Alþýðublaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 6
„Ég trúi því ekki, að maðurinn minn sé dáinn“ BLAÐAMAÐUR á danska blaðinu Aktuelt hafði ný- lega 'viðtal við frú Nhu, fyrjrverandi fyrstu frú í Suður-Vietnam, — hana, sem hlotið hefur auk- nefnið Drekafrúin. Frú Nhu býr um þessar mund- ir á búgarði mágs síns, sem áður var erkibiskup kat- ólskra í Suður-Vietnam. — Dóttir frúarinnar nemur læknisfræði í Rómaborg samkvæmt ósk föður henn- ar, að því er frúin segir. Frú Nhu segist ekki trúa því fyrr en hún taki á, að eiginmaður hennar og mág- ur séu ekki lengur í lifenda tölu. Maðurinn minn var með stóran fæðingarblett á kinninni, segir hún. Allir Suður-Vietnam-búar vissu það, — en þeir, sem sáu líkin, sem sögð eru hafa verið af forsetanum og bróð- ur hans, — sáu þetta ekki. FRÚ NHU segist enga sönnun liafa, þótt birtar hafi verið mynd- ir af líkum bræðranna, þar sem klæði þeirra voru blóði drifin. i— Eg bað um dánarvottorð, en féjrk ekkert, segir fegursta og gijimmasta kona austan Suez- skjurðar, — og neitar að trúa því, að hún sé ekkja fyrr en hún fief- urj séð lfk bónda síns með eigin aijgum. 'Frú Ngo Dinh Nhu er ein á lífj þeirra fjögurra valdhafa, sem réðu ríkjum í Vietnam í 10 ár. Mágur hennar, Diem forseti, var skjotinn til bana í uppreisninni í npvember og maðurinn hennar, seim var nánasti ráðgjafi forset- aijs, hlaut sömu örlög. Annar mág- ur frúarinnar, sem stýrði Mið- Vjetnam með harðri hendi, var dáemdur til dauða nokkrum mán- uðum síðar og skotinn. Enn einn mjágur hennar, Ngo Dinh Khoi, hiaut þau örlög, að kommúnist- aiinir grófu hann lifandi. jNú er frú Nhu ein eftir og hún eif ekki komin heim til fóstur- járðarinnar. En minningin um hána lifir í Saigon, — og þar er hþn hötuð, en einnig elskuð, — þéssi kona, sem tímaritið Life i lýsti einu sinni svo „umdeild- asta, valdamesta, hataðasta, falsk- asta, einstrengingslegasta, athygl- isverðasta og erfiðasta fegurðar- dís austan Súezskurðar.” i Nú, jæja, svo múnkarnir steikja sig lifandi! Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki gengið, að hún hafði mikil áhrif á þá atburðarás, sem nú nær hámarki sínu í baráttunni milli USA og Norður-Vietnam. Ekki hvað sízt afstaða hennar til búddamúnkanna, sem brenndu sjálfa sig til ösku eins og lifandi blys, — varð örlagarík. Mildari stefna hefði ef til víll komið í veg fyrir vandræðaástandið og stjórnarbyltinguna. En frúin var miskunnarlaus og kaldhæðin. Nú, ijæja, svo múnkarnir steikja sig lifandi. Auðvitað á inn- fluttu benzíni! Hvernig er þessi kona, sem mæl- ir slík orð. Hefur hún iðrazt hörku sinnar? Hafa persónulegar sorg- ir beygt hana? 13 klukkustundir við skrif- borðið. Eg ætla mér að skrifa allt, seg- ir hún. Fyrsti hluti er þegar til- búinn, — ég sit aldrei skemur en 13 klukkustundir við skrifborðið. Hún handskrifar allt saman og margur háttsettur maðurinn skelf- ur fyrir því eitri, sem penni henn- ar spúir út úr sér. Ekki hvað sízt fyrrverandi ambassador Bandaríkjanna í Saigon, Henri Cabot Lodge, — en hann er, að því er frú Nhu segir, „böðull þeirra, sem sýna honum trúnað- artraust,” „hendur hans eru at- aðar blóði.” Notar fegurð sína til hins ítrasta. Frú Nhu er mjög fögur kona, smávaxin og fíngerð. Heimsblöðin, sem hún svo mjög hefur sakað um lygi og falsanir, hafa öll ver- ið sammála um að lofa fegurð hennar, — og hún bregður þeim ekki um hlutdrægni í því efni. Hún veit vel af fegurð sinni og notar hana til hins ítrasta. Hún leikur á strengi fegurðarinnar eins og píanóleikari, sem á að leika sér til lífs. Frúin hlær. Frúin þegir. Augu hennar leiftra. Hún gerir glæsta handahreyfingu. En þótt hún sé falleg, — er hún engan veginn „sæt’. Það er kuldi í fasi hennar, harka, ekki harka tinnunnar, heldur demants- ins, sem rispar alla steina. Hún hefur oft verið talin hættu leg kona. — Hættuleg, segir hún sjálf. Hættuleg hverjum? Mér finnst upphefð að því, að vera talin hættuleg fjandmönnum mínum, af því að eini styrkur minn er fólg- inn í því, að ég neita að semja við hið illa. — Þér hafið verið gagnrýndar fyrir ummæli yðar, — einkum þegar þér töluðuð um „steiktu Múnkana.“ Iðrizt þér þess? — Hvers vegna skyldi mig iðra góðverka, segir frú Nhu og bros- ir ánægjulega. Allir þeir, sem drúptu höfði í lotningu gagnvart þessum sjálfsmorðum á báli voru meðvitað eða ómeðvitað meðsek- ir þeim glæpaöflum, sem skirrð- ust ekki við að fá nokkra brjál- æðinga til að kveikja í sér til þess að fá útrás fyrir brjálæðislega og heimskulega metnaðargirnd sína. Fyrst talaði ég með um- burðarlyndi um þessa glæpi, en þegar heimsblöðin héldu áfram að varpa ljóma á þetta og hefja það upp til skýjanna var ekki um annað að ræða fyrir mig en að reyna að stemma stigu við þessu. Að gera þá hlægi- lega. Hið eina, sem mig iðrar er, að ég skyldi ekki gera það fyrr. Kannski hefði ég þá getað bjargað nokkrum mannslífum, komið í veg fyrir nokkrar bálfarir, undirróð- ur ameríska sendiráðsins í Saigon og heimsblaðanna. Blaðamaðurinn spyr: — Teljið þér einhverjar aðrar stjórnmálalegar aðgerðir rangar, sem þér nú iðrizt? . — Víst er ýmislegt, sem ég sé nú að var ranglega ( farið. Og sem mig iðrar. Fyrst og fremst liið mikla traust, sem mágur minn, Diern forseti, bar til bandarísku stjórnarinnar. Og þolinmæði hans — gagnvart þessum djöfli í manns mynd. Óhamingjusöm bernska. Frú Nhu er af auðugri Bhuddístafjölskyldu í Hanoi í Norður-Vietnam. — Faðir hennar var málaflutningsmaður. Þegar frú Nhu komst til valda útnefndi hún hann ambassador lands síns í Washington. 20 þjónar voru á heimiiinu, upp- eldi hennar, sém að hluta fór fram á frönskum klausturskóla, var liápunktur þess, sem „innfædd” yfirstéttarstúlka gat hlotið. Reynd ar var hún ekki sett í mennta- skóla, — pn það tilheyrði ekki heldur siðvenjum indókínverskra stúlkna. í stað þess tók hún tíma í ballett og dansaði eitt sinn sóló á sviði leikhússins í Hanoi. En þrátt fyrir ytri velferð var Tran Le Xuan (ungmeyjarnafn frúarinnar, sem þýðir „yndislegt vor”) óhamingjusöm stúlka. Hún Frú Nhu faðmar börnin sín. Ngo Le Puyen er 4 ára, Ngo Einh Puynh er 11 ára, dóttirin Ngo Le Thuy er 18 ára og sonurinn Ngo Einh Prac er 16 ára. virðist hafa átt í eilífum útistöð- um við móðurina, sem var ein af fegurstu konum Hanoiborgar, en hún sparaði sízt að brýna það fyr- ir dóttur sinni, að hún félli al- gjörlega í skugga systur sinnar, sem væri mun fallegri. Og auð- vitað stóðu báðar dæturnar son- unum langt að baki, — verndur- um nafns æ.tarinnar og heiðurs. Óhammgja æskuáranna hefur brennimerkt mig til eilífðar, segir frúin. Móðir mín var komin af keisaraættinni og tilheyrði þeim tíma, þegar þjónustufólkinu var hegnt með tiu svipuhöggum. Hún var af þeirri tegund kvenna, sem finnst þær alltaf hafa rétt fyrir sér og sem hafa ógnarvald yfir öllum, sem þær umgangast. Henni þótti ekki vænt um mig og var guðsfegin að losna við mig, þegar ég giftist. Maðurinn, sem ,Vorið’ valdi var herra Ngo Dinh Nhu, yfirskjala- vörður indókínverska bókasafns- ins. Hún hitti hann nokkrum árum fyrr, þegar hún var aðeins 16 ára. Hann var einn af aðdáendum móð- ur hennar og dóttirin leit á hann. DREKAFRÚIN, — fögur en hörð í liorn að taka. 6 4. sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.