Alþýðublaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 3
Tshombe ræðir við bla'ðamenn á flugvellinum í Aþenu, skömmu áður en liann fór frá Kairo, þar sem hann var tekinn höndum og liefur verið lialdið í stofufangelsi síðan. Tshombe illur í varðhaldinu Skipti á matvælum og a-býzkum föngum Bonn, 8. okt. (NTB-Reuter). AUSTUR-ÞJÓÐVERJAR liafa á undanförnum mánuðum sleppt úr Jialdi um 800 pólitískum föngum, sumpart samkvæmt samningi við Vestur-ÞjóðV'erja þess efnjs, að föngum verði sleppt ur haldi í staðinn fyrir matvælasendingar. Samningurinn við Vestur-Þjóð- verja náði til tiltölulega lítils hóps pólitískra fanga. Vestur-Þjóðverj- um hefur tekizt að fá því fram- gengt, að öðrum föngum eru send matvæli frá Vesturlöndum, að því £r áreiðanlegar heimildir hermdu í Bonn í dag. Bonn-blaðið „General Anzeiger“ hermdi, að Vestur-Þjóðverjar liefðu nafngreint þá fanga, sem þeir vildu að sleppt yrði úr haldi og greitt Austur-Þjóðverjum mikl ar fjárfúlgur til kaupa á matvæl- Ráðgjafi Gold waters hættir Washington, 8. október (NTB-APP). EINN af ráðunautum Barry Gold- yvaters öldungadeildarmanns, — William Seward, tilkynnti í dag, að hann mundi hætta að starfa fyrir forsetaefni repúblikana, þar eð hann væri algerlega á valdi lítils hóps ofstækisfullra íhalds- manna. Seward var ráðunautur Goldwalers í löggjafarmálum. Að sögn „Washington Post“ voru það einkum ummæli Goldwaters upp á síðkastið um félagsmál og iKúbu, sem hafa orðið til þess að : Seward hefur sagt ,af sér sem ráðunautur Goldwaters. um. Hver fangi mun hafa kostað Vestur-Þjóðverja um 40 þúsund mörk, þ. e. um 432 þúsund ísl. krónur. Föngunum var sleppt áður en kommúnistaleiðtoginn Walter Ulbricht tilkynnti, að 10 þúsund austur-þýzkir fangar hefðu verið náðaðir. Kaupmannahafnarblaðið „Poli- tiken“ hermdi í dag, að hinir 800 fangar hefðu verið framseldir Vestur-Þjóðverjum í sumar á ein- um þeirra staða, þar sem venju- lega er farið yfir landamærin. Blaðið hermir, að samkomulag hafi orðið um málið, þegar austur- og vestur-þýzkir lögfræðingar hitt ust í Auschwitz-málaferlunum, og að hinn kunni bandaríski lögfræð- ingur James Donovan hafi komið við sögu. Það var Donovan, sem átti þátt í framsali U2rflugmanns- ins Gary Powers og fékk því fram- gengt að pólitískum föngum var sleppt úr haldi á Kúbu. Viðræðurnar munu hafa farið fram með mikilli leynd undir for- ustu Erich Mende, ráðherra þess í vestur-þýzku stjórninni, sem fer með alþýzk málefni. Seinna var sagt að viðræðurnar hefðu farið fram fyrir milligöngu lögfræði- skrifstofu í Vestur-Berlín, sem hef ur samstarf við ráðuneyti alþýzkra málefna. Fyrir mörgum mánuðum hitti Mende fulltrúa svipaðs fyrir- tækis i Austur-Berlín, sem hefur gott samband við vestur-þýzka fyrirtækið, og honum til mikillar furðu báru Austur-Þjóðverjarnir fram jákvæðar tiilögur í málinu, en settu efnahagsleg skilyrði. Formælandi ráðuneytis alþýzkra málefna sagði seinna í kvöld, að vonir stæðu til að samningar tækj ust um, að austur-þýzk börn fengju að fara til foreldra sinna í Vestur- Þýzkalandi og að ennþ| fleiri fang- ar yrðu látnir lausir. Austur-Þjóð- verjar hafi gefið í skjyn, að þeir muni ef til vill fallast*á þetta. Formælandinn kvaði Vesur-Þjóð verja ekki hafa greitt í reiðifé eða veitt Austur-Þjóðverjum lán. Austur-Þjóðverjar hafi gefið í skyn, að þeir séu reiðubúnir að láta fleiri fanga lausa, ef þeir fái meiri matvæli. Viðræður munu þegar hafnar. Formælandinn kvað matvælin, sem þegar hefðu verið send, nema „mörgum, mörgum rríilljónum marka". Kairó, 8. október. (NTB-R.). Vopnaffir verffir hafa nú veriff fjarlægðir frá sendiráffum Alsír og Arabíska sambandslýffveldis- ins í Leopoldville samkvæmt fyr- irmælum Moise Tshombe forsæt- isráðherra, sem er í stofufang- elsi í Kairó. Tshombe mun hafa símað fyr- irmælin frá Crouba-höllinni skammt frá Kairó, þar sem hann hefur dvalizt síðan hann kom til Kairó í fyrradag í árangurslausri tilraun til að fá að sitja ráð- stefnu hlutlausra ríkja. Nasser forseti mun hafa krafizt þess, að aflétt verði umsátrinu um sendi- ráðin áður en Tshombe verði sleppt úr haldi. Starfsmenn beggja sendiráða búa sig nú undir að fara til Brazzaville — í Kongólýðveldinu. Verðirnir voru settir við sendi- ráðin í hefndarskyni við meðferð þá, sem Tshombe hefur fengið í Kairó. í Kairó hefur egypzk lögregla haldið burtu frá kongóska sendi- ráðinu. En Tshombe er enn í stofu fangelsi og ekkert bendir til þess ennþá að honum verði sleppt. Líflæknir Tshombes, Belginn Joseph Szeles, sagði í dag, að Tshombe hefði nær ekkert borðað í tvo daga, væri mjög þreyttur og þyrfti vítamín. Lækninum var leyft að heimsækja sjúkling sinn í gærkvöldi. Mörg Kairó-blöð, sem segja að Tshombe neiti að borða, liafa eft- ir honum þessi ummæli: Lum- umba var vinur ykkar. Kannski byrlar einhver þeirra einhverju í matinn. Blöðin segja, að Tsho- mbe hafi reiðst aðgerðunum gegn sendiráðum Egypta og Serkja í Leopoldville og hótað að „hengja Frh. á 13. síðu. MWtMMMMWUtMMMUHM Rússar trufla veiÖi Færeyinga Þórshöfn í Færeyjum, 8. október (NTB). ÞRÁTT fyrir mikla veiffi hef ur mikill hluti færeyska veiffi flotans hætt síldveiffuin fyrr en ráffgert hafði verið vegna þess, aff floti nær 300 sov- ézkra síldarbáta skaut upp kollinum á miffunum. Skipstjórinn á kútternum „Bugvin“ segist hafa gefist upp, þó aff 200 tómar tunnur væru um borff. MWMMWWHWHUUttHM SAS - flugvél setur met Kaupmannahöfn, 8. október (NTB-Reuter). DC8-ÞOTA í eigu SAS setti uýtt met á flugleiffinni New York-Kaup mannahöfn í dag á 6 klukkustund- um og sjö mínútum. Flugvélin hafffi meffvind alla lelðina. Venju- legur flugtími er sex stundir og 30 mínútur. MtMHHMMMHtWtMHHHM Sauðárkrókur Afgreiffslumaffur Alþýffu- blaffsins á Sauöarkróki er GUÐBRANDUR FRÍMANNSSON, Hólavegi 17. Sími 56. Atómherafli fyrir nýár? Washington, 8. okt. — Ntb-Rt. Bandaríska stjórnin er þess nær fullviss, aff Grikkland og Tyrk- land muni gerast aðilar aff sam- komulagi Bandarikjanna og Veat- ur-Þýzklands um stofnun marg- þjóffa kjamorkuherafla NATO um áramótin, aff sögn embættismanna í Washington í dag. Embættismennirnir létu einnig í ljós von um þátttöku Hollands og að Ítalía kynni aff gerast aðili að samningnum um áramótin. Þeir gerðu sér grein fyrir að Bretland gæti ekki tekið ákvörðun fyrr en eftir þingkosningar. Sömu sögu væri að segja um ítalíu vegna bæjar- og sveitarstjórnakosninga í nóvember. Bandaríska stjórnin útilokar ekki brezka þátttöku þótt Verka- mannaflokkurinn fari með sigur-af hólmi í þingkosningunum. Em- bættismennimir bentu á ummæli, sem Harold Wilson, leiðtogi Verka mannaflokksins kom fnam með um daginn, en þau gæfu til kynna að dyrnar stæðu enn opnar. . Dean Rusk utanríkisráðherra sagði á blaðamannafundi í Was- hington í dag, að Bandaríkin liyggð ust halda áfi’am starfinu að stofn un kjarnorkuheraflans með þátt- töku „töluverðs fjölda" NATO- landa. Rusk kvaðst þess fullviss, að með þetta væri markmiðið, bæði I NATO, Vestur-Þýzkalandi og Bandaríkjunum. Utanríkisráðherr ,ann sagði þetta er hann svaraði spurningu blaðamanns, sem benti á að, Erhard kanzlari Vestur-Þýzka lands hefði gefið í skyn, að Banda rikin og Vestur-Þýzkaland mundu Framhald á 13. síffu Dean Rusk ALÞÝÐUBLAÐffi - 9. októbtír 1984 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.