Alþýðublaðið - 24.07.1964, Side 3

Alþýðublaðið - 24.07.1964, Side 3
„Evrópa verður að vera óháð“ - segir de Gaulle París, 23. júlí (Ntb-Rt.) De Gaulle forseti sagði í daff að Evrópa yrði að ráða málum sín- um sjálf. Jafnframt gagnrýndi hann Vestur-Þjóðverja, sem hann kvað hika við að taka þátt í því að skapa sjálfs æða Evrópu. Hershöfðinginn ræddi annars sambúð austurs og vesturs, óstand ið í Suðaustur-Asíu og stofnun fransks kjarnorkuherafla á blaða- mannafundi sínum í Elyssé-höll, sem liann heldur tvisvar á ári. Viðstaddir voru !1000 blaðamenn og diplómatar. De Gaulle sagði að skipting heimsins í herbúðir, sem stjórnað væri frá Washington og Moskvu, væri úrelt. Aðspurður kvað hann nauðsynlegt að varðveita banda- lagið við Bandaríkin, því að það þjónaði hagsmunum landanna beggja megin Atlantshafsins. En ástæðurnar til að vera undirgef- inn Bandaríkjamönnum væru í þann mund að hverfa. Hann sagði að síðasta nýlendu veldi heimsins, Sovétríkin, væri að gliðna. Leppríkin í Evrópu héldu áfram að losa sig undan valdi Rússa. Jafnframt stæðu Rúss ar augliti til auglitis við kínversku hættuna í Asíu, og kommúnista- stjörninni hefði ekki tekizt að bæta lífskjör almennings miðað við aðstæðumar á Vesturlöndum. Aðspurður hvort hann teldi sam starfið við V-Þjóðverja viðunandi eða hvort það hefði valdið honum vonbrigðum sagði de Gaulle, að í svipinn væri ekki til nokkur sam eiginleg stefna Vestur-Þýzkaiands og Frakklands. Ástæðan væri sú, að Þjóðverjar væru enn ekki þeirr ar skoðunar, að stefna Evrópu ætti að vera evrópsk og sjálfstæð. Hann sagði, að ef áfram héldi sem nú horfði mundi vafi ef fil vill gera vart við sig í Frakklandi og áhyggjur í Þýzkalandi. Frakk- land væri öruggt með sjálft sig. Frakkland væri sannfært um, að það stuðlaði að jafnvægi, framför- um og réttlæti. Evrópa verður að vera evrópsk Þjóðverjar harma ummæli de Gaulles Bonn, 23. júlí (NTB-Reuter) Stjórnmálamenn í Bonn liörmuðu i dag að de Gaulle liefði talað mjög neikvætt um fransk-þýzka samstarfssamninginn á blaða- mannafundi sínum í Bonn. Stjórnmálamenn létu einnig í MtMMMMMMMHIIUIMIMM Egyptar sýna eldflaugar 'KAIRÓ, 23. júlí (NTB- Rcuter). — Hátíðahöld á 12 ára lafmæli byltingarinnar í Egyptalandi hófust í Kairó í dag með mikilli hersýn- ingu, þar sem me'ðal aann ars voru sýndar eldflaugar og orrustuþotur, smiðaðar í Sovétríkjunum. Abdei Hakim Amer vara- forseti sagði í ræðu, að síð- lastliðið ár hefði Arabiska sambandslýðveldisins orðið „voldugt eldflaugaveldi, á landi, og sjó og í lofti“. Egypzk orrustuflugvél, sem menn höfðu búizt við að sjá, var ekki sýnd, en Amer varaforseti sagði að fiugvél- in, sem fær nafnið „Kairó“ , yrði fullkomnasta flugvcl hcimsins. wwwtwwwmmwwiih ljós furðu sína á þvi, að de Gaulle hefði notað orðin „undiroka sig Bandaríkjamönnum” um sam- vinnu Atlantshafsríkja. Þeir telja enn samvinnu Vestur-Þjóðverja við Bandaríkin nauðsynlega. Sömu aðilar harma enn fremur, að de Gaulle reyni að knýja fram sjálf- stæða stefnu sína án þess að ráð- færast við Vestur-Þjóðverja. Opinberir formælendur í Banda ríkjunum vildu ekki láta í ljós álit sitt á ummælum de Gaulles um að „undiroka sig Bandaríkjamönn- um”. Búizt er við, að Johnson for- seti verði beðinn að ræða ummæl- in á blaðamannafundi sínum á morgun. Hins vegar er talið í Was- hington, að ummæli de Gaulles hafi valdið bandarískum ráðherr- um vonbrigðum. Formælandi bandaríska utanrík isráðuneytisins hafnaði tillögu de Gaulles um alþjóðlega ráðstefnu um Suðaustur-Asíu. Hann kvað enga breytingu hafa orðið á af- stöðu Bandaríkjanna. Varðandi Víetnam, Laos og Kambódíu vildu Bandaríkjamenn að allir aðilar stæðu við skuldbindingar sínar samkvæmt Genfar-samningunum. Sagt er, að ummæji de Gaulles séu of mikilvæg til þess að opin- berir aðilar vilji láta í ijós skoð- un á þeim strax. Sumir telja nokkr ar athugasemdir de Gaulles úr- slitakosti á hendur stjórninni í Bonn. Evrópa, sagði de Gaulle. Það er að segja, hún verður að lifa sjálf stætt og hafa sjálfstæða stefnu, sagði hann. Hann bætti því við, að hann hefði enga trú á „yfir- þjóðlegum" stofnunum, er fram- kvæma sameiginlega löggjöf. slíkt gætu aðeins stjórnir hinna einstöku þjóða gert. De Gaulle sagði enn fremur, að Evrópa væri nú í þann mund að takast á herðar sinn hluta ábyrgð arinnar, og þetta væri einnig í þágu Bandarikjanna, enda væru vandamál þau, sem uppi væru, svo flókin að Bandaríkjamönnum væri um megn að leysa þau. De Gaulle sagði, að ný Genfar- ráðstefna yr,i að fjalla um ástand ið í Suðaustur-Asíu og á ný yrði að banna sérhver erlend afskipti af málefnum ríkjanna á þessu svæði. Hann sagði, að tvö mikilvæg skilyrði væru fyrir því, að ráð- stefna í Genf bæri árangur. í fyrsta lagi yrðu öll þau riki, sem hafa borið eða bera ábyrgð á framtíð svæðisins, þ. e. Frakk- land Kina, Sovétríkin og Banda- ríkin, að vera staðráðin í að láta ráðstefnuna bera árangur. I öðru lagi yrði nauðsynlegt að veita öll- um ríkjum Indó-Kína víðtæka efnahags- og tækniaðstoð. De Gaulle sagði, að fyrstu kjarn orkuflugsveitir Frakka væru starf hæfar og tækju til starfa á þessu ári. Hann spáði því, að á næstu sex árum mundi franski kjarn- orkuheraflinn hafa 150 sprengju flugvélar búnar kjamorkuvopnum og 2000 eldflaugar. De Gaulle kvað þá sem andvíga væru frönskum kjamorkuherafia m. a. vera menn, sem vildu koma á einræði og vildu ekki að Frakk- land gæti varizt austrinu af eig- in rammleik. í hópi andstæðis- manna væru einnig menn, sem vildu að Frakkland væri banda- rísk hjálenda. De Gaulle staðfesti að hann hygðist fara í ferðalag til róm- önsku Ameríku í haust. Blaðamannafundurinn stóð í fimm stundarfjórðunga. (Gauilewater: Sjá grein á bls. 7). Thant segir Kýpur brjóta samninga London og Níkósíu, 23. júlí (NTB - Reuter) Aðalframkvæmdastjóri SÞ, U Thant, skoraði I dag- á Kýpurstjórn að hætta að takmarka ferðafrelsi hersveita SÞ. Hann kvað það brjóta í bága við samning SÞ og Kýpur um gæzluliðið, að varðflokk um SÞ væri meinað að fara til hafnarinnar í Limassol og annarra svæða. Framkvæmdastjórinn lét í ljós ugg sinn vegna framvindunnar á Kýpur og vissra staðreynda er varða hlutverk og starfsemi gæzlu sveita SÞ. Hann kvaðst óttast, að ástandið versnaði til muna ef gæzlusveitir SÞ gætu innt starf sitt af hendi. Orðsending U Thants til Kýpur stjórnar var birt í aðalstöðvum SÞ í New York í dag. Hann birti einnig tilmæli til leiðtoga tyrk- neska minnihlutans á Kýpur, þar sem hann bendir á ,að vopnum og hermönnum hafi verið smyglað til svæða, sem eru á valdi Kýpur- Tyrkja. ) ★ U Thant ræddi í dag við Sir Alec Douglas-Home, forsætisráð- herra Breta, í eina klukkustund um Kýpur-málið. Seinna hélt hann áfram viðræðum sínum við Butler utanríkisráðherra og Sandys sam- veldismálaráðherra. Ástandið f Suður-Rhodesíu og Brezku Guiana og mörg önnur alþjóðamál voru einnig á díigskrá. , ★ Kýpurþing samþykkti ein- róma í dag áskorun þess efnis, að brezkum hersveitum verði vikið úr gæzluliði SÞ. í ályktun þings- ins segir, að brezku hermennirnir hafi dregið taum Tyrkja, og þess vegna hafi þeir ekki gegnt því starfi, sem þeim hafi verið ætlað að gegna. Framhald á 13 síðu Negrar krefjast brottvikningar lögreglustjóra New York, 23. júlí (NTB - AFP - Reuter) LEIÐTOGAR bandarískra blökku manua kröfffust þess í dagr aff lög- reglustjóra New York, Michael J. Murphy, yrffi vikiff úr embætti vegna affferffa þeirra, sem lögregl- an hefði beitt í kynþáttauppþot- unum í Harlem og Brooklyn. 1108 blökkumannaleiðtogar báru fram þessa kröfu fyrir hönd allra helztu" samtaka blökkumanna. — Einnig kröfðust þeir, að blaðafull- trúa lögreglunnar, Walter Arm, og eftirlitsmanni þeim, sem stjórnar aðgerðum lögreglunnar í Harlem, yrði vikið úr embættum sínum. Ritari framfarasamtaka blökku- manna (NAACP), Roy Wilkins, hafnaði þeim fullyrðingum, að kommúnistar stæðu á bak við kyn- þáttaólguna. Óstaðfestar heimild- ir herma, að öfgamenn til liægri iWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWM Barry heldur fund með LBJ WASHINGTON, 23. júlí. (NTB-AFP). — Forsetaefni repúblkana, Barry Goldwat- er öldungadeildarmaffur og Johnson forseti halda fund til aff ræffa mannréttindamál iff og kosningabaráttuna, sem fyrir dyrum stcndur á morg- un í Hvíta húsinu. Goldwat- er hefur áffur Iýst því yfir, aff hann vilji halda mannrétt- indamálinu fyrir utan kosn- ingabaráttuna og forffast allt scm aukiff geti ágreininginn. Goldwater sagffi í dag, aff hann gæti affeins harmaff þaff iaff nokkrir leifftogar repú- blikana neituffu aff styffja hann. Aff hans skoffun ættu allir repúblikanar aff standa saman. Hann kvaffst vilja boffa til fundar allra foringja flokksins til aff koma aftur á ciningu í flokknum. HHWWWWWWWVIWWWWWWWWWWWWV séu einnig viðriðnir gerðirnar., Skömmu eftir að Wagner borg- arstjóri skoraði á New Yorkbúa að vera rólega var ruplað og rænt f Brooklyn. Lögreglan skaut á nokkra blökkumenn, sem gerðust sekir um rán, og þrír þeldökkir blökkumenn særðust. Aðrir blökku menn brutu um 200 rúður verzlana og grýttu lögreglumennina. Á tveim sólarhringum hafa 16 manns særzt í óeirðum í Brook- lyn, m. a. 10 lögreglumenn. 227 manns hafa verið handteknir. í óeirðunum í Harlem hefur einn blökkumaður beðið bana og 118 særzt þar af 36 lögreglumenn. 202 hafa verið handteknir, og upp— víst hefur orðið um 117 rán. FBÍ, sambandslögreglan, rann- sakar fréttir um, að samtök öfga- manna standi á bak við kynþátta- óeirðirnar. Bandaríski kommún- istaflokkurinn hefur ncitað því, að hann sé viðriðinn málið. Wag- ner borgarstjóri segir FBÍ hafa útvegað borgarlögreglunni stór- merkilegar upplýsingar. Wagner sagði í ræðu sinni í gær- kvöldi, að ólöglegt athæfi, m. a. andspyrna gegn lögreglunni, sem ætti að halda uppi lögum og réglu, yrði ekki látið viðgangast. Hann gerði grein fyrir ráðstöfunum f níu liðum, þar sem m. a. er sagt, að rannsakaðar verði fréttir um hrottaskap lögreglunnar. Gert er ráð fyrir aukinni samvinnu við sambandsyfirvöld, nánara sam- bandi borgarstjóra og minnihluta- hópa og víðtækri áætlun um, iðn- menntun æskufólks. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. júlí 1964 J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.