Alþýðublaðið - 08.09.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 08.09.1964, Blaðsíða 11
Verða þeir signrvcg arar í Gautaborg? EVROPUKEPPNI I HANDKNATTLEIK: KR-ÞRÓTTUR gegn Redbergslid SL. FÖSTUDAG var ákveðin leikjaröð í Evrópukeppni meist- araliða í handknattleik. Svo sem kunnugt er, taka íslandsmeistar- arnir (innan húss) Fram þátt í keppni þessari. Andstæðingar þeirra nú verða Svíþjóðarmeisiar- arnir Redbergslid frá Gautaborg. Þeir fá því aítur meistaralið af Norðurlöndum gegn sér, en þeir hafa einu sinni áður verið með í keppninni, árið 1962. Þá léku þeir við dönsku meistarana Skov- bakken og töpuðu með iitlum mun (26:27) eftir framlengdan leik. — Leikur þessi við Redsbergslid fer fram í Gautaborg eftir 15. nóv- ember og verður keppnisdagur ó- kveðinn með samkomulagi milli félaganna. Ekki er að efa, að Red- bergslid mun reynast Fram erfið- ur keppinautur og skal engu spáð að svo stöddu um úrslit. Karl Ben. ánægður Við hittum þjálfara Fram, Karl G. Benediktsson að máli. Hann sagðist vera á- nægður með það að mæta sænsku meisturunum frá Redbergslid. Karl sagði, að Framarar hefðu byrja^ æf- ingar fyrir nokkru síðan og gengi þar allt að óskum. — Vafalaust verður þetta ágæt ferð til Gautaborgar, eins og ferðin-var til Aarhus 1962. WWWWMWMWMWMWV Leikjániðurröðun í keppninni er þannig: 1. Undankeppni: A-riðilI: R.O.C. Flemmalois, Belgíu Grasshoppers, Sviss. B-riðill: Operatte, Holland Dudelange, Luxemborg. C-riðill: Club de Porto, Portúgal U. S. D’Ivy, Frakkland D-riðill: Rapid, Austurríki. Vedvescak, Júgóslavía. E-riðiII: Pólsku meistararnir. Honved, Ungverjalandi. Undankeppni skal lokið fyrir 15. sept. næstk. Leikir í 2. umferð verða: 1. Sigurvegari í riðli A gegn At- letico, Spáni. 2. Sigurvegari riðli C gegn sig- urvegara í riðli B. 3. Ajax, Danmörku, gegn Union, j Finnlandi. 4. Redbergslid,. Sviþjóð, gegn Fram, íslandi. 5. Berliner S. V. (V-Þýzkaland, gegn Arild, Noregi. | 6. Sigurvegari í riðli D gegn Duk la, Tékkóslóvakíu. 7. Dynamo, Rúmeníu, gegn Ask | Vorwards (Au.-Þýzkalandi. Þá hefur röðin í 3. umferð einn- ig verið ákveðin. Komist f'ram áfram í keppninni eru allar líkur á að þeir mæti í 3. umferð frön- sku meisturunum Union Sportive D’Ivry. Yrði þá um tvo leiki að ræða, því að 3. umferð skal eftir reglum keppninnar leika heima og heiman. Dönsku meistararnir Aj- ax, sem væntanlega koma hingað í miðjum nóvember, leika fyrst við Union í Helsingfors. Gera má ráð fyrir sigri Ajax í þeim leik, en þá mæta þeir í næstu umferð Dynamo Bukarest frá Rúmeníu og er lítill vafi á, að þeir Hnat, Mo- ser og Ivanescu úr heimsmeist- araliði Rúmena, tryggi sigur yfir Ajax. í Evrópubikarkeppninni í knatt- spyrnu lék Glasgow Rangers gegn Rauðu stjörnunni frá Belgrad sl. miðvikudag. Glasgow Rangers fór með sigur af hólmi, 3 gegn 1. IWWWWWWWWWWM Enska knattspyrnan Urslit í ensku knattspýrnunni á laugardag: ; *j I. deild ; Aston Villa . Blackburn Ó-4 Barnley - Everton 1-1 Fulham - Manchester Utd. 2-1 Leicester - Chelsea 1-1 Liverpool . Blaekpool 2-2 Nottingham Forest - West Br. 0-0 Sheff. Wedd. - Sheff. Utd. 0-2 Stoke - West Ham 3-1 Sunderland - Leeds 3-3 Tottenham - Birmingham 4-1 Wolverhampton - arsenal 0-1 II. deild: Cardiff - Bolton 1-3 Charlton - Swindon 3-2 Coventry - Middlésbr. . 3-0 Chrystal palace - Rotherham 2-1 Huddersfield Newcastle 0-1 Leyton orient - Derby 1-4 Manchester city . Portsmouth 2-0 Nonvich - Ipswich 2-1 Preston . Plymo'uth 1-3 Southh. - Northhampton 2-0 Guðmund vant- aði 2/10 sek. í OL - lámarkið GUÐMUNDUR Gíslason sigr aðí í 400 m. einstaklingsfjór sundi á sundmóti SSÍ í Snnd höllinni á sunnudag, hann synti á 5:10.2 mín,, sem er- aðeins 2/10 úr sek. frá Ol- ympíulágmarkinu. Guðmund ur fór fullgeyst af stað, hann '•; synti flugsundið eins og hann I væri að keppa í þeirri grein einni og var svo alveg búinn í lokin. Það er enginn vafi á því, að hann getur náð lág markinu og eiginlega má segja að hann hafi náð því 2/10 úr sek. í svona löngu sundi er varla til að tala um. Davið Valgarðsson synti á 8:15.7 mín. Matthildur Guð- mundsdóttir synti 500 m. bringusimd á 8:20.3 min., sem er aðeins 1/10 úr sek. lak ara en met Hrafnhildar. Framhald af síðu 10. fengu KR-ingar aftur hornspyrnu, sem þeim tókst að nýta til að jafna metin. Ellert skallaði og skoraði. Þriðjvmgur leiktímans var eftir. Sóttu KR-ingar állt hvað af- tók, en allt kom fyrir ekki. Lengra en jafntefli varð ekki náð, þrátt fyrir góðan vilja og bar- áttu. Þrótti hafði þó tekizt með baráttu sinni og „varnarsigri” í leiknum að grípa í hálmstráið, en hvort það endist honum til tvö- falds sigurs yfir Fram, skal engu um spáð hér. Hannes Sigurðsson dæmdi leik- inn af mikilli natni. — EB. Finnar sigruðu Dani 2 gegn 1 FINNAR sigruðu Dani í knatt- spyrnu á sunnudag með 2 mörkum gegn 1. Mörk Finna skoruöu Pel- tonen og Járvi. Mark Dana Jörgen Rasmussen. Sigur Finna hefði get- að orðið mun stærri eftir gangi leiksins. Leikurinn fór fram í Hel- singfors. Bezti maður finnska liðs- ins var Peltonen. í b-landsleiknum varð jafntefli 3-3 og einnig í drengjalandsleikn- um 1-1. Danir sigruðu aftur á móti í unglingaleiknum 3-2 wwwwwwwwwww VALUR ÍBK (Framhald af 10. síðu). geta svarað fyrir sig svo nokkru nemi, stappar nærri algjörri upp- gjöf. Enda var Valsliðið í síðari hálfleiknum gjörsamlega óþekkj- anlegt frá þeim fyrri, að því er alla baráttu og kraft snerti. Einu mennirnir sem börðust af snerpu voru bakverðirnir, en þó að mestu án nokkurs stuðnings framvarð- anna. Framlínan var sundurlaus og án nokkurs skipulags. Potaðist þar að mestu hver á sínu horni. Enda árangurinn eftir því. Keflvíkingarnir sýndu hvað þeir vildu og börðust af miklum dugnaði og hæfilegri hörku. — Skemmtilegustu leikmenn fram- línunnar voru þeir Rúrjar og Karl á vinstri sóknarvæng. Annars stefndi liðið allt samtaka að sigri og tókst það örugglega. Grétar Norðfjörð dæmdi leik- inn, Áhorfendur voru margir EB. Gagnfræðaskólar Framhald úr opnu. Gagnfræðaskóla Austurbæjar. 1 öðrum gagnfræðaskólum er ein- sett á sumum námsstigum. Skyldunámi lýkur að afstöðnu unglingaprófi upp úr öðrum bekk. Þegar því er lokið eiga þeir, sent vilja all margra kosta völ nú orð- ið. Þeir geta farið í almenna bók- námsdeild, verzlunardeild, fram- haldsdeild, svo nefnda, og verk- námseild, sem aftur er skipt í nokkur svið, nánar til tekið 3 fyr ir pilta og 2 fyrir stúlkur. Verzl- unardeild hefur notið mikilla og vaxandi vinsælda síðan hún var sett á stofn, en nú virðist svo, sem ekki muni aukast mannfjöldi þar í vetur. Upp á síðkastið virðist nokkuð hafa borið á minnkandi aðsókn að landsprófsdeild. Hin al menna bóknámsdeild virðist hins vegar eiga auknum vinsældum a<J fagna. Framhaldsdeildin er til- tölulega nýr liður í starfsemi gagn fræðaskólanna og ætluð nemend- um, sem koma frá unglingaprófl með svo lakar einkunnir, að talið er æskilegt að bæta þar nokkuð um áður en þeir halda lengra 1 námi. Þessi deild þykir hafa gefið góða raun og verður hún starf- rækt við nokkra skóla í vetur eins og siðastliðinn vetur. Þess má geta, að umsóknarfrest ur í gagnfræðaskólana er löngu útrunninn og niðurröðun í bekki og deildir lokið. Einn er sá gagnfræðaskóli borg arinnar, sem lýkur merkilegu ferðalagi á þessu hausti. Fyrir mörgum herrans árum var til húsa í gámla Iðnaðarmannahúsinu við Vonarstræti, Gagnfræðaskóll Reykvíkinga. Stuttu eftir stríðið fluttist hann í Stýrimannaskólann. nýja. Við Öldugötu var skólinn um árabil og hlaut þar riýtt nafnj Gagnfræðaskóli Vesturbæjar. Húa ið við Öldugötu þótti ekki alls. kostar heppilegt og þar kom, a9 skólinn fluttist enn á ný. Þegar skólinn, sem nú heitir Hagaskóli fluttist í hið nýja húsnæði sitt, Hringbraut 121, var Gagnfræða- skóli Vesturbæjar fluttur þangað. Þar hefur hann verið fram tll þessa dags, að hann flytzt í hið gamla húsnæði við Vonarstærtl, sem hann var í áður en hann hót að kanna Vesturbæinn allt vestur að sjó og var enn skóli Reykvik- inga, en ekki Vesturbæinga einna. wwwwwwwwwtw KRB - Breiðablik i dag. Bikarkeppni KSI. í dag kl. 6.30 fer fram lcikur í Bikarkeppni KSt á Kópavogsvelli milli Breiða- bliks og KR, B-lið. wwwwwwwwwww V-þýzki kúluvarpariim Dicteir Urbach setti í fyrradag nýtt þýzkk met í kúluvarpi á móti í Miinch- en. Kastaði hann 19.04 m. Gamlft metið var 18,71 m. og var han» líka handhafi þess. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. sept. 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.