Alþýðublaðið - 24.07.1964, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 24.07.1964, Qupperneq 7
<,11111111111111111111111111111 GAULLEWATER |y|IKILVÆGASTA staðreyndin 1 í sambandi við tilraun de Gaulles forseta til að taka við forystu Vestur-Evrópu af Banda ríkjamönnum er sú, að hann hefur alls engan hljómgrunn fengið. Engin önnur ríkisstjórn í Evrópu hefur sýnt snefil af/ áhuga á tilraunum hans, og enginn stjórnarandstöðuflokkur hefur heidur.gert hans málstað að sínum. Eini stjórnmálaflokkurinn, sem fús er til að fallast á gauli- ismann og einhver áhrif hef- ur, er Kristilega sósíalasani- bandið (CSU), 'hinn bæverski armur vestur-þýzka stjórnar- flokksins. Og jafnvel í þessu tilviki er gaullisminn of ljóst heiti á hinum ruglingslegu hug. myndum og markmiðum, sem sameina eins ólíka menn og lýðskrumarann Franz-Josef Strass og hinn íhaldssama að- alsmann, Guttenberg barón. Ueimsókn de Gaulles til Bonn 11 í júlibyrjun, en í fylgd með honum voru níu ráðherrar, fór gersamlega út um þúfur — svo gersamlega, að de Gaulle kaus að segja vestur-þýzkum blöðum frá því, í von um að beina al- meuningsálitinu • gegn Erhard. En aðeins urðu smáýfingar á yfirborðinu. Jafnvel tilraun Adenauers til að hefja aðgerðir gegn eftir- manni sínum fór út um þúfur. Erhard getur sagt um Adenau- er eins og Eskliol í ísrael mun hafa sagt um Ben Gurion: Þeg- ar hann sat við völd var ég De Gaulle 4- Goldwater = Gaullewater einn þeirra, sem til greina gátu komið sem eftirmaður hans. Þegar ég hef nú tekið við völd- unum kemur hann ekki til greiha í staðinn fyrir mig. Helzti veikleiki stefnu de Gaulles er sá, að hann getur aðeins boðið upp á andbanda- ríska afstöðu, en enga áþreif- anlega stefnu, sem komið geti frekar til greina en þau form samstarfsins, sem Bandaríkin og Vestur-Evrópa hafa með sér á ýmsum sviðurh í dag. Auk þess hefur hánn alltaf átt erfitt með að fallast á málamiðlun, jafnvel við vini sína. Frá hans baejardyrum séð, er samvinna einstefnuajcstur. Jafnvel hrifnustu aðdáendur. hans i Bonn hljóta að hafa átt erfitt með að kyngja þeim átöl- um hans í garð vestur-þýzku stjórnarinnar, að hún styðji ekki stefnu hans í Suðaustur- Asíu, þar eð hann gerði ekkert til þess að skýra Bonn-stjórn- inni fyrirfram frá þeirri ákvörð un sinni, að viðurkenna Peking stjórnina og leggja til að Víet- nam verði gert hlutlaust. Áhugasamir fylgismenn Efna- hagsbandalagsins geta talið bandalagið koma frekar til greina en samband Atlantshafs- rikja, en de Gaulle krefst skil- yrðislausrar uppgjafar aðildar- ríkjanna, án þess einu sinni að skýra þejm í einstökum atrið- um frá stefnunni, sem Frakkar hyggjast fylgja. Tilraunirnar til að blása nýju lífi í hreyfinguna til pólitískrar, einingar Evrópu hafa því ekki borið ávöxt. Tillögur Efnahagsbandalags- ins sjálfs um pólitíska einingu hafa strapdað á gagnstæðum hagsmunum og viðhorfum að- ildarríkjanna. Frakkar eru ó- sammála félögum sínum í banda laginu um flest mikilvæg al- þjóðamál. Ef stofnanir þær, sem komið var á fót fyrir átján mánuðum til að hrinda fransk-þýzka sam- vinnusáttmálanum í fram- kvæmd, hafa ekki getað brúað bilið milli stjórnanna í Bonn og París, er erfitt að sjá hvern- ig nýtt skipulag tmundi geta skapað einingu milli allra ríkj- anna sex. I\e Gaulle getur nú gert sér v vonir um, að Goldwater muni beina, almenningsálitinu í Ev- rópu frá Bandaríkjunum. Hvað þetta snertir er hér óefað um að ræða hættu fyrir samstarf Atlantshafsríkja. Við getum kannski útilokað sigur Goldwaters yfir Johnson, þótt pólitískum spámönnum hafi verið gerð skömm til með tilnefningn hins umdeilda öld- ungaþingmanns. En hvað hinn venjulega Evrópumann snertir, er það eðlilegt að leggja mikla áherzlu á fylgi beggja frambjóð enda í forsetakosningunum. Stefna Goldwaters er auk þess spegilmynd af stefnu de Gaulles — þeim bandamönnum, sem þess óska, verði veitt að- stoð á sviði kjamorkumála og bundinn verði endi á allar samn ingaumleitanir við Iírústjov. Sumir stjórnmálafréttaritarar í Evópu hafa því dregið upp mynd af nýrri persónu í stjórn málunum, sem ógnar Atlants- hafsbandalaginu: De Gaulle- water. Þótt hið versta gerðist og Goldwater tækist að vinna Framh. á bls. 10 ATTRÆÐUR: í DAG, 24. júlí, á einn hinna dugmiklu Vestfirðinga, Hannes Ólason, verkstjóri í Hnífsdal, átt- ræðisafmæli. Hannes er fæddur á ísafirði 24. júlí 1884. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Þórðardóttir og Óli Hannesson, sjómaður á ísa- firði. En Óli, faðir Hannesar, drukknaði, er drengurinn var á 1. ári. Hannes var yngstur þriggja systkina. Systur hans, Júlíana og Ólína, eru nú báðar látnar. Ilann- es ólst upp á ísafirði hjá móður sinni ásamt Júlíönu, en Ólína ólst upp á Bakka í Hnífsdal hjá Þor- varði Sigurðssyni og Elízabetu Kjartansdóttur. Strax á barnsaldri þurfti Hannes að hefja erfiðis- vinnu tiÞað létta undir með móð- ur sinni. í þá daga var ekki um önnur störf að ræða en þau, sem byggð- ust á fiskveiðum, annaðhvort veiðimennskan sjálf eða verkun aflans. Hannes stundaði á ungl- ingsárum sínum marga vertíðina, sjóróðra í Hnífsdal, og þar kom, að hann fluttist þangað alfarið um tvitugsaldur með móður sinni og fósturföður, Jóhannesi Þor- steinssyni, og hefui; Hannes því verið búsettur í Hnífsdal um sex- tíu ára skeið. Ávallt hefur hann átt heima á „Bökkunum” og nú er heimili hans að Hreggnesa 10. Eftir að Hannes var orðinn heimilisfastur í Hnífsdal hélt hann áfram að stunda þar sjó- róðra og alla algenga vinnu, er til féll, en á árum fyrri heims- styrjaldarinnar tekur hann, við verkstjórn hjá Jónasi Þorvarðs- syni kaupmanni, er rak þá og um margra ára skeið með myndar- brag, saltfiskverkun, útgerð og verzlun auk búskapar, að Bakka. Verkstjórastarfinu gegndi Hann- es fram til 1934, að nýir eigend- ur komu að fyrirtækinu, er síðan hlaut örlög margra slíkra fyrir- tækja, að hverfa sem slíkt fytir breyttum tímum. Það var á verkstjóraárum Hann- esar, sem ég kynntist honum all-1 náið, er ég á unglingsárum mín- um vann undir hans stjórn. Af kynnum mínum af honum þá og síðar tel ég hann harðgreindan, stálminnugan, vel lesinn og hinn mesta drengskaparmann. Hannes Olason Oll framkoma hans við okkur unglingana hlaut að kalla á vax- andi þroska okkar bæði til orðs og æðis. Eg man engan mann, sem ég á þeim tíma lærði meira af í hnyttn- um tilsvörum og að verða ekki orðvant. Þá gleymist mér aldrei dugn- aður hans og ósérhlífni í starfi. Það væri ekki lítilsvirði að tii' væru kvikmyndir, er sýndu vinnubrögð fólks á fyrri helm- ingi þessarar aldar og ekki kæmi mér á óvart, þó að slikar myndir sýndu, að handbrögð Hannesar Ólafssonar væru þar hin snörustu og þrek hans og dugnaður slíkt, að nú mundi talið ofurmennum einum. að standa þar jafnfætis., Samvizkusemi. hans í öllum störfum var viðbrugðið. Síðan jHannes lét a£ verkstjórn, hefur hann stundað ýmsa vinnu en þó einkum vegayinnu. Hánn vann rru a. að vegagerð á Kirkjubólshlíð, Framhald á sítfu 10. A A næsta fundi Norður- | landaráðs verður ineðai ann- j ars rætt um það, hvort ekld j skuli tekinn upp sá hattur j á Norðurlöndum að gefa út j vegabréf, sem gildi í tiu ár.; j Þau vegabréf, sein nú eris gefin út, gilda aðeins' í iimm i ár. ; A Fertugur Banáaríkjá- ; maður, Wayne Vétteriein,' i hyggst. sigla einsamall yfir' Atlantshaf á 33 feta skútu. Hann ætlar að íyígja sömis leiff og víkingarnir gerffu.1 Vetterlein kom tyrir tveim,- ur dögunt til Lerwick í'■ Skotlandi, en mun nu iagð-' ur af staff þaffau áleiffis tií - íslands. Héffan heidur hann svo til Grænlands, og þaffan til Kanada. A Þaff hefur komiff i ljós í Osló, aff þrátt iyrir mikla fjölgun sjónvarpstækja, .— minnkar affsókn aff kvik- myndahúsum ekki. Brúttó- tekjur kvikmynaanusanna í Osló og nágrenni eru þaff sem af er árinu um U0 millj. ísl. króna, og er þaff mjög svipaff og um þetta leyti í fyrra. A Bílaþjófnaffir júkust tini 11%. í Bandaríkjunum á ár- inu, sem leiff. Þar er nú orffiff mikiff vandamái hve mikiff er um þaff, aff bíiar séu skildir eftir á götuœ, númer og önnur. skilríki tek- in úr þeim, og siffan kemur þaff í hlut Iögreglunnar afi koma þeim tU brotajárns- sala. Þaff hefur nefnilega j komiff í Ijós, aff þetta er c- dýrasta leiffin tii aff iosna ; við gamla bíia. A Savannah, fyrsta kjarn- | orkuknúna farþega- og vöru 1 flutningaskipiff, sem smiffað = hefur veriff, leggur iruian j skanims af staff í fcrd til jj Norðurlanda. Buizt er vio j j að skipiff komi til Ösló 18. j E ágrúst. Þaff mun einnig kcma j j til Kaupmannahafnar, Heís- j ingjaborgar og Málmeyjar. | A Lögreglustjórinn í Ist- j anbul kvaff nýlega upp þann | úrskurff, að tyrkneskar kou- I ur mættu ekki khertas.t j brjóstahaldaralausum baff- j ■ fötum á baffströndum við 1 borgina. Hins vegar bann- | aði hann erlendum koíium i ekki aff ganga þannig kiædd- j- ar, svo fremi, aff þær liéldu i sig á baffströndum, sem | væru í einkaeign. A tiiiiuiiiiiii i < i <crmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii(itiiiii^i ALÞÝÐUBLAOtÐ — 24. júlí 1964 ímiiiíiiiWÍJIIF iwir<r mi W íiiiirtriiiiminraf ^ö»iiirtiin«HÍ«imiii>ininiÍBÍiHirfiiiinimii:i

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.