Alþýðublaðið - 24.07.1964, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.07.1964, Blaðsíða 1
mMMM) 44. árg. — Föstudagur 24. júlí 1964 — 165. tbl. Aflinn á vetrarvertíð jókst um nær þriðjung Reykjavík 23. júlí GO. Af SKÝRSLU Fisklfélagsins um heildarfiskafla landsmanna á tímabilinu 1. jan. til 30. apríl 1964, •sézt að aflinn hefur aukizt um 28% miöað við sama tímabil í fyrra, þrátt fyrir að síldaraflinn hefur minnkað um rúm 10.000 tonn. Heildaraflinn á tímabilinu, allt' talið, var 345,282 tonn á móti 269,865 tonnum 1963. Aðferðir við vinnslu aflans eru þær sömu og á sama tíma í fyrra og hlutfallið milli þeirra svipað, nema söltun á þorski hefur stór aukizt eða úr 47,731 tonn 1963 í 72,579 tonn í ár og er þar með orðin næstvinnsælasta verkunarað ferðin á eftif frystingunni. Hinn stóraukni þorskafli mun eingöngu að þakka hringnótinni, sem notuð var með frábærum. ár- angri á vertíðinni í vetur. Neta- aflinn mun hafa verið mjög svip aður og árið áður. VertíðarafU báta og togaraflot- ans var 271,525 tonn og hafði auk izt um tæp 80.000 tonn frá sama tima í fyrra, þorskaflinn einn jókst um 76,975 tonn. Hlutur togaraflotans í aflanum er heldur lakur, eða 20,227 tonn og hefur minnkað frá sama tíma — í fyrra um tæp 2000 tonn. Bátaflotinn einn skilaði 80,000 tonna meiri afla ef síldin er ekki ‘alin með, en ef hún er innifalin 77,606 tonnum meiri á tímabil- inu. (Ath. loðna innifalin). Rækjuaflinn á tímabilinu hefur minnkað úr 349 tonnum í 89.3 tonn og humaraflinn úr 3,6 tonn- um niður í ekkert. BUKAVU, 23. júlí (NTB-Raut- er). — Forsætisráðherra Kongó, Moise Tshombe, sem nú er í heim sókn í Kivu-héraði, þar sem mikil ólga er ríkiandi, fyrirskipaði í dag, að neyðarástandinu í héraðinu yrði aflétt. Hann hefur rætt við foringja uppreisnarhreyfingarinn- ar í Ausur-Kongó og segir viðræð urnar hafa verið mjög gagnlegar. í ræðu í Búkavu kvaðst hann telja helzta hlutverk sitt að koma á sætt um í Kongó. Fossvogsræsið Reykjanesbraut Reykjavík, 23 júlí — HP. í DAG var umferðinni um Hafn arfjarðarveginn beint á aðra braut nær sjónum á kafla í Fossvogi vegna Iagningar Fossvogsræsisins. Við ræsið er unnið af fulium krafti og er nú búið að fujlleggja rörið ves'an flugbrautar og upp að Reykjanesbraut, ganga frá því að öllu leyti, og verður brátt farið að moka ofan í að því, er Ásgeir Valdimarsson, sem er yfirverk- fræðingur við framkvæmdirnar tjáði bíaðinu í stuttu viðíali í kvöld. Hann kvað verkinu hafa miðað vel áfram. Búið væri að grafa fyr- ir ræsinu eftir Fossvogsdal upp á gegnum í gær móts við Réttarhol'sveg. Skilið hafði verið eftir haft, þar sem Hafnsj-fjarðarvegurinn og ræsið skerast, en í dag var það rofið. Er nú verið að sprengja og grafa í landi skógræktarstöðvarinnar í Fossvogi. Sprengingum þar er al veg að verða lokið, en þær hafa Framhald á 13 síðu Ovissa um Vest- mannaeyjaslýið Reykjavík 23. júlí — GO. Eins og kunnugt er af fyrri frét um, eiga Vestmannaeyjabátar nú í miklum erfiðleikum með veið arfæri sin vegna slýs, sem sezt í möskvana og lokar þeim. Slý þetta virðist allsráðandi á öllum venjulegnm togmiðum Eyjabáta og Eyrarbakkabáta. Þe'.ta lítur út eins og brúnleit leðja og er mjög ógeðslegt. Sýnishom af fyrirbæri þessu var sent til rannsóknar hjá At- vinnudeild Háskólans og barst blað inu eftirfarandi fré'datilkynning þaðan í dag: „Fiskideildin hefur athugað sýn ishorn af „slýi“ því, sem að und- anförnu hefur sezt í vörpur Vest- mannaeyjabáta. Meginuppistaðan í þessu er slím kenndur vefur úr lægri dýrum, sem ekki er unnt að greina til á- kveðinnar tegundar vegna þoss, hve kraminn vefurinn er og sund urtættur. Að ytra útliti er þetta sem brúnar trefjar og stafar lit- urinn að nokkru leyti af botnleðju en einnig af svifþörungum, sem sezt hafa í „slýið". Eins og sjá má er ekki mikið að græða á fréttatilkynningu þessari, en Jón Jónsson forstöðumaður Fiskideildarinnar sagði í stuttu símtali við blaðið í kvöld, að þetta væri í rauninni það eina sem vit- að væri. Allar tilgátur um að liér sé um svif úr heitari höfum að ræða eru úr lausu lofti gripnar, því sýnishorn þau, sem Fiskideild in hefur haft til rannsóknar eru svo illa farin að þau verða ekki greind til neinnar sérstakrar teg- undar. Liklegt er þó að hér sé um lífverur úr dýraríkinu að ræða. Jón sagði að sjálfsagt yrði gerð- ur út sérsiakur rannsóknarleiðang ur ef ósköpum þessum linnti ekki og sjómenn lentu í enn meiri vand ræðum vegna þess arna. Bátarbíða áhafnanna Seyðisfirði, 22. júlí SALTAÐ var hér smávegis á tveim söltunarstöövum í dag, 309 tunnur á annarri og eitthvaö minna á hinni. Heildarsöltunin er þá komin í á að gizka 22-23 þús. tunnur hér. Bátarnir eru farnir að tínast út, enda er veðrið mikið að lagast. Þó liggja 15-20 bátar inni enn og mun það stafa af því, að áhafnir fóru sumar hverjai suður á meðan þessi langa bræla stóð. Framh. á 4. síðu. Drottningin hættir nú um áramótin Reykjavík, 23. júlí, - HKG I Óráðið er, hvað gert verður við DRONNING Alexandrine liggur í Drottninguna. Reykjavíkurliöfn, en nú fer aö | Dronning Alexandrine hefur ver fækka ferðum hennar hingað. Um ! ið í förum á milli íslands og Dan- næstu áramót kemur nýtt skip í merkur allt frá árinu 1927. Hún hennar stað, Kronprins Olav, sem fer þetta tvisvar í mánuði yfir hingað til hefur verið í feröum á sumartimann, en á þriggja vikna milli Kaupmannahafnar og Oslo. Framhald á síðu 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.