Alþýðublaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 3
Goldwater boðar „styrka stjórn“ Seattle, 10. sept. (NTB-AFP). Forsetaefni Repúblikanaflokks- ins, Barry Goldwater öldunga- deildarmaður, hvatti í kvöld í Se- attle í fyrstu ræðu sinni um ut- anríkismál síóan hann hóf kosn- ingabaráttu sína, bandarísku þjóðina til að afneita þeirn mönn- um, sem töluðu um frið, — en Skorti styrk til að varðveita hann. Hann hvatti bandaríska kjós- endur til að kjósa menn, sem I skildu, að aðeins öflug þjóð gæti * varðveitt friðinn. Goldwater öldungadeildarmað- ; ur, sem hefur liafið ferðalag um vesturströndina, drap á .öll helztu Utanríkismál til að sýna hvernig núverandi stjórn hefur verið und- anlátssöm við kommúnista hvar- Vetna í heiminum. Hánn svaraði þeim, sem gagnrýna hann fyrir að vilja koma af stað kjarnorku- styrjöld ' með fjandsamlegri af- stöðu gagnvart kommúnistum, á þessa leið: — Veikleiki og óákveðni freist- ar til styrjaldar, kemur af stað styrjöld og hefur alltaf leitt til styrjaldar. Um Kúbu-deiluna sagði Barry Goldwater, að einræðisstjórn eyj- unnar hefði enn völdin og nú- ríkjandi stjórn virtist fagna sér- hverri átyllu til að umbera hana. Bandaríkin hafa aldrei fengið fram heimild til eftirlits á Kúbu — en það var yfirlýst meginmark- mið í Kúbudeilunni — og engár óyggjandi sannanir liggja fyrir um það, að sovézku eldflaugarn- ar hafi verið fluttar burtu. Um þróun mála í Suður-Vietnam sagði hann, að jafnframt því sem bandarískir borgarar týndu lífi dag lega í baráttunni í Suður-Vietnam neitaði bandaríska stjórnin að játa að Bandaríkin ættu í styrjöld við kommúnista þar. Goldwater sagði að stefna Johnsons forseta í S.- Vietnam einkenndist af glimdroða og dugleysi, en ekki skýrði hann frá eigin skoðunum um, hvemig stefnan í málum Suður-Vietnam skuli vera. Goldwater sagði, að Laos hefði verið ofurseld stjórn sem komm- únistar réðu mestu í. Múrinn í Berlín væri frelsinu enn ögrun, en Framh. á bls. 4 KHANH GERIR TILSLAKANIR Saigon, 9. september. (NTB-Reuter). Forsætisráðherra Suður-Viet- nam, Nguyen Khanh hershöfðingi tók í dag við embætti landvarna- ráðherra afnain ritskoðun blaða og sleppti úr haldi fimm hers- höfðingjum, sem vorn handteknir í sambandi við byltingu Khanhs í janúar sl. Leiðtogi herforingjastjórnar- innar fram að byltingunni í janú- ar var Duong Van Minh hershöfð ingi, sem síðan neitaði að styðja JKhanh hershöfðingja unz hers- höfðingjunum fimm var sleppt úr haldi, en þeir voru helztu sam- starfsmenn Minhs hershöfðingja. í dag var Minh hershöfðingi skipaður forseti þriggja manna jWWWWMMiMWWMWWim Argentínuíáni settur upp á Falklands- eyjum New York, 9. sept. (NTB-AFP). Fulltrúi Breta hjá SÞ, Ce- ril King, sagði á fundi í ný- lendumálanefnd Alisherjar- þingsins í dag, að argentínsk flugvél hefði lent ólöglega á Falklandseyjum og sett upp argentínskan fána þar áður en flugmaðurinn hélt aftur á brott eftir að hafa af hent eina manninum, sem var í grendinni, bréf nokk- urt. Framli. á bls. 1? MMMWWIWWWWWW MIMMMMMMMMMMMMMMV MYNDIN sýnir hvar verið er að koma fyrir blómum í Kon- unglega leikhúsinu, þar sem haldin var viðhafnarsýning til heiðurs Önnu-Maríu og Konstantín á þriðjudags- kvöld. Alls prýddu 100 þús- und blóm leikhúsið. — Sjá nánar í frétt. ráðsins, sem nú fer með .völdin í Suður-Vietnam og á nú einnig að taka að sér viss störf, sem eru í verkahring ríkisleiðtoga. Þriðji meðlimur ráðsins er Tran Thien Khien hershöfðingi. Á blaðamannafundi í dag skýrðu hinir þrír'meðlimir ráðs- ins frá því, hvernig smám saman yrðu undirbúnar lýðræðislegar kosningar fyrir nóvember á næsta ári. Minh hershöfðingja hefur ver ið falið að kalla saman fulltrúa- ráð fyrir lok september. Þjóðarráð þetta á að koma á fót lýðræðislegum stofnunum og semja bráðabirgðastjórnarskrá. Greinilegt var, að Minh hershöfð- ingi var ánægður með þróunina, einkum vegna þess, að nánustu samstarfsmönnum hans hafði ver- ið sleppt úr haldi. Stjórnmálamenn í Saigon segja að ákvarðanir Khanhs ættu að treysta hann í sessi. Með afnámi ritskoðunar hafa stúdentar og búddatrúarmenn verið róaðir. Opinberar lieimildir í Washing- ton herma, að Johnson forseti hafi beðið helztu ráðunauta sína að hraða starfinu að því að skilgreina ástandið í Suður-Vietnam og að- gerðir þær, sem nauðsynlegar eru til að herða á baráttunni gegn Vietcong-hersveitum ■ kommún- ista. Opinberar hein ildtr neita að segja nokkuð um aðgerðir þær, sem hugsaniogt ar að grip- ið verði til í Suður-Vietram. Erhard sætir harbri árás Miinchen, 9. sept. (NTB-R.). Deild Kristilega demókrata- flokksins í Bæjaralandi gagn- rýndi harðlega í dag Ludwig Er- hard kanzlara fyrir fyrirætlanir hans um að hltta Krústjov for- sætisráðherra. Blaðið „Bayern Kurier’” segir, að bæði Sovétrík- In og nokkrir vestrænir banda- menn muni notfæra heimsókn Krústjovs til Vestur-Þýzkalands sér til framdráttar. Blaðið er málgagn Franz-Josef Strauss, fyrrum landvarnarráð- herra, sem hefur gagnrýnt stefnu Erhards harðlega að undanförnu. Blaðið segir, að Bandaríkiri, Bretland, ítalia og Sovétríkin muni færa sér heimsóknina í nyt. Framh. á 13. siðu. „Dóra“ herjar nú á Flórfda-skaga Lesið Alþýðublaðið Áskriffasíminn er 14900 Kennedy-höfða, 9. sept. (NTB-Reuter). FELLIBYLURINN „Dóra“ geisar nú af fullum krafti á 480 km breiðu svæði á Flórídaskaga I Bandaríkjunum, og er óttazt að hann valdi meira tjóni en felli- bylurinn „CIeo“, sem geisaði á Karíbaliafi og Flórída fyrir hálf- um mánuði. Fellibylurinp geisar með allt áð 200 km hraða á klukkustund og er óttazt að styrkur lians aukist þeg- ar hann kemur inn yfir strönd- ina. Fellibylurinn herjaði fyrst á bæinn Jacksonvllle, sem sjaldan eða aldrei hefur orðið fyrir barð- inu á fellibyljum áður. Búizt er við að Kennedy-höfði sleppi við tjón af völdum „Dóru“, en eldflaugar hafa verið fjarlægð- ar af skotpöllum þar og í öðrum herstöðvum í Flórída. Hundruð- um skipa og flugvéla hefur verið skipað að halda burtu af hættu- svæðinu. Óttazt er, að allt að þriggja metra há flóðbylgja skelli á ströndina. Gripið hefur verið til ýmissa varúðarráðstafana. Komið hefur verið á fót hjálparstöðvum, sem geta tekið á móti allt að 200.000 manns. Rauði krossinn gerði ráð fyrir í dag, að 100 þúsund manns hefðu leitað til þessara stöðva. Anne-Marie kvedur Höfn Kaupmannahöfn, 9. sept. (NTB-Ritzau). Konstantín konungur og Anna María prinsessa óku í dag I opnum vagnl um götur Kaupmannaliafnar. Tugir þúsunda Kaupmannahafnar- búa sióðu í hellirigningu við leiðina sem ekið var um og kvöddu hina tilvonandi drottningu Grikklands. í fylgd með vagninum var riddaralrfvörður. Leiðin lá frá Amalienborg um „Ströget" til ráðhússins, þar sem borgarstjórnin tók á mó'.i konunginum og prins essunni. Húrrahróp fylgdu ungu hjónunum alla leiðina. Fyrir framan ráðhúsið voru nokkrar mótmælaað- gerðir, en lögreglan bældi þær þegar niður. Forseti borgarstjórnar af- henti prinsessunni 25.000 (danskar kr.) til sérstaks sijóðs, sem nota á til mann- úðar- og menningarmála í Grikklandi. Prinsessan sagði m. a., að hún væri snortin og inni- lega þakldát og að hún mundi aldrei gleyma þeirri hlýju, sem hún hefði orðið aðnjótandi, allt frá bernsku. Þeim var einnig gefinn flygill. Konstantín konung- ur sagði, að þetta fagra hljóð færi mundi alltaf minna hann og Önnu Maríu á fall- egt land, yndislega þjóð og mjög, mjög vingjarnlega og skilningsríka fjölskyldu. MMMtMMMMMMMMtMMW ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. sept. 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.