Alþýðublaðið - 24.07.1964, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 24.07.1964, Qupperneq 6
AR HJÁLP TIL VANGEFINNA Svipurinn á konunni, sem myndin hér að ofan er af, kem- ur okkur kunnuglega fyrir sjón ir. Það er ekki að undra, því að þetta er frú Eunice Shriver, systir Kennedys heitins for- seta Bandaríkjanna. Ættarmótið leynir sér ekki, dökkjarpt hár, djúpblá, athugul augu, — og geislandi bros. Myndin var tekin í Dan- mörku, þar sem hún var á ferð fyrir nokkrum dögum. Eunice er gift John Shriver, foringja amerísku friðarsveitanna. Þau hjón reka í sameiningu 12 skóla fyrir vangefin börn,' sem komið hefur verið á fót fyrir fé úr hinum miklu sjóðum Kennedy- fjölskyldunnar. Áhugi Kennedyfjölskyldunn- ar á málum vangefins fólks vaknaði þegar hún fékk að kynn ast þeim af eigin raun, eri eiri dætra Josephs gamla Rose- mary, er einmitt vangefin. Þegar þau John og Eunice gengu í hjónaband tóku þau að sér það verkefni, að stjórna hjálpinni við vangefna. Það eru ekki neinar smáupphæðir, sem fjölskyldan hefur veitt til þess- ara mála, ein milljón dollara ár lega síðastliðin fimmtán ár. Starfsemin hefur ekki verið einskorðuð við Bandaríkin, — heldur hefur talsverð áherzla verið lögð á upplýsingastarf- semi til annarra landa og reynt að skapa skilning milli landa á þessu sviði. í þessu augna- miði hefur frú Shriver ferðazt talsvert um heiminn. Á blaðamannafundi, sem frú- in hélt í Danmerkurförinni, — sagði hún, að með mikilli elju og umhyggju og viðleitni til að þroska sterkustu hliðar hvers H einstaklings, mætti ná svo langt p með margt mjög greindarvana § fólk, að það gæti leyst einhver p störf af hendi sjálfum sér og l| öðrum til gagns og ánægju. y Hún nefndi rannsóknir, sem §f gerðar voru í Bretlandi fyrir B stuttu, er sýna fram á, að jafn jj vel hjá börnum með greindar- ■ vísitölu undir 50 er talsverð isj þroskavon. Hún sagði, að í • Bandaríkjunum væru nú miklar B vonir bundnar við kennsluvél- B ar, sem gætu orðið til mikillar B hjálpar við kennslu vangefins fólks. Frú Shriver gat þess í lokin, að löggjöf Kennedys heitins forseta um stuðning hins opin-’ bera við vangefna, ætti tals- verða fyrirmynd í dönsku lög- gjöfinni um þetta efni. i ' Dr. Eric Gerrard, brezkur kvennalæknir, sagði í ræðu, sem hann hélt á brezku læknaþingi, að töflur til getnaðarvarna gætu verið stórvarasamar við stöðuga, langvarandf notkun. Þessi aðvör- un, sem lfeijnirinn gaf hinn 20. þessa mánaðar, er sú sterkorðasta sem gefin iiefur verið gegn töflum af þessu’ tági. Dr. Gerrard sagði: — Það er vitaskuld fúllljóst, að frá sjónar- miði -þeirra kvenna, sem nota töfl- ur, eru þær* mörgum kostum bún- ar. : - Gallinn er hins vegar sá, að fjöldi fólks, þar á meðal ég, telur vafasamt, að þessi aðferð til að hindra getnað, sé skynsamleg til langframa. Læknirinn útskýrði, að þessi lyf liefðu áhrif á starfsemi heila- díngulsins óg breytt starfsemi Framh. á b s. 10. g 24. jjií 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Vannýtt orka Hárgreiðslumaðurinn Mieha- el lyftir á stærri myndinni hár- lokki, sem er um tíu þúsundasti hluii úr grammi að þyngd. Það er í vinnutímanum, sem hann stundar þessa iðju. í frístund- unum hefur hann talsvert ann- að fyrir stafni. Þá æfir þann af kapoi fyrir Ólympíuleikana í Tókíó, en þar ætlar hann að kepaa fyrir Bretland í lyfting- um. Á hárgreiðslustofunni heit- ir hann Michael, en meðal vöðvamanna er hann kallaður Mike Pearman. — Ég býst við, segir Michael Mike, að þetta þyki nokkuð svo skrítinn samsetningur áhuga- mála, en ég er búinn að stunda lyftingar í tíu ár, frá því ég var 13 ára, ég byrjaði á þeim löngu áður en mér datt hár- greiðsian í hug.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.