Alþýðublaðið - 24.07.1964, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.07.1964, Blaðsíða 8
iiuniHiHniiiiiiiiiiiiuiiHiitiiiiiiiiitiiiiitiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiHiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiii'iik iVfUiiiHiiiiiiuimiiiiiiinmimi 111111* r r i iiimiiiimiiiiimiMiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimuiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiijiimiiimmi 'vtiiiiiimiiiiiiHimMnHHHimimmiiiimiiiiiiimimmmiiiiiiMiiimiiHiimiiiiiiiiiiiir i.iiiiiiinimmmiiirimMnniniiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiimiiminiiimiitv^ HANS OG GRETA m % f ! Norræna lýðhá- skólanum lokið Er hér var komið sögu ját- aði forlagið Barmeier & Nikel í Frankfurt (sem gefur eingöngu út gamansögur og tímarit), að bók þess væri ekkert annað en gys um alþýðlegt fornleifagrúsk. Öll skjölin, teikningarnar og ljós myndirnar voru verk höfundar- ins, Hans Traxlers. Þessi uppljóstrun kom ná- grönnum Traxlers síður en svo á óvart. Traxler hafði lengi ver- ið kunnur fyrir að vera ófor- betranlegur háðfugl, en þótt al- menningi væri skemmt gætti einnig nokkurrar gremju. Sumir, sem keypt höfðu bók- ina, heimtuðu að fá peninga sína endurgreidda, vísindaútgef endur erlendis, sem höfðu staðið í samningum um rétt til að þýða bókina, drógu reiðir tilboð sin til baka, en útgefendur, sem áhuga hafa á góðri kímni komu með önnur tilboð í staðinn. Og nokkrir vísindamenn sendu gremjuleg bréf, þar sem þeir neituðu að hafa nokkurt frekar samneyti við herra Ossegg, öðru nafni Traxler. Aðeins einn vestur-þýzkur kaupmaður, sem er þjóðsagna- fræðingur í frístundum, sést enn grafa í Spessartskógi. „Sannleik urinn um Hans og Grétu“ hefur náð svo sterkum tökum á honum að hann telur, að eitthvert sann- leikshorn kunni að leynast í bók inni þrátt fyrir allt. Reykjavík, 23. júlí - HKG NORRÆNA Iýðháskólanum á ís- landi var sagt upp í dag, Skóla- stjórinn, Arne Hyldkrog hefur lát- ið þau orð falla, að hann sé mjög ánægður með sumarnámskeiðið, sem nú var aff Ijúka. Skólastjórinn segist vera ánægð- ur með þátttökuna, nemendur hafi ekki mátt vera fleiri, ef þeir hafi átt að komast fyrir í Sjómanna- skólanum, og einnig dagskrá námskeiðsins. í_skólanum voru aðeins 44 rúm fyrir, svo að flytja varð 20 rúmstæði frá Danmörku til viðbótar svo að allir hinir 63 nemendur og aðstoðarfólk fengi rúmpláss. Dönsku rúmstæðunum var komið fyrir hér og þar í laus- um skóiastofum og svo framvegis, en einn nemanda varð að láta sér nægja að sofa í vistarveru, sem ætluð var fyrir kústa og hreingern ingatæki. En skólastjórinn segir, að allir hafi unað hag sínum vcl. Skólastjórinn kveðst vona, að árangurinn af þeim áhuga, sem námskeiðsforstöðumenn hafa orð- ið varir við, verði, að hér á íslandi rísi norrænn lýðháskóli, sem hljóti viðurkenningu sem slíkur hérlend- is. Ef hann hljóti slíka viðurkenn- ingu hér, muni viðurkenning ann- arra Norðurlanda fylgja í kjölfar- ið, en það leiði aftur til þess, að nemendur þaðan fái eðlilega fjár- styrki til dvalar á skólanum. Skólastjórinn leggur áherzlu á, að Chr. Bönding ritstjóri eigi drýgstan þátt í því, að þessi skóli var settur á stofn hér, - en Bön- ding hefur um árabil starfað fyrir og á íslandi. Án þeirra mikilsverðu sambanda, sem Bönding hefur hér, hefði orðið erfitt að koma þessu í kring, segir skólastjórinn. Og hann kveðst vona, að þeir Bönding geti starfað saman að sameiginlegum áhugamálum. Framh. á 13. síðu. EINU SINNI var heiðvirður vestur-þýzkur kennari, sem hét Georg Ossegg og varði frístund um sínum til að lesa gömul þýzk ævintýri. Dag nokkurn, þegar hann var á gangi um Spessart- skóginn, fannst honum allt í einu, að hann hefði gengið þenn an sama vég áður. En Ossegg hafði á röngu að standa. Hann hafði séð myndir af þessu umhverfi í fyrstu út- gáfu Grímms-ævintýranna. Þeg- ar góði kennarinn komst að raun um, að hann gekk eftir sama veg inum og Hans ág Gréta, sögu- hetjur hins fræga ævintýris, gengu, vaknaði með honum hinn kunni þýzki vísindaáhugi. Hein rieh Schliemann var haldinn þess um sama áhuga þegar hann fann rústir Trjóu. Ossegg gekk um skóginn og að því er segir í hinni nýútkomnu bók hans, „Sannleikanum um Hans og Grétu”, fann hann hús nornarinnar og sannleikann um nornina. Ótrúlegt fjaðrafok varð vegna útkomu bókarinnar. Sér- fræðingar í þjóðsögum og ævin týrum og fornleifafræðingar frá mörgum löndum buðu aðstoð. Kennarar fóru með nemendur sína til Spessart til að skoða hús nornarinnar og blöðin fjöiyrtu mjög um málið. Sum tóku nei- kvæða en önnur jákvæða afstöðu og fyrirsagnimar voru m. a. á þessa leið: „Flett ofan af þýzku ævintýri", „Ósvífinn áróður gegn Grimm-bræðrunum“ og „Voru Hans og Gréta morðingjar?" Fræðagrúskarinn Ossegg var hafður að spotti og háði, hann sætti ýmist lofi eða gagnrýni fyr ir að hafa lesið ævintýrið, eins og venjulega frásögn og dregið sínar ályktanir eftir því. Þegar hann hafði fundið staðinn þar sem hús Hans og Grétu hlaut að hafa staðið, byggði hann upp aft- ur atburðarásina í ævíntýrinu. Hann fann grunn húss norn- arinnar, þar sem Hans og Gréta áttu að hafa gætt sér á á súkku- laðiþakinu, og gróf upp fjóra bakarofna, byggða úr steini, og auk þess beinagrind konu, að nokkru leyti brennda. Var þetta nornin? Rannsóknir leiddu í ljós, að konan dó vofeiflegum dauðdaga fyrir um það bil 300 árum. Hún var um 35 ára gömul og var ekki brennd fyrr en hún var liðið lík. Þessar staðreyndir gáfu Ossegg nýjar hugmyndir. í gömlum kirkjubókum og skjölum um galdraréttarhöld fann hann óhagganleg sannindi. Konan hlaut að hafa verið Kat- harina Schraderin, og sennilega fann hún upp sætabrauðið. Vegna leynilegrar uppskriftar hafði hún sætt illri meðferð bak arans Hans Metzler, sem ákærði hana fyrir að vera norn. Þegar hún var sýknuð myrtu Hans Metz ler og systir hans, Grete, hana í húsinu í skóginum, og tóku með sér flest sætabrauðsleynd- armálin til Núrnberg. (Á þýzku heitir ævintýrið Háns und Gret- el). Það var þetta sætabrauðsmál, sem setti fljótlega marga úr jafn vægi. Ritstjóri neðanmálsgreina blaðsins „Núrnberger Zeitung", sem áður hafði borið mikið lof á grúskarann, lýsti því yfir, að hann væri sammála hinum heimsfrægu framleiðendum Núrnberg-sætabrauðs um óafsak anlega skekkju í bókinni. Norn- in gat alls ekki hafa fundið upp sætabrauð, því að þegar árið 1487 dreifði Friðrik keisari III. sætabrauðum meðal 4000 barna í Núrnberg. Starfsmenn bakarís nokkurs í Vestur-Þýzkalandi komust fljótt að raun um, að Katherina heit- in hafði tekið uppskrift sína úr nýútkominni matreiðslubók fyrir tækisins og væri því enn í lif- enda tölu. Nokkur blöð, sem fyrst í stað höfðu ekki tekið eftir bókinni, létu nú ekki bein- Iínis ^ögur orð falla og mesta bókmenntagabb aldarinnar sprakk í loft upp. 8 24, júlí 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.