirnar verða þrjár að tölu. Er ein þeirra um tóm- stundaiðju ungs fólks, en önnur En Einar brestur stíltökin til að koma hugsun sinni til skila í sjálfri frásögninni, eða þeirri hugs- un, sem hann vill að frásögnin ílytji, og þá er spakvizkan á næsta leiti, tilbúinn hátíðleiki, tilburðir, uppgerð. Hann ræðir sitthvað um , sjónleysið, blinduna í sál heims- ins”; ef til vill orðar hann „við- fangsefni” sitt og lýsir um leið bók sinni út í æsar þegar hann spyr sem svo í heimatilbúnum „fornsagnastíl’: „Hversu góðr eðr slæmr er líkamr mannsins í raun réttri?”(!) Út af þessum vanda týnir hann sér í endalausar mála- lengingar, afkvæmi og einkenni spakvizkunnar sem sí og æ fjar- lægjast alla jarðneska fótfestu, alla lieila hugsun. Og þetta er leitt vegna þess að víða í bókinni örl- ar á hæfileik til listrænna greina- skrifa sem vel kynni að nýtast Ein- ari betur ef hann ætlaði sér af og léti ekki viljann til að vera vitur spilla fyrir sér jafnt og þétt; ég held að í umbúðalausri, einfaldri frásögn kynni honum að nýtast vitsmunimir miklu betur en nú er. í bessari bók ræður hann ekki því orð- og stílfæri, sem megni að gera hugsunarviðleitni hans sann- færandi eða vekja áhuga á henni: og frásagnarefnin sjálf séu hon- um ekki nema hugsunartilefni. Mikið háir honum t. d. bókina á enda þunglamaleg gamanviðleitni sem sumpart virðist vera alveg prívat fjölskyldugrín og sumpart snýst upp í einskæra bjánafyndni, sbr. brandarann um beygingu orð- anna „kýr” og „Týr”. Einar ræðir ekki um ,kynhvöt“ heldur „þá þörf sem kénnd er til mannf jölg- unar”; ég held þetta eina dæmi segi upp alla sögu um stílsmáta hans. Bókin er vönduð að öllum ytri búnaði, prófarkalestur virðist vera dágóður (nema upphafsstafir á reiki víða, einkum í útlendum orð- um) og prentun falleg og vönduð hjá Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Myndskreytingar em í bókinni eftir Baltasar (sem vera mun er- lendur blaðateiknari, sem hér starfar nú) og hæfa þær, og heiti bókarinnar, innihaldi hennar harla vel: allt saman er þetta ósköp bil- legt. -- Ó. J. um fallhlífar, margvíslega gagn- semi þeirra og notkun, og eru þær ekki bara til gagns í ófriði. En sérstaka athygli hjá ungum og öldnum mun þó vekja myndin um heimaland bræðranna Grimm, hér uðin Hannau og Kinzigtal í Hess en, þar sem sagan um Hans og Grétu og önnur alþekkt ævintýri bræðranna voru skráð af vörum vefara, bakara og bænda, þar sem þessi dásamlegu ævintýri urðu til í hugum alþýðunnar, en umhverf- ið hjálpaði til að skapa þau. Hafa ævintýrin farið sigurför um alla heimsbyggðina, og er talið, að að eins ein bók hafi oftar verið þýdd, en það er biblían. Myndin er í lit- um og sýnir unaðslegt landslag. Kvikmyndasýningin verður í Nýja bíó og hefst kl. 2 e. h. Öllum er heimill aðgangur. Kvikmyndasýning Germaníu Sófasett Ódýr sófaborð — Vegrghillur, 20, 25 og 30 cm. breiðar. Ódýrar kommóður, 3. og 4 skúffu. Eins manns svefnbekkir, verð frá kr. 2800,00. Svefnsófar, tveggja manna. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Hósgagnaverzlunin EINIR Hverfisgötu 50 — Sími 18-830. ÞVOTTAHtíS Vesturbæjar Ægisgötu 10 - Sími 15122 Hinar viðurkenndu ALKON mótordælur fyrirliggjándi í eftirtöldunj stærðum: 1“, IV2” og 2“. Pantanir óskast staðfestar sena fyrst. GÍSLI JÓNSSÖN & CO. Skúlagötu 26 — Sími 11740. Pípulagningasveitiar. FUNDUR kl. 2 í dag að Aðalstræti 12. Fundarefni: 1. Nýir samningar 2. Lagabreytingar. Sveinafélag pípulagningamanna. tÆ r-/<í I m Hjólbarðavldgeróir Fljótt og örugg Þjónusta. Hjólbarðínn til- búinn innan 30 mínútna. Sérstök tæki fyrir slongulausa hjólbarða Felgur í flestar teg- undir. . . Réynið viðskiptín- MILLAN OpiS frá kl. 8 árcf. fii II s.d, alla daga víkumté/. ÞverhoIH 6 (Á horni Sfórholfs og Þverholfs> I /i Auglýsingasímf Alþýðublaðsins er 14900 ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1. febr. 1964 Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.