Alþýðublaðið - 08.09.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.09.1964, Blaðsíða 3
HEFUR Nýleg'a náðu kongóskar stjórnarhersveitir bænum Bukavu ; nýrri árás uppreisnarmanna á bæinn hrundið. — Myndin ElJp- -- iiÍiSii 4 if uppreisnarmönnum. Skömmu síðar var sýnir fallna á götum Bukavu. ,Alþýðulýðveldið‘ stofnað í Kongó MWHMHMMMMMWWM Leopoldville, 7. sept, (NTB-Reuter). Kongóskir uppreisnarmenn, sem hafa Stanleyville á sínu valdi, liafa Iýst yfir stofnun „kongósks alþýðulýðveldis,” að því er góðar heimildir I Leopoldville herma. Stanleyville er þriðja stærsta borg Kongó. Útvarpsstöð, sem uppreisnar- K ITREKAR GAGN- RÝNI Á KINVERJA Moskva, 7. september. (NTB-Reuter). Nikita Krústjov forsætisráð- herra sagði í ræðu í dag að koma maetti í veg fyrir styrjöld, ef all- ar þjóðir hæfu virka baráttu gegn undirferli hinna heimsvaldasinn- uðu stórvelda, hefndarsinnum og styrjöldinni sjálfri. Baráttan fyrir varanlegum friði er heilög skylda allra manna, sagði Krústjov. Forsætisráðherrann sagði í út- varps og sjónvarpsræðu um heim sókn sína til Tékkóslóvakíu að leiðtogar Tékkóslóvakíu væru sam mála sovézkum leiðtogum um, að Kínverjar væru að sundra heims- hreyfingu kommúnista og að Kín verjar .hvettu heimsvaldasinna til nýrra ævintýra. Þeir væru sam- mála um, að eina leiðin úr þess- um ógöngum væri sú, að komm- únistaflokkar, sem væru á sömu skoðun í þessu máli, hittust og ræddu sundrungarstarfsemi kín- versku leiðtoganna og andlenínska stefnu þeirra. Krústjov sagði, að eins og nú væri ástatt, væri hið eina rétta að halda hina boðuðu flokksráð- stefnu í Moskva í desember nk. og skipuleggja hinn fyrirhuguðu Frh. á 14. síðu. mennirnir hafa í Stanleyville, — sagði, að leiðtogi alþýðulýðveldis- ins yrði Cristophe Ghenye. Hann var innanríkisráðherra í Kongó- stjórninni, sem Patrice Lumumba myndaði 1960. Ghenye kallast forsætisráðherra og Gaston Soumialot, sem hefur stjórnað sveitum uppreisnar- manna í Norður-Katanga og Kivu, er ílantivarnaráðherra. Ffanoois Sabiti, sem átti sæti í fyrstu stjóminni í Orientale-héraðl eftir að Kongó hlaut sjálfstæði, er verkamálaráðherra alþýðulýð- veldisins. Uppreisnarmenn náðu Stanley- ville á sitt vald 5. ágúst. Bærinn er mikilvæg umferðarmiðstöð og höfuðstaður héraðsins Efri-Kongó. ( í síðustu viku neituðu uppreisn- i Frh. á 14. síðu. Detroit, 7. sept. (NTB-Reuter). Lyndon B. Johnson forseti hóf í dag kosningabaráttu sína með stórræðu á fundi í Detroit, þar sem hann lýsti því yfir, að helzta og mesta hlutverk sitt væri að forð- ast kjarnorkustyrjöld. Johnson sagði í ræðunni, sem var haldin í tilefni vinnudagsins (Labor Day), að á fyrsta stigi kjarnorkustyrjaldar mundu hundr að milljónir Bandaríkjamanna og meira en hundrað milljónir Rússa týna lífi. Þegar styrjöldinni lyki yrðu stórborgir USA haugar ösku og rústa, akrarnir skrælnaðir og ófrjóir, iðnaðurinn eyðilagður og allir fagrir framtíðardraumar horfnir. Johnson sagði, að meðan hann væri forseti mundi hann gera allt sem í hans valdi stæði til að slíkt gerðist aldrei. Ennfremur sagði hann, að „venjuleg kjarnorkustyrjöld” væri ekki til. í 19 óttaþrungin ár liafi engin þjóð þorað að beita kjarn- orkuvopnum. Notkun slíkra vopna væri hættuleg leið, sem enginn vissi hvert mundi liggja. Enginn bandarískur forseti geti falið öðr- HARÐIR BARDAGAR Kuala Lumpur og Djakarta, 7. sept. (NTB-Reuter). GÓÐAR heimildir í Labis á Suður- Malaya hermdu í dag, að margar konur hefðu verið í hópi um það bil 30 indónesískra fallhlífaher- manna, sem varpað var til jarðar í Labis-héraði í síðustu viku og aö ein kona hafi verið felld og önnur tekin til fanga. um ábyrgðina á slíkri ákvörf un. Friðurinn er sameiginlegt ínark mið Bandaríkjamanna og f iður merkir meira en það, að ekki sé gripið til árásaraðgerða, ,;agði Johnson. Friður merkir, að stofn- að verður þjóðasamfélag, þar sem sérhvert land og sérhver þjóð geti farið eigin leiðir til þrcunar án þess að óttast nágrannana. Til að ná þessu marki hafa Brnda- ríkin tekið upp þríþætta st :fnu, með því að byggja upp öflugri her- afla, en heimurinn hefur áður þekkt, með því að sýna að landið stendur traustan vörð um frið- inn, á Kúbu og siglingaleiðum við Vietnam og með því að .vinna af þolinmæði að því að finna nýjar leiðir til friðarins. Árangur þessarar viðleitni er heimur okkar í dag, þar sem ekkert land hefur orðið kommún- istískt síðan Kúba 1959, sagði for- setinn. , Johnson sagði, að eining kom- múnista væri að splundrast. Við liöfum unnið að því að hjálpa lönd um Austur-Evrópu á leið til sjálf- stæðis, sem er takmark þcssara þjóða og við munum halda áfram að hjálpa þeim að þessu marki. í heimi okkar eru álirif og álit frelsisins stöðugt í vexti. í heimi okkar er máttur frelsisins meiri og horfur á friði bjartari. Formælendur Hvíta hússins vildu ekki kalla ræðuna upphaf kosningabaráttunnar. En sam- starfsmenn forsetans játuðu að í ræðunum hefði forsetinn minnzt á helztu atriði kosningabarátt- unnar og hafnað kröfum Goldwat- ers um, að herforingjar fái að á- kveða hvenær beita skuli kjarn- orkuvopnum. KRÖSTJOV REIDDIST Moskvu, 7. september. (NTB-Reuter). NIKITA Krústjov var greinilega reiður, þegar hann hratt frá sér ungmn manni, sem ruddist gegn- um tálmanir lögreglunnar og Frh. á 14. síðu. Styrjöld Tyrkja og Grikkja hugsanleg Nikósíu, Ankara og Aþenu. 7. september. (NTB-AFP). Kýpurstjórn ákvað í dag að senda fjölmenna sendinefnd undir for- sæti Andreas Araouzak verzlunar- og iðnaðarmálaráðherra til Mos- kva til að semja við sovézku stjórn ina um aðstoð í Kýpurdeilunni. Nefndin fer til Moskva í vikunni. Jafnframt er skýrt frá því, að ut- anríkisráðlierra landsins, Kypria- nou, haldi til New York á morgun til að sækja fund Öryggisráðsins um síðustu þróun Kýpurdeilunnar. Ankara-blaðið „Millyet” segir í forystugrein í dag, að það sé skoð- un tyrknesku stjórnarandstöðunn- ar að tími sé koininn til aö Tyrk- ir grípi til vopnaðar íhlutunar á Kýpur samkvæmt Kýpur-samning- unum, þótt þetta geti leitt til styrj aldar við Grikkland. Blaðið segir, að svara verði hótuninni um sam- einingu Grikklands og Kýpur með vopnaðri íhlutun. En blaðið bæt- ir við, að Ismet Inönu forsætisráð- herra vilji greinilega fresta íhlut- un meðan einhver von er á friö- samlegri lausn. Tyrkneska þingið kom saman að ræða Kýpurdeiluna í kvöld. í morgun ræddi Inönu forsætisráð- liei’ra við Giirsel forseta, Ejkin utanríkisráðherra og Sumay hers- höfðingja, yfirmann herráðsins. Erkin utanríkisráðherra, sagði að rætt hefði verið um öruggar mót- aðgerðir gegn efnahagslegmn þvingunum, sem Kýpur-Tyrkir eru beittir. Inönu sagði, að ekkert hefði verið ákveðið um hermanna skiptin í tyrkneska setuliðinu á Kýpur. - Stjórnmálamenn í Aþenu sögðu í dag, að Grikkir geri nú einnig alvarlega ráð fyrir styrjöld við Tyrkland vegna Kýpurmálsins. — Þau ummæli Papandreou forsæt- isráðherra í Saloniki um lielgina, að NATO yrði að skerast í leikinn til að afstýra beinni styrjöld, sýna, að stríðshótunin er nú tekin al- varlega, en grísk blöð hafa hingað til talið liótanir Tyrkja um íhlut- un hreinar blekkingar. Það eina sem virðist geta komið í veg fyrir stríð eru afskipti stórveldanna. í Aþenu er lögð áherzla á, að nú sé ckki aðeins um Kýpur að ræða hcldur öll samskipti Tyrklands og Grikklands. Ástandið getur versnað um allan lielming um miðjan þennan mán- uð, þegar grískum ríkisborgurum í Istanbul verður vísað úr landi Frh. á 14. síðu. Helsingfors, 7. sept. Níb-Fnb. Kekkonen forseti fól í dag for- manni Bændaflokksins, Johannes Virolain fv. utanríkisráðherra, að halda áfram tilraunum sínum tii myndunar meirihlutastjórnar. Til raunir til myndunar slíkrar stjórn ar fóru út um þúfur fyrr í sumar. Kaupmannahöfn, 7. sept. Ntb-Rit. Konstantín Gikkjakonungur kom til Kaupmannaliafnar í dag að sækja brúði sína, Önnu-Maríu prinsessu af Danmörku. Dönsku konungshjónin og dönsku prins- essurnar þrjár og 7.000 Kaup- mannaliafnarbúar tóku á móti kon ungi á Kastrup-flugvelli. Stjórnmálahreyfingarnar þrjár í Laos eru sammála í grundvallar atriðum um nauðsyn þess að 14 ríkja Laos-ráðstefnan í eGnf verði aftur kölluð saman til að vernda hlutleysi landsins. Formælandi leiðtoga Pathet Lao-hreyfingar korhmúnista, ALÞÝÐUBLÁÐIÓ — 8. sept. 1964? 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.