Alþýðublaðið - 09.10.1964, Side 2

Alþýðublaðið - 09.10.1964, Side 2
Rltstjórar: Gylft Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Fréttastjórl: Axni Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrút: Eiður GuSnason. — Símar: M800-14903. — Auglýsingasimi: 14906. — ASsetur: AlþýðuhúsiS viB ■verfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýöuhlaðsins. — Áskriftargjald kr. 80.00. — X lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. Alþingi og skattsvikin , ALÞINGI sezt nú á rökstóla að nýju eftir sum arlanga hvíld. Eins og endranær bíða mörg mál úr lausnar, en skattamálin munu þó tvímælalaust vera efst á baugi að dómi almennings. i Eitt brýnasta verkefni þingsins verður því að gera raunhæfar úrbætur í skattamálum. Þær úr- bætur verða fyrst og fremst að miða að því að dreifa skattabyrðinni á réttlátari hátt en undanfar i ið hefur verið gert. i Almenningur hefur gert sér ljóst, að núver- i andi ástand í skattamálunum er algjörlega óvið- unandi, og að táka verður þau í heild til gagngerðr ar endurskoðunar. Á það hefur verið bent, að stórfelld skattsvik séu iðkuð hér á landi ,af þeim, sem aðstöðu hafa tii slíks, og er vafalaust, að ríkissjóður og bæjarsjóð- ir verða af hundruðum milljóna árlega vegna skatt svikanna. Nú þarf að láta til skarar skríða gegn þessari meinsemd í þjóðfélaginu og uppræta hana að svo miklu leyti, sem kostur er. Skattsvik eru í rauninni ekki annað en þjófn- aður, þar sem einn þjóðfélagsþegn veltir byrði sinni yfir á aðra, og sleppur við að greiða nema Muta þess, sem honum ber til sameiginlegra þarfa. Nú hefur verið stofnuð skattarannsóknardeild við embætti ríkisskattstjóra, og er það fyrsta skrefið til að gera skattheimtuna raunhæfari. Slík ár rannsóknardeildir með fjölmennu og öflugu istarfsliði eru starfandi í grannlöndum og hafa gef ið þar góða raun. Alþýðublaðið hefur hvað eftir annað bent á þá '„'vankanta skattakerfisins, sem leiða til skattsvik- anna, og krafizt þess, að úr verði bætt. Almenning ur hefur tekið undir þessa kröfu blaðsins, enda er .það íslenzk alþýða öðrum fremur, sem borgar forúsann fyrir skattsvikarana. Stefna Alþýðuflokks ins í skattamálum hefur jafnan verið sú, að það sé eitt mikilvægasta verkefni þjóðfélagsins að fryggja, að byrði opinberra gjalda sé réttlátlega skipt á þegnana eftir raunverulegum efnum þeirra. Á þessu hefur því miður verið misbrestur und anfarin ár, og við svo búið má ekki lengur una. Al- imenningur á skýlausa kröfu á því, að þegar í stað <verði gerðar ráðstafanir af hálfu hins opinbera til að koma í veg fyrir skattsvikin, þannig að í hlut hvers og eins komi rétlátt framlag til þarfa ríkis- ins. Almenningur mun fylgjast af eftirvæntingu imeð störfum Alþingis næstu vikur og bíða eftir ráðstöfunum til lagfæringar á þessu 'veigamikla hagsmunamáli borgaranna. m B EJL «iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi»iiiiiiiiiiiiii»i»iii*i»i»i»»Miiiiiiniiiiiiii*ijiiiiiíi«iiiinni i . i iiiiiiiiiiiiii.. UmræSur um eliiheimilin og gamla fólkiS. + EySibýlin meS góSum húsakynnum. + ISjuleysiS er mesta böliS. ir Auglýst eftir nýjum samtökum. H. B. SKRIFAR: „Nú er mikið skrifað oe skrafað' um gamla fólk ið, hvar og hvernig því verði búið gott heimili, þegar það liættir bú- skaP, eða þegar það getur ekki að öllu leyti séð um sig sjálft. Nú ná margir háum aldri, menn piga svo gott, og sannarlega á gamla fólkið skilið að því líði vel, það viija Iíka allir láta því líða vel. ÞAÐ ER ALI.TAF verið að stofna elliheimili, en það hrekk- ur bara ekki til. Gísli Sigurbjörns son, forstjóri, sem mest og bezt, hefur skrifað um þetta mál, enda því bezt kunnugur vill láta söfn- uðina koma upp heimilum fyrir gamla fólkið, hver hjá sér. Væri þá ekki tilvalið að taka eitthvað :af eyðijörðunum, sem margar eru vel hýstar, og koma þar upp heim ilum fyrir gamla fólkið. Þó að STANLEY Heffar eitthvað þurfi að bæta við bygging ar þá er alltaf hægara að styðja en reisa, enda ekki gert ráð fyrir neinum höllum. — Gamla fólkið kærir sig ekkert um það, bara hlý legt og notalegt. REKSTURINN ÆTTI EKKI að þurfa að ver,a mjög kostnaðarsam- ur. — Margt af gamla fóikinu á elliheimilunum er starfhæft, að ýmsu leyti. Enda ætti hvert ein- asta elliheimili, hve lítið sem það er, að hafa starfsmann, karl eða konu, sem leiðbeindi fólkinu við störf úti eða inni, eftir ástæðum. IOJULEYSIÐ ER elliheimilanna mesta böl. — Hugsa sér, þetta, sem alla æfi hefur unnið frá mesta böl. Hugsa sér, þetta fólk einu dæmt til aðgerðaleysis. Það er hörmung, drepandi, óvirðulegt mannlegu eðli. — Má ekki eiga sér stað. NÚ ÞURFA AÐ koma á sjón- •arsviðið ráðagóðir menn, sem taka þetta mál föstum tökum, eins og,t. d. þeir, sem stofnuðu Reykja/ lund hér um árið, með tilhögun sem verður til fyrirmyndar, sérw stök fyrir okkar land, okkar eðll. Hugsa sén Breiffiafjarðareyjajr 1 eyði. — Væri ekki gaman aS stofna þar elliheimili. Lofa gamla fólkinu -að dunda við varpið, gutla á smábátum við afiabrögð o. s. frv? | GERIO fyrst og fremst iðju* leysið útlægt. — Leiðbeinið gamla fólkinu í ýmislegri handavinnu, útvegið efni, og sjáið um sölu. Það verður gaman að lifa það, a® þetta mál kemst í örugga höfn." Hnnes á horninu. Hefiltannir og varahlutir í hefla jLZ 6 bukjivIi ASSA Ötidyraskrár Útidyralamir Innidyralamir fyeaZimaent 8(VBJJSVlB Látið stilla bifreiðina fyrir veturinn’ ShúliEÖtn 82. Simi 13-lM Nú er tíxninn að ryðverja bifreiðina með TECTYL! OAT EHSKIR KARL- NANHA- FRAKKAR í miklu úrvali FINEST WEATHE* PROOF RYÐVÖRN Grcnsásveg 18, síml 1-99-45 Lesið Alþýðublaðið Áskriffasíminn er 14900 Austurstræti 14. Sími 12345. — Laugavegi 95. Sími 23862. $ 9. október 1964 - ALÞÝOUBLAÐiÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.