Alþýðublaðið - 08.09.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.09.1964, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl: Ami Gunnarsson. — Ritstjórnarfuiltrúi: Eiður Guðnason. — Slmar: 14900-14903. —, Auglýsingasiml: 14906. ' — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald ltr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. SVARIÐ ER NEI! LANDSÞING hernárnsandstæðinga, sem kalla sig svo, var haldið við Mývatn um helgina eftir að undirbúningsfundir höfðu fram farið á nokkrum stöðum á landinu. Hefur aðsókn verið mjög lítii og bera þessi fundahöld öll merki þess, að hér sé um fámenna hreyfingu að ræða, sem ekki fær hljóm grunn hjá þjóðinni. Það er athyglisvert, að hreyfing, sem slær svo mjög á strengi ættjarðarástar og þjóðemiskennd- ar, skuli hljóta svo lítið fylgi. Stafar þetta ekki af því, að tilfinning íslendinga fyrir frelsi sínu og þjóðerni hafi dofnað, heldur sér þjóðin í gegnum þessi samtök og þekkir eðli þeirra. Kommúnistar ráða þessari hreyfingu og beita henni fyrir vagn sinn, enda þótt ýmsir góðir íslendingar, sem ekki eru kommúnistar, hafi ljáð henni fylgi sitt. Þetta veit þjóðin. Þess vegna er fylgi hreyfingarinnar svo lítið. íslendingar vita, að kommúnistar eru í hjarta sínu andvígir hlutleysi, og ætla sér aðeins að nota hlutleysið til að draga frjálsar þjóðir inn í biðsal Ikommúnismans., Þeir bjóðast ekki til að gera Ung- verjaland hlutlaust, heldur tóku þeir ungverska hlutleysissinna af lífi. Þeir vilja ekki gera Norður Viet-Nam hlutlaust, af því að það er þegar á valdi þeirra. íslendingar vita einnig, að kommúnistar fyrir- líta þjóðerniskennd og reyna að útrýma henni, til dæmis í Eystrasaltsríkjunum. Skáld og rithöfundar. sem hér á landi styðja svokallaða hemámsandstæð inga og krefjast hlutleysis, eru einmitt sú mann- tegund, sem í Eistlandi, Lettlandi og Lithaugalandi hafa lent í fangelsum eða verið sendir til Síberíu. Ferill íslenzkra kommúnista sýnir þjóðinni, að þeir trúa ekki á hlutleysi, heldur er það þeim ein- göngu pólitísk hentistefna. Þeir voru með hlutleysi íslands um 1930 og vildu ekki, að landið gengi í Þjóðabandalagið, af því Rússar voru ekki í því. Þeir snerust á móti hlutleysi íslands 1937, af því að Rússar vildu þá bandalag gegn nazistum. Þeir tóku hlutleysisstefnuna aftur upp 1939, þegar Hitl- er og Stalín gerðu vináttu- og griðasáttmála, og fleygðu stefnunni enn frá sér, þegar nazistar réð- ust á Sovétríkin 1941. Eftir ófriðmn tóku íslenzkir kommúnistar enn upp hlutleysishugmyndina í and- vara kalda stríðsins, en sviku hana, meðan þeir sátu í ráðherrastólum vinstri stjórnariimar. Er hægt að taka menn alvarlega, ,sem hafa slíkan feril að baki. Er hægt að treysta slíkum mönnum til að móta utanríkisstefnu íslenzka lýð- veldisins? Svar íslendinga er nei. SKÓÚTSALAN heldur áfram. KVENSKÓR - KARLMANNASKÓR Mikill afsiáttur — Gerið gó'ö kaup SKÓVERZLUNIN Framnesvegi 2. ic Trjárækt og blómaskrúff. Minnkandi áhugi einstaklinga í borginni fyrir garS- | í rækt. | if Landnám í Mosfellsdal. ir Erfitt sumar — uppgjöf. GARÐARNIR OKKAR hafa ekki orSiö fagrir í sumar. Sumrin eru orðin okkur erfið. I*að er ekki ann að sjáanlegt en að áhugi fyrir fögrum görðum hafi minnkað síð- astliðin tvö til þrjú ár. Ekki varð maður var við að nokkur verðlaun væru veitt á afmælisdegi Reykja- víkur fyrir fegurstu garðana, enda eru nú sumir þeirra, sem lilutu verðlaun fyrir nokkrum árum, orönir að malbikuðum eða malar- bornum bifreiðastæðum. — Já, svona er ástandiö í borginni. Mér þótti því vænt um að fá eftirfar- andi bréf í gær: J. E. E. skrifar: „Það er ekki oft sem ég sézt við ritvélina mína og fer að skrifa í blöðin, en ég fór að hugleiða margt í sam- bandi við ársþing Skógræktarfél- ags íslands, sem var haldið nú ný- verið. — Tilefni þessara hugleið- inga minna var, að ég og konan fórum fyrir nokkru upp í Mos- fellsdal, ætluðum til Þingvalla, en okkur var svo tafsamt í dalnum, við að skoða þar margt, að við komumst ekki mikið lengra, enda er ég ekki mikill ökufantur, held- ur fer liægt yfir og skoða hvern stað af því meiri nákvæmni. ÞEGAR EKIÐ er inn Mosfells- dal gnæfir Gljúfrasteinn Halldórs Laxness við, hvítt og fagurt hús I sem skáldið flóðlýsir á góðviðris- kvöldum til yndis þeim er um veg inn fara. Allmikið hefur Halldór gróðursett af trjám og blómum og verður garður hans unaðsreitur öllum er árin líða. Hinsvegar veg- arins er að vaxa upp mjög fagur skógur við sumarbústað Ammend runs-fjölskyldunnar, Dalakofan- um og er nú að því að mér er tjáð búið að gróðursetja trjáplöntur í um fjóra liektara lands og munu vera um það bil 30-40 mismun- andi trjátegundir, auk óteljandi fjölda blóma. Auk þess er þarna s'órt og mikið vermihús með alls kyns jurtum og sem einnig er not að til tilraunastarfsemi. ÞAÐ ERU UM 15-20 ár síðan hafizt var handa um ræktun þarna og eru hæstu tré milli 5-S metra og þrátt fyrir miklar skemmdir í fyrra af völdum versta kuldakasts • (vorhrets) sem hér hefur komið á síðari árum er ekki sjáanlegt að mikið hafi skemmzt. Það sem mér finnst þó mest um vert í þessum garði er að fjölskyldan hefur ekki keypt neinn vinnukraft heldur unnið hvert handtak sjálf, og þetta skapar nánust tengsl við jörðina. Á kvöldin er garðurinn upplýstur af mislitum perum og fyrir mig, sem ekki er sliku vanur er slík ljósdýrð í skógarrjóðri hrein opin berun. SKAMMT FRÁ er bústaður Baldvins Jóns onar, sonar Jóns Baldvinssonar og hefur hann einn ig gróðursett mikið af trjám, þótt enn sé garðurinn ungur að árum, og má sjá hann og fjölskyldu hans vinna hörðum höndum eftir strangan vinnudag við að hlúa að hinum unga gróðri. Skammt of an við Dalakofa er bústaður Frí- manns Helgasonar hins vinsæla íþróttafrömuðar, og hefur hann á nokkrum árum unnið þar hiS mesta starf og skapað sér fagran. gróðurreit, þar sem dugnaður hans og útsjónarsemi njóta sín vel. ÉG HELD ÞVÍ fram, að slíkir staðir eða sælureitir getið opnað augu okkar betur fyrir þeim mögu leikum sem eru til að skrýða land- ið okkar bæta því öll sárin er við höfum veitt því með ofbeit og taumlausum ágangi okkar og bent okkur á að styrkja skógrækt rikisins í því starfi okkar að fegra og betra landið okkar. ÞAÐ FÓLK sem hefur unnið slík þrekvirki eins og þetta fólk í Mosfellsdal því hlýtur að líða vel, að sjá trén vaxa og fylla landiið fuglasöng, og þótt við eigum ekki neitt land eða höfum aðstöðu til að gera slíkt hið sama, þá er skóg ræktin áreiðanlega fegin hverri hönd sem til hjálpar er rétt.“ SÆNSKUR TÆKNIFRÆÐINGUR óskar eftir 2—3 herbergja íbúð sem fyrst. Þrennt í heimili. Upplýsingar fást hjá pöst- og simamálastjórninni í síma 221 gegnum 11000. Rannsóknarkona óskast Rannsóknarkonu (laborant) vantar nú þegar til starfa i Kleppsspítalann. Laun samkvæmt reglum um laun opin- berra starfsnvanna. Nánari upplýsingar veittar í spítalanum, sími 38160. Skrifstofa ríkisspítalanna. 2 8. sept, 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.