Alþýðublaðið - 09.10.1964, Síða 7

Alþýðublaðið - 09.10.1964, Síða 7
Samþykktir þings Sjómannasambands íslands Frá kjaranefnd: Um löndun síldar. 4. þing Sjómannasambands ís- lands, skorar á stjórnir allra síld- arverksmiðja á landinu, að afnema það löndunarfyrirkomulag, sem nú er og búið að vera lengi, þar sem það er orðið úrelt og langt á eftir þeirri tækni sem nú er orðin á flestum sviðum. Þingið vill benda á, að löndun slldar í bræðslu er orðin sú erf- iðasta og sóðalegasta vinna sem þekkist á landinu. Þar sem vel hef ur aflast og hagur verksmiðjanna því góður, krefjast sjómenn þess, að þær geri áíak í þessu efni, og yfirleitt í öllum þeim atriðum er gætu orðið til að bæta löndunar- skilyrði á síld. Þingið vill benda á, að í Noregi þekkist ekki að sjómenn landi síld- inni sjálfir og hefur svo verið lengi. Verksmiðjurnar annast það, sjálfar, og munu þó geta borgað mun hærra verð fyrir hráefnið en hér er gert. Um vigtun síldar: 4. þing Sjómannasambands ís- lands telur, að ekki megi dragast, að komið verði á þeirri reglu, að síld til vinnslu og verkunar verði seld eflir vigt en ekki eftir máli, eins og verið hefur fyrir norðan og austan. Þingið felur væntanlegri sam- bandsstjórn, að leita samstarfs við önnur samtök sjómanna og sam- tök útvegsmanna um að hrinda því máli í framkvæmd að síld verði vegin en ekki mæld, enda verði verð síldarinnar við það miðað, af hendi Verðlagsráðs - sjávarútvegs- ins. Náist ' ekki : samkoniulag við vinnsiustöðvarnar um skjótá fram kvæmd í þessu máli, telúr þingið, að ekkr verði: hjá þvi samtökin beiti sér verði sett um að si.id se Keypt at hálfu vinixslustöðvánná. éftir vigt, svo sem gildir um allán annan fisk. Urn hætta aðstöðu til móttöku og bræðslu síldar: 4. þing Sjómannasambands ís- lands telur, að nauðsynlegt sé, að bætt verði aðstaða til móttöku og bræðslu síldar svo veiðiskipin þurfi ekki að biða langtímum sam- an eftir því að hægt sé áð losna við aflann. Þingið beinir því þó til réttra stjórnaraðila, hvort ekki sé hag- kvæmara og réttara, að stefnt sé að því, að leysa vandann með auknu þróarrými og auknum flutn ingum, í stað þess sem ráðgert er, að byggja nýjar verksmiðjur og auka afköst þeirra sem fyrir eru, og vill í þvi sambandi benda á, að afkastageta verksmiðja þeirra, sem til eru á norður- og austur- landi er slík, að bræðslusíldarafl- inn sem fengist hefur í sumar, liefði ekki verið nema 30 daga vinnsla fyrir verksmiðjurnar, ef þær hefðu allar verið í fullri vinnslu. Frá vinstrl til hægri: Ásgeir Torfason, Reykjavík, Jón Helgasonð Reykjavík, Jón Ármannssen, Reykjavik, Sigríkur Sigríksson, Akranesi, Emil Jónsson, sjávarútvegsmáíaráðherra, Guðmundur Sik Guðmundsson, Reykjavík, Jóhann S. Jóhannsson, Akranesi, Jón Sigurðsson, Reykjavík, Sigurður Péturs- son, Hafnarfirði, Ragnar Magnússon, Grindavík og Sveinn Sveinsson, Reykjavík. Um bætta aðstöðu til ferskfisksmats. Þingið telur að bæta verði mjög ) alla aðstöðu til ferskfisksmats þannig, að matið fari fram í sér- stökum húsakynnum er staðsett séu sem næst þeim stað, sem fisk- inum er landað. Þá telur þingið nauðsynlegt, að matið sé framkvæmt um leið og fiski er landað og gerir kröfu til að niatið fari fram í affermingar- höfn. Þingið beinir því til aðildar- félaga sambandsins, að þau hvert á sínum stað vinni að bættri að- stöðu matsins. .............................,„„„„...................................,„„„............„„„„„„„„„ tiiiiiiDmiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiuiim Andlitið Hafnarfjarðarbíó: Andlitið Ingmar Bergman-mynd. MIKLAR þakkir á Hafnar- fjarðarbíó skildar fyrir þann velgjöi-ning að færa okkur myndir Bergmans eina á fæt- ur annarri. — Og nú er það „Andlitið“. í bók sinni „The Contem- porary Cinema“, segir Penel- ope Houston meðal annars þetta um Ingmar Bergman — MW „ í setningu, sem varpar í grimmd sinni skýru ljósi á hann (Bergman), hefur hann verið nefndur — bezti þýzki leikstjóri eftirstríðsáranna.“ Mér flaug þessi setning í hug, er ég horfði á Max von Syd- ow og önnur persónugerð fyrir bæri Bergmans í „Andlitið". Það er eitthvað furðulega púritanskt, stíft og allt að því Hitlér-germanskt við sum verka Bergmans og þau tök, sem hann hefur á leikurum sín um. Maður getur allt éins átt á því von, að Jesúandlít Max von Sydow í „Andlitið" — svo dæmi sé tekið — hreyti út úr sér fyrirskipun á nazistavísu, eins og því að hann gangi bljúg ur undir ok tilverunnar. „Andlitið:: færir okkur enn einu sinni á klassiska Berg- manvísu inn á vettang trúarinn ar. Það tema fylgir myndum hans eins og nóttin degínum. Því er velt á óteljandi vegu — í póetiskri fegurð og djöful- legri kvöl. Trú og hjátrú, samband þessa innbyrðis og afstaða manna til þess, virðist halda fyrir Bergmann nokkurri vöku og er þann veg sett fram í myndum hans, að það hlýtur að[ halda sömu vöku fyrir þeim, sem myndir hans sækja. „Andlitið" er svo sannar- lega einkennandi fyrir Berg- mann, það minnir á ýmsan liátt nokkuð á „Meyjar! lindina“, sama grimmdin kem: ur fram ú báðum verkum, 'sömui . ■ rta : ■\»i ' iu miim iii »lmiiiii iii iii iiu» 111111111111111111111 miiiin spurningarnar um afstöðu til trúar og siðgæðis, þó á ólíkan hátt sé fram sett, umhverfið er í raun og veru hið sama, andlitin hin sömu, leikreglurn ar þær sömu. ■ „Andlitið" gefur óteljandi tækifæri til að dást að listi- ■■"' legri kvikmyndun og kliþpingu ’og ' eins og í .ÍSmultbn- stallet", eru fyrstu atriðin mögnuð af samræmdri snilld. Reyndar minnist ég þess vart að hafa horft upp á magn- þrungnari upphaf, samband kvikmyndunar, svo af ber, fá- orðs texta og hljóðeffekta. Bergman hefur sjálfur sam ið handrit þessarar myndar, Framhald á 10 síðu ílíiiniiiifnilíliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiimiiiiiiii • iiiii • •iiifiiiiiiiiiiimiM.'iiiiiiiui Um aukinn skatta- og útsv ars- frádrátt fyrir fiskimenn. Þingið felur væntanlegri stjórn sambandsins að vinna að þvi. §<J fiskimenn fái aukinn frádrátt vicJ álagningu skatts og útsvars og- - bendir á, i því sambandi, að eðli- legast sé að skattar verði tekn-ir - jafnóðum af tekjum, og er meitA- nauðsyn á því fyrir fiskimenn ea aðrar atvinnustéttir, þar sem tekj- ur þeirra geta verið mjög misjafri- ar frá ári til árs. Um netafjölda o. fl. Þingið beinir því til aðildarfé- laga sambandsins að beita sér fyrir því að reglugerð um fjölda þorska neta sé haldin og sé það iágmarks krafa að enginn bátur sé rr.eð fleiri net í s.ió en hægt er að ölf- um jafnaði að draga í hverri sjó- ferð. Þá telur þingið að leggja beri niður þá venju er tekin hefur ver- I ið upp af einstökum bátum að vera É með tvennskonar eða fleiri teg- = undir veiðitækja í einu eða í sömu 1 sjóferð. Um bátakjarasamninga. Þingið telur að ekki verði. hjá I því komist, að endurskoða báta- I kjarasamninga félaganna, og felur 1 væntanlegri stjórn sambandsins að É beita sér fyrir því, að köiluð verði I saman ráðstefna fulltrúa frá þeim § félögum innan Alþýðusambarids- z ins sem aðild eiga að bátakjára- É. samningum og verði sú ráðstefna É. haldin eigi síðar en um miðjan þennan mánuð, þar sém segja veríj ur upp samningum fyrir 1. rióv. n. k. ef til uppsagnar þarf að koma. Frá öryggismála- og allsherjarnefnd. 4. þing- S. S. í. fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnár verða við höfuðkröfu síðasta þSng9 Framh. á bls.10 ; . ALÞÝÐUBLAÐiÐ — 9. október 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.