Alþýðublaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 15
— Ef svo er — dr. Lenz var mjög ákveðinn — mundi ég ráð- leggja yður að spyrja húsvörð- inn, hvort nokkur ókunnug mann eskja hefur komið inn um srtðs- dyrnar í gærkveldi. Þér verðið að leggja sérstaka áherzlu á . . . — Ég veit það, sagði ég þung- búinn . . . hvort það hefur verið kona í ljósbrúnni loðkápu. Við stóðum andartak þegjandi, og viríum hvorn annan fyrir okk- ur. Svo opnuðusí dyrnar, og Eddie Troth kom inn. — Eruð þér búnir að nota rúð una, spurði leiksviðsstjórinn minn fjörlega. Hann leit til skipt is á dr. Lenz og mig. — Hvað í ósköpunum eruð þér að gera liér? Ég leit á dr. Lenz, en hann hristi höfuðið. — Það er ekkert sérstakt, Eddia, sagði ég. — Dr. Lenz var bara að kenna mér töfrabragð, sem mundi áreiðanlega vekja ^t- liygli, ef því væri komið á fram- færi. Það er gert með speglum. 10. KAPLI. Eftir að hafa rakið atburði gær' dagsins á svo frábæran liátt, virt ist Lenz álíta að hann væri bú- inn að gera skyldu sína. Hann tók upp úrið sitt, tautaði eitt- livað um fundarhöld og skildi mig eftir í klefanum með höfuðið fullt af heilabrotum — og Eddie Troth. Og Eddie var maður til að fá mann til að gleyma áhyggjum sínum. Hann hóf að tala um rottu gildrurnar sínar, eins og rottrn- væru það eina í heiminum, sem nokkru máli skipti. Hann sagð- ist hafa fengið sérstakar búr- gildrur, því að húsvörðurinn, sem hafði skyndilega sýnt mikinn á- huga á verkinu, hafði hótað að kæra hann fyrir dýraverdunar- félaginu, ef hann notáði gildrur, sem hálsbrytu dýrin, eða ef hann notaði eitur, sem gæti orðið liættulegt fyrir síamsköttinn. — Ég er annars ekki hrifinn af búrgildrum, sagði Eddie, eins og hann hefði sérþekkingu í rottu eyðingu, en ég vil helzt ekki eigk í illdeilum við húsvörðinn. Þar að auki er ég þegar búinn að ná ágætum árangri. Það eru ekki nema nokkrar stundir síðan ég setti giidrurnar upp, og það er þegar komið heilmikið í þær. Hann roðnaði og tók að krafsa með fætinum í gólfið, eins og feimið bai'n. Svo hleypti hann i sig kjarki og spurði, hvort mig langaði ekki að sjá bráðina. Það var eitthvað hrífandi við það, að þessi stóri karlmaður skyldi geta orðið svona heillaður af nokkr- um rottum. Það að nú væri stutt- ur tími til, æfiugarinnar, og ég yrði nauðsynlega áður að tala við húsvörðinn, lofaði ég, vegna gam allar vináttu okkar, að fara með honum. i Við gengum niður tröppurnar, framhjá herberginu hans Mac og ánn um subbulega vængjahurð. sem lá að kjallaranum undir svið inu. Ég hafði aldrei áður komið þangað niður. Það var jafnvel enn þá óhugnanlegra þarna und- ir sviðinu á Dagonet, en uppi á því. Okkur sveið í nefið af hundr að ára gömlum óþef af sminki og skít. Ljósið, sem síaðist gegn- um rimlagluggana, lýsti dauflega upp nokkra gamla pappakassa, leifar af leiksviðsskreytingum og annað gamalt drasl. Út í éinu horninu glitti í nýju vélina hans EdÖies. Af og til bárust þaðan lágar stunur, eins og einhver manneskja væri að gefa upp önd- ina með ósegjanlegum kvölum. Eddie leiddi mig stoltur um þennán kirkjugarð hinna dauða dæmdu og benti mér á eina gildr una eftir aðra, og í flestar þeirra var þegar komin rotta. Það var regluléga stórkostlegt, að hon- um skyldi strax heppnast að veiða svo margar. Ef til vill Iangaði jafnvel þessi illræmdu dýr mest til að fremja- sjálfsmorð eftir nokkurra mánaða dvöl í Dagonet. Eg spurði hvort liann ætlaði að drekkja þeim strax, en hann svaraði því neitandi. Fönguðu rotturnar ginntu hinar til að fylgja á eftir sér. — A morgun er ég búinn að ná sex í hverja gildru. — Ef til vill tekzt þeim að sleppa út, sagði ég. Eddíe var forviða yfir svo mik illi vanþekkingu. Hann flutti langan, tæknilegan fyrirlestur um það; hvers vegpa það væri gjörsamlega ómömulegt fyrir rottu að sleppa úr gildru. Ég samþykkti það gjarnan. Hann brosti ánægður. — Þér getið verið óhræddur um það, að ég mun spara yður öll útgjöld við að láta svæla þær út. Það var hrífandi að sjá hvað hann var ákafur í að losa Peter Duluth-félagið við einmitt þau út gjöld. Strax óg við komum upp úr kjallaranum, yfirgaf ég Eddie og gekk niður ganginn að herbergi húsvarðarins. Leikararnir voru að koma á æfinguna. Theo gekk framhjá mér ásamt Wessler. Hún hvorki hevrði né sá af hrifn ingu og var að segia Wessler frá því hversu vodeinið frá Lenz hefði læknað í henni hóstann. Svo komu Mirabella og Gerald saman inn um leiksviðsdyrnar. Mirabella vár föl og fálát. Hún svaraði ekki kveðiu minni, og ég hevrði liana segja lágt við Ger ald: — Þeir geta ekki farið svona með mig, ég sætti mig ekki við það. Eg veltl því fyrir mér, hvaða erfiðieika ég ætti nú fvrir hönd- um. JVlac sat borginn yfir úrklippu bókinni sinni, þegar ég kom inn í herbergið til hans. Síamskött- urinn tók eftir mér á undan hon um, og hvessti háðslega á mig blá augun. Eg gerði allt til að láta sem ég sæi það ekki. En kötturinn var nógu andstyggilegur til að stökkva skyndilega upp á öxl- ina á mér, þar sem hann hreiðr aði um sig og tók að mala. Þá fyrst tók Mac eftir mér. Hann leit upp og brosti með tann lausum munninum. — Þetta er falleg kisa, sagði hann. — Herra Troth vildi eyða rottunum með arseniki, en ég vil ekki hafa neitt arsenik hér, sem Lillian getur náð í. Ekki til að tala um, að ég vilji það. — Lillian, endurtók ég. Mér fannst óneitanlega orðið dálítið seint að fara að hugsa um það núna að bjarga hinni löngu liðnu Lillian Reed frá arsenikeitrun. Svo uppgöívaði ég, að húsvörð- ur ókunnugur hefði komið inn í Dagonet í gærkveldi. Mac deplaði augunum. — Já, það var þessi herra Kramer, sagði hann. — Mér virtist hann vera bezti náungi og ekki hlð minnsta hrokafullur. Hann skoð aði úrklinnubókina mína, og hrósaði henni mjög. Hánn er á- reiðanlega ágætis maður. Eg hefði mátt vita, að húsvörð . urinn hefði jafn undarlegan. smekk fvrir manneskjum, og hann hafði fyrir húsdvrum. — Eg á ekki við Kramer, sagði ég. — Kóm enginn annar? — Svo var það kvenmaðurinn, sem kom rétt á eftir vður ungfrú Pattison, sasði liúsvörðurinn. —. Konan. sem ég hélt að væri ung frú Ruje. Eg hef aMrei séð ung frú Ruje áður. hún hefur aldrei leikið hér í Dagonet. Og þar sem hún var eina konan samkvæmt lislanum frá herra Troth, sein ekki var komin. hélt ég auðvitáð að það væri liún. Það hljótið þér að skilja. — Nei, það get ég ekki skilið, sagði ég. — Var bað þá ekki ung frú Rue? — Nei, það var ekki ungfrú Rue, hún kom ekki fyrr en seinna. Hann brosti viðkvæmnis lega. — Manni getur ekki skjátl ast um það hver ungfrú Rue er, þegar maður sér hana — falleg eins og draumur. — Já, en það eru ekki fleirí konur í leikflokknum, sagði ég V SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. VÝJA FTDTIRHREINStmiW. Hverflsgötu 57A. Sími 16T38. © pxb COPtNHACFH urinn starði aðdáunarfullur upp á öxl mína. — Guð minn góður, sagði ég. — Þér ætlið þó ekki að segja mér, að þér kallið kött inn Lilian? — Og hvers vegna ekki, svar aði Mac stuttur í spuna. Þeirri spurnipgu var ekki hægt að svara. Ég flýtti mér að skipta um umræðuefni og spurði, sam- kvæmt ósk dr. Lenz, hvort nokk — Eg vona að þú gætir. Ve að brúðunum mn-jm, nieðan él ligg hér. C09PBF- 15 ANóEILY FACklNð ------BiiT A NSW CVET FAMIUAE') C.MARACTER. 15 PREPAE.INÖ TO FE-ENTEF POOP. STSVS'S Llrc... ------------------ APAgT 5TAöE ‘ r A N rASIUHOTOH IVc göiTTlMimí JMf __Jæja, Summer, mér datt.í hug að aka þér í vinnuna fyrsta daginn. — Mikið ertu hugsunarsaniúr, Stebbi, en Sam var að hringja og hann ætlar að aka mér á skrifstofuna, svo liann geti sett mig inn í það, sem á að fara að ræða. — Copper er nú að pakka niður og cr reið. En nú kemur ný, en okkur ekki ókunn persóna inn í líf Stebba. ALÞÝÐUBLAÐIÐ y 27. júní ,1964 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.