Alþýðublaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 10.09.1964, Blaðsíða 11
Bikarkeppni KSÍ: KR - b sigrabi Breiðablik 2-1 Á þriðjudagskvöldið var, fór fram leikur í Bikarkeppni KSÍ. milli B-liðs KR. og Ungm. fél. Breiðablik í Kópavogi. Var leikurinn háður á hinum nýja leikvangi Kópavogskaupstaðar sem er allmikið mannvirki. Er þama um tvo velli að ræða, annarsvegar fyrir knattspyrnu og hinsvegar handbolta. Skapar leikvangur þessi, hinum fjöl- menna æskulýð, þessa yngsta kaupstaðar okkar, mjög bætt skilyrði til íþróttaiðkana almennt, og þá ekki hvað sízt knattleikja. Er enginn vafi á því að í skjóli þessarar bættu aðstöðu, mun íþróttalíf kaup- staðarins blómgast og dafna, og er tímar líða fram, skapa dug- andi íþróttafólk, sem setja mun svip á bæinn og gera garðinn frægan. Æska Kópavogs hefir þegar sýnt það með þátttöku sinni, bæði í knattspyrnu og handknattleik, að efniviður er þar fyrir hendi í dugandi íþrótta menn og konur, ekki síður en í öðrum kaupstöðum, sé að því hlúð og aðstaða sköpuð. Það sönnuðu og knattspyrnu- menn Kópavogs í þessum leik, svo ekki var um villzt. KR mátti hafa sig allt við í leiknum til að fara með sigur af hólmi, og hann nauman þó, tvö mörk gega einu. En það voru Kópavogs- menn sem fyrst skoruðu. Er nokkuð var liðið á fyrri hálf- leik sendi Grétar Kristjánsson. h. úth. knöttinn í KR-markið, eftír að fast hafði verið sótt og varið á báða bóga. Hins vegar tókst KR ekki að jafna fyrr en á síðustu minútunni fyrir hlé. Það var Guðmundur Haraldsson, sem jafnaði metin. Stóðu svo leikar jafnir þar til mjög var liðið á síðari hálf- leikinn, að Einari isfeld tóksf að tryggja KR sigurinn úr auka spyrnu, sem tekin var rétt utan við vítateiginn. Mun og kvöld- sólin hafa átt sinn þátt í að tryggja KR sigurinn, en mjög var bjart af sólu meðan leiks- urinn fór fram, og gerði mark- vörzlu erfiða. Ekki verður því þó neitað að KR liðið var sýnu betur leik- andi en mótherjarnir, sem þé áttu oft allgóða spretti en skortf á nákvæmni í sendingum og spyrnum. En allt stendur það til bóta. Karl Bergmann dæmdi leik- inn. Ahorfendur voru allmargir. EB Svíþjóð og Finnland heyja Iands keppni í frjálsnm íþróttum um næstu helgi í Helsingfors. Mikill áhugi er fyrir keppninni bg hafa þcgar sels meira en 90 þús. mið- ar. Full víst er að uppselt verffur. Til gamans má gta þess, aff á leik Finna viff Dani um sl. helgi í Hel- singfors voru 16,800 áhorfendur. * ' Hinn 32 ára gamli japánski í- þróttamaffur Takahi Ono hefur verið valinn til aff vinna olympíu eiffinn viff setningu leikjanna í Tokyo 10. október n.k. Fánaberi verffur Maho o Fuhui. í ensku deildakeppninni voru leiknir 3 Ieikir í fyrrakvöld. í I. deild léku: Blackpool-Leeds 4-0; West Ham United-Wolverhamton 5-0, og í 2. deild Middlesborough- Bolton 5-2. ★ í 1. deildinni í Svíþjóff urffu úr slit um sl. helgi, sem hér segir: Örebro-Norrköping 2-2 Malmö FF -Degerfors 0-2, Elfsborg-Djurgárd en 2-0, AIK-Göteborg 1-2, Örgnyte -Hálsingborg 5-3, Gais-Eskiltuna 1-3. Hápunktur úrtökumóts Þjóffverja í sundi fyrir OL í Tokyo 30. ágúst s.l. í Dortsmund, var heimsmet Hans-Joachim Kiippers í 100 m. baksundi á 1.00,8 mín. Hann bætti metiff um 1/10 úr sek., en fyrra metiff átti Tom Stoch (USA). Kiippers sést hér í metsundinu. Hér sjáum viff knattspyrnumann frá Möltu, Vafiadis aff nafnf. Hani* *- leikur meff Queens Park Rangers í London. Hann er 19 ára aðf aldri og er auðsjáanlega hrifinn af knettinum, hvernig svo semr hann snýr. 1. deildar keppninni í knatt- spyrnu fer nú senn að ljúka. Eftir eru 3 leikir. Mjög miklar líkur eru fyrir því, að íslandsmótsbik- arinn fari nú í fyrsta sinn á Suð- urnes eða nánar tiltekið til Kefla víkur. Keflvíkingar eiga nú aðeins eftir að leika við KR og þurfa reyndar ekki nema jafntefli út úr þeim leik og til greina kemur einnig, að þeir þurfi ekki einu sinni að fá stig út úr leiknum, ef þannig tekst til, að KR tapar stigi til Akurnesinga. Vart er hægt með nokkurri sanngirni að neita því að meistaratignin lendir hjá réttum aðila, nái Keflvíkingar að höndla hana. Þeir liafa náð einna jöfnustum árangri allra 1. deildar liðanna í sumar, enda ber stiga- tala þeirra þetta með sér. Akur- nesingar eiga eftir að leika við KR og hefur sá leikur þá þýð- ingu, að með sigri geta Skaga- menn aukið að mun möguleika sína til annars sætis í deildinni, en sigur þeirrar og jafnvel jafn- tefli tryggir líka Keflvíkingum meistaratignina. KR hefur enn möguleika á sigri. en hann er þó fremur lítill. Þeir verða sem sé að vinna bæði Kefl- víkinga og Akurnesinga og síðan leika aukaleik við Keflavík um titilinn. Oft hafa KR-ingar reynzt drjúgir á endasprettinum, en lið þeirra virðist satt að segja vera ; nú óvenjulega slappt, svo ekki sé meira sagt. Verða þeir sann- arlega að herða róðurinn svo um munar, eigi þeir að ná sigri. í botninum er svipað ástand og í baráttunni um titilinn. Þrótt- ur hefur enn möguleika á að bjarga sér frá falli. Þeir hafa 5 skip og eiga eftir að leika við Fram, sem hefur 7 stig. Vinni Þróttarar, þá hafa báðir aðilar 7 stig og þá verður að heyja auka- leik um, hver á að falla. Það eru því ekki miklir möguleikar á því, að Þróttur kæmist hjá að falla niður, en ekkert er þó fullráðið í þessum efnum fyrr en að leik Fram og Þróttar loknum. Mjög athyglisvert er í sambandi við þessa 1. deildarkeppni, að lið- Framh. á 13. síðu. WWWWWWHWMMWW íþróttablaðið nýtt hefti íþróttablaffiff ágúst-hefti er nýkomiff ú . Af efni blaffs- ins má nefna: þátttaka í OI ympíuleikjiun, Fyrsti sigur íslendinga á Norffurlanda- móti í flokkaíþróttum, Sigur og tap í kna íspyrnu — Vest ur-Not’egur sigraffi ísland, Norðurlandaför íslenzks sundfóíks, Ánægjulegu sigur ísland sí tugþraut og þar aff auki í stuttu máli, vifftöl o. s. frv. Forsíffumynd er af tug- þrau'armönnunum íslenzku, sem sigruffu í tugþrautar- keppninni. Blaðiff er vand- aff aff öllum frágangi og prýtt mörgum ágætum mynd um. ALÞVÐUBLAÐiÐ — 10. sept. 1964 lf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.