Alþýðublaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 4
Viðskiptabanni aflétt á Kýpur Þessar ungu og fallegu stúlkur eru í enskurn ballettflokki, en meðlimir hans sýna ekki listir sínar á leikhúsfjölum, heldur á sjóskíðum. Stúlkurnar eru enskar og myndin er tekin í Reading. KornskurÖur í Gunnarsholti: (Jtlit fyrir góða uppskeru í ár Reykjavík, 9. sept. — HP. KORNSKURÐUR í Gunnarsholti fcefst í næstu viku, að því er sand- græðslustjóri, Páll Sveinsson, tjáði blaðinu í dag, en kornakrarn ír þar eru nú 65 ha. Þar er nú éingöngu ræktað tvíraðabygg, og ey það að vísu linþroskað enn, en fer eftir veðri næstu daga, hve fi:óð uppskeran verður. Páll kvaðst 20 ára afmæ/i í Búlgaríu Sofia, 9. sept. NTB-AFP. í íilefni 20 ára afmælis myndun ar koiumúnistastjórnar í Búlgaríu í dag var haldin hersýning, sem Atóð í margar klukkustundir í uðborginni Sofia. Þar sáust í fyrsta skipti búlgarskar orrustuþo ur, sem fljúga liraðar en hljóðið og ■ loftvarna- og stórskotaliðs-eld- j flaugar. ' Búlgarskir ráðherrar og komm- únistaleiðtogar sátu ásamt erlend- •um gestum í heiðursstúku. Band- ; varnaráðherra, Dobri Jurov, hers- í höfðingi, gagnrýndi heimsvalda- :£innuð öfl og einkum Bandaríkin ; fyrir að berjast. gegn minnkun ; spennunnar og árásaraðgerðir. j Þegar Zhivkov forsætisráðherra : kom fram með svipaðar ásakanir j á aukafundi í þinginu í gærkvöldi j gekk sendiherra Bandaríkjanna, frú Irene Anderson, út úr dipló- (matastúkunni í mótmælaskyni. ‘^Kins vegar sat hún k>'rr í heiðurs stúkunni í dag. ekki álíta, að’ frost, sem gerði eystra í nótt hefði valdið neinum skemmdum, og mætti því búast við sæmilegustu uppskeru í ár og mun betri en undanfarin tvö haust. Heymjöls- og graskögglaverk- smiðjan í Gunnarsholti hefur ver- ,ið í fullufn gangi síðan í júlíbyrj- un, en henni var komið upp í fyrra. Enn er við ýmsa byrjunar- örðugleika að etja í sambandi við vinnsluna, en framleiðslan í sum- ar hefur gengið sæmilega, og næsta ár verður hún eflaust mun meiri en nú. Kvaðst Páll búast við, að framleiðslan nú eftir sum- ari.ð yrði á þriðja hundrað tonn. Á verksmiðjan að geta framleitt 6—700 kg. á klst., ef allt er með felldu, en í óþurrkatíð getur fram leiðslan farið ofan í 4—500 kg. á klst. Einn þáttur starfseminnar í Gunnarsholti eru korn- og gras-' ræktartilraunir Atvinnudeildar Háskólans. Eru þær að langmestu bundnar við kornrækt nú sem stendur, og mun það svæði, sem tilraunirnar eru nú framkvæmdar á, vera um ein dagslátta. TOríkin yrðu að byggjast á gagn- kvæmu trausti. . Goldwater lauk ræðunni á þessa leið: Á kosningadeginum; verðið þið að hafa þá menn í huga, j sem með mistökum sínum undir- j bjuggu jarðveginn fyrir það á- j stand sem nú ríkir í Kongó. Þið verðið að muna þá menn, sem verða fyrir aðkasti manna í Pan- ama, sem Castro hefur æst upp. ! Þið verðið að muna ræðismenn okkar í Zanzibar, sem fólk, sem fengið hefur menntun sina í Mos- kva, kastaði út á götu. Munið j mótmælaaðgerðirnar gegn Banda ! ríkjamönnum og óeirðirnar víðs vegar í heiminum. Munið hvern- ig fáni okkar er rifiiin niður, — hvernig trampað er á honum og hrækt á hann og þið munuð kjósa stjórn, sem skilur að aðeins styrk þjóð getur varðveitt friðinn. Nikósíu, 9. sept. (NTB-Reuter). Kýpurstjórn féllst í dag á að' aflétta viðskiptabanninu gegn 12 þús. Tyrkjum, sem búa í Fama- gusta og Larnaca, en Tyrkir í Ni- cósiu, I.efka og Kokkina eru enn beittir efnahagslegum þvingunum og búa við matarskömmtun. Við- skiptabanninu var komið á síðast liðinn laugardag og aflétt að beiðni Sameinuðu þjóðanna. Sérlegur fulltrúi aðalfram- kyæmdastjóra SÞ, Galo Plaza, sagði, að þótt ekki væri hægt að segja að fólk liði beinlínis hung- ur, hefðu Tyrkir orðið fyrir mikl- um óþægindum. í sumum tilvik- um væri hægt að tala um beina neyð. Ef matarskortur hefði sums staðar gert vart við sig, væri það einnig slæmri skipulagningu Tyrkja að kenna. Plaza kallaði samkomulagið um afnám við- skiptab^nnsins mikilvægt skref í rétta átt. Formælandi grísku stjórnar- innar sagði í Aþenu að eftir um- mælum Inönus forsætisráðherra Tyrkja í gærkvöldi að dæma væri augljóst, að hættan á styrjöld milli Grikklands og Tyrklands væri liðin hjá. Tyrkir vildu enn draga úr spennu. Fréttir frá Ankara herma, að tyrkneska þingið hafi feUt í dag tillögu stjórnárandstöðunnar um vahtraust á stjórnina vegna hiks hennar í Kýpurmálinu með 198 at- kvæðum gegn 169. Skýrt var frá því í Ankara að tyrknesk liersveit færi til Kýpur í scptemberlok til að leysa af hólmi hersveitir, sem áttu að snúa aftur til Tyrklands fyrir mörgum vikum samkvæmt samningnum um hermannaskipti. Kýpurstjórn lagð ist gegn hermannaskiptunum í síðasta mánuði og Tyrkir frest- uðu þeim. Bretar, Bandaríkja- menn og U Thant framkvæmda- stjóri reyna að leysa málið. Iðnþing Framhald af 1. síðu og gerði grein fyrir þeim máluitþ sem sambandið hefur einkum unn ið að. í skýrslu sinni drap hann. m. a. á iðnfræðslumálin og lána- mál iðnaðarins, starfsemi Iðnaðar- bankans, tollamál, lífeyrissjóð iðn aðarmanna, innlendar skipasmíð- ar, aukna hagræðingu í iðnaði senl öðrum starfsgreinum, nefnd þá, sem skipuð var á síðastliðnu vorl til að kanna möguleika á auknum iðnrekstri, þar sem atvinna er ó- nóg, og ýmis fleiri mál, sem snerta hagsmuni iðnaðarmanna. Meðal annarra mála, sem fyrir þinginu liggja, auk venjulegra þingstarfa, má nefna iðnlöggjöfina, húsnæðis og lóðamál iðnaðarins, verðlags- mál, útflutning iðnaðarvara og markaðsathuganir o. fl. Milli kl. 4 og 5 í dag sátu full- trúarnir kaffiboð Iðnaðarmannaa- félags Akureyrar, en fundir hófusí kl. 5 og stóðu til kl. 7, en þá hófst kvöldverður í boði bæjarstjóriiar Akureyrar. Á morgun hefjast fund ir kl. 10 f. fi„ en síðdegis munu þingfulltrúar m. a. skoða verk- smiðjur S.Í.S. í bænum. Verkfalli afstýrt Framhald af 16. síðu. Sambandið á einnig í samning- um við General Motors og Ford, en seinni samningar munu mót- ast af fyrsta samningnum. Nýl samningurinn kveður einnig á um styttingu vinnutímans og töluverða Iaunahækkun. Goldwater (Framhalð af 3. sfðu. stjórnin talaði um sveigjanlegri afstöðu gagnvart kommúnistum meðan fólk týndi lífi er það reyndi að komast yfir múrinn. Tvö aðild- arríki NATO væru að verða kjarn- orkuveldi og samskiptin við NA- LOFTLEIÐIR - SáS iFramhalð af 1. afðuv ar svokölluðu Skymaster-vélar, en síðar tók félagið í notkun vélar af gerðinni DC-6B, Cloudmaster, sem eru töluvert stærri. Frá og með 1. nóvember munu Loftleiðir byrja að nota hinar stóru ksna- disku skrúfuþotur CL-44 á flug- leiðinni milli íslands og Banda- ríkjanna. Þessar flugvélar rúma 160 far- þegar og fliúga með 700 kílómetra hraða á klukkustund. Munu þær styrk.ja mjög samkeppnisaðstöðu Loftleiða gagnvart SAS og öðrum flugfélögum, þótt ekki megi gleyma því, að farþegar Loftleiða verða fyrir þeim óþægindum að þurfa að skipta um flugvél í Reykja vík, þar eð Loftleiðir nota ennþá gamaldags flugvélar milli Kaup- mannahafnar og íslands. Þessi aukning, sem verður á flutningagetu félagsins með tilliti til upprunalega samningsins, er meiri en svo, að norræn loftferða- yfirvöld geti látið sér það lynda. Þess mun verða krafizt, að bilið milli IATA-fargjalda og fargjalda Loftleiða milli Evrópu og New Ýork verði mjókkað verulega. Loftferðayfirvöld Norðurland- anna þriggja eru nú einhuga um þessa kröfu, og eftir 1. nóvember er þess að vænta, að réttindi Loft leiða til farþegaflugs um Kaup- mannahöfn verði skert þannig, að þau færist í sama horf og upp- runalega var samið um, en ekki liefur verið farið eftir. Flugmálastjórar Norðurlanda eru nú á ráðstefnu í Vínarborg. Þar er einnig flugmálastjóri ís- lands, Kofoed Hanscn, og þess er að vænta að ákvörðun verði tekin um að lialda fund um þetta mál einhvern tíma undAr lok þessa mánaðar. Fram til þessa hafa allar tilraun ir af hálfu SAS til að ná samkomu lagi við Loftleiðir strandað. Nú þegar loftférðayfirvöld þriggja landa standa einhuga saman, er þess að vænta að stjórnarvöld komi því í kring, sem SAS og Loft leiðir gátu ckki áorkað með samn- ingum, og verði þá takmörkuð tala þeirra farþega, sem Loftleið- ir mega fljúga með til og frá Norð urlöndum, og miðað við þær for- sendur, sem gengið var út frá í upphafi. Umferðarslys Umferðaslys varð á móts við hús ið nr. 10 á Hallveigarstíg í gær kl. 16.16. Þar varð maður að nafni Guðjón Guðmundsson fyrir bíl, og var hann flut'ur á Slysavarðstof- una, en meiðsli hans voru ekki að fullu kunn, er síðast fréttist. 4 10. sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.