Alþýðublaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 28.06.1964, Blaðsíða 10
 gséfSaepM’prr Hinn afdrifaríki mánuður (Framhald af 7. síðo). rússneski sendih. niður en hann þjáðist af hjartsjúkdómi. Fyrst varð hann sótrauður í andliti, siðan náfölur. Giesl þreif ótta- sleginn til bjöllunnar, hringdi henni og lét senda eftir lækni. En það var um seinan. Lækn- irinn, sem flýtti sér sem mest hann mátti til sendiráðsins, gat aðeins staðfest andlátið. Og ekki lelð á löngu þar til eftirfarandi orðrómur komst á kreik í Bel- grad: Austurríski sendiherrann hefur komið rússneska sendiherr- anum fyrir kattarnef. Stærri atburðir. Þessi atburður hverfur þó í skugga annarra og stærri við- burða. í Vín voru samdir úrslita ' kostir á hendur Serbum. Sendi- ■ herra Austurríkis-Ungverjalands ' í Þýzkalandi, Szöyén greifi, af- ; henti Vilhjálmi keisara bréf frá Franz Jósef keisara í Potsdam: l „Tilræði það, sem sýnt hefur •jVerið vesalings frænda mínum, er íbtín afleiðing þess undirróðurs, seoi russneskir og serbneskir fylg- ismenn slavnesku sameiningar- stgfnunnar reka, og hefur það eina markmið, að veikja Þrívelda- bandalagið og eyða ríki mínu. .. Það er til einskis að hugsa frekar ,um að jafna þann ágreining, sem ríkir milli okkar og Serba, — og friðarstefna allra konunga og keisara álfunnar er í hættu, fái iþessi gróðrarstía glæpsamlggs undirróðurs að dafna áfram ó- fefsað í Belgrad ...“ [• Vilhjálmur keisari svaraði eamdægurs: i j.Afstaða Rússlands verður jjándsamleg, hvernig sem fram yíndur. .. Ef til styrjaldar kem- milli Austurríkis-Ungverja- jtands og Rússlands, þá geta menn i Ivín verið sannfærðir um, að ÍÞ«zkaland mun af venjulegri tryggð við bandalagið standa við hlíð keisararíkisins.....” Enn höfðu úrslitakostirnir ekki afhentir Serbum. Ungverski forsætisráðherrann, István Tisza greifi, er ekki sam- mála stefnu ráðamanna í Vín. — Ungverski greifinn, hugvitssam- asti gáfumaður keisararíkisins, lætur atburðina ekki hafa áhrif á sig. Hann varar sífellt við árás á Serbíu og reynir að leysa málið eftir diplómatiskum leiðum. Svar Krobatins hermálaráðherra er stutt og laggott: — Stjórnmálasigur er einskis virði. Það var sannkölluð kaldhæðni prlaganna að hryðjuverkamenn úr hópi kómmúnista Bela Kuns myrtu István Tisza greifa í skraut- hýsi hans í Búdapest fimm árum seinna. Þeir héldu því fram, að hann hefði átt sökina á 1 því, að styrjöldin brauzt út. En enn var ekki svo langt komið. Hinir afdrifaríku úrslita- kostir höfðu enn ekki verið af- hentir, en um margt var vitað eftir diplómatiskum leiðum, m. a. í St. Pétursborg. Þróun mála vekur hvarvetna ugg, m. a. á Norðurlöndum. „Deutsche Tagezeitung” í Stokkhólmi sagði: „Eins og vænta mátti, hefur það valdiö alvarlegum áhyggjum á Norðurlöndum, áð ástandið í stjórnmálum Evrópu hefur skyndi lega versnað. Ef Norðursjór og Eystrasalt verða vígvellir, þá mundu Norðurlönd einnig drag- ast inn i þessa atburði, af frjáls- um vilja eða gegn vilja sínum, svo að ekki sé minnzt á Dan- mörku, sem liggur rétt við' sigl- ingaleiðirnar milli Norðursjávar og Eystrasalts og hefur mjög slæm samskipti við Þýzkaland og getur þetta haft afdrifaríka þýð- ingu fyrir landið sjálft í Evrópu- styrjöld.” ★ Úrslitakostimir. Síðan voru úrslitakostirnir af- hentir 23. júlí 1914. Þetta voru harðir úrslitakostir. í orðsendingunni sagði, að fram hefði komið í játningum ódæðis-, mannsins, er sýndi erkihertogaii- um og konu hans banatilræði, að' morðinginn hefði fengið vopn og sprengjur hjá serbneskum liðs- foringjum og embættismönnumf að serbnesk samtök á landamær- , unum, sem hefðu sig mikið 4 frammi, hefðu séð um að flytjq •?nei® vissum fresti. glæpamenhina og koma vopnuii- um áleiðis. Þess var krafizt í orðr sendingunni, að serbneska stjórn in sku’dbyndi sig til að bæla nið- Serbía tók úrslitakostina ekki Sih greina. m ur hinn glæpsamlega áróður með Snánuði eftir morð ríkisarfahjón „Þessa úrslitakosti getur eng- in ríkisstjórn tekið til gi-eina,” sagði hann við utanríkisráðherr- .qrm ausiurríska, Berchtold greifa. — Afsakið, yðar hágöfgi sagði Berchtold kurteislega og leið- jrétti kanzlarann. Þetta eru ekki jirslitakostir heldur orðsending Hinn 28. júlí 1914 einum ;anna, sagði Austurríki-Ungverja- and Serbíu stríð á hendur. Hol- land, Belgía og Frakkland treystu varnir sínar á landamærunum með herútboði. Hinn 30. júlí var haldínn mótmælafundur fyrir ut- an þýzka sendiráðið í Kaupmanna höfn. Hinn 31. júlí lýsti danska stjórnin yfir hlutleysi í styrjöld Austurríkis-Ungverjalands og Serbíu. Sama dag var franski jafnaðarmannaforinginn Jean Jaurés ráðinn af dögum í Par- ís. Þýzkaland hervæðist. Rúss- land hervæðist. Enski flotinn her væðist...... 1. ágúst 1914 lýsti Ítalía ýfir hlutleysi. Þýzkaland segir Rúss- landi stríð á hendur. ★ England bætist við. Enn er stríðið aðeins bundið við Austurríki-Ungverjaland, — öllum tiltækilegum ráðum, — og gefa út viðeigandi yfirlýsingu, sem birtast mundi í hinu opin,r bera málgagni og í dagskipan tll hermanna. Ennfremur var þess krafizt í orðsendingunni, að „Narodná odbrana” (Svarta höndin) yrði tafarlaust leyst upp, að liðsfór- ingjum þeim, sem gerzt hefðu sekir um áróður gegn AustUV- ríki, yrði vikið úr embætti, áð fulltrúar austurrísk-ungversku ríkisstjórnarinnar tækju þátt'í því að brjóta á bak aftur hreýf- ingu þá í Síberiu, sem væri sek um yfirgang á landamærum Austur- rikis-Ungverjalands, að fyrir- skipuð yrði réttarrannsókn í máil þeirra manna, sem þátt tóku í samsærinu 28. júní og austurrísk- ungverskir fulltrúar tækju þátt í þessari rannsókn, að fólk, sem viðriðið væri samsærið, yrfii j Þýzkaland, Serbíu og Rússland. handtekið, að gerðar yrðu ráðstaf- anir gegn smygli vopna ,‘og- sprengja, að vissu fólki í landa- mæralögreglunni yrði strangiéga; refsað og veittar yrðu upplýsing- ar um ummæli, sem háttsettíf serbneskir embættismenn hefðu látið falla um tilræðið.....? ■;/' Og strax daginn eftir komu: viðbrögð Rússa í ljós: „Keisarastjórnin, sem hefuf miklar áhyggjur af hinum óvænfu (sic!) atburðum og úrslitakostumf þeim, sem Austurríki-Ungverja- land hefur sett Serbíu, fylgist af. eftirtekt með framvindunni f deilu Serba og Austurríkismanriá, en þá deilu geta Rússar ekki lát- ið sig engu varða.“ ★ Skriðan fellur. Þetta var byrjunin, fyrsta merjki, þess, að deila Austurríkis og Ser- bíu gæti þróazt í Eyyópustyrjöld^ Skjóta verður þó því inn í, áð allir þessir atburðir gerðust fýrq ir 50 árum, þegar diplómatískar, pólitískar og ekki sízt siðferði- legar hugmyndir voru öðru vfsi en í dag. Hve barðir þessir úr- slitakostir gegn Serbum voru, má gera sér í hugarlund með því að hugleiða, hvað gerast mundi ef annar valdamesti maður Sovét- ríkjanna og kopa hans væru myrt í litlu grannríkL Keisararíkið Austurríki-Ungverjaland var þá stórveldi. Enski utanríkisráðherrann, Sir Edward Grey, reyndi að miðla málum. Englendingar höfðu alls engan áhuga á þessari deilu, og höfðu ekki mikla samúð með Serbum. Jafnvel þýzki kanzlarinn, Beth- mann-Hollweg, reyndi að „leið- rétta” úrslitakostina. Voldugasta stórveldi álfunnar, England, vildi halda sér langt utan við þessa styrjöld. En Sir Edward Grey sagði þýzka sendiherranum í London: „Ástandið hríðversnar með degi hverjum. Ráðamenn í Vín eru ekki viðmælandi. Við höfum ræðzt við af vjnsemd eins og ávallt áður, með an þér hafið dvalizt hér. En ég vil ekki vekja með yður tálvonir. Með an deilan takmarkast við Austur- ríki og Rússland getum við haldið okkur utan við. En ef Þýzkaland Og Frakkland dragast inn í átökin, þá verður England að geta tekið skjótar ákvarðanir“. í Belgiu eru menn elnnig enn í vafa. Þýzki sendiherrann fullviss- ar Belga um, að ef til styrjaldar komi við Frakka og Belgíu gætir hlutleysis, verði Eelgum veittur landaauki á kostnað Frakka. En belgísku ráðherrarnir segja einróma nei. Þegar sömu nótt til- kynnir þýzki sendiherrann belg- ísku stjórninni: „Franskir flugmenn hafa varp- að sprengjum, riddaralið hefur far ið yfir landamærin, án nokkurrar striðsyf irlýsingar! “ „Hvar vildi þetta til, yðar há- göfgi?“ „í Þýzkalandi, hr. barón!" „Þá skil ég ekki, hvers vegna þér ómakið yður hingað um hánótt til að skýra frá þessu einmitt í Briissel”. „Því að þér getið dregið þá álykt un af þessu broti á þjóðarrétti, að Frakkar munu einnig gera aðrar svipaðar árásir". Friðinum var enn hægt að bjarga þessa nótt. Enginn gat það eða var reiðubúinn til þess. ★ Húnabréfið. Hinn 3. ágúst segir Þýzkaland Frakklandi stríð á hendur. Vil- hjáhnur keisari birtir hið fræga „Húnabréf“ sitt, en' því nafni var bréfið kallað eftir Húnakonungin- um Attila, sem réðist á Evrópu sem „refsivöndur guðanna“. í „Húnabréfinu* segir: „Hjarta mínu blæðir, en öllu verður að eyða með báli og brandi. Karla, konur, börn og öldimga verður að brytja niður, hvorki tré né hús mega standa eftir. IVIeð þessum hryðjuverkum, sem ein megna að brjóta úrkynjaða þjóð eins og Frakka á bak aftur, mun styrjöldinni Ijúka áður en tveir mánuðir eru liðnir, en léti ég mannúðleg sjónarmiö ráða, gæti liún stáðið í mörg ár . . . “ Ilann sagði hermönnum sínum: „Þið komið aftur heim áður en laufin fa!la“. En þeir komu ekki hehn. Tíu milljónir manna af öðru þjóðerni komu' heldur ekki heiin (í heimsstyrjöldinni síðari voru það 36 milljónir). Stríðið breidd- ist út eins og eldur I sinu. 33 ríki drógust inn í styrjöldina (í siðari heimsstyr jöldinni 72). 14 lönd urðu vígvellir (í seinni heimsstyrjöld- inni 40). 74 milljónir manna börð- ust (í heimsstyrjöldinni síðari 110 milljónir), Bein hernaðarútgjöld námu 208 milljörðnm dollara (í heimsstyrjöldinni síðari 1384 millj örðum dollara). Rússland zarsins féll fyrst 1917. Árið 1918 lagði Austurríki—Ung- verjaland og að lokum Þýzkaland niður vopnin. í þessari styrjöld sigraði engin'n fremur en í öðrum styrjöldum. Affieins fáeinum árum eftir undir ritun friffarsamninganna skaut smá vaxinn, sóðalegur maffiur upp koll- inum á gistingastaffi í Vín og hélt Iangar ræffiur og aflaði sér þar meff engra sérstakra vinsælda meffal syf jaffira, gesta hússins. Hann hét Adolf Hitlcr. Austurrísk-ungverska keisara- ríkið hrundi til grunna. Þe'ta stóra ríki, sem myndað hafði stór kostlega efnahagslega heild, var bútaffi niður í lítil þjóðríki, sem gátu ekki staðið á eigin fótum, hvorki efnahagslega né siðferði- lega. Gramur skrifaði Winston Chur- chill forsætisráðherra 8. apríi 1945 utanríkisráðherra sínum um heims styrjöídina síðari: „Við hefðum aldrei fengið þessa styrjöld yfir okkur, ef við hefðum ekki fyrir bandarísk álirif og áhrif nútímans hralcið Habsborg arana frá Austurríki og Ungverja landi . . . Meff því að skapa þessi fómarúm veittum viö Hitlers- ófreskjnnni tækifæri tij aff flytjast úr göturæsinu í auðu hásætin ...“ Pússningarsandur Heimkeyrður pússningarsandur og vikursandu*- sietaður eða ísigtaður við húsdvrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kannenda. SANDSAIvAN við EHiðavog s.f. Sími 41920 10 28. júní 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.