Alþýðublaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 7
 ■Tó PARIS inn afdrifariki mánuður árið 1914 Eftir morSið í Sarajevo 28. júní var mikið um að vera á stjórn- málasviðinu í mánuði þeim, er reyndist aðdragrandi heimsstyrj- 'aldarinnar fyrri. Um þessa stjórnmálaatburði fjallar þessi gTein, sem er í framhaldi af greininni um morðdaginn, sem þegar hefur birzt. FARÐU ÚT í HEIMINN, sonur sninn, og sjáðu hvað honum er stjórnað með litlum hyggindum, sagði sænski ríkiskanzlarinn Ox- enstierna í bréfi til sonar síns árið 1648. Meðan lýst var yfir neyðar- ástandi í Sarajevo eftir morð erkihertógahjónanna og Evrópa stóð á barmi ógæfunnar, ræddi yfirhirðmeistarinn, Montenuovo, fursti, um það, hvað gera ætti,' þar eð ekki væri Iiægt að Ieggja liertogahjónin til hinztu hvíldar í sömu gröf, enda var kona ríkis- arfans ekki verðug til að vera þess heiðurs aðnjótandi, að verða jarðsett í kapellunni í Hofburg. Utanríkisráðherrann, Leopold Berehtold greifi, og hermálaráð- lierrann, Krobatin, unnu hins veg- ar að því, að semja úrslitakosti á hendur Serbum. „Vinna má bug á Serbíu á 4 vikum. Þetta verJVur að gerast með skjótum hætti, áður en Rúss- land vcit hvað komið hefur fyrir hjartfólginn son þess!“ sagði Krobatin. En enn sem komið var, var að eins um úrslitakosti að ræða. Friðarskrifstofan í Berlín sendi Ungverski forsætisráðherrann, ISTVÁN TISZA GREIFI. austurríska utanríkisráðherran- um, Berchtold greifa, eftirfarandi skeyti: „Um leið og við látum i Ijós djúpa hryggð vegna þeirra at- burða, sem gerzt hafa, förum við þess eindregið á leit við yðar há- LEOPOLD BERCHTOLD GREIFI Austurríkis—Ungverjalands Utanríkisráðherra göfgi, að hafna ekki með möguleikum á friðsamlegum sætt- um í deilunni, heldur leggja deilumálin fyrir Alþjóðadómstól- inn í Haag, honum til úrskurðar, eða stórveldin, sem leiði deiluna til lyfcta.” Ungverski forsæfíisráðherrann,1 István Tisza greifi, sendi Franz Jósef keisara eftirfarandi grein- argcrð: ★ Ágreiningur. „Eg get ekki fallizt á þá ætlun Berchtolds greifa, að nota ódæð- isverkið í Sarajevo fyrir ótyllu til að gera upp reikningana við Ser- bíu. Eg hef ekki dregið dul á það við Berchtold greifa, að ég mundi líta á þetta sem afdrifarík mis- tök og á engan hátt taka þátt i ábyrgðinni. í fyrsta lagi höfum við ekki nógu góða fótfestu til að geta gert Serbíu ábyrga og hrinda af stað styrjöld við þetta ríki, þrátt fyrir útskýringar, sem hugsanlegt er að fram komi af hálfu serbnesku stjórnarinnár og fullnægjandi megi telja. Aðstaða okkar gæti ekki verið verri, og í augum heimsins værum ið friðarspillar og kæmum af stað styrjöld við hin óhag- stæðustu skilyrði. — í öðru lagi tel ég þennan tíma mjög óhag- stæðan, enda höfum við svo að segja glatað vináttu Rúmena og Búlgaría, eina ríkið, sem við get- ’im treyst, hefur verið gersigruð. Eins og ástatt er á Balkanskaga í svipinn, þyrfti lítið á sig að leggja til að finna hentuga átyllu til friðrofa....” Austurrikismaðurinn von Wies- ner, sem sendur var til Belgrac til að rannsaka kringumstæðui allar í sambandi við tilræðið, — reyndi að leita um sættir. Hanr símaði til Vínar: „Stuðningur serbnesku stjórn- arinnar varðandi skipulagningr tilræðisins eða undirbúning þess og útvegun vopna hefur alls ekki verið sannaður......” En Englendingar voru á ann- arri skoðun. „The Times” sagði: „Georg Serbaprins dvaldist hér fyrir skömmu í boði hátt- setts Englendings. Englending- um þeim, sem' hann var samvist- um við, þótti hann mjög óvið- feldinn, og eftir morðið í Sara- jevo rifjaðist upp ýmislegt, sem prinsinn hafði gefið í skyn og látið í ljós. Hann talaði mjög hreinskilnislega um hatur það, sem ríkti í Serbíu í garð austur- ríska ríkisarfans, og ekki var unnt að verjast þeirri hugsun, að hinn útskúfaði sonur Péturs konungs hefði haft eitthvert hug- boð um, hvað gerast mundi, þegar Ensk skopmynd af Vilhjálmi Þýzkalandskeisara. A vegn’ísinum stendur: „ÞaS er Iöng leið til Parísar". — Á spjaldinu stendur: „Gangið ekkík á grasinu". Franz Ferdinand kæmi í fyrsta skipti til Bosníu.” ★ Millispil. Millispil nokkurt í Belgrad gerði ástandið illt verra, og var það þó nógu slæmt fyrir. Eftirfarandi gerðist: Sendiherra Rússa í Belgrad, Nicola vön Hart- wig, 'gekk á fund au'sturríska sendiherrans, Giesl baróns. „Yðar hágöfgi,” sagði Hartwig og var æstur. „Eg verð að mót- mæla því, sem staðhæft er, að 2. AGUST 1914. Þýzki herinn er lagður af stað til vígstöðv- anna. í Miinchen hlýða borgar búar á stríðsyfirlýsinguna. í hópnum: Listancmi nokkur, Adolf Ilitler að nafni. „Viðhorf sjálfs mín til átalc- anna var í senn einfalt og Ijóst. Frá mínum bæjardyrum séð, var það ekki Austurríki, sem var að berjast til að klekkja dálítið á Serbíu, heldur Þýzka- land, sem var að berjast fyrir lifi sínu, fyrir því „að vera eða ekki vera“, fyrir freisi sínu og framtíð. Hún yrði að feta í fót- spor Bismarcks hið unga Þýzka land varð að verja á nýjan leik það sem feðurnir höfðu barizt hetjulegri baráttu fyrir frá Weissenburg til Sedan og París ar. En ef baráttan ætti að verða sigursæl, yrði þjóð okkar með eigin mætti sínum að skipa sér í röð stórþjóða, og þá gæti þýzka Ríkið orðið himi voldugi verndari friðar án þess að þurfa að skerða viðurværi barna sinna sakir friðar þessa. Hinn 3. ágúst sendi ég hans hátign Ludwig konungi III. bæn arskjal, þar sem ég fór þess á leit, að fá að gegna herþjón- ustu í bæverskri herdeild. Ráðu neytisskrifstof.an hafði sannar- lega í mörg' horn að Iíta þessa ég hafi -ekki verið klædaur viS- hafnarbúningi og mætt cf seint í minningarguðsþjónu ,tu unv Franz Ferdinand heitinn ríkis- arfa í kapellu sendiráðs yðar. Mér .hefur borizt áskorun usrw það frá Pétursborg, að bæta fysii" skort minn á tilhlýðilegri vir.ð ■ ingu í garð hins látna liágöfgi^ — Já, en heyrið þer nú, yðai- hágöfgi, þetta er þá allt í la£iy sagði austurríski senainerraní), Má ég ekki bjóða yður kaffi? • En áður en til þess kom, hneig Framhaid á siðu 10. dagana, og fögnuður minn varð þeim mun meiri, þegar orðið var við beiðni minni samuæg- urs. Nú hófst í lífi mínu, eíns og allra Þjóðverja, mesta og ó- gleymanlegasta skeið jarðiífs míns. Öll fortíðin hvarf ger- samlega í skugga atburða hnui- ar miklu-baráttu. Mér verður hugsað til þessara daga með stolti og hryggð og tU vikna upphafs hetjulegrar barattu þjóffar okkar, sem gæfan veitti mér tækifæri til að taka þátt í“. •nae ADOLF HITLER: „Mein Kampf“. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. júní 1964 y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.