Alþýðublaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 11
/ UIUlllll|l|||l|!^lllllllll 1 I ! Ilil 1 3If(Hygf1rUiTPL||ftJ[tipT 11 ill S 1 d¥|1 g§§ g| 1 ð1 ®HYdTjfT|l F'rá Sundsambandi íslands: örg verkefni bíöa sundmanna á árinu Fram sigrabi I.R. auðveldlega 34:21 Á árinu sem nú er að hefjast, 1964, liggja fyrir mörg verkefni hjá Sundsambandi íslands. Helztu málin eru þau sem nú skal greina: Sundmeistaramót íslands á að fara fram þetta ár utan Reykja- víkur. Samkvæmt lögum S.S.Í. má ekki halda mótið í styttri laug en sem hefur 25 m. braut. Gerc er ráð fyrir að mótið fari fram í fyrri hluta júní, þó að það sé ekki endanleg ákvörðun þar eð mótið verður háð úti á landi. S.S.t. leggur fram skeiðklukkur tímaverði og dómara og styrk til verðlauna og læcur smíða pen- inga ef óskað er. Þess er óskað, að þeir sem vilja taka að sér að halda mótið, geri stjórn S.S.Í. aðvart um það bréf- lega eigi síðar en fyrir lok febrú ; ar næstkomandi. i Þá skal halda Unglingasund- meistaramót íslands í Reykjavík á þessu ári. Svo sem yður mun kunnugt um, skal mótið ávallt fara fram til skiptis í Reylcjavík og úti á landi. Samkvæmt gild- andi regium um mótið má halda það í styUri laugum en 25 m. Fylgir hér með reglugerð um mótið: Mótið skal haldið annað hvort ár í Reykjavík, en hitt árið utan Reykjavíkur. Keppt skal í þess- um aldurflokkum: Stúlkur 14-16 ára, drengir 14-16 ára, telpur 14 ára og yngri, sveinar 14 ára og yngri. Keppnisgeinar: Stúlkur: 100 m. bringusund, 50 m. skriðsund, 50 m. baksund, 4x50 m. fjórsund og 50 m. flugsund. Drengir: 100 m. bringusund, 100 m. skriðsund, 50 m. baksund, 50 m. flugsund og 4x50 m. fjórsund. Telpur: 50 m. bringusund, 50 m. skriðsund og 50 m. baksund. Sveinar: 50 m. bringusund, 50 m. skriðsund og 50 m. baksund. Ath.: 1. Keppanda skal leyfilegt að keppa á mótinu í viðkomandi flokki, það ár, sem hann nær ald urshámarki flokksins. 2. Heimilt skal að halda mót þetta í styttri laugum en 25 m. Mótið fór í fyrsta sinn fram í Sundhöll SeFos og þótti takast með ágætum og gefur góðar vonir um, að það verði mikil lyftistöng fyrri sundmennt landsins. Unglingasundmeistaramót Norð urlanda fcr fram á þessu ári í Kaupmannahöfn dagana 12.-13. júlí. Lágmarksárangur til þátttöku í sundmeistaramótinu verður þessi: 100 m. skrið nnd drengja 59,0 sek. 400 m. skriðs. drengja 4:47,0 mín. 100 m. flugsund drengja 1:06,5 — 100 m baksund drengja 1:08,0 — 200 m. br.sund drengja 2:49,5 — 100 m. rkr'ðs. telona 7:07,7 mín. 400 m. skriðs. telpna 5:15,0 — 100 m. flugsund telpna 1:18,0 — 100 m. baksund toipna 1:19,0 — 200 m. br.sund telpna 3:02,5 — Þeir sem ná þessum árangri koma til greina sem þátttakendur íslands á mótinu. Ákveðið er að landskeppni í sundi fari fram milli íslands og Danmerkur á þessu ári. Verður hún háð í Kaupmanna höfn sirax eftir unglingameist- aramótið. Endurgjalda Danir svo lands- keppnina með því að koma til Reykjavíkur 1965 og heyja hér landskeppni. Keppnisgreinar verða þessar: Karfar: 100 m. skriðsund, 200 m. flug und, 200 m. baksund, 200 m. bringusund og 4x100 m. fjór- sund. Komir: 100 m. skriðsund, 100 m. baksund, 100 m. flugsund, 200 m. flugsund og 4x00 m. flugsund. Sundsamband ísland hefur á- kveðið að taka þátt í næstu Ol- ympíuleikjum, sem fara fram í Tokyo n.k. haust 1964 og væntir S.S.Í. þess, að íslenzku sundfólki takist að ná þeim árangri að því verði auðið að komast þangað. En ekki er að búast við fjöl- mennri þátttöku, þar sem kostn- aður á hvern þátttakanda er gíf- urlegur. Hefur S.S.Í. fengið styrk hjá Olympíunefnd íslands til sundþjálfunar og hefst hún í þess um mánuði í Reykjavík. | Lágmarksafrek til þátttöku í Olympíuleikunum í Tokyo: Karlar: 100 m. skriðsund 56,5 sek. 400 m. skriðsund 4:30,0 min. 1500 m. skriðsund 18:20,0 — 200 m. baksund 2:19,0 — 200 m. flugsund 2:19,0 — 200 m. bringusund 2:39,5 - Konur. 100 m. skriðsund 1:04,5 mín. 400 m. skriðsund 5:00,0 — Framta. á 13. siðo ísiands- og Reykjavíkurmeistar- arnir Fram gjörsigruðu ÍR í fyrra- kvöld með 34 gegn 21. Ekki er hægt að segja, að Framarar hafi þurft að leggja mikið að sér til að vinna þennan leik, því mót- staðan var með endemum lítil. Varnarleikur ÍR-inga var með ó- köpum þetta kvöldið, að vart er hægt að lýsa því með orðum. Framarar byrjuðu mjög vel, voru komnir 8:2 fyrr en varðj og héldu síðan áfram allt upp í 17:4, eða 13 marka mun. ÍR-ingar minnkuðu bil þetta nokkuð fram að leikhléi eða niður í níu mörk (20:11). Fram arar breikkuðu bilið að nýju í seinni hálfleik og varð það 13 mörk er yfir lauk. Fram-liðið átti ágætan leik enda möguleikar þess miklir, þegar mót siaðan var því sem næst ekki fyr- ir hendi. Varnaleikur liðsins var með bezta móti. Þeir Guðjón, Ing ólfur, Sigurður og Ágúst báru uppi leik liðsins. Um frammistöðu ÍR-inga í leikn um þarf eigi að fjölyrða, því hún var i einu orði sagt, léleg. Frímann Gunnlaugsson dæmdi leikinn með ágætum. Ensk knattspyrna í 4. UMFERÐ ensku bikarkeppn- innar lauk 8 leikjum með jafntefli. í vikunni léku félögin að nýju og þá ui-ðu úrslit sem hér segir: Preston - Bolton 2:1 Stoke - Ipswich 1:0 Everton - Leeds 2:0, West Ham-Leyton 3:0 Port Vale - Liverpool 1:2 Brentford - Oxford 1:2 Swansea - Sheff. Wed. 4:0 Arsenal - WBA 2:0 Enn töpuðu Armenn- íngar með einu marki Enn einu sinni urðu Armenning ar að ganga stigalausir af vellin- um og enn einu sinni vantaði ekki nema eitt mark til að ná öðru stig inu. Þeir áttu nú við F. H. og töpuðu með einu marki 18:17 eftir æsispennandi leik. í byrjun fyrri hálfleiks leit út fyrir að leikur þessi yrði mjög ójafn. Komust FH-ingar upp í 8:2, en þá ná Ár- menningar sér heldur betur á strik og fyrr en varir er staðan 9:8. Við leikhlé var staðan 11:9 fyrir F.H. i Seinni hálfleikur var mjög jafn, ! oftast var þó 1-2 marka munur fyr {ir FH. Er um 6 mínútur voru til ieiksioka var staðan 18:15 fyrir FH. Fá þá Ármenningar vítakast, en Herði mistekst að skora og kastar í stöng. Síðan fá Ármenn- ingar enn 2 víti og skoraði Lúðvík : úr þeim báðum. Þannig má segja, | að annað stigið hafi tapazt í mis- ! notuðu vítakasti. Lið FH lék nú ! fremur slapplega. Þeir ná oft all- i góðum hraða í leik sínum fyrir ut 1 an vöi'n andstæðinganna, en það I eitt er ekki nægilegt til að opna ! vörnina. Vörn liðsins er nú ekkl nema svipur hjá sjón frá því sem áður var. Þeir Hjalti, Ragnar og Örn voi’u einna sterkastir hjá FH í leik þessum. Lið Ármanns er enn sem fyiT um rnarga hluti efnilegt lið, en virðist enn ekki hafa náð fullum þroska. Sóknarleikur þeii’ra er of4 mjög skemmdlegur og áferðar- fallegur, en ekki að sama skapi ár» angursríkur. Varnarleikur liðsins var nú með allra bezta móti, ef frá er talinn fyrri hluti fyrri hálfleiks, og einmitt það skapaði þó þann á~ rangur, sem náðist. Þeir Þorsteinn markvörður, Lúðvík, Árni og HörÚ ur báru uppi leik liðsins. Dómari var Magnús Pétursson og tókst honum yfirleitt vel leik- stjórnin, ef frá er talinn læka" spretturinn. Það leiðinlega atvík skeði skömmu fyrir leikslok, aS Framh. á 13. síðu Ármenningar sigruðu glæsilega í Siindknattleiksmóti Reykjavíkur. Þeir unnu Ægi með 4:0 í úrslitaleikn- um. — Myndin er af sigurvegurum Ármanns. íslandsmótið í körfuknattleik í kvöld MEISTARAMÓT íslands í körfu,- knattleik hefst að Hálogalandi í kvöld kl. 20.15. Formaður KKÍ mun setja mótið með ræðu. Fyrstl leikur mótsins er í 1. flokki karla og þá leika Ármann og Umf. Skalla grímur, Borgarnesi. Síðan leika KR og ÍR í meistaraflokki karla. Elcki er minnsti vafi á, að leikur- inn getur orðið spennandi. Tvo- föld umferð er í mfl. Á sunnudagskvöld leika KR og Skailagrímur í 1. flokki karla, ÍR og KFR í 3. flokki karla og Laug- arvatnsskóli og HSK í 1. flokki karla, en þeir fyi'rnefndu leika sem gestir í mótinu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1. febr. 1964 U

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.