Alþýðublaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.09.1964, Blaðsíða 7
Fríi Nhu og tvð af börnum hennar. eins og eldri frænda. Hann byrj- aði á því að hjálpa henni með lærdómsbækurnar, - en það leiddi ekki til blossandi ástar milli nem- anda og kennara. „Ást er aðeins til á bókum”. Frú Nhu hefur viðurkennt op- inberlega, að hún hafi aldrei kynnzt eldheitri ást Það er fyrir- brigði, sem aðeins er til á bókum, Hún er ailt að því tilbúin að neita, að slíkt komi fyrir í lifanda lífi, —• nema þá í einstaka tilfellum. Sjálf vildi hún giftast til að komast að heiman. Listi foreldr- anna yfir heppilega piparsveina féll ekki í smekk hennar. Þess vegna valdi hún Ngo Dinh Nhu, — kannski af þrjósku, — kann- ski af því að henni fannst, að með því næði hún sér niðri á móðurinni. Ngo-fjölskyldan var hvoru tveggja í senn göfug og blátt á- fram, — hefur frú Nhu sagt. Ngo var ein af þekktustu mandarin- ættum landsins. Tengdafaðirinn var háttsettur við hirð Thanh- Thais keisara. Titill hans var æð- sti ráðgjafi,” — en hann var kall- aður „siðameistari”. Raunverulegt starf hans var fólgið í því, að stjórna geldingunum, sem gættu kvennabúra Jceisarans. Allir í ættinni voru miklir föður landsvinir og eldheitir katólikkar, Þegar æðsta ráðgjafanum fundust kröfur frönsku nýlenduherranna of auðmýkjandi, yfirgaf hann hirð- ina í móímælaskyni. Hinn hávaxni mandarin með langan hökutopp og langar, vel- snyrtar neglur, settir að í litlum þorpskofa og ræktaði rísinn sinn sjálfur. Þar fæddust mörg hinna níu barna hans, — meðal annarra Di- em, siðar forseti og yngri bróðir hans, Nhu. Hin sjálfkjörna fátækt var svo sár, að ekki voru til aurar fyrir skólagjaldinu. í blóðugu stríði við Japan. Nokkr- um árum síðar stóð bardaginn aft ur á móti við Frakkana í Indókína og ekkert var eðlilegra, en Ngo fjölskyldan gevstist fram á vígvöl-1 inn. Elzti bróðirinn Thuc, sem var í þjónustu kirkjunnar, barð- ist úr prédikunarstólnum. — Við hlið hans stóð Nhu, yngri bróðir hans og konan hans. Baráttan var ekki aðeins við Frakkana heldur líka við bræð- urna í frelsishernum, kommún- istana. í desembermánuði árið 1946 var frú Nhu tekin til fanga, ákærð fyrir andkommúnistiska starfsemi. í fjóra mánuði varð hún og fjörgömul tengdamóðir hennar að hírast sem fangi kommúnista þær nærðust á tveim hrísgrjónaskömmtum á dag og sváfu undir aðskornu, þunnu káp- unni hennar frú Nhu á nóttunni. Upp frá því hefur frúin haft and- st.yggð á þunnum, fínum kápum, og lætur jafnan sauma sér kápur úr gerðarlegu efni „til vonar og vara.” Tengdamóðirin var svo hrum, að kommúnistarnir treyst- ust ekki til að flytja hana á milli staða, svo að þær tengdamæðg- urnar sluppu úr fangelsinu og leituðu skjóls í katólsku klaustri. Nokkrum árum síðar bjuggu herra og frú Nhu í fátæklegu bak- hýsi katólsks sjúkrahúss. Hjónin voru horfin af sjónarsviðinu. Frú- in bjó til mat, gætti barna, og þvoði þvotta og gaf út ólöglegt blað. Markmið baráttu þeirra var frjálst, óháð Vietnam, — helzt undir stjórij Ngo’s-fjölskyldunnar. Stríðið stóð í tíu ár, — þar til sá afdrifaríki atburður gerðist, að Frakkar töpuðu við Dien Bien Phu í maí 1954. Á Genfarráðstefn- unni var ákveðið að skipta land- inu í tvennt og sama ár varð.Diem forseti landsins. Maðurinn, sem flutti inn í for- setahöllina, — frelsishöllina, — var mannfælinn — en fyrst og fremst kvenfælinn piparsveinn. Ekkert kvenfólk var í þjónustu hans og sagt var, að hann hefði eitt sinn fest skilti upp á skrif- stofudyrnar sínar með þessari á- letrun: Kvenfólki bannaður að- gangur! Hin eina kona, sem slapp inn fyrir dyrnar var mágkonan, sem hafði mikil áhrif á stjórn hans. Hún og maður hennar fluttu í höllina, — og var eiginmaður frú- arinnar ráðgjafi forsetans. Eitt sinn sagði blaðamaður við haiia, að hún minnti á Evu Per- on. — Já, ég er kannski svolítið lík henni, — en hún var elskuð af þjóð sinni — en ég ekki, var svarið. Allir, sem fylgzt hafa með gangi heimsmálanna vita hvernig fór með veldi drekafrúarinnar. Nú situr hún við í Róm og skrifar æviminningar sínar, — og hatrið og hefndarþorstinn er magn aðri en allt annað í hjarta henn- ar. Hún vill snúa aftur til Vietnam, — elcki í auðmýkt, — heldur sem sigurvegari. — Tekst henni það? mua HASKOLABÍÓ: „Sýn mér trú þína.“ Ensk gamanmynd með Pet er Sellers. Ýmsir stórmerkir kvikmynda gerðarmenn hafa tekið sér fyr ir hendur, sýna fram á hvern endi það hefur að ætla sér að umskapa heiminn með gæsku og kærleika. Fremstan í þeim flokki má nefna Luis Bunuel, sem gert hefur snilldarverk, er byggjast að nokkru á þeirri hugsun. Nú hefur einn minni spámað ur tekið sér fyrir hendur að henda gaman að svipuðu fyrir Framh. á bls. 9. í fangabúðum. Árið 1943 varð „Hið yndislega vor” frú Nhu. Þá var Vietnam Hef opnað lækningastofu að Klapparstíg 25, sími 11228. Viðtals- og vitjanabeiðnum veiít mótttaka daglega frá kl. 9 — 11 f. h. I síma 11228. Sérgrein: Barnasjúkdómar. Snorri Jónsson, læknír. AKURNESINGAR Akraneskaupstað vantar mann til þess að taka að sér sóthreinsun. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu bæj- arins. Bæjarstjórinn. Skrifstofustúlkur Opinber stofnun óskar að ráða stúlkur til skrifstofustarfa. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu blaðsins 15. þ. m. merk-tar „Opinber stofn- Nokkrar saumastúlkur geta fengið vinnu strax. Belgjagerðin Bolholti 6. Starfssfúlkur óskast Starfsstúlkur vantar í eldhús Landspítalans. Uppíýsingar gefur matráðskanan í síma 24160 milli kl. 8 og 14. Skrifstofa ríkisspítalanna. Ráðskonu vanfar í mötuneyti stúdenta. Umsóknír sendist undirrituðum fyrir 13. þ. m. Stjórn Stúdentagarðarma. AugEýsingasími ALÞÝÐUBLAÐSINS er 14906 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. sept. 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.