Alþýðublaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 16.06.1964, Blaðsíða 11
Aktanes átti betri leik en KR og sigraði 4:2 HINUM gamalgrónu og „rútiner- uðu“ knattspyrnuliðum KR og Vals var laglega skotið ref: fyrir rass á sunnudaginn var af Akur- nesingum og Keflvíkingum,. Utan bæjarliðin skoruðu alls 8 mörk gegn 3 hjá Reykjavíkurköppunum. Ekki nóg með það, að þau sigr- uðu svo glæsilega í mörkum, held- ur sýndu þau bæði stórum betri knattspyrnu en höfuðborgarliðin. Knattmeðferð, yfirsýn öll -og bar- áttuvilji þeirra var miklu > meiri og betri en mótherjanna. Verkin sýna og merkin. Árangur og út- koma tala sínu ótvíræða máli þar um. Er nú svo komið í I. deild, að þar eru Keflvíkingar efstir og eiga það fyililega skilið eftir gangi og getu sínu í þeim leikjum, sem þeir þegar hafa leikið. ★ FYRRI HÁLFLEIKUR 1:0. KR og ÍA hittust á Akranesi og fóru leikar svo, að heimamenn sigruðu með 4:2, sem telja verð- .hálfleiknum lauk svo með 1:0 fyrir Skagann. ★ SÍÐARI HÁLFLEIKUR 3:2. Enn var það Eyleifur sem byrj- aði að Skora. Sökin var samt Þor- geirs miðvarðar, er hann var of seinn við afgreiðsluna. Halldór I Sigurbjörnsson komst að knettin- um og fær sent hann til Eyleifs, scm skorar viðstöðulaust. Skömmu siðar bjafga Akurnesingar í horn — naumléga. Og rétt á eftir skor- ár svo Elíert fyrra KR-markið. Er rúmlega 20 mín. eru af leik á Ey- leifur hráðan einleik upp miðju 1 vallarins,:en í návígi við KR-vörn- ' ina, innan vítateigs, er hann all hart leikinn og fá KR-ingar á sig vítasp.vrnu úr þeim tilþrifum. Halldór skorar síðan úr horni. Sökn KR stuttu siðar með fyrir- gjöf Gunnars Felixsonar og við- stöðulausu þrumuskoti Ellerts og marki, jafnar metin nokkuð, og auka á spennu leiksins. KR herðir sig allt hvað af tekur, hver leik- maður leggur sig allan fram. Jafn tefli úr því sem komið var virt- ist vera þeim allt. Þeir eiga hverja sóknarlotuna af annarri, en án ár- angurs. Vörn Skagamanna stóðst atlögurnar. Skyndilega snýst vörn þeirra í snögga sókn, er Eyleifur spyrnir til Skúla, sem þegar skýt- ur að markinu. Skotið var næsta laust og af löngu færi með vinstri fæti. Heimir stekkur í loft upp og hyggs höndla boltann, en miss ir hann og rennur boltinn undir hann meðan hann er í loftsigl- ingunni og í markið. Mörkin 4:2 var staðreynd og hélzt svo til leiks loka, þrátt fyrir hörku KR-sókn þær mínútur, sem eftir voru. Frh. á 4. síðu. KR sækir að marki ÍA, en Helgi ver. Ljósm. R. Snæfells. Keflvíkingar enn ósigr- aðir-unnu Val með 4:1 Eileifur rennir knettinum framhjá Heimi. Ljósm. R. Snæfelis. LIÐ Keflvíkinga hélt áfram sigur- göngu sinni í I. deildarkeppninni í fyrrakvöld. Sigruðu þeir þá með nokkrum yfirburðum getulítið og sundurlaust lið Vals með 4 mörk- um gegn 1. Sigur Keflvíkinga var i alla staði réttíátur og sízt of mikill eftir gangi leiksins. Höfuðstyrkur liðs Keflvíkinga er fyrst og fremst sá, að það hefur ágætt- þrek til að leika allt til leiksloka með þeim hraða og dugnaði, sem telja verð- ur hverju knattspyrnuliði nauð- synlegt. Þess utan hefur þeim nú tekizt að fá meiri ró og yfirvegun í leik sinn en vcrið hefur á und- anförnum árum. Þetta hefur svo ur stórsigur. Það voru Akurnes- ingar, sem skoruðu fyrsta markið, er rúmar 10 mínútur voru af leik. Eyleifur, hinn ungi og efnilegi leik maður, sem hvað mesta athygli hefur vakið í vor fyrir ágæt til- þrif, sendi knöttinn inn, eftir að Heimi hafði fatazf handtökin. Við markið hljóp Skagamönnum aukið kapp í kinn, og sóttu þeir næstu 10 mínúturnar fast á, en þá fær KR gott færi, er Ellert Sehram átti hörkugott skot og viðstöðu- laust, en í stöng. Þarna voru KR- ingar sannífrlega óheppnir. Fyrri Úrslit á sunnudag: IBA vann ÍBI 8:0 KEFLAVIK -VALUR KR - AKRANES .... Keflavík Akranes KR Þróttur ' Valur Fram TVEIR leikir voru háðir í II. deild um hclgina. í Kópavogi léku FH og Breiðablik og við það tækifæri var vígður nýr knattspyrnuvöllur við Kópavogsbraut. Leiknum lauk með jafntefli, 1 mark gegn 1. Hafnfirðingar skor- uðu fyrst, þrátt fyrir það, að Breiða bl‘k ætti fullt eins mikið í leikn- um. Seint í síðari hálfleik jafnar Breiðablik, en það gerði Jón Ingi Ragnarsson með góðu skoti. Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri, flutti stutta ræðu áður en leikur- inn hófst og sendi knöttinn til Hafnfirð., sem .hófu leiklnn. Veður var afleitt til keppni. Dómari var Magnús Pétursson. Á Akureyri léku heimamenn og ísfirðingar. — Akureyringar unnu yfirburðasigur, skoruðu 8 mörk gegn engu. Steingrímur Björnsson skoraði 5 af mörkunum. Staðan í hléi var 2:0. Jón Stefánsson gat ekki leikið með vegna meiðsla og í lið ísfirðinga vantaðþ Björn Helgason. Akureyrarliðið er mjög gott núna og fátt virðist geta komið í veg fyrir, að það leiki í I. deild næsta keppnistímabil. það í för með sér, að beir ná oft sæmilegum samleiksköflum út á vellinum, en aftur á móti skortir enn mikið á, að þeir séu færir um að nýta þau tækifæri, sem flýtir þeirra og dugnaður skapar þeim upp við mark andstæðinganna. — Framverðirnir voru tvímælalaust beztu menn liðsins og voru -þeir afar duglegir í fyrrakvöld, fljótir í vörn og fljótir upp til að styðja og byggja upp aðgerðir framlín- unnar. Einnig var miðframvörð- urinn Högni sterkur í stöðu sinni. Af framlínumönnum voru þeir Jón Jóh., Hólmbert og Karl einna virk astir, en skortir enn mjög að nýta tækifærin sem skyldi. Lið Vals var ekki upp á marga fiska í þessum leik. Aftasta vörn- in og framverðirnir börðust að vísu vel allan leikinn, en það dugði skammt, því jafnan var við ofur- efli að etja. Sóttu oftast að allir framlínumenn Keflvíkinga og þar að auki framverðir þeirra tveir Voru því þannig oftast sjö í sókn af hálfu Keflvíkinga, en aðeins , fimm Valsmenn til varnar, því það bar sjaldan við, að nokkur úr fram línu Vals kæmi aftur til hjálpar vörninni, þó eðlilegt verði að telj- ast að jafnan komi a. m. k. tveir þéfrra aftur. Nú á tímum er oft talað um kerfi, t. d. 4—2—4, eða 6—2—2. Ef lýsa ætti leik Vals- manna með þeim hæti, þá lægi næst við að segja, að þcir hefðu ieikið 5—5, sem óneitanlega verð- ur að teljast nokkuð glæfraleg léik aðferð. Við sóknaraðgerðir reynd- ist framlínan mjög seinheppin. Þannig tókst þeim eklci að skéra í seinni hálfleik, þrátt fyrir dágóð’ tækifæri og þrátt fyrir það, ‘atS þeir léku undan sterkum vindi3 (Framhald á 4. síðu). A-riðUl: L U J T M Vestm.eyjar 3 3 0 0 8—4 FH .3210 11—1 Víkingur ... .4 2 0 2 7—10 Breiðablik .3012 3—5 Haukar .2 0 0 2 3—6 B-rlffiU: Akureyri ... .110 0 8—0 ísafjörður .2101 3—10 Siglufjörður 10 0 1 2—3 Lið Tindastóls frá Sauðárkr St. 6 5 4 1 0 2 2 0 hefur hætt kcppni. 5 íslandsmet Á SUNDMÓTI ÍR í gærkvöldi voru sett fimm íslandsmet. Guð- mundur Gíslason, ÍR, setti þrjú, í 50 m. skriffsundi, 25,5 sek., (Lund in annar á 25,9), í 100 m. skriff- sundi 56,8 sek. (Lundin vann á 56,2) og í 100 m. baksundi, 1:05,6 mín. (Lundin annar á 1:08,3 sek.). Hrafnhildur Guffmundsdótir, ÍR, setti met í 100 m. skriffsundi, 1:04,4 mín. og í 100 m. baksundi 1:19,1 mín. Nánar verffur skýrt frá mót- inu á morgun. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 16. júní 1964 1*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.