Alþýðublaðið - 09.10.1964, Page 6

Alþýðublaðið - 09.10.1964, Page 6
I Hárrétt elektr- 1 1 1 1 óniskt svar | 1 ■ | FRÁ Ameríku berast fréttir m | af manni, sem spurði raf- jj | magnsheila hvoru af tveim H; | úrum sínum hann aetti að | H fleygja. Annað scinkaði sér jj | um 7 sekúndur á sólarhring, jj | en hitt gekk alls ckki. Raf- jg . magnsheilinn svaraði, að -? | hann skyldi halda því úri, | sem ekki gengi. Maðurinn varð dálitið undrandi og g e spurði heilann, hvernig hann B . • hefði komizt að þessari nið- 1 B urstöðu. Svarið var: jj „Það úr, sem seinkar sér jj um 7 sekúndur á sólarhring, != 1 sýnir réttan tíma aðeins g i sautjánna hvert ár, en það g | úr, sem ekki gcngur, sýnir g j réttan tíma tvisvar á sólar- H S hring”. ★ Helmingur allra barna, sem fæddust í Venezuela á árunum 1950 til 1960, fæddust utan hjóna bands, segir í skýrslu barnavernd arfélaga landsins. ★ Noriko, 24 ára gömul dóttir Ikeda forsætisráðherra Japana, og 22 ára gömul systir hennar, Stashiko, hafa safnað saman 22 japönskum blómarósum til sér- starfa á meðan á olympíuleikunum stendur. Stúlkumar hyggjast hafa ofan af fyrir eiginkonum meðlima alþjóða olympíunefndarinnar, er þær koma í bæinn. ★ Við Landshut í Bæjaralandi hefur fundizt steinrunnin mamm utstönn, sem er um tveir metrar á lengd og 20 sentímetrar ( þver mál, þar sem hún er þykkust. STÚLKAN hér á myndinni heitir Kathy Keeton, 26 ára | | gömul og dansar furðu-dansa á næturklúbb í I ondon. Hún á g j þennan svellandi fína Jagúar E, sem hún liggur á. Bíllinn var p i allt í einu sendur heim til hennar í Knightsbrodge árla morguns || | fyrir nokkru. Stúlkukindin trúði varla sínum eigin augum, þar gj ! til hún heyrði hver hefði sent liann. Sá var einhver Sheik, sem ; 1 hún aðeins þekkti undir nafninu Bobe, af því að nafn hans var j| ■ óframberanlegt, að sögn hennar. Hún skýrðí blaðamönnum svo Sj i frá, að.hún hefði farið fjórum sinnum á stefnumót með Bobo, j og I síðasta skiptið, fyrir hálfum öðrum rnánuði, hafði hann fl i sagzt skyldi gefa henni, hvað sem hún vildi. Hún hafði haldið, M , | að hann væri að gera að gamni sínu, og sagzt helzt vilja fá B - | Jagúar. Og svo var bíllinn, sem kostar 2000 sterlingspund send- i . 1 ur heim um daginn. Í!!l!!í!!li!lli!l!!!lll!l!!l!!lll!!l!!!l!l!!!!!i!i!llll!lll!!!!llllll!l!l!l!!ll!!lllll!!!i!!!!i!!!ll!l!!l||||||||!llll!l!l!!líl!!li!l!!!!lll!||l!ll!!i!lli!lllll!!lllH!l!!!!!!!!|l!!l!!l!lillll!!l!!!ll!!l!IHIil!!lll!!ll||!l!!l!!j 0 9. október 1964 - ALÞVÐUBLAÐIÐ Frank Sinatra er nú í Róm, þar sem hann er að gera kvikmynd, sem á að heita „Von Ryan's Express", en þar ieikur hann ofursta í ameríska flughernum, sem dulbýr sig sem þýzkan hermann. í kvikmyndinni leika einnig Trevor Howard, John Leyton og Sergio Fantoni. Á myndinni sjást þeir Sinatra og Howard í hlutverkum sínuin við töku myndarinnar. lihlíllllL'llliiiliuiIilUÍiiiíIlli.'llliIliiIIIII mmmmmm Ný flóttamannaplata með heimsþekktum píanóleikurum SEX af kunnustu píanóleikurum samtímans munu leika inn á hljómplötu, sem Sameinuðu þjóð- irnar senda á markaðinn í haust til styrktar flóttamannastarfinu. Hljómplatan ber heitið „Inter- national Piano Festival” og á henni verður tónlist eftir Mozart, Schu- bert, Schumann, Beethoven, Cho- pin og Liszt. Þeir sem leika inn á plötuna verða Claudio Arrau, Wilhelm Backhaus, Alexander Brailowsky, Robert Casadesus, Byron Janis og Wilhelm Kempff. . Platan verður stór og hæggeng. Að útgáfu hennar stendur Flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Eins og var um fyrri flóttamanna plötuna „All-Star Festival", sem út kom fyrir tæpum tveimur árum, ganga laun listamannanna og tekjur framleiðendanna til starf- semi Flóttamannahjálparinnar. Hluta af fénu verður varið til að þjálfa unga arabíska flóttamenn frá Palestlnu í ýmsum iðngrein- um. ★ James Rounsiville frá Fresno í Kaliforníu — J6 ára gamall — skaut sig um daginn, þegar faðir hans hótaði að klippa af honum langa liðaða lokkana vegna þess að James vanrækti skólann. Það siðasta, sem James gerði, var að hringja í vinkonu sína og segja: „Það eru takmörk fyrir því, sem maður getur þolað, og nú þoli ég ekki meira — ég fer á stað, þar sem ég slepp við allar áhyggjur”. Fyrstu eintök af „International I Piano Festival” verða afhent fram kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, U Thant, 15. október, og þau verða jafnframt send áhrifamönn- | um um heim allan, sem sýnt hafa ' áhuga á flóttamannastarfseminni. Síðan verður plötunni dreift á al- mennum markaði, og er búizt við að hún verði komin til flestra I landa heims í tæka tíð fyrir jóla-1 markaðinn._ Víða verður hún seld í hljómplötuverzlunum. Fyrri plata Sameinuðu þjóð- anna, „All-Star Festival”, sem flutli léttari tónlist, færði Flótta- mannahjálpinni nettó-tekjur sem námu um 41 milljón íslenzkra króna. Hún var einhver vinsælasta hæggenga hljómplata sem komið hefur á markaðinn. ★ Við rannsóknadeild í Georgíu hefur verið framleidd pilla, sem aðeins þarf að setja út í bolla með sjóðandi vatni. Verð- ur þá á svipstundu til í bollanum hið ágætasta te bæði sætt og með hæfilegu sítrónubragði. ★ í bænum Welkom í Suður-Af- riku, á miðju gullgrafarsvæðinu, er verið að byggja nýtt ráðhús. Hornsteinninn er fjögurra tonna klettur, sem talið er að I séu tíu kíló af skiragulli. ★ í Saudi-Arabiu er verið að berjast gegn ólæsi. Þar hafa ver- ið stofnaðir skólar handa fullorðn um, scm af einhverjum sökum hafa farið á mis við að læra að ’esa. Einnig er verið að byggja nýjan háskóla í Jedda. ★ Og svo var það kennarinn í París, sem gjarnan vildi gefa nemandanum eins góð meðmæli og hann gat. Útkoman varð þessi: Hættir til að sofa í timum, en hrýtur þó a. m. k. ekki“. ★ AMERÍSKI milljónamæring- urinn Tony Manville, sem er sjö- tugur að aldri, er um það bil að skilja við elleftu konu sína. Hún er þýzk og var frammistöðustúlka, þegar hún hitti milljónunginn. ★ Flugmaður á lítilli flugvél í Kaliforníu var um daginn að snúa skrúfu vélarinnar til að koma henni í gang, þegar hún skyndilega hrökk í gang og æddi frá honum. Hún æstist þarna um allan völl- inn, og að siðustu varð flugmaður- inn að ná sér i riffil og skjóta gat á bensín tankinn. Svo stöðvaðist hún, þegar allt bensínið var lekið af. . ★Demantsliringar verða stöðugt vinsælli sem trúlofunarhringar í Bandaríkjunum, að því er samtök gimsteinasala upplýsa. 80% allra nýtrúlofaðra gera slikt nú með demantshring í stað 50% fyrir 10 árum. 1 ★ Röntgenrannsókn á heilum 16 fyrrverandi hnefaleikamanna hef- ur sýnt, að aðeins þrír þeirra voru eðlilegir, að því er þrír brezkir röntgenfræðingar skýrðu frá á læknaþingi nýlega. Skemmdirnar virðast aðailega vera í skæni, sem skilur að tvo liluta heilans, og stafa vafalaust af höfuðhöggum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.