Alþýðublaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 3
SAIGON, 3. september (NTB- Eeuter). — Ngruyen Khanh hers- höfðingi tók aftur í dag við for- sætisráðherrastarfi sínu í Saigon eamtúnis því sem orðrómur var á kreiki um, að þrístjórn hers- höfðingjanna, sem Khanli sjálfur á sæti í, væri í upplausn. Khanh hóf í áag viðræður við leiðtoga búddatrúarmanna, kaþólskra manna og stærstu stúdentasam- taka til að koma aftur á þjóðlegri Bamheldni í Suður-Víetnam. Khanh forsætisráðherra fór frá Saigon til Dalat, sem er vinsæll ferðamannastaður, á laugardag- lnn eftir nokkrar pólitískar róstur 1 Saigon. Samkvæmt góðum heim lldum tók Khanh aftur við starfinu er Bandaríkjamenn höfðu heitið honum fullum stuðningi. Góðar heimildir herma, að fyrir hugaðri byltingu liðsforingja, sem styðja hinn svokallaða Dai Viet- flokk, hafi verið afstýrt á síðustu stundu í gærkvöldi. Ekki hefur tekizt að fá opinbera staðfestingu á fregnum um, að leiðtogi Dai Viet, dr. Nguyen Ton Hoan fyrrum varaforsætisráðherra, hafi fengið 48 klukkustunda frest til að fara úr landi. Segir af sér Framh. af bls. d2. bjóðandi Demókrataflokksins fyr lr nokkrum dögum. Andstæðingur hans er Kenneth Keatinng, frjálslyndur repúblikani sem skipar sætið sem barizt er um. Hann hefur tekið fram, að hann bjóði sig fram sem „óháður“ repúblikani og skuldbindi sig ekki til að styðja forsetaefni flokksins, íhaldsmanninn Barry Goldwater. 14 MEGA Framh. af bls bls. 1. kvæmd hverfaverzlunarinnar. Varð það til þess að fyrr í sumar var samþykkt ákvæði til bráðabirgða þar sem gert var ráð fyrir þvf, að bogarráð gæti heimilað verzlunum með sæmilegt vöruval að hafa op- ið til kl. 22 og skyldi áður leit- að umsagnar heilbrigðisnefndar og lögreglustjóra. Eru þessar 14 verzl anir þær fyrstu, sem fá heimild eftir bráðabirgðaákvæðinu. Á fundi borgarstjórnar í kyöld, þar sem leyfi verzlananna var afgreitt greiddu allir atkvæði með því að veita leyfin, nema kommúnistarn ir 3 svo og Sigurður Magnússon, kaupmaður, en hann var aðalhvata maður þess að upphaflega sam- þykktin var gerð. Töldu Sigurður og Böðvar Pétursson (K) að sam- þykktin myndi leiða til þess að samningar milli kaupmanna og verzlunarfólks' yrðu brotnir og væri það miður að borgarstjórn hvetti til samningsbrota. ÍSLENZKAR Framh. af bls. 12. Sovétríkin. Vildu þeir fá liann til aö útvega sér upplýsingar um flugstöð NATO á Keflavík- urflugvelli. Þaö, sem einkum gerir þetta athyglisvert og er talandi tákn breyttra tíma, er sú staðreynd, aö sá, sem beðinn var aö njósna, 32 ára gamall maöur, Ragnar Gunnarsson að nafni, var flokksbundinn komm únisti og er þaö enn, - a.m.k. var hann þaö enn í febrúar 1963. Eigi aö síður var það þessi sami kommúnisti, sem neitaði að veröa viö eindregnum kröf- um Rússa og skýrði íslenzku lögreglunni frá öllu saman og aöstoöaði hana meira aö segja við að upplýsa málið, svo aö hún gat staðið þá aö verki. Rússar höfðu lengi borið ví- urnar í Ragnar Gunnarsson. — Þegar hann var 22 ára gamall, var honum boðiö í þriggja vikna ferðalag til Sovétríkj- anna, þar scm honum ásamt átta öðrum ungum íslending- mn var sýnt hiö merkasta. Seinna reyndu svo Rússar að plægja jarðveginn, en liittu ekki á réttan mann eöa voru ekki búnir aö átta sig á því, aö tímarnir höfðu breytzt. Nú er svo komið aö það er ekki leng ur óhugsandi fyrir kommúnista að neita því að njósna fyrir So- vétríkin án þess aö telja sig svík.ja nokkrar skuldbindingar meö því og jafnvel að hjálpa til við að koma upp um njósnir þeirra. Árið 1945 geröu Whit- taker og Elizabeth Bentley FBI aðvart um njósnir Rússa í Bandaríkjunum og flettu ofan af þeim, en voru þó sjálf búin að taka þátt í þeim árum sam- an. Þannig létu þau ekki leng- ur blekkjast og lijuggu á tengsl sín viö kommúnismann aö fullu og öllu. Ragnar Gunnarsson neitaði að njósna, en var komin únisti eftir sem áöur. Ástæðan til þess, aö slíkt er nú mögulegt, er sú, að Sovétrík in eru ekki lengur hin heilaga móöir kommúnismans í augum kommúnista, heldur aöeins einn aöilinn'af mörgum, sem styðja hann. ÞaÖ er þetta, sem viröist hafa orðiö sovézku leyniþjón- ustunni fjötur um fót í Ieit hennar aö njósnurum. Ilinum hugmyndafræöilega grundvelli, sem löngum hefur veriö hægt aö höföa til, hefur veriö kippt undan njósnastarfscminni alls staöar nema í vanþróuðum ríkj- um”. HINN NÝI ambassador Mexíkó herra Antonio Armendaris afhenti í dag forseta íslands trúnaöaiv bréf sitt viö hátíðlega athöfn á Bessastöðum. NEYDARÁSTAND I MALAYSfU jww%wivvmw'mvww%%%wwi%wuwwwwwww Kúala Lumpur, 3. sept. (NTB-Reuter) ST.TÓRNIN í Malaysíu lýsti í dag yfir neyöarástandi í öllu landinu vegna síöustu landgöngu indónes- ískra hermanna í Suöur-Malaya. Neyðarástandið gengur í gildi á morgun. Þegar í dag sló í bardaga með stjórnárhersveitum og indónesísku fallhlífarhermönnunum, sem varp að var niður í.frumskóginn í fylk- inu Johore í gær. Barizt var ná- lægt bænum Labis og a. m. k. fjórir Indónesar féllu. Forsætisráðherra Malaysíu, Tun -ku Abdul Rahman' sagði í dag að hann mundi gefa Öryggisráði SÞ skýrslu um síðustu árasir Indónesa í Suður-Malaya. Hann kvað her- afla Malaysíu mundu grípa til neuðsynlegra ráðstafana, en sagði ekki nánar hvað hann ætti við með þessu. Stjórnin hefur þegar fyrir- skipað, að allar fjandsamlegar flugvélar, sem fljúga í lofthelgi Malaysíu, verði skotnar niður. í höfuðborginni Kuala Lumpur er sagt, að um 30 indónesískum fallhlífahermönnum hafi verið varpað niður í gær á Labis-svæð- inu, Þar voru fyrir um 40 indónes- ískir skæruliðar síðan þeir voru settir á land 7. ágúst, og leituðu hælis á fenasvæðinu við Pontian. Útgöngubann var þogar fyrirskip- að á Labis-svæðinu. Góðar heimildir herma, að indó nesísku hermennirnir séu úr liði því, sem réðist inn í Hollenzku Vestur Nýju Guineu. Þeim var varpað úr flutningavélum af gerð- inni C-130 Hercules. Indónesíska utanríkisráðuneyt- ið bar til baka í dag fréttimar um að indónesískum fallhlífaher- mönnum hefði verið varpað niður í Suður-Malaya. Opinberir aðilar, blöð og útvarp þegja um landgöng una og Malaysíu-deiluna, en búizt er við að Sukarno gefi yfirlýsingu á morgun eða laugardaginn. Talsmenn utanríkisráðuneytis- ins í Djakarta kváðu fréttirnar hreinan uppspuna. Malaysíustjórn vildi finna átyllu til árása gegn Indónesíu og búið þessar fregnir til. Tunku Abdul Rahman sagði, að Indónesar hefðu ekki getað sett menn á land í Malaya án aðstoðar malayískra stuðningsmanna. Hann lagði áherzlu á, að ákvæðin um neyðarástand miðuðu að því að wwwwwwtw«»www» Fundur kjör- dæmisráðs Vestfjarða KJORDÆMISÞING AI- þýöuflokksins á Vestf jöröum kemur saman til fundar næst komandi sunnudag kl. 2 e. h.í í Alþýöuliúsinu á ísafiröi. Auk þingfulltrúa munu trún aöarmenn flokksins víös veg ar að af Vestfjörðum sitja þingið. Eru menn hvattir til aö koma slundvíslega. Á fund inum flytja ræður þeir Emil Jónsson, félagsmálaráðherra, formaður Alþýöuflokksins og Birgir Finnsson alþingismað ur. bæla alla andspyrnu niður, hvtrf sem hún kæmi utan að eða innaa, Ástandið væri hættulegt öryggl ríkisins, en landið mundi mæta hættunni. Varnir landsins yrði» efldar og gripið yrði til ráðstafana til varnar óbx-eyttum borgurum hvarvetna í Malaysíu. Foi'mælendur í London ítrck- uðu í dag loforð Breta um aila hugsanlega og nauðsynlega aðstoð. Ástralíustjórn var kvödd til skyndl fundar. HIVWHMHMMMHWMHWW NIKOSÍA, 3. sept. (NTB-Raut- er). — Góðar heimildir í Nikosíu hermdu í dag, að utunríkisráðherra Kýpur, Spyros Kyprianou, mundi halda til Moskvu innan tu daga. Tilgangur heimsóknarinnar veröur sá, að leita eftir formlegri trygg ingu fyrir sjálfstæði Kýpur ef á landið verður ráðizt. Einnig verö ur rætt um efnahagsaðstoð og ef til vill hernaðaraöstoð. ÁRÁS Fi-amh. af bls bls. 1. benzínafgreiðslu Þróttar og vav hann á leið heim til sin urn klukk an 11. Var hann með nestistösk- una i hendinni og peningatöskuna undir hendinni. Á leiðinni heím, en hann býr í Stórholti 30, Varð hann var við, að maður geklc í hunt átt á eftir honum. Hann sinnti því ekki frekar, en þegar hann koia á móts við Stórholt 16, kom maíj ur út úr húsasundi og blistraði. Sá sem var á eftir Ilirti í'éðist þá 3 hann og greiddi honum högg undi ir hökuna, greip nestistöskuna og hljóp á brott ásamt þeim, sem koM ið hafði út úr húsasundinu. Gerðl Hjörtur tilraun til þess að veita þeirn eftirför, en missti von bráð ar sjónar á þeim. í sömu svifum og ái-ásin var gerð átti bifreið leið framhjá og gerði Hjöi-tur tilraun til þess að kalla S bifreiðastjórann, en hann mun ekki hafa heyrt í honum. Verið getur að bílstjórinn geti gefið ein hverjar upplýsingar og eru það tilmæli rannsóknarlögreglunrax, að hann gefi sig fram. Þá má geta þess að í nestistcsll unni, sem þjófurinn tók var silftuf skeið rnerkt HJ. , ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. sept. 1964 $ Khanh tekur aftur völdin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.