Alþýðublaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 6
IÍI!W ' Hárrétt elektr- svar FRÁ Ameríku berast fréttir S af manni, sem spurði raf- jj magnsheila hvoru af tveim £ ún m sínum hann ætti að m fleygja. Annað seinkaði sér g um 7 sekúndur á sólarhring, |j en hitt gekk alls ekki. Raf- B magnsheilinn svaraði, að H hann skyldi halda þvi úri, g sem ekki gengi. Maðurinn g varð dálítið undrandi og jj spurði heilann, hvernig hann jf hefði komizt að þessari nið- B urstöðu. Svarið var: „Það úr, sem seinkar sér g um 7 sekúndur á sólarhring, j sýnir réttan tíma aðeins I eautjánda hvert ár, en það jj úr, sem ekki gengur, sýnir. E réttan tíma tvisvar á sólar- |j hring". ll!!l!liíIllíllllllilIllllilll![il!IIIIB •k Helmingur allra barna, sem fæddust í Venezuela á árunum 1950 til 1960, fæddust utan hjóna bands, segir í skýrslu barnavernd arfélaga landsins. * Noriko, 24 ára gömul dóttir Ikeda forsætisráðherra Japana, og 22 ára gómul systir hennar, Stashiko, hafa safnað saman 22 japönskum. blómarósum til sér- starfa á meðan á olympíuleikunum stendur. Stúlkurnar hyggjast hafa ofan af fyrir eiginkonum meðlima alþjóða olympíunefndarinnar, er þær koma í bæinn. • Við Landshut í Bæjaralandi hefur fundizt steinrunnin mamm utstönn, sem er um tveir metrar á lengd og 20 sentímetrar í þver mál, þar sem hún er þykkust. Frank Sinatra er nú í Itóm, þar sem hann er að gera kvikmynd, sem á að heita „Von Ryan's j Express", en þar leikur hann ofursta í ameríska flughernum, sem dulbýr sig sem þýzkan hermann. | í kvikmyndinni leika einnig Trevor Howard, John Leyton og Sergio Fantoni. Á myndinni sjást m j§ þeir Sinatra og Howard í hlutverkum sínum við töku myndarinnar. lllillli™^ Ný flóttamannaplata með heimspekktum píanóieikurum STULKAN hér á myndinni heitir Kathy Keeton, 2G ára göinul og dansar fnrðu-dansa á nseturklúbb í Lonrton. Hún á þennan svellandi fína Jagúar E, sem hún liggur á. Bíllinn var allt í einu sendur heim til hennar í Knightsbrodge árla morguns fyrir nokkru. Stúlkukindin trúði varla sínum eigin augum, þar til hún heyrði hver hefði sent hann. Sá var einhver Sheik, sem hún aðeins þekkti undir nafninu Bobe, af því að nafn hans var óframberanlegt, að sögn hennar. Ilún skýrði blaðamönnum svo frá, að.hún hefði farið fjórum sinnum á stefnumót með Bobo, og í síðasta skiptið, fyrir hálfum öðrum mánuði, hafði hann sagzt skyldi gefa henni, hvað sem hún vildi. Hún hafði haldið, að hann væri að gera að gamni sínu, og sagzt helzt vilja fá Jagúar. Og svo var bíllinn, sem kostar 2000 sterlingspund send- ur heim um daginn. iilii!l!!llll!!lllllilil!lll]!íiiiílii!i;il!l!illillilll!lllíl!!i!ili!!!il!IIÍil!iill!llllílN^ SEX af kunnustu píanóleikurum samtimans munu leika inn á hljómplötu, sem Sameinuðu þjóð- irnar senda á markaðinn í haust til styrktar flóttamannastarfinu. Hljómplatan ber heitið „Inter- national Piano Festival" og á henni verður tóníist eftir Mozart, Schu- bert, Schumann, Beethoven, Cho- pin og Liszt. Þeir sem leika inn á plötuna verða Claudio Arrau, "Wilhelm Backhaus, Alexander Brailowsky, Robert Casadesus, Byron Janis og Wilhelm Kempff. Platan verður stór og hæggeng. Að útgáfu hennar stendur Flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Eins og var um fyrri flóttamanna plötuna „All-Star Festival", sem út kom fyrir tæpum tveimur árum, ganga laun listamannanna og tekjur framleiðendanna til starf- semi Flóttamannahjálparinnar. Hluta af fénu verður varið til að þjálfa unga arabíska flóttamenn frá Palestínu í ýmsum iðngrein- um. Fyrstu eintök af „International Piano Festival" verða afhent fram kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, U Thant, 15. október, og þau verða jafnframt send áhrifamönn- um um heim allan, sem sýnt hafa áhuga á flóttamannastarfseminni. Síðan verður plötunni dreift á al- mennum markaði, og er búizt við að hún verði komin til flestra landa heims í tæka tíð fyrir jóla- matkaðinn^ Víða verður hún seld í hljómplötuverzlunum. Fyrri plata Sameinuðu þjóð- anna, „All-Star Festival", sem flutti léttari tónlist, færði Flótta- mannahjálpinni nettó-tekjur sem námu um 41 milljón íslenzkra króna. Hún var einhver vinsælasta hæggenga hljómplata sem komið hefur á markaðinn. BAK VIÐ TJÖLDIN • James Rounsiville frá Fresno í Kaliforniu — J6 ára gamall — skaut sig um daginn, þegar faðir hans hótaði að klippa af honum langa liöaða lokkana vegna þess aö James vanrækti skólann. Það siðasta, sem James gerði, var að hringja í vinkonu sína og segja: „Það eru takmörk fyrir því, sem maður getur þolað, og nú þoli ég ekki meira — ég fer á stað, þar sem ég slepp við allar áhyggjur". * Við rannsóknadeild í Georgíu hefur verið framleidd pilla, sem aðeins þarf að setja út í bolla með sjóðandi vatni. Verð- ur þá á svipstundu til í bollanum hið ágætasta te bæði sætt og með hæfilegu sítrónubragði. •k í bænum Welkom í Suður-Af- riku, á miðju gullgrafarsvæðinu, er verið að byggja nýtt ráðhús. Hornsteinninn er fjögurra tonna klettur, sem talið er að í séu tíu kíló af skíragulli. •k í Saudi-Arabíu er verið að berjast gegn ólæsi. Þar hafa ver- ið stofnaSir skólar handa fullorðn um, sem af einhverjum sökum hafa farið á mis við að læra að ''esa. Einnig er verið að byggja nýjan háskóla í Jedda. • Og svo var það kennarinn i París, sem gjarnan vildi gefa nemandanum eins góð meðmæli og hann gat. Útkoman varð þessi: Hættir tíl að sofa í tímum, en hrýtur þó a. m. k. ekki". • AMERÍSKI milljónamærlng- urinn Tony Manville, sem er sjö- tugur að aldri, er um það bil að skilja við elleftu konu sína. Hún er þýzk og var frámmistöðustúlka, þegar hún hitti milljónunginn. •k Flugmaður á lítilli flugvél í ¦ Kaliforníu var um daginn að snúa skrúfu vélarinnar til að koma henni í gang, þegar hún skyndilega hrökk í gang og æddi frá honum. Hún æstist þarna um allan völl- inn, og að síðustu varð flugmaður- inn að ná sér í riffil og skjóta gat á bensín tankinn. Svo stöðvaðist hún, þegar allt bensínið var lekið af. •.."-- ¦>rDemantshringar verða stöðugt vinsælli sem trúlofunarhringar í Bandarík.iunum, að því er samtök gimsteinasala upplýsa. 80% allra nýtrúlofaðra gera slíkt nú með demantshring í stað 50% fyrir 10 árum. * Röntgenrannsókn á heilum 16 fyrrverandi hnefaleikamanna hef- ur sýnt, að aðeins þrír þeirra voru eðlilegir, að því er þrír brezkir röntgenfræðingar skýrðu frá á læknaþingi nýlega. Skemmdirnar virðast aðallega vera í skæni, sem skilur að tvo hluta heilans, og stafa vafalaust af höfuðhöggum. G 9. október 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.