Alþýðublaðið - 24.07.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.07.1964, Blaðsíða 2
ílitstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Arni Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Símar: T.4900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við llverfisgötu, Reykjavík. r- Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald ta-. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintaklð. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ráðslefna um umferð ( FYRIR nokkru var sú hugmynd sett fram hér Æ blað-nu, að éfna skyldi til ráðstefnu um umferðar 'ínál í sumar. Skyldu þar eiga fulltrúa samtök bif- ^ ýeiðaeigenda, lögreglan, Slysavarnafélag íslands, i og flei'ri aðilar, sem dagleg afskipti hafa af um- i ferðarmálum. Nú hafa nær öll dagblöðin og flest vikublöð- , v.n gert hið alvarlega-ástand, sem ríkir í umferðar- i málum, að umtalsefni. Allir eru sammála um að órbóta sé brýn þörf. Yfinvöld hafa verið gagnrýnd " óspart fyrir aðgerðarleysi, en frá þeim heyrist i -ekkert. Við íslendingar erum þegar orðnir langt á eftir i : öllum grannþjóðum okkar hvað snertir umferðar- , 'ihál. Við höfum dregizt aftur úr og ekki fylzt með i -pýj ungum sem skyldi. | Eitt dönsku dagblaðanna lét svo um mælt fyrir j skemmstu, að Danmörk hlyti að teljast til van- j þróaðra landa, þar sem Danir hefðu enn ekki kom- J ið á fót hjá sér stofnun, sem hefði það hlutverk » að rannsaka umferðina og umferðarmálin, eins og i til dæmis Svíar hefðu komið á fót. Á þessu sviði } igetum við íslendingar líklega ekki einu sinni tal- ízt með vanþróuðum löndum, svo slæmt er ástand- ] ið í þessum efnum hér á landi. -! Ráðstefna áhugamanna um umferðarmál, sem 1 starfaði um eina 'helgi eða svo, mundi tvímæla- i 'iaust geta bent á fjölmargar úrbótaleiðir, og jafn- ’ íramt gert tilraunir til að fá þá, sem þessum mál- | 'tim ráða, til að bregða blundi. Síldarflokkunarvélar SÚ SÍLD, sem til þessa hefur veiðzt fyrir i Austurlandi, hefur verið afar blönduð, eins og i skýrt hefur verið frá í fréttum. Oft hefur verið l erfitt að salta síldina, þar eð úrkast hefur verið i <allmikið. Nú hafa tvíða verið teknar í notkun síldár- | l'ldkkunarvélar. Þær eru margra manna makar, og ; .fyrir þeirra tilstilli hefur söltun víða <gengið mun 4 . t ■ igreiðar en ella, þar eð vélarnar hafa flokkað síld- - ina í hendur þeirra sem salta, og þannig sparað i bæði tíma og vinnuafl. * ■ . 'Síldarflokkunarvélarnar eru alíslenzk uppfinn ing, og þær eru smíðaðar hér á landi. Þær hafa : nú í sumar sannað ágæti sitt svo ekki verður um ’ 'fdllzt. Islenzkn hugvitsmenn þekkja íslenzkar að- 3tæður bezt, og ættu því að öðru jöfnu að vera ' bezt færir um að brjóta upp á nýjungum, sem : sparað geta mannafla og kostnað við útflutnings- ftfamleiðsluna, og jafnframt gætu rutt bættum vinnuaðferðum braut. Tvhnælalaust er, að víða eru úreltar vinnu- dðferðn enn við lýði, og eru því næg iverkefni fyrir íslenzka hugvitsmenn að spreyta sig á. £ 24. júlí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ■■ ■ i í^Sli-hui Sameinuðu þjóðirnar hafa gert hina árlegu könnun á efnahags- ástandinu í heiminum og skýra frá víðtækum vexti í framleiðsl- unni á síðasta ári, mjög veruleg- um framförum i alþjóðaviðskipt- um og hækkun á Vöruverði, sem juku tekjur margra vanþróaðra landa. Þessar niðurstöður birtust í fyrri hluta „World Economic Sur vey, 1963“, sem fjallar um horfur og tilhneigingar í efnahagslífinu. Seinni hluti skýrslunnar verður birtur siðar og tekur til meðferð- ar. árangurinn af ýmsum rann- sóknum varðandi hlutverk alþjóða viðskipta í efnahagsframförum vanþróaðra lafída. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna dregur m. a. fram eftirfarandi gleðitíðindi: Samanlagt verðmaeti alþjóða viðskipta jókst um 9 af hundr- aði á tímabilinu 1962-63. Brúttókþtjóðariramleiðsla eða þjóðartekjur jukust um 4- 5 af hundraðrí ýmsum löndum (iðnaðarlöndum, löndum með hráefnaútflutning og löndum með áætlunarbúskap). „ Verðlag á hráefnum (mat- vælum, eidsneyti, málmum) komst aftur á sama stig og árið 1958, eftir stöðugt verðfall síð an 1957. Óhagstæður viðskiptajöfnuð ur vanþróaðra landa var minni árið 1963 én nökkurt ár síðan 1954. Framförunum í iðnaðarlönd um hélt áfram. Lönd með áætlunarbúskap áttu stærstan þátt í stóraukn- um viðskiptum vanþróaðra landa. Útflutningur til vanþró- tiðu landarina jöksfúm nálega 75 af hundraði frá 1960 til 1963. ■ Skýrsla Sameinuðu þjóðanna bendir einnig ó nokkrar „orsakir jafnvægisleysis", sem ekki virtist verða neitt íát á árið 1963. 'Hér ér m. a. um að ræða vaxandi verð- bólgu í mörgum iðnaðarlöndum og atvinnuleysi í öðrum, ófull- nægjandi afrakstur í landbúnaði í nokkrum íöndum með áætlunar- búskap og vaxandi dýrtíð í nokkr um vanþróiiðum löndum. Þó útflutningur vanþróaðra landa lykist hröðum skrefum, var efnahagsvöxtur þessara landa enn sem fyrr hægari en í iðnaðarlönd unum og löndum með áætlunarbú skap, og innflutningurinn, sem nauðsynlegur er til áframhald- andi þróunar hinna vanþróuðu landa, gekk enn hægar. Aukning framleiðslunnar frá 1962 til 11963 var samkvæmt skýrsl unni eftir öllu að dæma víðtækari meðal hinna ýmsu landa og meira samkynja í mikilvægustu greinum en á fyrri árum. í iðnaðarlöndunum með mark- aðs-efnahag jókst brúttó-þjóðar- framleiðslan um 4 af hundraði þeg ar á heildina er litið. í löndum sem flytja út hráefni (í þessum flokki eru einnig Ástralía, Grikkland, ísland, Nýja Sjáland, Portúgal, Spánn, Tyrkland og SuðurAfríka) og í löndum með áætlunarbúskap nam aukningin að öllum líkind- um nálægt fimm af hundraði. Þetta merkir, að miðað við 1961- -62 var vöxturinn nokkru örari í fyrsta hópnum (iðnaðarlöndunum) óbreyttur í öðrum hópnum og nokkru hægari í síðasta hópnum. Meginþátturinn í framleiðslu- aukningunni var yfirleitt aukin framleiðsla á fullunnum vörum — 5-6 af hundraði í iðnaðarlöndun- um og löndum sem fíytja út hrá efni og kringum 7 af hundraði I löndum með áætlunarbúskap. Hráefnaframleiðslan sýndi aft- ur á móti tilhneigingu til að drag- ast aftur úr. Bráðabirgðatölur fyr ir heiminn í heild (meginland Kína undanskilið) benda til þess að einungis hafi verið send á heimsmarkaðinn hráefni árið 1963, sem voru 2 af hundraði meirl alí magni en árið áður — en það merkir að vöxturinn nam aðeins helmingi þess sem hann var frá 1961 til 1962. Að nokkru leyti vegna slæmra veðurskilyrða varð alheimsframleiðslan á helztu mat vælum ekki meiri ácið 1963 en liún hafði verið áður. Hinar öru framfarir í alþjóðavið skiptum, sem hafa einkennt megin Framh. á 13. BÍða. AUT PR0DUCTS Of M0T0R C0MPANY AUT0UTE kraftkerti i G. HVERFISGÖTU 50. — SÍMI 12242.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.